Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 3 3Áföstudagskvöld hélt leið- angur manna á jeppum upp frá Hrauneyjafossi og náði í Grímsvötn í gær KJ.apríl. Síðan haldiðtil byggða. 2Komast í skála við Grímsvötn á mánudags- kvöld. Óskuðu eftir aðstoð á (föstudagsmorgni. JÖKULL | ........ ^VATNA < r : Skafta-'Á Fimm menn á Vatnajökli: Biðu eina viku effcir aðstoð í skálanum við Grímsvötn FIMM menn, sem lögðu á Vatnajökul þann 1. apríl, lögðu aftur af stað til byggða um miðjan dag í gser, eftir að hafa dvalið í skálanum við Grímsvötn frá 3. apríl. Þeir ætluðu að fara yfir jökulinn og allt niður í EyjaQörð, en þar sem einn þeirra missti farangur sinn varð það úr að þeir biðu eftir aðstoð í skálanum. Þeir voru allir við góða heilsu þegar hjálp barst í gærmorgun. Mennirnir fimm, sem eru vanir fjállamenn, lögðu af stað upp Skeiðaráijökul laugardaginn 1. apríl. Þeir ætluðu fótgangandi norður yfir Vatnajökul, með við- komu á Grímsfjalli, og alla leið norður í Svartakot við Eyjafjörð. Ferðin átti að taka tíu daga. Þeir hrepptu hins vegar slæmt veður á jöklinum og komust ekki á Grímsfjall fyrr en á mánudags- kvöld. Þá hafði einn þeirra misst útbúnað sinn, svefnpoka og skíði. Mennirnir héldu því kyrru fyrir í skálanum við Grímsvötn. Föstudaginn 7. apríl náðu þeir sambandi við byggð, en það hafði þeim ekki tekist fyrr þar sem endurvarpsstöð fyrir farsíma var biluð. Þeir höfðu samband við fé- laga sína og báðu um að annað hvort yrðu þeim send skíði, svo þeir gætu gengið niður af jöklin- um aftur, eða að náð yrði í þá. Á fostudagskvöld fór leiðangur jeppa af stað frá Hrauneyjarfossi, en færðin upp á jökul var mjög erfið. Jeppamir vom komnir að skálanum í gærmorgun og um miðjan dag héldu síðan allir ofan af jökli á ný. Aðfaranótt sunnudags lagði snjóbíll af stað á eftir jeppunum, til að færa þeim meira bensín og aðstoða þá á niðurleið. Þegar Morgunblaðið hafði í gær samband við einn af leiðang- ursmönnunum fimm, Leif Jóns- son, vildi hann ekki ræða ferð þeirra, en tók fram að ekki hefði verið um neinn björgunarleiðang- ur að ræða. Hann sagði það und- ir færi komið hvenær þeir yrðu komnir til byggða á ný og benti á, að jeppamir hefðu verið tvo og hálfan sólarhring á leið upp á jök- ul. Kjarnorkuknúni kafbáturinn; Stjórnvöld létu Almanna- varnir ekki vita af slysinu Almannavarnir ríkisins fengu fyrst vitneskju um að eldur hefði orðið laus í sovéskum kafbáti suðvestur af Bjamarey um klukkan hálfeitt aðfaranótt laugardagsins. Örn Egilsson, hjá Almannavörn- um, segir að þá hafi stjórnvöld vitað um slysið frá klukkan 18 á fóstudegi. Hann telur mikið áhyggjuefhi að Almannavörnum skuli ekki hafa verið skýrt frá slysinu strax og vitneskja um það barst. Öm sagði að Almannavarnir væm með áætlanir um hvernig bregðast skuli við hvers kyns vá, hvort sem hún er af mannavöldum eða vegna náttúruhamfara, en af einhveijum ástæðum hefðu upp- lýsingamar ekki borist til Al- mannavarna frá stjórnvöldum. Hann teldi eðlilegast að álykta að stjómvöld, eða þeir aðilar sem hefðu átt hlut að máli, hefðu ekki þekkt réttar boðleiðir. Það ætti að láta Almannavarnir vita af slíku, því stofnuninni væri ætlað að bregðast við hugsanlegri vá. „Við höfum neyðarsíma opinn allan sólarhringinn og hann er í stjómstöð Landhelgisgæslunnar," sagði Örn. „Við fengum upplýsing- ar frá Landhelgisgæslunni um að fréttamenn og aðrir hefðu hringt þangað til að spyijast fyrir um þetta slys. Þannig fréttum við fyrst af þessu og þá fómm við að kanna hvernig í málinu lægi. Um svipað leyti hafði dómsmálaráð- herra samband við formann al- mannavarnaráðs til að spyijast fyrir um þetta.“ Öm sagði að samkvæmt upplýs- ingum Almannavarna þá um nótt- ina hafi kviknað í kafbátnum, en ekki var vitað hvar eldurinn kom upp. „Það hafði ekki orðið yfir- borðssprenging og skipið var sokk- ið. Okkur sýndist því að ekki væri mikil hætta á ferðum. Við opnuð- um þó stjórnstöð og Geislavarnir ríkisins höfðu samband og höfðu þá fengið upplýsingar frá systur- stofnun sinni í Noregi. Þá sáum við frétt, sem var send út um gervihnött á vegum Sky-News klukkan eitt um nóttina, en þar var litlar upplýsingar að fá.“ Öm sagði að honum sýndist sem engin hætta væri á mengun vegna slyssins. „Þessi skip eru sérstak- lega styrkt og kjarnaofnar í þeim enn frekar. Það er hins Vegar mikið áhyggjuefni að Almanna- varnir ríkisins skuli ekki frétta af slíkum slysum um leið og fyrstu upplýsingar berast og þá sérstak- lega ef þetta hefði átt sér stað nær íslandi," sagði Örn Egilsson hjá Almannavornum ríkisins. O INNLENT gert Svavari Gestssyni grein fyrir því að svona framgangsmáti, per- sónulegar ofsóknir af þessu tagi, yrðu ekki látnar líðast af hálfu okk- ar alþýðuflokksmanna og það væri hin pólitíska hlið málsins. Hann skyldi gera sér grein fyrir því að með þessu móti væri hann ekki bara að steypa skólanum í ófriðarb- ál heldur væri hann af yfirveguðu ráði að spilla samstarfi okkar flokka. Hann gæti sett sjálfan sig í okkar spor. Hvemig halda menn að Alþýðubandalagið hefði tekið því ef einhver ráðherra annars flokks í samstarfi við Alþýðubandalagið hefði hafnað slíku sáttatilboði og forherst í einhveijum persónulegum ofsóknum gegn kunnum skóla- manni í innsta hring Alþýðubanda- lagsins? Niðurstaðan varð auðvitað sú að við könnuðum það mjög rækilega hvað til bragðs skyldi taka og ein hugmyndin var sú að standa að til- lögu á Alþingi, þar sem Alþingi fæli ráðherranum beinlínis að draga þessa auglýsingu til baka. Þetta var auðvitað gert með vísan til þess að svipaðri tillögu höfðu alþýðubanda- lagsmenn beitt sér fyrir á Alþingi, í mótmælaskyni við ráðningu Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar. Slíka tillögu er að sjálfsögðu ekki hægt að flytja nema vera þess full- viss að hún nái fram að ganga. Það kom á daginn að Kvennalistinn var engan veginn reiðubúinn að standa á bak við konu sem varð fyrir „Berufs Verbot" - ofsóknum af þessu tagi. Ég hef að vísu trú á því að tillagan hefði náð fram að ganga, en trúlega hefði Alþýðu- bandalaginu með stuðningi ann- arra, þar með talið Kvennalista, tekist að koma í veg fyrir að hún yrði afgreidd úr nefnd og þar með hefði hún ekki komið að tilætluðum notum." Jón Baldvin sagði að það hefði verið til lítils að vilja rétta hlut Sjafnar Sigurbjörnsdóttur gegnum tillöguflutning á Alþingi, nema því aðeins að Alþingi hefði sýnt í verki „að það væri reiðubúið með skjótri meirihlutaákvörðun að taka fram fyrir hendur menntamálaráðherra, sem fer offari í slíku máli. Til þessa kom ekki að lokum, vegna þess að Sjöfn Sigurbjömsdóttir og fjöl- skylda hennar var búin að fá nóg. Þau sáu ekki fram á að samþykkt slíkrar tillögu yrði út af fyrir sig nein lausn út frá sjónarmiðum skól- ans og hún hafði ekki geð í sér til þess að ganga til neinna samninga við menn, sem höfðu gert sig bera að atlögu við æru hennar og starfs- heiður. Niðurstaðan varð þess vegna sú að hún ákvað að beygja sig fyrir ofbeldinu," sagði Jón Bald- vin. „Hinir nafnlausu undirróðurs- menn, sem hafa unnið að því kerfis- bundið að flæma Sjöfn Sigurbjörns- dóttur úr starfí og beittu fyrir sig að lokum menntamálaráðherra og menntamálaráðuneyti, þeir fagna því sigri og verði þeim að góðu. Öðmm ætti að verða það umhugs- unarefni hvemig komið er í okkar þjóðfélagi, þar sem slíkir hlutir ger- ast. Ég er með þessum orðum ekki að taka neina afstöðu til hinna svo- kölluðu deilna um faglega stjóm og skólaforystu í þessum skóla. Það er augljóslega ekki málið, vegna þess að ef þær deilur vom „fagleg- ar“ og snemst um ágreining um uppeldisfræðileg atriði, þá bar að sjálfsögðu að fjalla um það á fagleg- um gmndvelli hjá fræðsluráði og skólanefnd í Reykjavík. Mennta- málaráðuneytið gerði ekkert slíkt. Að lokum birti ráðuneytið einhveija ómerkilegustu samantekt sem ég hef nokkum tíma augum barið, þar sem ráðherrann felur sig á bak við tvo Umba sína og þeir em gerðir út af örkinni til viðtala við undirróð- ursmennina. Þeir skrá æmmeiðandi ummæli og ákæmr, umsagnarlaust. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir átti að vera vanhæf til allra hluta, en samt seg- ir hið virðulega ráðuneyti í lokin á samantektinni að ekki sé lagt mat á faglega hæfni Sjafnar Sigur- bjömsdóttur. Þessi vinnubrögð þættu sennilega ágæt í Rúmeniu, en það er fyrirlitlegt að mínu mati, að þetta skuli vera látið á þrykk ganga í nafni menntamálaráðu- neytisins á íslandi," sagði Jón Bald- vin Hannibalsson. Talsvert um innbrot: Dottaði undir stýri Fólksbíl, Skoda, var ekið á Ökumaður gaf þá skýringu á ljósastaur á Reykjanesbraut við óhappinu að hann hefði dottað Alfabakka síðdegis á laugar- undir stýri. Bíllinn er mikið dag. Farþegi í bílnum hlaut skemmdur og ljósastaurinn kub- minniháttar meiðsl. baðist í tvennt. Frá slysstað á Reykjanesbraut. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Þjófiir gripinn með kjúklinga og kartöflur Brotist inn hjá ÁTVR BROTIST var inn í verslun ÁTVR í Mjóddinni um helgina. Ruða í versluninni var brotin við gijótkasti og er talið víst að far- ið hafí verið inn í verslunina. Hins vegar þykir ekki ljóst hvort einhverju hafi verið stolið. Þá var brotist inn í verslun KRON við Eddufell í Breiðholti. Innbrots- þjófurinn, síbrotamaður á fertugs- aldri, fyllti nokkra poka af ýmis konar mat, til dæmis kjúklingum, kalkún og kartöflum. Sjónarvottar kölluðu á lögreglu og þegar hún kom á vettvang var þjófurinn að reyna að komast undan með feng sinn. Lögreglumenn náðu honum á hlaupum og færðu í fangageymslur. Brotist var inn í söluturn við Mávahlið og stolið þaðan 80 þúsund krónum í reiðufé og ávísunum. Einnig var stolið úrum úr sýningar- glugga úrsmíðaverslunar við Skóla- .VfcAwííg-..................... j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.