Morgunblaðið - 11.04.1989, Side 21

Morgunblaðið - 11.04.1989, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 1989 21 Prudhoe Bay Maska iKutolOsten Aíaska Falrbanksi Anchorai Kodiak-ey jy'Kenai-skaai Alaska-flói 0 4( l_____,_____ km Mengunarslysið í Alaska: Olíubrák- Sunday Times: Island hvalveiðinýlenda Japana St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgimblaðsins. í BLAÐAUKA The Sunday Times sl. sunnudag er Ijallad um hvali og hvalveiðar. í grein um hvalveiðar íslendinga er ísland nefnt hvalveiðinýlenda Japana. I Smm greinum er fjallað um hvalveiðar, rakin saga hvalveiða, baráttunnar gegn þeim, lýst viðhorfum Japana, farið orðum um veiðar íslendinga og dráp á höfrungum við túnfiskveiðar í Kyrrahafi. I einni greininni er greint frá því að veiðar íslendinga á hvölum eftir bann Alþjóðahvalveiðiráðsins hafi vakið reiði víða um lönd. Þeir noti sér ákvæði um veiðar í vísindaskyni til að komast fram hjá banni ráðsins. Haft er eftir Kjartani Júlíussyni í íslenska sjávarútvegsráðuneyt- inu, að um leið og bannið hafi verið samþykkt, hafi verið sett á fót nefnd til að móta áætlun um vísindaveiðar, sem hafi verið lögð fram árið 1985. Haft er eftir Gísla Gíslasyni prófessor, yfirmanni Líffræðistofnunar Háskólans, að vísindaveiðar séu öðrum slæmt fordæmi um að halda áfram hval- veiðum, þær séu tæki til að halda þekkingu í landinu og mörkuðum opnum. Farið er niðrandi orðum um gildi vísindaveiða íslendinga. Sagt er að grænfriðungar hafi reynt að koma í yeg fyrir hvalveið- ar íslendinga. Áróður þeirra hafi haft áhrif í Vestur-Þýzkalandi og Bandaríkjunum, ekki enn í Bret- landi, en fyrirtækin Birds Eye og Tesco séu einhveijir stærstu kaupendur íslenzks fisks. Áróður- inn sé farinn að bera árangur og komið hafi fram tillaga á Alþingi um stöðvun hvalveiða í þijú ár. Því er lýst að Japanir hafi umsjón með vinnslu hvalkjötsins hjá Hval h/f. Einungis 49% fari á japanskan markað en íslending- ar neyti ekki hvalkjöts sjálfir. Haft er eftir grænfriðungi að ta- kist að stöðva hvalveiðar Íslend- inga, séu það endalokin á síðustu hvalveiðinýlendu Japana. Með greininni er birt auglýsing frá Greenpeace þar sem fólki er bent á að kaupa ekki vörur frá Birds Eye og Tesco til að þrýsta á íslendinga um að hætta hval- veiðum. in nálgast Kodiak-eyju Valdez. Reuter. Olíubrákin frá risaolíuskipinu Exxon Valdez nálgaðist í gær eina af mikilvægustu fiskveiði- höfnum Alaska á Kodiak-ey. Skýrt var frá því að annar stýri- maður olíuskipsins hefði höfðað mál gegn eigendum skipsins og krefðist þriggja milljóna Banda- ríkjadala (rúmlega 150 milljóna ísl. kr.) skaðabóta vegna fram- ferðis skipstjóra oliuskipsins. Rick Meidt, talsmaður banda- rísku strandgæslunnar, sagði að olíubrákin bærist meðfram strönd Kenai-skaga og nálgaðist Kodiak- ey. Hann sagði að þrátt fyrir lítinn sjó og hægviðri bærist olíubrákin nokkuð hratt yfir svæðið. Ríkis- stjóri Alaska, Steve Cowper, hefur beðið bandarísku strandgæsluna um áð stjórna hreinsunarstarfinu, en olían hefur breiðst yfir rúmlega 2.600 ferkílómetra svæði. New York Daily News skýrði frá því í gær að annar stýrimaður olíu- skipsins, Bruce Amero, hefði höfðað mál á hendur eigendum olískipsins í fyrra. Amero sagði í viðtali við blaðið að skipstjórinn hefði oft ver- ið drukkinn og virt siglingareglur að vettugi. Skipstjórinn, sem flúði eftir slysið en gaf sig síðar fram við lögreglu, er sakaður um að hafa verið drukkinn þegar slysið átti sér stað. Hann var leystur úr haldi gegn tryggingu í síðustu viku. NJónu ÞESSBESTA - EIGNASTU BMW. Einstakur bill fyrir kröfuharða. AUMA l>ióíílep* wpríkir réttir oo divkkir verda fram bornir frá kl. 12 til 14 í Skrúdi og 19 til 22.30 í Grillinu, að ógleymdu hinu rómaða sænska síldarhlaðborði í Skrúði og glæsilegum nýjum sérréttaseðli í Grillinu. Og meðan bragðlaukar gleyma 'sér í miðevrópskri matarsælu leikur frábær Sígaunahljómsveit á hljóðhimnur. fara fram í Súlnasal undanúrslit í keppninni um Landslagið. Þar verða girnilegar ungverskar krásir og drykkir á boðstólum. Pantið miða tímanlega í síma 29900. Samfara fjölbreyttri ungverskri vörukynningu í Átthagasal frá þriðjudegi til fÖStudagS (aðbáðum dögum meðtöldum) bjÓðum VÍð til ungverskrar veislu í mat og drykk í Skrúði og Grillinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.