Morgunblaðið - 11.04.1989, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.04.1989, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 19 Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Frá vígslu björgunarstöðvarinnar Kárabúðar á Fagurhólsmýri. Hnappavellir, Öræfiim; Björgunarstöðin Kára- búð formlega vígð Hnappavöllum. Björgunarstöðin Kárabúð a Fagurhólsmýri sem er í eigu björgunarsveitarinnar Kára, slysavarnadeildar Oræfa og Hofshrepps, var nýlega víg að viðstöddu mörgu fólki úr sveit- inni auk góðra gesta frá Slysa- varnafélagi íslands og deildum félagsins á Höfn. Prófasturinn, sr. Fjalar Sigur- jónsson, annaðist vígsluna með að- stoð kirkjukórs Hofskirkju. Þá flutti formaður deildarinnar, Guðjón Ingi- mundarson, ágrip af sögu deildar- innar og byggingu hússins. Sveinn Sighvatsson afhenti 25.000 kr. gjöf frá deildunum á Höfn með góðum kveðjum og árnaðaróskum. Eftir að fólk hafði skoðað húsið, bíl deild- arinnar og fleira, var haldið í félags- heimilið Hofgarð til kaffídrykkju. Þar flutti Haraldur Henrýsson, for- seti Slysavamafélags íslands, kveðjur félagsins, og skýrði frá ákvörðun stjórnar, að gera Pál Bjömsson, Fagurhólsmýri, að heið- ursfélaga fyrir langt og farsælt starf í þágu félagsins og veitti hon- um skjal þar að lútandi. Einnig töluðu Páll Björnsson, Þorsteinn Jóhannsson, Ari Magnús- son og Sigurður Björnsson rifjuðu þeir upp sögur frá fyrri tíma um björgun og flutning strandmanna. Deildinni bámst höfðinglegar gjafir sem eru 100.000 kr. frá Hraunprýðiskonum í Hafnarfirði, VHF-talstöð frá Slysavarnafélagi íslands, auk 25.000 kr. frá Höfn sem fyrr er getið. Einnig bámst skeyti og kveðjur víðar að. - S.G. Morgunblaðið/Halldór Sveinbj. Guðbjörg Hilmarsdóttir, Ungfrú Vestfírðir 1989, Guðbjörg Hilmarsdóttir Ungfrú Vestfirðir 1989 ísafírði Guðbjörg Hilmarsdóttir, 18 ára ísfirðingur, var kjörin Ungfrú Vestfírðir í fegurðars- amkeppni, sem fram fór að Upp- sölum Ísafírði sl. laugardags- kvöld. Fimm þátttakendur voru í keppninni. Jóna Hrund Jóns- dóttir var kjörin vinsælasta stúlkan úr hópi keppenda, en þær kjósa sjálfar um þann titil. Dómnefndina skipuðu Anna Lind Ragnarsdóttir, sem kjörin var vin- sælasta stúlkan í keppninni í fyrra, Guðbjörn Sævar (Dúddi) hár- greiðslumeistari í Reykjavík, Anna Margrét Jónsdóttir Fegurðardrottn- ing Islands 1987, Friðþjófur Helga- son ljósmyndari í Reykjavík og Martha Jörundsdóttir Ungfrú Vest- firðir 1988. Dagný Björk Pjetursdóttir dans- kennari sá um undirbúning og framkvæmd keppninnar eins og þau þtjú ár sem keppnin hefur verið haldin á ísafirði. Auk fegurðarsam- keppninnar voru tísku- og danssýn- ingar með þátttöku keppenda og ungs fólks á aldrinum tveggja til sextán ára. Guðbjörg fór strax dag- inn eftir krýninguna til Reykjavíkur til undirbúnings keppninnar um tit- ilinn „Fegurðardrottning íslands 1989“ sem fram fer á Hótel íslandi þann 15. maí nk. Úlfar. Brúna á Mórillu tókafí snjóflóði Snæflallaströnd vegasambandslaus við umheiminn BRÚNA á Mórillu í Kaldalóni hefúr tekið af í snjóflóði. Maður á vélsleða, á leið í Kaldalón, tók fyrstur eftir þessu í fyrradag. Frétta- ritari Morgunblaðsins, Jens í Kaldalóni, segir að sennilega hafi brúna tekið af á tímabilinu 3.-5. febrúar er mikið hret gerði á þessum slóð- um. Sökum þessa er Snæfjallaströnd vegasambandslaus við um- heiminn þar til brúin hefúr verið endurbyggð. Brúin er 42 metrar að lengd og hlaup." hefur snjóflóðið sópað burtu helm- ingnum af brúnni niður á eyrar fyrir neðan hana . Jens í Kaldalóni segir að á þeim stað sem brúin stóð hafí ávallt verið mikil snjóflóða- hætta enda stóð brúin undir brattri fjallshlíð. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem brúna á Mórillu tekur af í snjó- flóði. Slíkt gerðist einnig veturinn 1968. Siguijón Rist vatnamælinga- maður greinir frá atburðinum í tímaritunu Jökli það ár. Hefur hann frásögnina upp úr greinargerð sem honum barst þá frá Aðalsteini Jó- hannssyni á Skjaldfönn. Aðalsteini fórust þannig orð um atburðinn: „Jörð var öll í svelli upp á efstu brúnir, en hjarnskaflar í dýpstu lautum og giljum, þegar skips-og mannskaðaveðrið mikla brast á með feikna snjóburði. Að öllum líkindum hefur snjóflóðið fallið 4. eða 5. feb- rúar 1968. Geysimikill snjóbingur, hengja, hefur safnast fyrir uppi í hæstu brúninni, en hlíðin er þama snarbrött. Þegar þyngd hengjunnar er orðin svo mikil, að hún helst ekki lengur á bröttu hjaminu renn- ur hún af stað eins og sleði niður snarbratta hlíðina án þess að velta....og kalla ég þetta gadda- Aðalsteinn lýsir síðan brúnni, er þá var 58 metra löng jámbitabrú, byggð 1964. Síðan segir hann: „Gera má ráð fyrir að neðsta og þyngsta rönd hengjunnar hafi gengið undir brúarbitana, sveigt þá dálítið og spennt upp um leið og aðalfyllan kom, og svo kröftuglega að bitarnir, sem voru 30-40 sm þykkir, ventust við og allar festing- ar á millibilum rifnuðu sem pappír væri. Bitamir lentu á hvolfi 25 m til hliðar frá stöplunum....Snjóflóðið fór 120 m niður á eyramar frá brúnni. Stöplamir stóðu óhaggaðir. Brúargólfíð hefur svifíð í heilu lagi 45 m út fyrir stöplana og sest á ísinn utan við jaðar snjóskriðunn- ar.“ Tíu lög í Söngva- keppni íslands 1989 Landslagið valið 28. apríl Tíu Iög munu keppa til úrslita í Söngvakeppni íslands 1989, en alls bárust rúmlega 300 lög í keppnina um Landslagið. Lögin verða kynnt opinberlega á Hótel Sögu nk. föstudag, 14. april. Þá verða lögin kynnt á Bylgjunni og Stöð 2 næstu tvær vikur á eftir. Úrslit fara svo fram á Hótel Sögu fostudaginn 28. apríl og verður bein útsending frá þeim bæði á Bylgjunni og Stöð 2. Lögin tíu eru: „Brotnar myndir" eftir Rúnar Þór Pétursson, sem flyt- ur það ásamt Andreu Gylfadóttur, Fjölmenni á fyrsta degi markaðstorgsins Markaðstorg i Kolaportinu hóf göngu sína um siðustu helgi og var mikið Qölmenni þar saman- komið. Að sögn Helgu Mogensen veitingakonu sem sér um rekstur þessa markaðar munu um 13.000 manns hafa komið til að skoða og versla á torginu. „Við erum mjög ánægð með þessa byrjun sem bendir til þess að hugmynd- in eigi góðan hljómgrunn hjá fólki og að slíkt markaðstorg geti orðið fastur punktur í borg- arlífinu," sagði Helga. Mikið var verslað á markaðstorg- inu. Þar voru t.d. heildsalar, sem voru að grynnka á vörulagerum og einstaklingar sem voru að selja alls kyns hluti eftir komputiltektir. Einn sölumaður seldi t.d. 8.000 kókos- bollur og á öðrum sölubás höfðu menn ekki undan að afgreiða helí- umblöðrur til bama sem voru þama fjölmenn. Að sögn Helgu Mogensen munu margar hugmyndir varðandi betra útlit og umgjörð markaðarins verða framkvæmdar á næstu vikum. „Flestir sem vom hjá okkur á laug- ardaginn hafa skráð sig aftur næst og margir nýir hafa bæst við,“ sagði Helga. „Dúnmjúka dimma“ eftir Ólaf Ragnarsson, sem flytur það ásamt bræðmm sínum Jóni og Ágústi Ragnarssonum, „Ég sigli í nótt“ eftir Bjama Hafþór Helgason i flutningi Ingu Eydal, „Fugl í búri“ eftir Bergþóm Ámadóttur í flutn- ingi höfundar, „Prinsippmál" eftir Þórhall „Ladda" Sigurðsson í flutn- ingi hans sjálfs, „Ráðhúsið" eftir Ágúst Ragnarsson. Höfundur og „Sveitin milli sanda" flytja. Þá kom- ust í úrslit lögin „Við eigum sam- leið“ eftir Jóhann G. Jóhansson í flutningi Sigríðar Beinteinsdóttur og Grétars Övarssonar, „Við fljótið" eftir Sigfús E. Amþórsson í flutn- ingi Júlíusar Guðmundssonar og „Við tvö“ eftir Inga Gunnar Jó- hannsson sem flytur ásamt Evu Albertsdóttur. I dómnefnd em fulltrúar þeirra, sem að keppninni standa. Pálmi Gunnarsson frá hljóðverinu Stöð- inni, Steen Johanson frá Pressunni, Haraldur Gíslason frá Hótel Sögu, Pétur Steinn Guðmundsson frá Bylgjunni, Guðbjörg Sandholt frá Ferðamiðstöðinni Veröld, Ríkarður Öm Pálsson frá Félagi tónskálda og textahöfunda og Bjöm G. Björnsson frá Stöð 2 sem jafnframt er formaður dómnefndar. Lögin tíu verða gefm út á hljómplötu, sem kemur á markað þegar keppnin er um garð gengin. Heildarverðmæti vinninga og annars, sem kemur í hlut höfunda fimm efstu laganna, er um þijár milljónir króna. Meðfæríleg og öflug rafsuðutæki Power Inverter 250 og 315 eru afar öflug, jafn- s'traums-rafsuðutæki til pinna- og tig-suðu. Power Inverter rafsuðutækin eru 3ja fasa, 380 volt og vega aðeins um 28 kg. Þau eru miklu meðfærilegri en eldri tæki af sama styrkleika. Hafðu samband við sölpmenn okkar sem veita allar nánari upplýsingar. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2.SÍMI 624260 ESAB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.