Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 1989 29 Utandagskrárumræða í sameinuðu þingi um kjaramálin: Gengisbreyting’ar óum- flýj anlegnr á þessu ári - segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra HALLDÓR Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, lýsti því yfir í utandagskrárumræðu i samein- uðu þingi í gær að engin spurn- ing væri um það að sjávarútveg- urinn þyldi ekki svipaðar iauna- hækkanir og samið hefði verið um við BSRB. Einnig lýsti ráð- herra því yfir að gengissig væri óumflýjanlegt á árinu 1989. Utandagskrárumræða fór fram í sameinuðu þingi í gær um kjara- mál. Málshefjandi var Þórhildur Þorleifsdóttir (K/Rvk) og byrjaði hún á því að gagnrýna samninga fjármálaráðherra við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. Um væri að ræða að meðaltali 10% hækkun launa þegar fram væri komið í nóvember. Um það yrði hins vegar aðeins að ræða ef allar forsendur samningsins héldu. „Dettur einhverjum í hug að áætl- anir ríkisstjómarinnar um verð- bólgu á árinu standist?" spurði þingmaðurinn. Þórhildur gagnrýndi og það sem hún kallaði innihalds- laus loforð um að setjast niður á tveggja mánaða fresti og ræða for- sendur samningsins. Samninginn taldi hún engan launajöfnunar- samning, þar sem laun þorra fólks í BSRB væru of lág og dygðu eng- an veginn til framfærslu. Félagshyggjan í framkvæmd í ræðu sinni las Þórhildur úr þingsályktunartillögu Alþýðu- bandalagsins árið áður, þar sem fram kom launamálastefna Al- þýðubandalagsins, en Ólafur Ragn- ar Grímsson kynnti þessa ályktun á sérstökum blaðamannafundi árið áður. Taldi hún að nú hefði ekkert breyst í vinnubrögðunum, þrátt fyr- ir að þeir hinir sömu væru nú komn- ir í ríkisstjórn er kenndi sig við fé- lagshyggju. Þingmaðurinn taldi samtök opin- berra starfsmanna hafa verið mjög eftirgefanleg í samningum sínurn við ríkisváldið, og væri það að vissu leyti eðlilegt, eins og ríkisstjórnin hefði hagað sér í samskiptum við samtök þeirra og önnur launþega- samtök. Kvað hún launafólk'skorta baráttuþrek vegna sífelldra hótana ríkisstjórnarinnar um atvinnuleysi og þeirrar staðreyndar að það litla sem hefðist upp úr krafsins væri af þeim tekið að vörmu spori. Stríðshanski Qármálaráðherra Þórhildur gagnrýndi harkalega þá ákvörðun fjármálaráðherra að greiða ekki út laun til opinberra starfsmanna í BHMR sem væru í verkfalli; með þessu væri ráðherr- ann að k'asta stríðshönskunum. Um opinbera starfsmenn í BHMR sagði Þórhildur að þeim þætti verulega að sér vegið og því væri til þeirra örþrifaráða gripið að fara í verk- fall. I ljósi þess að byijunarlaun háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna væru 50-55.000 kr. bæru verkföllin vott um umhyggju starfs- fólks gagnvart viðkomandi stofnun- um. Kvenfyrirlitning Kvennalistans Ólafiir Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, tók næstur til máls og gagnrýndi Þórhildi fyrir að taka samningana við BSRB ekki meira fyrir í ræðu sinni og beina ekki til sín neinum fyrirspurnum í þessu sambandi né öðru. Taldi Ólafur það einkar athyglisvert að þingmaður- inn skyldi ekki taka til umfjöllunar þau íjölmörgu réttindamál kvenna sem í samningnum fælust, heldur hafa meiri áhuga á pólitísku skaki og málfundaæfingum. „Ég vona að þetta sé tímabundið frávik hjá Kvennalistanum.“ Ráðherrann kvað margar forystukonur í verkalýðs- málum hafa komið að máli við sig og sagt að enginn samningur bæri eins mikið svipmót kvenna. Ólafur taldi ástæðu til að harma þá „kvenfyrirlitningu" sem fram hefði komið í máli Þórhildar í gagn- rýni hennar á störf samninganefnd- ar ríkisins, þar sem meirihluti væri konur; þvert á móti hefðu kvenna- sjónarmið verið mjög áberandi í samningnum. Þau væru meðal ann- ars eftirfarandi: Ákvæði 3. gr. samningsins um lífaldursbreyting- ar, sem kæmu þeim starfsstéttum til tekna, þar sem konur væru fjöl- mennar. Krónutölureglan væri snið- in til þess að koma sömu starfsstétt- um til góða, sem og rýmkaðar regl- ur um barnsburðarleyfi. Hin nýja launastefoa Ólafur taldi samningana við BSRB endurspegla nýja launa- stefnu. Þeir lægstlaunuðu bæru hlutfallslega mest úr býtum. Þetta væri stefna Alþýðubandalagsins eins og hún birtist í þingsálykt- unartillögunni. Um samningana við BHMR sagði Ólafur að þeir hlytu að taka mið af ástandi í efnahagsmálum. Ráð- herra kvaðst sammála forystu- mönnum BHMR um það að vinna þyrfti að langtímasamningi og taka til grundvallarendurskoðunar launamál háskólamenntaðra starfs- manna í þjónustu ríkisins. Kvaðst Ólafur vonast til þess að á næstu dögum yrði gerð alvarleg tilraun til þess að ná samningum milli ríkisins og BHMR. Skrum Alþýðubandalagsins Þorsteinn Pálsson (S/Sl) þakk- aði Þórhildi Þorleifsdóttur fyrir fróðlega lýsingu á orðum og efndum Alþýðubandalagsins í launamálum. Aflijúpaði þetta skrum flokksins í þessum efnum. Þorsteinn vakti at- hygli á því á fyrir fimm árum hefði verið ríkjandi nánast stríðsástand vegná þeirrar ákvörðunar Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, og Alberts Guðmundssonar, þáverandi fjár- málaráðherra, að greiða ekki út fyrirframgreidd laun til opinberra starfsmanna í verkfalli, en á nætur- löngum fundi miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins hefðu þeir félagar fengið ótvíræða traustsyfirlýsingu. Kvað Þorsteinn vera áratuga reynslu af þessum tvískinnungi Al- þýðubandalagsins, en líklega hefði aldrei fyrr verið jafn mikill munur á orðum og efndum og nú. „Kjarni málsins spýst hins vegar ekki um þessa afhjúpun, heldur þarf að fá álvarleg svör frá ríkis- stjórninni um aðgerðir í efnhags- málum, því lífsafkoma þjóðarinnar er komin undir stöðu höfuðatvinnu- veganna." Skilaboð ríkisstjórnarinnar Þorsteinn taldi ríkisstjómina hafa nejtað að gera nokkuð til að tryggja rekstrarafkomu höfuðat- vinnuveganna.Taldi hann athyglis- vert að verkalýðsforingjarnir gerðu ekki sömu kröfur í kjaramálum þegar vinstri stjórnir væru við völd; það væri ekki gert af neinni undir- gefni, heldur væru þeir fyllilega meðvitaðir um það að atvinnuveg- irnir væm yfirleitt betur í stakk búnir til þess að gera launafólki hátt undir höfði þegar Sjálfstæðis- flokkurinn ætti aðild að ríkisstjórn og því væru allar kröfu raunhæfari þá. Fram kom í ræðu Þorsteins að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hefði neitáð að aðhafast nokkuð til að tryggja rekstrarafkomu atvinnu- veganna ætlaðist fjármálaráðherra til þess af aðilum vinnumarkaðarins að þeir gerðu samninga með hlið- sjón af stöðu atvinnuveganna. Á sama tíma sýndi ríkisstjórnin hug sinn með því að taka fram fyrir hendurnar á aðilum vinnumarkað- arins. Þorsteinn benti á að 10% halli væri á rekstri sjávarútvegsins og fjármagnaði ríkið % af þeim halla með millifærslum en útvegurinn sjálfur 'h með því að safna skuldum. Sömu starfsskilyrði væm í iðnaði. „Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, hefur sagt að samn- ingurinn við BSRB sé f samræmi við forsendur fjárlaga og Davíð Oddsson, borgarstjóri, hefur sagt að borgin skili afgangi, miðað við launaforsendur; virðist því vera um hagstæðan samnig að ræða fyrir ríkissjóð. En hver em skilaboðin til atvinnurekenda og launafólks? Boð- skapur Ólafs Ragnars Grímssonar er sá að ríkissjóður hafi séð um sig og engra aðgerða sé þörf fýrir at- vinnuvegina. Þetta hafið þið! Ætlar hæstvirtur sjávarútvegsráðherra og starfandi forsætisráðherra að taka undir þetta?“ Ogrun í garð sjávarútvegsins Þorsteinn kvaðst hafa rætt við marga aðila í fiskvinnslu og útgerð á undanförnum dögum og kváðust þeir aldrei hafa orðið fyrir slíkri ögmn. Á sama tíma og fjármálaráð- herra yki skattlagningu um 7 millj- rsÁiiYo', Myndband /videótæki VHR 4100 meö fjarstýringu HQ! AÐEINS 34.850,- STGR.VERÐ arða til að fjármagna 10-20% launa- hækkun opinberra starfsmanna, þá ættu atvinnurekendur í sjávarút- vegi að bjóða sínu starfsfólki upp á launalækkun. „Er það stefna Framsóknar að fylgja þessari leið- sögn til enda?“ Þorsteinn vitnaði til þeirra um- mæla forsætisráðherra að hann gerði ráð fyrir að verðhækkanir yrðu á erlendum mörkuðum fyrir fiskafurðir. Virtist sem svo, að sögn Þorsteins, að þetta væm einu úr- ræðin sem forsætisráðherra sæi fram á. „Hvað með sjávarútvegs- ráðherra, sér hann fram á verðlags- hækkanir?" Þorsteinn minnti á að engar ráð- stafanir hefðu verið gerðar til að halda millifærslum áfram lengur en fram í næsta mánuð. „Hæstvirt ríkisstjórnin getur svo sem komist upp með það að sniðganga Alþingi, en það á alls ekki við um aðila vinnumarkaðarins; þeir þurfa svör. Á kannski að draga svör þar til Alþingi er.farið heim? Á að útiloka samninga á almennum vinnumark- aði? Verður gengið fellt? Þorsteinn benti á að forystumenn BSRB vitnuðu í fyrirheit fjármála- ráðherra að gengisfelling yrði ekki á þessu ári. Á að svíkja þetta fyrir- heit? Ef ekki, hvað á þá að gera? Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði að bætt kjör væm ekki aðeins sótt með harðri kröfugerð; þó slíkt væri algengt í málflutningi eins og Þórhidlur hefði haft í frammi. Halldór sagði að ekki væri unnt að ná fram bættum kjömm fólks með prósentuhækkun- um; undir því gætu atvinnuvegimir ekki staðið. „Það sem máli skiptir er hvort atvinnuvegirnir hafi burði til að bæta kjör.“ Halldó kvað það hafa orðið ofan á að gerðir vom samningar við BSRB, þar eð lítið gekk hjá aðilum Gunnar Ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16 vinnumarkaðarins. „Samningur þessi verður leiðandi, þó launa- breytingarnar eigi ekki endilega að vera þær sömu. Aðalatriðið er í þessu sambandi hvort sjávarútveg- urinn geti greitt sams konar launa- hækkanir. Svarið er einfaldlega „nei“.“ Eiga fyrirtækin að fara á hausinn? Að sögn ráðherra er vemlegur halli í sjávarútvegi í dag og ykist tapið um 2% í heildina, ef samsvar- andi launahækkun gengi yfir vinnu- markaðinn. Væri þá ekki tekið tillit til ýmissa óbeinna áhrifa. Á sama tíma væm vemlegar kostnaðar- hækkanir, þannig að ekki væri unnt að semja um það við opinbera starfsmenn að gengi yrði ekki fellt. „Það væri það sama og að semja um það að fyrirtækin í landinu fæm á hausinn,“ sagði Halldór og bætti við að aðilar vinnumarkaðains yrðu að gera sér grein fyrir að launahækkanir hefðu í för með sér áhrif á verðlag. Gengið fellt á árinu Um gengisbreytingar sagði sjáv- arútvegsráðherra að ljóst væri að eitthvert gengissig yrði á árinu 1989. Ekki væri hins vegar unnt að segja frá því nú hversu mikið það yrði, en miðað yrði við að hafa það sem minnst. „Lykillinn að því er að kjarasamningum verði stillt í hóf.“ Halldór mótmælti þeirri fullyrð- ingu Þorsteins Pálssonar að ekkert hefði verið aðhafst til þess að bæta rekstrarskilyrði sjávarútvegsins; vissulega hefði hins vegar mátt gera meira. Slíkt væri hins vegar erfítt þegar allar starfsstéttir heimtuðu hærri laun. „Best væri ef laun hækkuðu ekkert á þessu ári.“ Skipbrot framundan r Júlíus Sólnes (B/Rn) kvað um- ræðu um kjaramál vera eitthvað þarfari en þá umræðu sem átt hefði sér stað um æfingar vamarliðsins. „Skipbrot er framundan í ríkisfjár- málum og efnahagsmálum og virð- ist ríkisstjómin hafa gefist upp og fetað þannig dyggilega í fótspor fráfarandi stjórnar." Júlíus taldi að menn yrðu að skoða samningana við BSRB í ljósi erfiðrar stöðu nú og að Iaunþega- samtök á hinum almenna vinnu- markaði hlytu að gera kröfu um sams konar launahækkanir og fæl- ust í þeim samningi eða um 9-10% að meðaltali. ÚTSALA Karlmannaföt kr. 3995,-, 5500,-, 7995,- og 9995,- Terylenebuxur kr. 995,- og 1195,- Skyrtur, gallabuxur, flauelsbuxur o.fl. á lágu verði. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. LouuurianasDraui ib n - Sími 680780 Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! LÆRIÐ í USA Pacific Lutheran University (PLU) í Tacoma, sem er í Was- hington-fylki, 60 km suður af Seattle, var stofnaður af norsk- um innflytjendum árið 1890. Skólinn hefur ávallt haldið sam- bandi við Norðurlöndin. Margir kennarar og nemendur eru af norrænu bergi brotnir, og yfir 60 nemendur frá Norður- löndum (þ.á m. nokkrir íslendingar) stunda nú nám við PLU. Skólinn er frekar lítill en mjög góður einkaháskóli (u.þ.b. 4000 nemendur), sem býður m.a. upp á B.A. nám í fjölmiðlafræði, kennslufræðum, listum, tónlist og skandinavískum fræðum, B.S. nám í tölvuverkfræði, og B.S. og M.A. nám í tölvufræði. Á vegum skólans eru í boði styrkir, sem borga a.m.k. hluta af skólagjaldinu. Dr. Gunnulf Myrbo, kennari frá PLU, starfar nú við H.í. og mun hann halda tvo fræðslufundi um nám við PLU. Fundirnir verða haldnir. miðvikudaginn 12. apríl, kl. 19.00 og fimmtudaginn 13. apríl, kl. 19.00 á lóð H.í. í stofu 201 í Odda, húsi félagsvísindadeildar og hagfræði- og viðskiptadeildar. Allir velkomnir. PACIFIC UJJHERAN UNIVERSITY Tacoma, Washington 98447

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.