Morgunblaðið - 11.04.1989, Síða 12

Morgunblaðið - 11.04.1989, Síða 12
12 'MÓRdtJNBLAÐIÐ ÞRIÐ'JUÐAGUR 11. ÁPRÍL ’1989. Til hagsbóta fyrir láglaunafólk eftirJóhönnu Sigurðardóttur Eru vaxtabæturnar sem taka á upp samhliða húsbréfakerfi eink- um til hagsbóta fyrir hálauna- manninn en ekki láglaunamann- inn? Þessu er haldið fram af þeim sem vilja viðhalda núverandi húsnæðis- lánakerfi og eru í miklu andófi gegn nýskipan húsnæðismála með því að tekið verði upp húsbréfakerfi á ís- landi. Þeir sem tala gegn húsbréfum Hafharfjörður; Fundað um sorpbögg- unarstöð Fjarðarpósturinn og Útvarp Hafnarfjörður gangast fyrir al- mennum borgarafundi um sorp- böggunarstöðina í Hellnahrauni í kvöld, þriðjudagskvöld, í kaffi- stofu Hafharborgar. Fundurinn hefst klukkan 20.30. Frummælendur á fundinum verða þau Björn Ámason, bæjar- verkfræðingur og varaformaður stjórnar Sorpeyðingar höfuðborgar- svæðisins og Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur. Fyrir svörum sitja einnigGuðmundurÁrni Stefánsson, bæjarstjóri, Eyjólfur Sæmundsson, formaður heilbrigðisráðs og Jó- hannes Kjarval, skipulagsstjóri. Fundurinn verður í beinni útsend- ingu á FM 91.7. leggjast mjög lágt I sínu andófi og hika ekki við að draga upp villandi mynd af áhrifum húsbréfakerfisins og slá ryki í augu fólks. Hvort það er af fákunnáttu eða af ásettu ráði skal hér ósagt látið. En mikilvægt er að fólk sem á allt sitt undir að hægt sé að koma hér upp manneskju- legu húsnæðiskerfi láti ekki blekkj- ast af áróðrinum. Niðurgreiðsla vaxta til tekju- og eignaminni Vaxtabótakerfið er mun sveigjan- legra en núverandi fyrirkomulag og lagar sig auðveldlega að breytingum I tekjum og eignum á lífshlaupinu. Veigamest er þó að með þessu er fyrirgreiðslu hins opinbera varðandi niðurgreiðslu vaxta stýrt til þeirra hópa sem mesta þörf hafa fyrir opin- bera fyrirgreiðslu í stað þeirrar ómarkvissu stýringar sem nú er. Þeim 12—1.500 milljónum sem hing- að til hefur verið varið eftir ýmsum leiðum til vaxtaniðurgreiðslu til fólksins er hér stýrt I einn farveg í formi vaxtabóta sem fyrst og fremst eru til hagsbóta þeim eigna- og tekju- lágu í þjóðfélaginu. í fjölmiðlum hef- ur því m.a. verið haldið fram að vaxtabótakerfið nýtist ver einstæðu móðurinni á lágu laununum en há- tekjumanninum. Tökum af þessu dæmi. Einstæða móðirin Andófsliðið tekur gjarnan dæmi af einstæðri móður sem kaupir íbúð fyrir 3—314 milljón. Spyija má hvort og þá hvemig íbúð fæst fyrir þessa fjárhæð. En engu að síður skal dæmi hér tekið. Einstæða móðirin kaupir eign sem metin er á tæplega 3,6 milljónir króna. Samkvæmt húsbréfakerfinu lánar seljandi eignarinnar einstæðu móðurinni 2,4 milljónir í eigninni til 25 ára í formi húsbréfs. Einstæða móðirin er með 1 milljón í árstekjur. Við Gnoðarvog 6 herb. 140 fm glæsileg sérhæð, 1. hæð, sem skiptist í 4 svefnherb., 2 samliggjandi stofur, eldhús, baðherb. og gestasnyrtingu. Parket. Litað gler í suður. 35 fm bílsk. Mikið útsýni. Verð 9,2 millj. Hátún, XZ Suðurlandsbraut 10, IT símar21870,687808og 687828. Smáíbúðahverfi - einbýli/tvíbýli Jarðhæð, hæð og ris. Á jarðhæð er m.a. góð 3ja herb. íb. m. sérinng. og hita, en á 2.-3. hæð er vönduð 6 herb. íb. m. suðursv. Grunnfl. er u.þ.b. 80 fm. Stór og fallegurtrjágarður. Bílskúrsplata, 32 fm. Verð 11,8 millj. EIGNAMIÐUININ 2 77 11 P_ INGHQLTSSTRÆTI 3 Svcrrir Kristinsson, sölustjóri - Þorleifur Guðmundsson, sölum. Þórólfur Halldórsson, lögfr.-Unnsteinn Beck, hrl., sími 12320 Að teknu tilliti til vaxtabóta greið- ir þessi einstæða móðir í vexti eftir skatt fyrsta helming lánstímans, þ.e. fyrstu 12—13 árin, á bilinu 2—3% I raunvexti af láninu. Það er það sem máli skiptir þegar borin er saman greiðsiubyrði láglaunafólks og hálaunafólks í vaxtabyrðinni. Að meðaltali eru vextir þessarar ein- stæðu móður fyrsta helming lánstí- mans (þ.e. fyrstu 12—13 árin) að jafnaði 143 þúsund krónur á ári. Greiðslubyrði vegna vaxta og af- borgana verður þó lægri vegna út- greiddra vaxtabóta. Að meðaltali verður greiðslubyrðin fyrstu 5 árin um 93 þús. á ári að teknu tilliti til vaxtabóta eða um 10% af tekjum einstæðu móðurinnar. Raunvextir hennar að teknu tilliti til vaxtabóta eftir skatt fara á fyrstu 12—13 árum lánstímans aldrei yfir 2—3%. Hátekjumaðurinn Þá er það hátekjumaðurinn sem Jóhanna Sigurðardóttir kaupir sér eign sem kostar tæpar 9 milljónir króna. Seljandi fasteignar- innar lánar honum tæpar 5,9 milljón- ir. Árstekjur hans eru 2 og 14 milljón. Meðalvaxtabyrði hans verður fyrsta helming lánstímans (þ.e. fyrstu 12—13 árin) að meðaltali 357 þúsund krónur á ári. Raunvextir sem hann greiðir að teknu tilliti til vaxta- bóta og eftir skatt eru á bilinu 4—5% samanborið við 2—3% raun- „ Aö teknu tilliti til vaxtabóta greiðir þessi einstæða móðir í vexti eftir skatt fyrsta helm- ing lánstímans, þ.e. fyrstu 12—13 árin, á bilinu 2—3% í raunvexti af láninu. Það er það sem máli skiptir þegar borin er saman greiðslubyrði láglauna- fólks og hálaunafólks í vaxtabyrðinni.“ vexti lágtekjumannsins í dæminu á undan. Vaxtabyrðin Andófshópurinn sem vill viðhalda núgildandi kerfi en ekki koma á ný- skipan húsnæðismála hefur einnig haldið því fram að vaxtabyrði al- mennt þyngist í húsbréfakerfi sam- anborið við núgildandi kerfi. Því verða gerð skil í næstu grein. Höfundur er félagsmálaráðherra. Síðasta grein ráðherrans um hús- bréfakerfíð birtist í Morgunbiað- inu á morgun. Heimsmeistaræin- vígið í skák 1972 Athugasemdir vegna uppriflunar í sjónvarpsþætti eftirEddu Þráins dóttur Eftir að hafa horft á þáttinn „Á því herrans ári 1972“ þann 4. apríl 1989 get ég ekki látið hjá líða að koma með athugasemdir varðandi þáttinn og hvemig tekið var á málum þar varðandi heimsmeistaraeinvígið. Það er undarleg meðferð stjóm- enda þáttarins að láta eins og heims- meistaraeinvígið hafi dottið af himn- um ofan í fang Guðmundar Þórarins- sonar, því það virðist ekki mega minnast á þann mann sem átti hug- myndina og uppástunguna um ein- vígið, Freystein Þorbergsson. Freysteinn sat Alþjóðaþing FIDE á þessum tíma og stakk upp á ís- landi sem einvígisstað. Það var hann sem skrifaði margar greinar til að hvetja íslendinga til að halda ein- vígið og skapa þar með áhuga manna hér heima. Það var hann sem fór utan á eigin vegum til að kanna hvað tilboð íslands þyrfti að vera hátt til að íslendingar yrðu öruggir með að fá það og það var hann sem fór með tilboð fslendinga út og skrif- aði undir samninginn fyrir hönd ís- lenska skáksambandsins. Ef enginn hefði átt frumkvæðið að einvíginu hefði heldur ekkert einvígi orðið hér, svo einfalt mál er það. Ekki veit ég hvaða hvatir liggja að baki hjá þeim mönnum sem standa svona að verki, það skyldu þó ekki vera sömu hvatir og þegar Guðmund- ur Þórarinsson meinaði Freysteini að koma á fund á Hótel Sögu forð- um. Freysteinn ákvað að fara með bréf, rétt fyrir fundinn, til að skýra frá gangi mála. Ég fór með honum og beið í anddyrinu meðan Frey- steinn skrapp upp. Þá koma Guð- mundur Þórarinsson og maður með honum sem ég þekkti ekki þá, en þóttist þekkja síðar á mynd í blöðun- um að væri Eiríkur Tómasson lög- fræðingur. Það verður að stoppa manninn, af segir maðurinn, hugs- aðu þér, hann getur orðið þjóðhetja, dýrlingur ef hann fær að halda svona áfram. Blessaður vertu, það verður gert, það verður gert, endurtók Guð- mundur. Þegar við Freysteinn gengum út í bfl, sagði ég honum hvað ég hafði Edda Þráinsdóttir heyrt og séð. Þetta er nú eitt af því sem við íslendingar þurfum að bæta, segir hann, þennan smáborgara- hugsunarhátt og öfund sem tröllríður húsum hér. Að fá einvígið hingað er einmitt spor í þá átt. Ég brosti með sjálfri mér, alltaf er Freysteinn sjálfum sér samkvæmur hugsa ég með mér og læði hendi minni í lófa hans og þrýsti þéttingsfast, vildi með því sýna honum hve innilega vænt mér þætti um hann og hve stolt ég var af honum. Þegar Guðmundur Þórarinsson var að því spurður í þættinum hvað hefði orðið til að bjarga einvígismál- unum þegar Fisher var ekki mættur til leiks, sagði Guðmundur meðal annars að sumir teldu að skáksam- bandsmenn hefðu bjargað málunum, aðrir að Slater hefði gert það og svo rúsínan í pylsuendanum að líklega hefði misskilningur milli hans og Spasskys orðið til þess að bjarga ein- víginu. Samkvæmt gögnum sem ég hef undir höndum voru það tveir Banda- ríkjamenn sem stungu upp á því við Freystein að hann tæki einkaflugvél til Bandaríkjanna til að freista þess að fá Fisher til að koma. Sigurður Magnússon þáverandi blaðafulltrúi Flugleiða útvegaði vél og farareyri og sagði við Freystein að ef hann kæmi með Fisher til baka þyrfti hann ekki að borga flugið, en auðvitað þurfti Freysteinn að borga allt annað eins og flestar þær ferðir sem hann fór í í sambandi við einvígið. Dr. Euwe, sem var viðstaddur þegar þetta var, sagði við Freystein að skáksambandið myndi launa honum ríkulega ef hann kæmi með Fisher til baka, en dr. Euwe þekkti ekki stjórn Islenska skáksambandsins. Þegar Freysteinn kom til baka tveimur dögum síðar með sömu vél og Fisher sem auðvitað var vandlega gætt í nefndum þætti að minnast ekki á, stóð Sigurður Magnússon við loforð sitt. Ekki ætla ég að dæma um það, hvort misskilningur Guðmundar og Spasskys varð til þess að bjarga ein- víginu á þessum tíma, til þess er mér málið of skylt, en heilbrigð skyn- semi mín segir mér að ekkert einvígi hefði orðið án Fishers. Sú neikvæða umfjöllun sem við- •höfð var í þættinum um Fisher og endurspeglar Þá framkomu sem við- höfð var gagnvart honum hér á sínum tíma, hlýtur að vekja þá spurn- ingu hvort einmitt þetta hafi ekki orðið til þess að Fisher hætti að tefla. Ýmsir erlendir skákmeistarar, sem voru á móti Fisher á sínum tíma, hafa síðar kunnað að meta þá bylt- ingu sem hann kom á í sambandi við aðbúnað og kjör skákmanna. Hér heima virðist sem að minnsta kosti þessir þáttargerðarmenn séu enn í sama sparðatíningnum og skítkast- inu. Örfáum dögum áður en Freysteinn dó, sátum við við eldhúsborðið heima og ræddum málin. Þá sagði Frey- steinn: Framtaks míns í einvígismál- unum verður ekki minnst fyrr en ég er löngu dauður og ekki bara ég, heldur allir öfundarmenn mínir líka. Mér sýnist að þessi framtíðarspá Freysteins muni rætast. Ég get ekki látið hjá líða að gagnrýna Ríkissjón- varpið, sem státar af því að vera sjónvarp allra landsmanna, að það skuli taka þátt í slíkri rangtúlkun á staðreyndum sögunnar og að óvan- daðir þáttagerðarmenn skuli geta unnið slík óhæfuverk í skjóli þess. Höfúndur er bankastarfsmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.