Morgunblaðið - 11.04.1989, Síða 46

Morgunblaðið - 11.04.1989, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 Minning: Helga, Proppé HEFUR ÞU EKIÐ FORD ....NYLEGA? +■> ritið hafi nær allt ef ekki allt verið með hennar skýru og stílhreinu rit- hönd. Hún saknaði þess að geta ekki lengur gengið að verki því að hún var margfróð og langminnug á allt sem hún las og heyrði svo að með henni fer margháttaður fróðleikur veg allrar veraldar. Það var mikið menningarheimili hjá þeim hjónum og gestum sem að garði bar var fagnað með rammís- lenskri gestrisni. Hjá þeim mátti segja að manni væri í lófa lögð landið, þjóðin og sagan. Eiginmanni hennar er mikill harmur kveðinn við missi hennar, en „af döggu slíkri á gröfum grær góðrar minningar rósin skær“. Eg votta dr. Lúðvík Kristjánssyni og afkomendum þeirra og vinum dýpstu samúð um leið og þakka liðin kynni við leiðar- lok. Aðalgeir Kristjánsson Góð kona og göfug hefur kvatt. Helga Proppé, kona Lúðvíks Krist- jánssonar, er látin á heimiii sínu í Hafnarfirði, nær 79 ára að aldri, f. 17. maí 1910. Helga hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár, en hafði þó fótavist fram til hins síðasta og tók á móti gestum og gangandi. Þannig fagnaði hún mér innilega sem aufúsugesti eins og alltaf áður, er ég heimsótti þau hjónin snemma í marz sl., en aug- ljóst var, að henni var brugðið. Mér er ljúft að minnast þessarar góðu konu, nú þegar hún er gengin og þakka henni fyrir löng kynni og tryggan vinskap. Þegar Lúðvík Kristjánsson hafði frumkvæði að því að stofna til kynna við undirritaðan fýrir hart- nær þremur áratugum, var það ungum manni til gleði og hvatning- ar, að svo þekktur og virtur fræði- maður skyldi gefa því gaum, sem hann var að fást við á sviði fræð- anna. Þessir fyrstu samfundir haustið 1960 leiddu til nánari kynna og síðan tíðra heimsókna á heimili þeirra hjóna í Hafnarfirði. Þar var mér einlægt tekið tveimur höndum, og í því lét Helga, eiginkona Lúðvíks, sinn hlut ekki eftir liggja. Hún tók strax við hinum nýja heim- ilisvini með hlýju og glöðu viðmóti, ekki einvörðungu með þeim hætti að bera fram ríkulegar veitingar, sem hún svo sannarlega gerði af þeirri gestrisni, sem henni var eigin- leg, heldur ekki síður með viðræðu við gestinn af áhuga og þekkingu á þeim efnum, sem á dagskrá komu. Mér duldist ekki, að Helga Proppé var vel gerð hæfileikakona, gáfuð og bókfróð, sem gagn og gaman var að eiga orðastað við um hugðar- efni. Mér varð líka fljótt ljóst, að í fræðastörfum húsbóndans var Helga honum ómetanleg stoð og stytta, sannkölluð hægri hönd. Lúðvík hefur látið svo um mælt á fleiri en einum stað, að hann hefði ekki unnið ritstörf sín með þeim hætti, sem hann gerði, ef Helga hefði ekki verið honum til aðstoðar. Mér er minnisstætt, er Lúðvík vann að ritverki um langafa minn, hinn framsýna athafnamann Þorlák Ó. Johnson, „Úr heimsborg í Gijótaþorp“, að þar lagði Helga sína traustu hönd á plóginn. Hún afritaði bréf Þorláks, sem varðveitt voru á söfnum, kannaði önnur bréfasöfn og las prófarkir. Að ósk Lúðvíks tók ég að mér prófarkalest- ur síðara bindis og unnum við Helga þá saman að samanburði handrits og 1. prófarkar vegna fjarveru Lúðvíks. Var þetta samstarf okkar Helgu einkar ánægjulegt og mér staðfesting, hversu vel vinnandi þessi kona var, margfróð um efnið, og geðslagið slíkt, að samvinnan reyndist eins og bezt varð á kosið. Allt frá þessum tíma hafa leiðir mínar legið til hins menningarlega heimilis þeirra hjóna, Helgu og Lúðvíks, ýmist boðinn eða óboðinn, ellegar til að vinna með Lúðvíki að verkefnum, sem hann fékkst þá við, t.d. er ég aðstoðaði hann við GÆÐl, ENDING, ÖRYGGI, ÞÆGINDI -OG ÞÚ FÆRÐ MIKIÐ FYRIR PENINGANA. Laugardaginn 1. apríl síðastlið- inn fann ég hjá mér einhveija þörf að ræða við gamalt vinafólk, dr. Lúðvík Kristjánsson og Heigu konu hans. Barnabam þeirra tjáði mér að dr. Lúðvík væri ekki heima svo að ég óskaði eftir að 'segja nokkur orð við ömmu hans.. Frú Helga kom í símann og við ræddum nokkra stund saman. Ég heyrði að henni þótti tilveran hafa glatað lífi og lit vegna þess sjúkleika sem hún mátti búa við án vonar um bata. Hún vildi lítið um það tala og æðraðist ekki. Við gerðum áætlun um að ég kæmi á þeirra fund þegar voraði og við eyddum saman einni kvöld- stund. Þeir endurfundir verða með öðrum hætti en við gerðum ráð fýrir því að morguninn eftir hringdi dr. Lúðvík til að tilkynna mér lát hennar. Ég ætla að kynni mín og þeirra hjóna nái yfir aldarfjórðung. Þau þróuðust eftir því sem árin liðu og sérstaklega er mér minnisverð ferð sem við fórum um Snæfellsnes fýr- ir alllöngu síðan með þeim hjónum og Auði, systur Helgu. Fæðingar- héraðið fagnaði þeim með því að skarta sínu fegursta. Það festi ekki ský á jöklinum og lognaldan hjalaði í íjörunni. Þama þekktu þau næst- um því hvern blett og voru óþreyt- andi að fræða mig um undur Snæ- fellssýslu og sögu héraðsins að fomu og nýju. Eg ætla að þetta hafí verið í síðasta skiptið sem Helga kom á bemskuslóðir sínar og þessa /ferð bar jafnan ,á góma þegar fundum okkar bar saman eftir þetta og ég vil enn þakka þeim, hjónum báðum fyrir þessa ógleym- anlegu ferð. Hún var farin í þeim tilgangi einum að sýna mér dýrðina á nesinu og allar góðvættir lögðust á eitt að greiða för okkar sem best. „Víst segja fáir hauðrið hrapa húsfreyju góðrar viður lát“ kvað Bjarni Thorarensen, og ég ætla að frú Helga hafi að vissu marki verið södd lífdaga. Það gerðist nokkuð jafnsnemma að hún missti heilsuna og það mikla eljuverk — íslenzkir sjávarhættir — komust í höfn. Hún átti góðan og mikinn þátt í því verki og þau hjón vom með eindæmum samhent í starfi og ég ætla að ég fari rétt með að prentsmiðjuhand- I FRAMTÍÐ VIÐ SKEIFUNA SÍMAR: 689633 & 685100 .• ; Með þvottim ó nreinu Tab*let er kröftugt, handhægt og ódýrt þvottaefni í töfluformi. Hver tafla er fislétt og inniheldur mátulegan skammt af virkum efnum. Kostir Tab*let eru ótvíræöir: • I hverri töflu eru eingöngu virk efni en engin fyllingar- efni. Tab*let er þess vegna margfalt léttara en önnur þvottaefni. • Hverri töflu ersérpakkað í loftþéttan poka, þvottaefn- ið heldur því öllum eiginleikum sínum þrátt fyrir langan geymslutíma. • Tab*let er án fosfatefna og hefur lítil mengandi áhrif. • Tab*let inniheldur ekki ætandi eiturefni. Börnum stafar þess vegna minni hætta af Tab«let ef slys ber að höndum. n f}> HEILDSOLUBIRGÐIR: BURSTAGERÐIN HF. SÍMI: 91-41630 '

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.