Morgunblaðið - 11.04.1989, Síða 34

Morgunblaðið - 11.04.1989, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 1 Stefán Ögmundsson prentari — Minning Fyrir tuttugu árum var ég staddur í kjallara húss FBM í bækistöðvum Prentarafélagsins. Ég taldi að ég væri einn í kjallaranum og brá því óneitanlega þegar ég heyrði einhvern fyrirgang úr öðru herbergi. Ég ákvað að kanna málið og hitti þá fyrir Stef- án Ögmundsson, sem var þama að vinna. í bókasafni prentara í sínum frítíma eins og hann gerði um margra áratugaskeið. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti Stefán, en þann tíma sem í hönd fór sætti ég lagi að vera staddur í kjallaranum þegar Stefán '■■"yætlaði sér að vinna í bókasafninu og þeir voru fleiri prentnemamir sem það gerðu. Þessar stundir voru á þann veg að ég gleymi þeim aldrei. Við hljótum að hafa truflað Stefán svo þaulsætnir sem við vorum, en það lét hann okkur aldrei finna. Hugsjón- armaðurinn, sósíalistinn Stefán átti nógan tíma fyrir okkur unglingana, hann varð félagi okkar og vinur. Orðið kynslóðabil hvarf úr orðabók- inni. Áður en ég kynntist Stefáni og við urðum félagar og vinir þekkti ég hann vel af afspurn og hafði lengi langað til að hitta hann. Um hann var oft rætt á bemskuheimili mínu, enda mamma og hann þremenningar ^log bæði uppalin á Grímstaðarholtinu, en þar vom þeir m.a. saman í komm- únistasellu Stefán og Eðvarð bróðir ömmu. Stefáns var þó fyrst og fremst getið í stjómmálaumræðunni, pabbi sem var afar pólitískur og sjálfstæðis- maður að auki talaði alltaf með virð- ingu um Stefán og varði hann þegar aðrir létu þung orð falla um hann og hina helv... kommana. Ég mat því Stefán mikils áður en ég kynntist honum þrátt fyrir að ég hafði aðal- lega heyrt sjálfstæðismenn fjalla um hann, svo mikla virðingu bám bæði pabbi og mamma fyrir honum. Ég fæ aldrei fullþakkað þær stund- ir sem ég átti með Stefáni. Það var ævintýri fyrir mig prentnemann þeg- ar Stefán bað mig að hjálpa sér við prentverkið og lögð var nótt við dag til að koma Nýrri Dagsbrún út. Eld- móðurinn var þvílíkur að enginn var ósnortinn, en spaugið var þó aldrei langt udnan og oft var brosað yfir þeirri umræðu sem stundum gat orð- ið í ætt við keisarans skegg varðandi innihald blaðsins. Árið 1970 fór ég með Stefáni til Austur-Þýskalands á Eystrasaltsvikuna, við vomm her- bergisfélagar. Það var ótúleg fer og í minningunni finnst mér eins og við hefðum aldrei sofið. Við vöktum alt- ént frameftir öllu þó fundir byijuðu snemma og við vöktum yfir skáldun- v*»m. Stefán hafði slíkt yndi af ljóðum að hann opnaði mér nýja sýn, hann kenndi mér meira að segja að meta Matthías Jochumsson, sem ég í bamaskap mínum taldi ekki viðeig- andi að kommi gerði. Og skáldin fylgdu okkur. Á heimleiðinni stoppuð- um við í Kaupmannahöfn og fómm á slóðir Jónasar, serh Stefán mat afar mikils. Ég minnist þess að þar sem við stóðum á götunni og virtum fyrir okkur gömlu húsin kom til okk- ar fullorðinn maður og spurði og spurði hvort þetta væri ekki Stefán, hann sagðist ekki geta gengið fram- hjá án þess að heilsa honum. Þessi maður hafði búið nær allt sitt líf í Kaupmannahöfn og þekkti Stefán einungis af orðspori. Um þriggja ára skeið bjó ég í Svíþjóð þann tíma skrifaði Stefán mér bréf, sem ég las aftur og aftur og geri enn. Þau vom snilldarlega skrifuð og lýstu atburðum svo vel að þau virkuðu á mig eins og kvikmynd. Ungt fólk leitaðr á ný mið til að afia sér reynslu og til að upplifa eitthvað nýtt. Eitt það eftirminnilegasta frá þessum tíma er þó þegar Stefán og Elín dvöldu hjá mér í nokkra dága og hvað ég var upp með mér þegar þau komu í heimsókn í prentsmiðjuna sem ég vann í og fékk tækifæri til að segja stéttvísum vinnufélögum mínum frá þessum mikla baráttu- manni verkalýðsins á íslandi, sem jafnframt væri vinur minn og félagi. Kynni okkar Stefáns leiddu strax til náins og mikils samstarfs í samtök- um okkar bókagerðarmanna og því samstarfi lýkur aldrei. Af þessum vettvangi er svo sannarlega margs að minnast. Árið 1974 átti HÍP í sjö vikna verkfall og var mikill ágreining- ur uppi í stjóm félagsins sem lyktaði með því að formaðurinn sagði af sér pg kosin var sérstök samninganefnd. í miðju verkfalli tapaði svo formaður nefndarinnar áttum og sagði sig úr henni. Þá var Stefán valinn í nefnd- ina með okkur og eftir það bar ekki á óeiningu og félagið kom sterkara út úr þessari deilu. Það er harður skóli að standa í lögnu verkfalli, ekki síst fyrir þá sem bera ábyrgð á sjálfri samningsgerðinni og líkast til hefði það orðið okkur yngri mönnunum ofraun ef við hefðum ekki notið sam- starfs jafn stéttvísra og mætra manna og Stefáns og Jóns Ágústs- sonar. í þessari deilu sem og endra- nær var augljóst og áberandi að skoð- anir okkar Stefáns fóru saman. Á fundum var ég kallaður sendisveinn Stefáns, sjálfsagt í því augnamiði að reka fleyg í samvinnu okkar og sam- stöðu, ég minnist þess að ég svaraði þessu í fullri einlægni að mér væri það heiður og víst er að við sentumst töluvert hvor fyrir hannan og ég naut leiðsagnar hans alla tíð og fyrir það er ég þakklátur. Það bar aldrei skugga á þetta sam- starf. Eftir að við stofnuðum Félag bókagerðamanna hélt samstarf okkar áfram þó Stefán ætti hvorki sæti í stjórn þess né trúnaðarmannaráði. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að sem formaður FBM hafi ég aldrei tekið ákvörðun í erfiðum málum án þess að hafa fyrst rætt málin við Stefán. Fljótlega lentum við í hörðum átökum við atvinnurekendur og m.a. afasr löngu verkfalli árið 1984. Í þeirri hörðu deilu var gott að geta leitað til vinar síns og hugsjónar- mannsins Stefáns og oft hafði hann samband, vígreifur og hress og ósjaldan þegar öll sund virtust lokuð. Hugsjónarmaðurinn Stefán sofnaði aldrei á verðinum, hann var að í þágu verkalýðsins til síðusta dags. Ótrúleg störf hans í þágu okkar unga félags bera þess glöggt vitni. Áhugi hans og skilningur á varðveislu sögunnar var mikill. Samtök áhugafólks um verkalýssögu urðu til að miklu leyti fyrir hans tilstuðlan og það var ánægjulegt að njóta samvista við hann á þeim vettvangi, en hann átti sæti í stjórn samtakanna frá stofnun þeirra. „Pólitík, pólitík er bara brauð og magarín," sagði Mangi frá Lambhól á fundi í HÍP er á hann var ráðist fyrir að blanda um of stjórnmálum í starfsemi félagsins. Stefán vitnaði oft í þessi orð Manga í mín eyru. Það var að sönnu ekki létt fyrir Stefán sem vissi betur en aðrir hversu mikil- vægt það er fyrir verkalýðsstéttina að eiga sér pólitískan málsvara að upplifa þá útþynningu og flatneskju sem hijáir þá stjórnmálaflokka sem kenna sig við alþýðuna í þessu landi, þar sem hugsjónum er varpað fyrir róða og hentistefnan tröllríður húsum á kostnað verklýðsstéttarinnar. Það var heldur ekki að skapi Stefáns, sem alla tíð barðist að alefligegn hernámi Bandaríkjamanna á Islandi þegar Samtök hemámsandstæðinga töldu sig knúin fyrir tilstilli hentistefnunnar að breyta nafni í Samtök herstöðva- andstæðinga. Stefán gekk heill og óskiptur til verka og var hugsjónar- maður fram í fíngurgóma það átti því afar illa við hann að sjá annars ágæt samtök verða fómarlömb henti- stefnu, enda vissi hann að slíkt bitn- aði fyrst og síðast á málstaðnum og þeim sem honum er ætlað að veija. Vinur minn og félagi, Stefán er dáinn. Ég verð lengi að átta mig á því, ef ég geri það þá nokkurn tíma. Stebbi og ella verða ailtaf í huga mér og fyrir það er ég þakklátur. Magnús Einar Sigurðsson, prentari Stefán Ögmundsson, heiðursfélagi Félags bókagerðarmanna lést í Reykjavík þann 3. apríl sl. tæplega áttræður að aldri. Stefán fæddist í Reykjavík þann 22. júlí 1909 og ólst upp á Grímstaðarholtinu. Hann hóf prentnám í Gutenberg þann 14. febr- úar 1924 og varð félagi í Hinu íslenzka prentarafélagi þann 22. ágúst 1929. Stefán var ötull baráttumaður verkalýðsstéttarinnar allt sitt líf og gegndi fjölmörgum störfum í hennar þágu fram á síðasta dag. Stefán var formaður Hins íslenzka prentarafélagsins 1944-45 og 1947, meðstjómandi 1932-33 og 1941-42. Ritari HÍP 1965-69, formaður fast- eignanefndar 1943, meðstjómandi Byggingasamvinnufélags prentara 1944-50. Ristjóri Prentarans 1931-32, í bókasafnsnefnd frá 1945. Var í fyrstu stjórn Prentnemafélags- ins, sem stofnað var 14. febrúar 1926. í trúnaðarmannaráði HÍP frá 1969-80. Stefán var varaforseti Al: þýðusambands fslands 19æ42-48. í stjóm listasafns ASÍ frá stofnun 1961. Formaður Menningar- og fræðslusambands íslands frá stofnun 1969 og starfsmaður þess um árabil. Störf Stefáns í þágu verkalýðs- stéttarinnar vom svo mörg og margvísleg að hér hefur aðeins það helsta verið nefnt. Á aðalfundi Hins íslenzka prentarafélags þann 10. maí 1980 var Stefán kjörinn heiðurs- félagi HÍP. Viðhorf Stefáns kom afar vel í ljós í þakkarávarpi hans og lýsa þau vel hversu einlægur og stéttvís verka- lýðssinni hann var, en hann sagði: „Mér er í raun og veru mikill vandi á höndum, þegar ég vel þakkarorð fyrir þá viðurkenningu, sem félag mitt er að veita mér. Ég er sem sagt óvanur öllu slíku sem þessu. Hef þó síður en svo farið varhluta af gæðastimplum af ýmsu tagi. Ég vil segja ykkur það nú á þessari sérstæðu stund að enn er ég sömu skoðunar og.fyrr um það, hvað vandmeðfarin ér öll viðurkenning á störfum og verðleikum fólks. Ég þykist t.d. vita það manna bezt, að það sem á skortur verðleika mína er mikið. Einkum á það við um þau störf sem ég aldrei vann. Allt sem ég á ógert, og hefði viljað vinna fé- lagi okkar en mun aldrei leysa af hendi. Hið íslenzka prentarafélag er mitt félag í þeim skilningi að markmið þess og störf hafa verið samofin lífi mínu og minna, allar götur síðan ég lærði Helgakver undir fermingu á altaninu í Gutenbert 13 áragamall. Þess vegna er það, að ég met við- urkenningu HÍP á störfum mínum meir en nokkurs annars aðila í þjóð- félagi okkar. Þess vegna er það, að ég met viðurkenningu HÍP á störfum mínum meir en nokkurs annars aðila í þjóðfélagi okkar. Þess vegna er mér það kærara en orð fá sagt, að taka við sæmd frá ykkur mér til handa og þá ekki síst úr hendi þess manns, sem nú er formaður HIP. Vegna alls þessa er ég ykkur þakklátur fyrir þá viðurkenningu, sem ég veit mesta og besta. Heill sé ykkur og félagi okkar og þeim, sem eiga eftir að bera hugsjónir þess fram á veginn." Ég sem þetta rita fyrir hönd sam- taka okkar bókagerðarmanna kynnt- ist því afar vel hversu einlægur og ósérhlífinn verkalýðssinni Stefán var. Þó Stefán hafi ekki átt sæti í stjóm eða trúnaðarmannaráði Félags bóka- gerðarmanna, en það varð til við samruna Bókbindarafélags íslands, Grafíska sveinafélagsins og Hins íslenzka prentarafélags árið 1980, eru störf hans í þágu þess félags ótrúlega mikil. Hann sat í bókasafns- nefnd félagsins og vann þar mikið starf enda var hugur hans afar tengdur því sem féll undir þessa nefnd en það er auk bóka félagsins allt sem snertir sögu þess. Og Stefán sinnti ekki einasta þessum verkþátt- um í okkar samtökum. Hann var einn af upphafsmönnum stofnunar Sögusafns verkalýðshreyfingarinnar og hann hafði frumkvæði að stofnun Félags áhugafólks um verkalýðssögu og sat í stjóm þess félags frá upphafí. Auk þess sem Stefán gegndi störf- um í bókasafnsnefnd félags okkar sinnti hann fjölmörgum verkum nú hin síðari ár í þágu þess. Hann að- stoðaði okkur við útgáfu Prentarans í svo ríkum mæli að óhætt er að fullyrða að færri blöð hefðu komið út ef hugsjóna hans og ósérhlífni hefði ekki notið við. Hann sat í 90 ára afmælisnefnd samtaka okkar 1986-1987 og skráði þá merkt yfir- lit úr sögu samtakanna „Sú var tíðin“. í þessu riti er afar greinargóð lýsing á _því helsta sem einkennir söguna. Á hátíðarsamkomu í tilefni 90 ára afmælisins flutti Stefán ræðu eins og honum var einum lagið til heiðurs brautryðjendunum og flutt var söguleg dagskrá í samantekt hans undir stjóm Baldvins Halldórs- sonar. í afmælisblaði Prentarans frá þessum tíma svara heiðursfélagar nokkrum spumingum, í svari Stefáns við spumingunni: Er verkalýðshreyf- ingin á réttri leið? segir hann m.a.: „ .. . Það þóttu aldrei góðir kostir á Islandi, þegar kaupmannavaldið réði bæði verðlagi á erlendri og innlendri vöru. Það var kallað verslunarólag. Því ástandi breytti dugandi verka- lýðs- og samvinnuhreyfing. Nú drúp- ir hún höfði í auðmýkt fyrir ofur- valdi fjármagns og valdníðslu og hafnar þeim einu ráðum sem duga: baráttu. Baráttu og samstöðu með þeim sem vilja beijast og endur- heimta þau réttindi, sem best hafa náðst vegna samstöðu; sem ekki lætur samþykktir nægja heldur safn- ar liði og berst, ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur alltaf þegar ráðist er á kjörin. Þá kemst verkalýðshreyf- ingin aftur á rétta leið.“ Þessi orð endurspegla vel það bar- áttuþrek sem einkenndi Stefán fram á síðasta dag. Þann 1. maí 1934 gengu þau Stef- án og Elín Guðmundsdóttir í hjóna- band. Val dagsins er táknrænt fyrir þær hugsjónir sem þau Elín og Stef- án hafa alla tíð barist fyrir. Um leið og ég votta Elínu og öðrum aðstand- endum Stefáns einlæga samúð vil ég þakka þér Elín fyrir störf þín í þágu samtaka okkar, þau eru mikil eins og Stefáns og verða aldrei full- þökkuð. Með þakklæti og virðingu í garð hugsjónamannsins og sósílistans Stefáns Ögmundssonar, prentara. Þórir Guðjónsson formaður Félags bókagerð- armanna Síðustu þijú árin lágu leiðir okkar Stefáns Ögmundssonar saman í starfi Félags áhugafólks um verka- lýðssögu. Stefán var meðal hvata- manna að stofnun félagsins og í stjórn þess frá upphafi. Það var síðasta félag sem hann stofnaði. Markmið hans var að styðja rann- sóknir á sögu verkafólks og stofna rannsókna- og heimildastofnun í verkalýðssögu. Að því unnum við saman. Söfnun heimilda um verkafólk og baráttusögu þess var honum mjög hugleikin. Lokaorð hans á síðasta stjómarfundi félagsins fyrir sKÖmmu, voru þau að við þyrftum að beita okkur fyrir söfnun Ijós- mynda af vinnandi fólki og skrá minningar þess. Stefán er nú geng- inn í slóð fallinna félaga, en við munum um langan aldur búa að hlýj- um frásögnum hans af baráttu verkafólks — sögum þar sem hið spaugilega var oft í fyrirrúmi. Stefán hafði mikinn áhuga á starfi og velgengni félagsins. Miðað við aldur og heilsufar lagði hann mest af mörkum. Fyrir nokkrum dögum gekk hann frá tveimur þáttum í fréttabréf félagsins um allsheijar- verkfall gegn Keflavíkursamningn- um 1946. Annar var viðtal við Jón Rafnsson fyrrum framkvæmdastjóra ASÍ, sem tekið var skömmu áður en Jón féll frá. Og fleira hafði Stefán á pijónunum. Hann bjó að mikilli reynslu sem hann miðlaði óspart um leið og hann hvatti aðra til dáða. Stjóm Félags áhugafólks um verkalýðssögu vill þakka Stefáni fyr- ir vel unnin störf í þágu félagsins og ánægjulegar samverustundir. Við sendum Elínu Guðmundsdóttur, dætrum og öðrum ástvinum samúð- arkveðjur. Stjórn Félags áhugafólks um verkalýðssögu. I &JÓNUSTA Brunahanna byggingar og útvega efni Verkfræðistofa Þóris, s: 21800. Hilmar Foss lögg. skjalaþ. og dómt. Hafnarstræti 11, símar 14824 og 621464. KENNSLA Lærið vélritun Aprílnámskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s: 28040. f ÉLAGSLÍF I.O.O.F. 8 = 1704128V2 = □ Sindri 59894117 - Fr. - Atgr. □ HAMAR 59694117 = 2 □ Helgáfell 59891147 IV/V -2 I.O.O.F. R.b.1 = 1384118 - M.A. □ EDDA 59891147 - 1 Frl. KR-konur Athugið að það er næsta þriðju- dag þann 18. apríl kl. 20.00 sem lokafundurinn verður. Munið að tilkynna ykkur tímanlega hjá Jónínu, sími 611324, Ólöfu, sími 53930 og Hebu, sími 688205. Mætum hressar. Stjórnin. Náttúrulækningafélag Reykjavíkur Aðlfundur Aöalfundur NLFR verður haldinn laugardaginn 15. april 1989 á Hótel Lind við Rauöarárstig. Fundurinn hefst kl. 14.00. Venjuleg aöalfundarstörf. Lagabreytingar. AD-KFUK Fundur i kvöld kl. 20.30 á Amt- mannsstig 2b. „Á þaki islands". Myndir og frásögn: Leifur Þor- steinsson. Kaffi eftir fund. Allar konur velkomnar. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Landmannalaugar - skíða- gönguferð 20.-23. apríl Ekið að Sigöldu og gengið þaðan á skíðum til Landmannalauga (25 km). Tveggja daga dvöl á Laugum. Gist í sæluhúsi FÍ. Ferðafélagið sér um flutning á farangri til og frá Landmanna- laugum. Það er ævintýralegt að ferðast um óbyggðir á þessum árstíma. Upplýsingar og farmiðasaia á skrifstofu Ferðafélagsins. Ferðafélag íslands. ®FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Myndakvöld Ferða-. félags íslands Miðvikudaginn 12. april verður myndakvöld á vegum F.í. í Sókn- arsalnum, Skipholti 50a, og hefst kl. 20.30 stundvislega. Á dagskrá verður: 1) Sigurður G. Tómasson, út- varpsmaður sýnir myndir og kort frá Reykjanesskaga og spjallar um fáfarnar slóðir. Ferðafélagið skipuleggur dags- ferðir um Reykjanesskaga allt árið um kring og ætti áhugafólk um gönguferðir ekki að láta þessa sýningu ög spjall Sigurðar fram hjá sér fara. 2) Þorvaldur Örn Árnason og Jóhanna B. Magnúsdóttir segja i máli og myndum frá skiða- gönguferð Ferðafélagsins um siðustu páska. Ferðinni var heitð til Landmánnalauga en vegna ófærðar var snúið við og haldið til Þórsmerkur á gönguskiðum. Þau segja frá þessari ævintýra- legu ferð. Kaffiveitingar eru í hléi. Aðgang- ur kr. 150,- Allir velkomnir, félagar og aörir. Það er þess virði aö fræðast um eigiö land og um leiö kynnast ferðum Ferðafélagsins. Gefið ykkur tíma og njótið kvöldsins hjá Ferðafélaginu. Ferðafélag íslands. K IKkMII

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.