Morgunblaðið - 11.04.1989, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 11.04.1989, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR Mv APRÍL 1989 13 Enn eitt kennaraverkMlið! eftir Magnús Þorkelsson Enn er skollið á kennaraverkfall. Og ekki vantar athyglina enda er hún erfíð þessi stétt sem er sífellt að fara í verkfall. En hvað eru þau orðin mörg verkföllin hjá fram- haldsskólakennurum? V er kfallsannáll Fyrst af öllu ber að nefna að Hið íslenska kennarafélag fékk fyrst verkfallsrétt í upphafí árs 1987, ásamt öðrum félögum í Bandalagi háskólamanna hjá ríkinu. Fram að því voru kjörin sótt fyrir Kjaradómi sem þótti oft erfítt hlutskipti fyrir launamenn. Þá um vorið var boðað verkfall framhaldsskólakennara sem og hjá ýmsum öðrum félþgum, t.d. náttúru- fræðingum o.fl. Ýmis félög söfnuðu uppsögnum féiagsmanna og voru kjaradeilumar leiddar til lykta á út- mánuðum árið 1987. Þær reyndust skammgóður vermir kjarabætumar sem fengust þá því þær héldu þokkalega út fyrsta árið en svo fór að halla undan. í ársbyrjun 1988 reyndu sum fé- lögin að þreifa fyrir sér um kjarabæt- ur óg sömdu nokkur án aðgerða ásamt mörgum samtökum launa- manna. Nokkur náðu á hinn bóginn ekki að semja áður en bráðbirgðalög tóku gildi í apríl 1988. Þar á meðal voru kennarar í HIK. Gengið var til atkvæða um verkfall en sú boðun gekk ekki eftir og því fór sem fór. Voru þau ekki fleiri? Þar með lýkur verkfallaannál HÍK. Hvar em þá öll kennaraverkföllin? Fj'öldi nemenda heldur mig fara með ósannindi þegar ég reyndi að útskýra að þau séu ekki fleiri. Vom ekki verkföll veturinn 1984—5? Veturinn þann fóm mörg samtök launafólks í verkfall. Stærstu sam- tökin vom BSRB, en einnig vom prentarar með í leiðinni. Þannig lam- aðist allt fjölmiðlahald í landinu eins og frægt varð. Verkfallið varð mjög hart vegna aðgerða þáverandi fíár- málaráðherra, er hann greiddi ekki út full mánaðarlaun. Meðal þeirra sem fóm i verkfall vom kennarar í Kennarasambandi íslands sem em aðallega gmnnskóla- kennarar. Þá vom þar húsverðir og fleiri sem í skólum störfuðu. Hús- verðimir vom þess valdandi að allir skólar lokuðust og vora lokaðir um hríð. Háskólinn fékk undanþágu eft- ir fárra daga átök en framhaldsskól- ar eftir u.þ.b. tvær vikur af þeim fímm sem átökin stóðu. Þess vegna lokuðust framhaldsskólar þá um haustið. Það var sem sagt ekki vegna átaka HlK. Um vorið skarst í odda vegna Kjaradóms en þá hafði dregist um alllangt skeið að ganga frá skýrslu um launakjör háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Þar sem HÍk hafði ekki verkfallsrétt og ekki blés byr- lega um kjarabætur að mati félags- manna ákváðu fjölmargir kennarar að segja upp starfi og gerðu það með þriggja mánaða fyrirvara eins og lög gerðu ráð fyrir. Þegar sá frest- ur var nánast mnninn út og eftir stóðu í raun klukkustundir af honum þá reyndi menntamálaráðherra að framlengja frestinn. Lögmenn kenn- arasamtakanna töldu þá framleng- ingu gerða með of knöppum fyrir- vara og gengu 55% kennara þá út og lamaðist skólahald að miklu leyti þess vegna. „Vonandi fer einhver ríkisstjórn að sjá að sér og- reyna að leysa þetta mál þannig að aðilar geti sætt sig við sann- gjarna langtímalausn.“ Eftir nokkurt þóf náðust loforð um úrbætur sem gerðu það að verk- um að meirihluti þeirra sem sögðu upp sneri til baka og lauk skólaárinu þó ekki kæmu þeir allir inn aftur um haustið. En hvernig endar þetta? Vissulega er ljóst að ekki verður við unað að skólahald sé í uppnámi nánast árlega vegna launasamninga. En spyrja má einnig hveiju þetta sæti og sýnist víst sitt hveijum. Kennarar velta því fyrir sér hvort ætlunin sé að hafa heilbrigt skóla- starf í landinu? Um þriðjungur þeirra sem starfa í framhaldsskólum er rétt- indalaus og munar þar miklu milli landshluta. Myndi heilbrigðisráð- herra sætta sig við slíka stöðu meðal lækna hjá ríkinu? Nú í haust er talað um að opna framhaldsskólakerfið upp á gátt og nánast sagt að öllum verði hleypt þar inn. Ekki bólar á svöram við því hvort undirbúa eigi skólana og starfsfólk þeirra við þessu ástandi. Ég tala nú ekki um hvort skólahald megi kosta meira fyrir vikið. Á sama tíma er talað um að efla móðurmáls- kennslu og gera skoðanakönnun um stefnu í skólamálum. Sú stefna virð- ist mega fela allt það í sér sem ekki kostar peninga. Fyrir almennt starfs- fólk í skólum sýnist mönnum staðan ærið kyndug og þversagnakennd! Þá má benda á viljaleysi ríkisins við að standa við gefin loforð í samn- ingum. Hér er talað um hluti eins og bókanir með samningum og fyrir- heit um úrbætur m.a. aðrar en launa- legar. Þessi atriði hafa ekki fengist rædd í heild milli þess að samningar renna út Annað sem má benda á er það að ríkisstjómir virðast láta hluti koma aftan að sér. Menn spyija hvort ekki hafí verið ljóst með löngum fyrirvara að tiltekin bráðabirgðalög myndu renna út nú í febrúar og að það hafí vart þurft að koma á óvart að launasamtök ætluðu varla að biðja um framlengingu á þeim. Því hefði þurft að hefla markvissar umræður um hvað við tæki löngu fyrir 15. febrúar þannig að línur hefðu verið skýrar miklu fyrr. Vonandi fer einhver ríkisstjóm að sjá að sér og reyna að leysa þetta mál þannig að aðilar geti sætt sig við sanngjama langtímalausn. Höfundur er framhaldsskólakenn- ari ogkennari við kennaramennt- unardeild Háskóla íslands. Með Sögu á Sólarströnd. Gististaðir okkaj hafa slegið í gegn meðal Islendinga. COSTADaS Gististaðir Sögu á Costa del Sol eru allir fyrsta flokks og standast kröfur íslendinga. Góð staðsetning, góð þjónusta og góður aðbúnaður. Miídð úrval og allir finna eitthvað við sitt hæfi. Af sláttarkort Sögu kemur sér vel' á Torremolinos og gildir á miklum fjölda veitingastaða og verslana víðsvegar um borgina. Bama- og unglingaklúbbar eru starfræktir á Principito Sol og Sunset Beach Club. Par er fjölbreytt dagskrá frá morgni til kvölds. Auk þess er sérstakur fararstjóri sem sér til þess að Söguhnokkar hafi nóg fyrir stafni. Hinum fullorðnu býðst að sjálfsögðu einnig frábær aðstaða til íþróttaiðkana og afþreyingar. Golf, tennis, badminton eða vatnaíþróttir og þegar skyggja tekur, fjölbreytt skemmtidagskrá við allra hæfi. Þeir sem vilja láta sólina skína á skrokkinn geta stundað strandlífið af hjartans lyst á bestu baðströndum Evrópu. „Flug og Bíll". Á Spáni geturðu einnig fundið fram- andi heim sem lætur engan ósnortinn. Við bjóðum bíla- leigubíla á góðum kjörum. Kynnisferðir okkar þykja með þeim bestu sem bjóðast. Nefna má Gíbraltar, Cordoba, Gran- ada, Sevilla auk ferða til Afríku. Hjá Sögu starfa aðeins þaul- reyndir leiðsögumenn. Jakobína Davíðsdóttir, Sigurdór Sigur- dórsson, Sigríður Stephensen og Þómnn Sigurðardóttir eru Sögufarþegum að góðu kunn. Gott verð á gæðaferð, 51.000 kr. (2 vikur, 4 í íbúð). Athugið. Söguafsláttur gildir til 1. maí. Eitt símtal og þú getur bókað j ---------góða ferð!------- 91—62 40 40 FERDASKRIFSTOFAN Suðurgötu 7 S.624040

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.