Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 Svört og galviniseruð Stærðir: 3/8 - 4“ HAGSTÆTT VERD VERSLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER s/ VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 ÉHÍÍBíi LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 RAÐSTEFNA Er Sjálfstæðlsllokkurinn miðstýringarflokkur? Landsmálafélagið Vörður efnir til ráð- stefnu um málefnastöðu Sjálfstæðis- flokksins fimmtudaginn 13. apríl nk. í Val- höll, Háaleitisbraut 1. Dagskrá: Kl. 17.30 Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga: Árni Sigfússon, borgarfulltrúi. Kl. 17.35 Er heilbrigðiskerfið sniðið að þörfum einstakl- ingsins? Grímur Sæmundsep og Ingólfur Sveinsson, læknar. Kl. 18.05 Hvað kostar landbúnaðarkerfið? Markús Möller, hagfræðingur. Kl. 18.20 Atvinnulífið og Sjálfstæðisflokkurinn, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri. Kl. 18.35 Hver á að reka menntakerfið? GuðmundurlVlagnússon, ritstjóri. Kl. 18.50 Sjálfstæðisstefnan: Dr. Hannes H. Gissurarson, lektor. Kl. 19.05 Léttur kvöldverður. Kl. 19.35 Panelumræður og fyrirspurnirtil frummæl- enda. Kl. 20.30 Ráðstefnulok. Ráðstefndstjóri erGísli Blöndal, framkvæmdastjóri. Ráðstefnan er opin öllu sjálfstæðisfólki, sem hvatt er til þátttöku í opinskárri umræðu. LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR KVÖLDNÁMSKEBÐ í HUGARÞJÁLFUN HUGEFLI Bolholti 4 14. aprfl kl.19.00. NámskelOiO byggir á nýjustu rannsóknum i dálelOslu, djúpslökun, tónlistarltekningum og beitingu fmyndunaraflslns. Mefi sjálfsdáleifislu getur þú m.a.: A Opnafi afigang afi öflugustu hlut- um undirmefivitundarinnar. A Náð djúpri slökun og sofnaö á nokkrum mínútum. A Fyrirbyggt taugaspennu, kvífia og áhyggjur. A Hsett reykingum og ofáti. A AuðveldaÖ ákvaröanatöku og úrlausn vandamála. Parísarmúgurinn ræðst á Bastilluna, illræmt fangelsi í París, 14. júlí 1789. Byltingarinnar minnst: Franskir konungssinnar mótmæla hátíðahöldunum París. Reuter. FRANSKIR konungssinnar eru óánægðir með hátíðahöldin, sem fyrirhugoið eru í Frakklandi vegna 200 ára afinæiis frönsku bylt- ingarinnar. „Hvernig er hægt að halda upp á afinæli byltingar sem kostaði milljónir manna lífið án þess að fyllast hryllingi?“ sagði Daniel Hamiche, talsmaður félags stuðningsmanna hertog- ans af Anjou, sem er önnur hreyfingin af tveimur er berjast fyrir því að Frakkland verði á ný konungdæmi. „Siðmenntaðir menn varpa einfaldlega ekki dýrðarljóma á slíka villimennsku," bætti hann við. Konungssinnarnir líta svo á að byltingin árið 1789 hafi verið stór- slys, sem valdið hafi hnignun Frakklands. „Þeim Frökkum fer sífjölgandi sem misst hafa trúna á það stjómkerfi sem þeir búa við, andúðin á lágkúrulegu orða- skaki stjórnmáiamannanna fer stöðugt vaxandi," sagði Pierre Pujo, formaður félags stuðnings- manna greifans af París. Hann viðurkennir að margir stuðnings- manna greifans séu fyrmm félag- ar í hægri öfgaflokknum Þjóðern- isfylkingunni. „Við höfum ýmis- legt fram að færa sem Þjóðemis- flokkurinn getur ekki veitt þar sem hann er um of bundinn af stjórnmálum,“ sagði Pujo. Hamiche sagði að tugþúsundir manna úr öllum stéttum væm í félagi stuðningsmanna hertogans af Anjou, en staða félagsins væri þó einna sterkust meðal íhalds- samra kaþólikka í stijálbýlinu. Þessu fólki fyndist að Frakkar þyrftu á hlutlausum þjóðhöfðingja að halda, sem væri yfir stjórn- málaþrasið hafinn, gæti sameinað þjóðina og kynnt hana erlendis. Félög konungssinnanna greinir á um hver sé réttmætur konungur Frakklands, hertoginn af Anjou eða greifinn af París. Deilan á rætur að rekja til friðarsamnings- ins, sem undirritaður var í Utrecht í Hollandi eftir spænska erfð- astríðið árið 1714. Stuðnings- menn hertogans af Anjou segja að ekki sé hægt að semja um konungdóminn, þar sem konung- urinn fái vald sitt frá Guði, en stuðningsmenn greifans af París segja að samningurinn sé enn í gildi. Sovétríkin; Medvedev kjörinn á nýja fiilltróaþingið Moskvu. Reuter. SOVÉSKI sagnfræðingurinn Roy Medvedev, sem sætti margs konar ofsóknum á valdatíma Leoníds heitins Brezhnevs, hefur verið kjör- inn á nýja, sovéska fulltrúaþingið. Sagði Moskvuútvarpið, að hann hefði unnið eitt af 64 sætum, sem um hefði verið kosið í seinni umferð kosninganna. í fyrri kosningaumferðinni, sem var 26. mars sl., féllu ýmsir hátt- settir frambjóðendur kommúnista- flokksins, þar á meðal flokksfor- menn og borgarstjórar í Moskvu, Leníngrad og Kíev. Á oft á tíðum stormasömum flokksfundum þar sem úrslitin hafa verið rædd hafa margir frammámenn reynt að kenna um óánægju almennings með „perestrojku" Míkhaíls Gorbatsjovs sovétleiðtoga og því hvað hún hafí lítinn árangur borið. í fyrri umferðinni var Medvedev meðal átta sigurvegara í Moskvu í þeim kjördæmum þar sem þrír eða fleiri frambjóðendur voru í kjöri án þess, að nokkur næði helmingi at- kvæða. Árum saman var Medvedev út- hrópaður sem rógberi og óvinur Sovétríkjanna vegna skrifa sinna um Stalínstímann en verk hans hafa verið gefin út á Vesturlöndum Roy Medvedev í nærri tvo áratugi. Hann var rek- inn úr kommúnistaflokknum árið 1969 en hann vildi ekki fara úr landi eins og sumir aðrir andófs- menn, til dæmis bróðir hans, líffræðingurinn Zhores Medvedev. Að undanförnu hafa verið mörg viðtöl við Roy Medvedev í sovéskum fjölmiðlum og fyrir skömmu birtist •’.tdráttur úr bók hans, „Þeir stóðu neð Stalín", í sovésku bókmennta- ímariti. Af öðrum frambjóðendum í Vloskvu, sem nú náðu kjöri, má nefna sagnfræðinginn Sergei Stankevítsj en hann hefur sakað opinbera fjölmiðla um rógsherferð gegn sér og segir, að þeir hafí reynt að útmála sig sem njósnara og síon- ista. Þá voru einnig kjörnir tveir aðrir umbótasinnar, sjónvarps- fréttaskýrandinn Júrí Tsjernístj- enko og yfirmaður Loftferðastofn- unarinnar í Moskvu, Júrí Ryzkov. NámskeiÖið veröur haldiö á hverju föstudagskvöldi í 4 vikur. LeiÖb. er GarÖar Garðarsson NLP pract. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Nám- skeiöahald, SÍMI: 3 00 55 Sendum bækling ef öskaö er. k ÆSIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.