Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 1989 Morgunblaðið/Rúnar Þór Sr. Pálmi kjörinn formaður ÍBA Um helgina var haldið ársþing íþróttabandalags Akureyrar. Formannaskipti urðu á ársþinginu, séra Pálmi Matthíasson tók við formannsstarfinu af Knúti Ottested sem gegnt hefur því starfi um árabil. Ólafsfjörður: Ovissa um sumar- vinnu skólafólks Aðalfundur Kaupmannasamtaka íslands á Akureyri: Smásöluverslunin greiddi greiðslu- kortafyrirtækjum 300 millj. í fyrra Ólafsfirði. ATVINNUÁSTANDIÐ lagaðist mikið eftir páska þegar Hrað- frystihús Ólafsflarðar tók til starfa eftir sameiningu firysti- húsanna. Kaup Hraðfrystihúss- ins á Hraðfrystihúsi Magnúsar Gamalíelssonar eru þó ekki frá- gengin. Þá hafa saltfiskverkend- ur bætt við sig fólki. Að meðaltali voru um 100 manns á atvinnuleysisskrá í vetur. Enn eru um 20 á skrá, fullorðið fólk og fólk sem ekki getur gengið í alla vinnu. Atvinnumálanefndin hefur áhyggjur vegna þess að óvissa er með sumarvinnu fyrir skólafólk. Unnið er að athugun málsins. SB Morgunblaðið/Rúnar Þór í máli Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra á aðalfúndi Kaupmanna- samtaka íslands sem haldinn var á Akureyri á laugardag, kom fram að á síðasta ári nam heildarvelta smásöluverslunarinnar með greiðslukort um 17 milljörðum króna. að fletta að greiðslukortavið- skiptin hafa vaxandi þýðingu fyrir smásöluverslunina. Á síðasta ári má ætla að heildar- velta smásöluverslana með geiðsiukort hafi numið 17 millj- örðum króna, eða 25-30 af hundraði af heildarveltunni.“ Þetta sagði Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra í ávarpi sínu á aðalfúndi Kaupmannasamtaka íslands, sem haldinn var á Hótel KEA á Akureyri á laugardag. I máli viðskiptaráðherra kom fram að heildarþóknun smásölu- verslana til greiðslukortafyrirtækj- anna nam á síðasta ári um 300 milljónum króna og því til viðbótar koma vextir á lánastarfsemi versl- unarinnar vegna greiðslukorta og sagði ráðherra að ætla mætti að sú upphæð væri um 290 milljónir króna miðað við tilteknar forsend- ur. Ráðherra sagðist þó vona að síðarnefnda talan myndi lækka verulega í kjölfar breytinga á gjald- daga söluskattsins. „Greiðslukortin eru fyrirbæri sem merrn verða að horfast í augu við, þau eru á margan hátt bæði almenningi og fyrirtækjum til hags- bóta, en með þeim er hins vegar brotin sú meginregla í viðskiptum að sá sem nýtur greiðslufrests beri í meginatriðum kostnað af honum, þ.e.a.s. vexti og annan lánskostn- að,“ sagði Jón Sigurðsson. Hann sagði að vegna stöðu sinnar á markaðnum gætu greiðslu- kortafyrirtækin ein ákveðið hversu langan greiðslufrest korthafinn fengi og hvenær þau gerðu upp við viðtakendur greiðslu vegna viðskip- tanna. Nú er í smíðum frumvarp á vegum viðskiptaráðuneytisins þar sem Qallað er um þetta svið viðskip- tanna, en það hefur að undanförnu verið til umsaganar ýmissa aðila er þetta mál varðar. I frumvarps- drögunum er gert ráð fyrir að leyft verði að með reglugerð verði ákveð- in skipting kostnaðarins á milli korthafa annars vegar og greiðslu viðtakenda hins vegar. Jón sagði að hávær mótmæli hefðu borist frá greiðslukortafyrir- tækjum gegn þessum ákvæðum, en neytendasamtök og einnig Kaup- mannasamtökin væru hlynnt þessu ákvæði og vildu gjarnan hafa það enn ótvíræðara, þannig að tryggt sé að því nær allur kostnaður sem af greiðslukortaviðskiptum hlýst lendi á korthafanum. Jón sagðist vonast til að nefnd sú er um þetta mál ijallar ljúki tillögusmíð sinni á næstu dögum og að í haust komi þetta mál til afgreiðslu þingsins. „Það er mér kappsmál að ljúka þessu og mín áform eru þau að gera tillögu við hið umdeilda ákvæði, þ.e.a.s. að heimilt verði að ákveða með reglugerð skiptingu þessa kostnaðar, sem ég ætla að hægt verði að finna einhvetja sann- gjarna niðurstöðu í. Það er mjög mikilvægt að mínu áliti að sann- gjarnar og öruggar leikreglur verði settar um þetta vaxandi svið við- skipta," sagði Jón Sigurðsson. „FRÁ ÞVÍ þið komuð síðast sam- an til aðalíúndar hefúr ýmislegt á dagana drifið er varðar smá- söluverslunina í landinu. Eg nefúi fyrst samræmingu á gjald- dögum söluskatts og uppgjörs- dögum greiðslukortafyrirækj- anna, sem enginn vafi er á að hafa orðið smásöluversluninni til mikilla hagsbóta. Ég vil líka nefna greiðslukortaviðskiptin, en það er engum blöðum um það Morgunblaðið/Rúnar Þór Komið er með fiskinn á vörubílum frá Snæfellsnesi á Árskógssand og hann fluttur með feijunni til vinnslu í Hrísey. Hrísey: Fiski ekið frá Snæfellsnesi Akureyri. „ÞETTA ER auðvitað algjört neyðarúrræði, en þó betra en borga mönnum kaup fyrir að gera ekki neitt,“ sagði Jóhann Sigurbjörnsson framkvæmda- stjóri Rifs hf. í Hrísey, en hann gerir nú út bát sinn, Svan EA-14 frá Snæfellsnesi og ekur aflan- um norður til verkunar í salt. Jóhann sagði að lítið væri að hafa í Eyjafirðinum, Svanurinn hefði verið að fá þetta tvö til þijú tonn í róðri. Frá því báturinn fór vestur á Snæfellsnes hefur hann fískað þokkalega. Aflanum er ekið sem leið liggur frá Snæfellsnesi og að Árskógssandi, þar sem hann er fluttur sjóleiðina út í eyju, um 450 kílómetra leið. Braust út úr húsinu UM kvöldmatarleytið á Iaugardag var lögreglunni á Akureyri tilkynnt um rúðu- brot á húsinu númer 20 við Glerárgötu. Skömmu síðar handtók lögreglan mann sem skorin var á hendi og kannaðist hann við að hafa verið í umræddu húsi. Maðurinn hafði gengið fram hjá húsinu um eftirmiðdaginn er hann skyndilega þurfti að komast á salemi. Komst hann inn í húsið og á salemið hvar hann sofnaði ölvunarsvefni. Er hann um síðir vaknaði var húsið harðlæst og komst hann eigi út. Hafði hann ekki önnur ráð en bijóta rúðu og hefur rúðu- og útbrot þetta valdið rannsóknarlögreglumönnum á Akureyri nokkrum heilabrot- um varðandi flokkun málsins í skjöl sín. Ekið ákonu LÉTT bifhjól ók á gangandi konu á Glerárgötu í gær- dag. Konan var flutt í Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akúr- eyri. Konan slasaðist nokk- uð, fékk höfúðáverka og meiddist í baki. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var helgin róleg. „Þetta var svona sitt lítið af hveiju,“ sagði varðstjóri í sam- tali við Morgunblaðið. Tveir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og nokkrir óku of hratt. ® FRUMSÝNING föstudag 14/4 kl. 20.30 , laugarqlag 15/4 kl, 20.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.