Morgunblaðið - 11.04.1989, Page 36

Morgunblaðið - 11.04.1989, Page 36
36 Stjörnu- ■% • Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Plútó í dag ætla ég að Qalla um Plútó í framvindu. Það sem átt er við með framvindu er að plánetur eru á hreyfingu og mynda afstöður inn á fæð- ingarkort okkar. Þegar td. Plútó fer í afstöðu við Sól, Tungi eða Rísandi, sérstak- lega í samstöðu og spennuaf- stöðu, göngum við i gegnum Plútótímabil. Það getur tekið u.þ.b. tvö ár. Hreinsun og völd Áhrif Plútós eru tvenns kon- ar. Annars vegar er um tíma- bii hreinsunar að ræða og hins vegar um tímabil þar sem vald kemur upp á yfirborðið. Þeta birtist yfirieitt á þann hátt að við verðum innhver- fari og meðvitaðri um innri ifðan okkar. Jafnframt viljum við vera óháð, við þurfum frið til að hreinsa til og þolum þá illa afskiptasemi og það að aðrir ráðskist með okkur. Við gerum því uppreisn gegn þeim sem ætla sér að sijóma okkar og getum því lent f valdabar- áttu. Dregurupp áyfirboröiö Ahrif Plútó á líkamann eru þau að hann dregur það upp á yfirborðið sem áður var hulið. Ef um langvarandi of- notkun á einhveiju efni hefur verið að ræða eða viðkomandi gengið á líkama sinn á annan hátt má búast við að það komi upp á yfirborðið þegar Plútó myndar afstöðu. Þörfín fyrir að hreinsa til verður sterk. Nceöi og einbeiting Við förum inn á við á Plútó- tfmabilum og viljum næði til að einbeita okkur að aftnörk- uðum viðfangsefiium. Óvið- komandi fólk getur því haft truflandi áhrif. Þegar Plútó fór yfir Tungl hjá konu nokk- urri var hún mikið ein með sjáifri sér og sagðist m.a. hafa farið ein f sumarbústað og dvalið þar f viku og hugsað málin í ró og næði. Þegar Plútó fór yfir Sól kunningja mfns tók hann á sig sveig þegar hann sá kunningja sína nálgast á götu. Hann nennti ekki að tala við fólk. NeikvœÖ fortiö Það sem gerist innra með okkur þegar Plútó er annars vegar er að við hugsum mikið um neikvæða atburði fortfðar- innar. Ef mér var strítt þegar ég var 14 ára og það hafði sfðan áhrif á líf mitt er líklegt að þessir atburðir komi upp á yfirborðið og ásæki hugsun mfna. Það sem er að gerast er að ég reyni að losa mig við gömul sár sem halda aftur af mér og hindra þroska og framfarir. Reiði og biturð eru meðal þess sem kemur upp á yfirborðið, einnig gömul sekt- arkennd og annar sársauki sem situr innra með okkur. Plútótímabil geta því verið erfið og sársaukafull, en jafn- framt græðandi. Hreinni orka Þegar Plútó hefur lokið ferð sinni sitjum við eftir hreinni og kraftmeiri, því drullan og slfmið sem hindraði útsýnið hefur minnkað og orka okkar á auðveldara með að flæða óheft. Tímabilun Plútós má oft lílga við dauða og endur- fæðingu. Markviss sálræn vinna er einna best til að ráða við Plútó. Meðferð hjá sál- fræðingi, markviss vinna sem byggir á lestri bóka um þro- skandi efni og samtöl um for- tfðina með góðum vinum eru t.d. meðal leiða sem gætu hjálpað. Að lokum má geta þess að orka Plútós er ekki alltaf áberandi á ytra borðinu né fylgja henni stórir atburð- ir. Fyrst kemur hæg og lang- varandi innri hreinsun, reynd- ar með einhveijum sprengi- gosum ef fyrri bæling hefur verið mikil, en afrakstur vinn- unnar kemur yfírleitt f ljós síðar. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 GARPUR GRETTIR . - ■ YOU 5TUPIP BEAGLE! IF YOU PUT ME IN Y0UR."KIS5-ANP- TELL" &OOK, l'LLTEAR YOU UMB FROM LIMB! Heimski hundur! Ef þú lætur mig í bókina þína um að „Kyssa og kjafita firá“ slít ég þig í sundur lim fyrir lim ... Auðvitað vil ég ekki heldur vera skilin útundan ... 7oF C0UR5E, I ^ PON'T UIANTTO ÖB LEFT OUT, Veither.. J BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sagnhafi á um tvær svíningar að velja, en innkomuleysið veld- ur því að hann verður að láta eina duga. Spumingin er, hvora á hann að taka. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁD73 ♦ ÁG ♦ K98 ♦ ÁDG3 Vestur Austur ♦ K94 ♦ 8 ♦ D765 ♦ K1042 ♦ Á62 ♦ DG75 ♦ K72 Suður ♦ 9854 ♦ G10652 ♦ 983 ♦ 1043 ♦ 106 Vestur Norður Austur Suður — 2 grönd Pass 3 hjörtu Pass 4 lauf Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: Tígulás. Þijú hjörtu suðurs er yfir- færsla í spaða, og þar hafði hann hugsað sér að fella niður sagnir. En norður á sérlega góð spil á móti fimmlit í spaða, svo hann fer í geimið upp á eigin eindæmi og sýnir um leið áhuga á slemmu. Suður afþakkar það slemmutilboð vinsamlega með því að segja flóra spaða. Vestur heldur áfram með tígul í öðrum slag, sem sagnhafi drepur á kóng og þarf nú velja leið. Á hann að leggja niður spaðaás og svína síðan fyrir laufkóng, eða búa til innkomu með því að spila laufinu úr borð- inu? Vissulega er líklegra að fiska blankan kóng í trompinu, en annað sjónarmið vegur þyngra á metunum. Þótt laufkóngur liggi í vestur fæst ekki nema einn aukaslagur á litinn. Sem merkir að sagnhafi gefur slag á hjarta. Best er því að spila lauf- drottningunni úr borðinu! Vömin græðir ekkert á því að dúkka (þá kemur laufás, lauf trompað og svo spaðasvíning), svo vestur drepur. Vömin tekur slag á tígul og spilar hjarta, en sagnhafi er á undan. Hann kemst heim á lauftíu, svínar fyrir spaðakóng og hendir svo tveimur þjörtum niður í AG í laufi. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á heimsbikarmótinu í Barcel- ona á Spáni sem nú stendur yfir kom þessi staða upp í skák stór- meistaranna Predrag Nikolic, Júgóslavfu, og Robert Hiibner, V-Þýzkalandi, sem hafði svart og átti leik. Síðustu leikimir voru: 30. e6-e7? - Dd2-el+ 31. Kgl-h2 og nú kom leikur sem Nikolic hafði greinilega yfirsézt: vitað upp, því hann er óvetjandi mát í þriðja leik. Eftir níu um- ferðir á mótinu var staða efstu manna þessi: 1. Ljubojevic 614 v. af 9, 2. Short 614 v. af 9, 3. Ju- supov 5 v. af 8, 4.-5. Jóhann Hjartarson og Hiibner 5 v. af 9,’ 6. Kasparov 4i4 v. af 8. Jóhann hefur byijað vel á mótinu. Hann hefur unnið Salov og Vaganjan, tapað fyrir Nogueiras og gert jafntefli við Nikolic, Ribli, Spassky, Jusupov, Kasparov og Illescas.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.