Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 HugTenningar um kjarasamninga eftir Elínu J. G. Haf- steinsdóttur, Erlu Kolbrúnu Svavars- dóttur og Svanhildi Þengilsdóttur Það er engum vafa undirorpið að hjúkrun er kvennastarf sem fel- ur fyrst og fremst í sér umönnun s.s. að aðstoða einstaklinginn til sjálfsbjargar. Nafnið á nýju mynd- bandi sem samstarfshópur um hjúkrunarmál hefur nýverið látið gera um hjúkrunarstarfið og menntunina er einmitt lýsandi fyrir megininntak hjúkrunar, en mynd- bandið heitir „Hjúkrun: með fólki, fyrir fólk.“ Það er oft svo með kvennastörfin að lítið þykir til þeirra koma og þau eru ósýnileg þar til hætt er að sinna þeim. Störf kvenna við hjúkrun eru þar engin undantekning og er ekki óraunhæft að ætla að vanmat á störfum hjúkrunarfræðinga liggi að baki lágum launum. Þessa dagana eru kvennastörf í sviðsljósinu í tengslum við kjara- samninga. Kjarasamningar snúast alltaf um kaup og kjör, en í þessu greinarkorni ætlum við að skoða áhrif sem þeir geta haft á þróun fræðigreina eins og hjúkrunar. í síðustu kjarasamningum árið 1987 voru m.a. inni í samningunum ákvæði um ný starfsheiti hjúkr- unarfræðinga, svokallaðra K-hjúkr- unarfræðinga. í kjarasamningum segir að skilgreiningar á starfs- heitinu K-hjúkrunarfræðingur skuli „miðast við að taka til þeirra hjúkr- „ Við biðjum þig lesandi góður að hugleiða' hvaða afleiðingar það getur haft fyrir heil- brigði landsmanna ef hjúkrunarfræðingar yfirgefa þann starfs- vettvang sem þeir hafa valið sér, vegna þess að þeir sjá sér ekki fært að framfleyta sér og íjölskyldum sínum á þeim kjörum sem boðið er upp á.“ unarfræðinga, sem sérstaklega er falin umsjón með og ábyrgð á fræðslustarfsemi innan deilda eða stofnana". Þessi sljefna í kjaramálum hefur vissulega haft jákvæð áhrif fyrir starfsstéttina, stofnanir og síðast en ekki síst sjúklingana og þeirra aðstandendur. Á Landspítalanum eru t.d. 53 stöðurK-hjúkrunarfræð- inga. Verkefni þeirra hafa verið margvísleg undanfarið ár og tekið til kennslu og fræðsluverkefna á sjúkradeildum, móttöku nýs starfs- fólks, starfsaðlögunar og kennslu nema svo eitthvað sé nefnt. Ragn- heiður Haraldsdóttir framkvæmda- stjóri fræðslusviðs Landspítalans skrifaði í síðasta tölublaði Hjúkrun- ar að óhætt sé að fullyrða að þess- ar nýju stöður hafi verið lyftistöng fyrir faglegt starf á Landspítalan- um. Til gamans má geta þess að þriðjudaginn 4. apríl var haldin svo- kölluð „K-hátíð“ á Landspítalanum þar sem verkefni K-hjúkrunarfræð- inga voru kynnt. Milli 40 og 50 hjúkrunarfræðingar kynntu verk- efni sín og var hátíðin mjög vel sótt. Ljóst er að fyrrnefnt ákvæði síðustu kjarasamninga fól í sér litla kjarabót en var hvati að öflugu starfi hjúkrunarfræðinga inni á stofnunum. En er það nóg til að hjúkrunarfræðingar haldist í starfí? Jóna Siggeirsdóttir lektor í Náms- braut í hjúkrunarfræði kannaði árið 1986 viðhorf hjúkrunarfræðinga til ýmissa þátta sem tengjast námi og starfi hjúkrunarfræðinga. Þar kom fram að meginástæða þess að hjúk- runarfræðingar velja að hætta að starfa við hjúkrun eru léleg laun, slæmur vinnutími og léleg skilyrði til að viðhalda þekkingu sinni. Sum- ar sjúkrastofnanimar hafa reynt að auka val hjúkmnarfræðinga á vinnutíma m.a. með tilkomu 12 stunda vakta, og eins og fram hef- ur komið þá leiddu síðustu kjara- samningar til betri skilyrða hvað varðar að viðhalda þekkingu. En hvað með launin? Þau eru jú meg- inástæða þess að sumir hjúkmna- rfræðingar velja að leita á önnur mið. I lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 59/1983 1. gr. segir að „allir landsmenn skulu eiga kost á full- komnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hveijum tíma em tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði.“ Við biðjum þig lesandi góður að hugleiða hvaða afleiðingar það get- ur haft fyrir heilbrigði landsmanna ef hjúkrunarfræðingar yfirgefa þann starfsvettvang sem þeir hafa valið sér, vegna þess að þeir sjá sér ekki fært að framfleyta sér og fjöl- skyldum sínum á þeim kjömm sem boðið er upp á. Höfundar eru hjúkrunarfræðing- ar. Innritun grunn- skólanema í borginni TVÍÞÆTT innritun grunn- skólanemenda í Reykjavík fer fram í dag og á morg- un, dagana 12. og 13. apríl. Annars vegar er um að ræða innritun 6 ára barna sem hefja skólagöngu í for- skóladeildum á komandi hausti, en þetta eru böm sem em fædd á árinu 1983. Innritun þessara barna fer fram í gmnnskólum borgar- innar milli kl. 15 og 17 báða dagana. í þessum hópi eru nú 1553 böm skv. síðustu íbúaskrá Reykjavíkur og munu þau skiptast milli 25 grunnskóla. Þá fer einnig fram þessa sömu daga innritun þeirra barna og unglinga sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur. Þessi innritun fer fram í Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, kl. 10—15 báða dagana. Hér er átt við þá nemendur sem munu flytjast til Reykjavíkur eða burt úr borg- inni, einnig þá sem koma úr einkaskólum og ennfremur þá fjölmörgu grannskólanemend- ur sem þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á bú- setu innan borgarinnar. (Úr fréttatilkynningn.) NYJUNG I BÍLAVIÐSKIPTUM! Það er loksins í lofti á landinu okkar góða, snjó- skaflar að hopa og lóan komin. Og við erum komnir íT#Iskap og ætlum að hristaaf okkur grýlukertin og bjóða upp á nýjung í bílavið- skiptum á íslandi, nýjung sem við köllumT#tf#ll. Á meðan á T#Isölu stendur bjóðum við ákveðnar gerðir nýrra bíla á ▼•■-verðum og ▼•i-greiðslu- kjörum.T^t-verðþýðaafsláttfrá 30.000 krónum upp í 70.000 og ▼•■-greiðslukjör þýða lán í allt að átján mánuði. En það er ekki allt — í ?•■!•!■ er einnig innifalið að bílarnir eru tilbúnir til aksturs á númerum —- þú kemur á gamla bílnum og ekur burt á nýja bílnum. Þessa vikuna leggjum við áherslu á Peugeot 205 og Skoda 120 L. Allir bílar á ▼•II9LI eru af árgerð 1989. JOFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 JÖFUR— ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.