Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 Ulla Hosford-Báck við nokkur verka sinna. Djúpið: Ulla Hosford-Báck sýnir olíumálverk ULLA HOSFORD-BÁCK sýnir Ulla hefur búið á íslandi undan- 15 olíumálverk í Djúpinu 8. til farin tvð ár en málaði á Spáni og 23. aprQ næstkomandi. Þetta í Júgóslaviu í fyrrasumar. Hún er fyrsta sýning hennar hér- hefur einnig, meðal annars, farið lendis en hún er fædd í Sviþjóð til Grænlands, Egyptalands, Jórd- árið 1944 og hefiir haldið 11 aníu, Saudi Arabíu, Banda- einkasýningar, þar af eina í ríkjanna, Mexíkó, Ástralíu og Jap- Færejjum. ans. Kaupmannahöfii: Katrín H. Agústsdóttir sýnir vatnslitamyndir Jónshúsi. Listsýning er í félagsheimilinu í Jónshúsi þessa dagana, þar sem Katrin H. Agústsdóttir sýnir 40 vatnslitamyndir. Nefnir hún sýning- una íslandsminni. Sýningin var opnuð 22. marz og mun standa til 14. apríl. Katrín H. Ágústsdóttir fæddist í Reykjavík 1939 og nam við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og Myndlistaskóla Reykjavíkur, en einnig er hún handavinnukennari frá Kennaraskóla íslands. Katrín er einkum þekkt fyrir batíkmuni sína, kjóla, þjóðlífsmyndir og hökla. Hún hefur haldið einkasýningar víða um land heima allt frá 1970, m.a. 4 sinnum á Kjarvalsstöðum, hin síðari ár einnig á vatnslitamjmd- um. Málunin tók hug hennar fang- inn fyrir 4 árum, enda hefur hún ætíð lagt áherzlu á myndformið fremur en fatasauminn. Listakonan framleiðir þó áfram batíkverkin ásamt manni sínum Stefáni Hall- dórssyni, en þau hafa verkstæði á heimili sínu í ígripum. Þá er Katrín hand- og myndmenntakennari við Kvennaskólann í Reykjavík. „Mig hefur lengi langað til að heimsækja íslendinga í Danmörku með sýningu af íslenzku landslagi," segir Katrín í viðtali, „og ég hef fengið góðar móttökur og fundið, að Islandsminni gleðja augu land- ans. Ég mála fremur hughrif en ákveðna staði og vel mér viðfangs- efni frá öðru sjónarhomi en fólk er vant að nota, t.d. í myndunum frá Reykjavík, líkt og ljósmyndari." Hvaða tengsl hefurðu við Höfn? „Ég var hér í nokkum tíma um árið og vann á verkstæðum með listakonunum Helge Folg og Lis Stolterberg. Og þegar myndlistin náði yfírhöndinni fór ég að hugsa um að sýna í Höfn og þá var miklu einlægara að sýna hér í Jónshúsi, en í dönsku galleríi, enda aðstaðan ágæt og myndir mínar hljóta að 1 -höfða-meir -til- IslewHngar*1---- Þetta er fyrsta sýning Katrínar H. Ágústsdóttur erlendis og hefur hún fengið frábærar viðtökur í Húsi Jóns Sigurðssonar. Varð hin- um mörgu gestum við messukaffið á páskadag tíðrætt um vorlegar og ljósfagrar íslandsmyndimar. Nokkrar myndir listakonunnar hafa þegar selzt. ( — G.L.Ásg. Eyþór Amalds, sellóleikari. Eyþór Arn- alds heldur tónleika TÓNLEIKAR verða haldnir á vegtim Tónlistarskólans í Reykjavfk f dag, þriðjndaginnll: Vestmannaeyjar: Fj árhagsáætlun sam- þykkt í bæjarstjórn Minnihlutinn sat hjá við afgreiðsluna Vestmannaeyjum. Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 1989 var tekin til seinni umræðu á síðasta fúndi bæjarstjórnar. Fjárhagsáætlunin var samþykkt af meirihluta bæjarstjómar en minnihluti sjálfstæðis- manna sat hjá við afgreiðsluna og gerði grein fyrir afstöðu sinni með bókun. Áætlaðar niðurstöðutölur Qárhagsáætlunarinnar em 641 milljón. Sameiginlegar telgur em áætlaðar 387 milljónir og er stærsti hluti þeirra útsvör, eða 245 milljónir. Samkvæmt flárhagsáætluninni em félagsmál sá málaflokkur sem mestu rekstrarfé er varið til. Ráð- gert er að félagsmál taki til sín 27% af heildarútgjöldum bæjarsjóðs á árinu. Til æskulýðs- og íþróttamála á að veija 48 milljónum og áætlað- ur fjármagnskostnaður ársins er 30 milljónir. Helstu framkvæmdir, sem fyrir- hugaðar eru á árinu, eru við skóla- byggingar, en í þær ráðgerir bæjar- sjóður að veija 27 milljónum. Til stækkunar Hraunbúða, dvalar- heimilis aldraðra, á að veija 5 millj- ónum og til gatnagerðarfram- kvæmda á að veija 31 milljón. í umræðum gagmýndu sjálf- stæðismenn harðlega áætlunina, sem þeir sögðu vera byggða á ósk- hyggju en ekki raunveruleika. Sögðust þeir hafa Iagt fram margar fyrirspumir og athugasemdir við gerð áætlunarinnar, en svör við þeim hefðu verið ófullkomin og ekki hafí verið hlustað á athuga- semdimar. Sjálfstæðismenn lögðu síðan fram bókun þar sem þeir Morgunbiaðið/Guörún L. Asgeirsdóttir Katrín H. Ágústsdóttir sýnir 40 vatnslitamyndir f félagsheimil- í JónshúsL mu april, á Laugavegi 178, Bolholts- megin og heflast þeir klukkan 20.30. Eyþór Amalds sellóleikari flytur verk eftir Vivaldi, Messiaen, Beet- hoven og Brahms. Tónleikamir eru burtfararpróf Eyþórs frá skólanum. Píanóleikari er David Knowles. Eyþór fæddist árið 1964. Hann hefur stundað nám við skólann frá 1982 og notið leiðsagnar Gunnars Kvarans sellóleikara. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Fyrirlestur um samræmd próf í DAG, þriðjudaginn 11. apríl, flytur dr. Börkur Hansen fyrir- lestur á vegum Rannsóknastofn- unar uppeldis- og menntamála er nefnist: Rýnt í niðurstöður samræmdra prófa. Fyrirlesturinn verður haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst klukkan 16.30. Öllum -freimili'aðgangur: * gagnrýndu áætlunina harðlega. I lok bókunarinnar sögðu bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins að þeir myndu sitja hjá við afgreiðslu íjár- hagsáætlunar, þar sem þeir vildu ekki taka þátt í þeim skollaleik sem vinstri menn væru að setja á svið með óraunhæfri áætlun, byggðri á draumórum og óskhyggju. Fulltrúar irteirihlutans sögðu að áætlun þessi væri vel unnin og byggð á bjartsýni. Áætlunin væri plagg sem innihéldi markmið sem vinna bæri að og það væri von þeirra að hún stæðist, þó svo að erfítt væri að gera áætlanir fram í tímann vegna óvissuástands í þjóð- félaginu. Fulltrúar meirihlutans sögðu að málflutningur sjálfstæðis- manna byggðist á bölsýni og það væri sama svartsýnisrausið í þeim og fyrr við gerð fjárhagsáætlana. Áætlunin var síðan samþykkt með 5 atkvæðum meirihlutans en 4 sátu hjá. - Grímur. Suðureyrí: Gott fiskerí hjá línubátum Suðureyri. MIKIL gróska er í línuútgerð um þessar mundir og gera fimm bátar út héðan frá staðnum. Þeir eru allir undir fimmtán tonnum og þykir það heppfleg bátastærð fyrir línuútgerð. Þrír menn beita á hveijum bát að meðaltali en tveir á g'ó. Aðallega er beitt smokkfíski og kúfíski í bland en einn bátur er eingöngu með loðnu. Aflinn hefur verið mjög góður undanfara daga og hafa bát- amir skilað í land frá fímm uppí ellefu tonn í róðri sem þykir nokkuð gott. Steinbíturinn er orðinn meiri- hluti aflans eða um tveir þriðju að hlutfalli. Tíðarfarið hefur lagast mikið og eru róðramir orðnir mun fleiri í viku en var áður. Smábátaeigendur eru famir að huga að bátum sínum og em að gera klárt fyrir fyrstu sjóferðimar. Hluti flotans hefur verið í höfninni frá síðasta sumri en þeir sem uppá kamb fóra þurfa að bíða þar til snjóa leysir því flest- ir era á kafí í snjó. í steinbítsfiskeríi er mikið að gera hjá beitningamönnum og mik- ið að bæta uppá og verða þeir fljótt sárhentir. Hjá sjómönnum er ekki minna að gera því þeir sækja aflann oft langt og geta sjóferðimar verið frá fímmtán uppí tuttugu klukku- tíma. Mikill afli hefur borist á land í þessum veiðiskap hér áður fyrr og fískuðu stóra línubátamir um þijúhundrað og þijátíu tonn af steinbít þegar mest var á einum mánuði. Mikil stemmning er á meðan á vertíðinni stendur og oft flölmennt bæði á höfninni og í skúranum. Hér hafa línubátar yfírleitt róið út maímánuð en þá era vertíðarlok. - R. Schmidt. rm Ábendingar frá LÖGREGLUNNI: Breytt vinnubrögð lögreglu vegna umferðaróhappa Lögreglan í Reykjavík hefur, frá síðustu mánaðamótum, breytt vinnubrögðum sínum vegna skýrslugerðar í umferðaróhappatil- vikum. Áður rituðu lögregluþjónar, sem kvaddir vora á óhappavett- vang, skýrslu um málsatvik, gerðu vettvangsuppdrátt og aðrar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar máttu teljast í hveiju tilviki fynr sig og aðstoðuðu auk þes við útfyllingu Ijónstilkynningar tryggingafélaganna, en ætlast hefur verið til að ökumenn ski- luðu slíkum tilkynningum inn til tryggingafélaganna í öllum venjulegum óhappatilvikum. Nú, frá síðustu mánaðamótum, koma lögregluþjónar á vett- vang sé þess óskað, aðstoða hlutaðeigendur við útfyllingu fram- hliðar tjónstilkynningarinnar en rita einungis skýrslur og gera vettvangsuppdrætti í þeim málum er þeir telja ástæðu til. Þann- ig rita lögregluþjónar einungis skýrslur þegar slys verður á fólki, grunur er um ölvun ökumanns eða réttindaleysi, ef tjón- vaidur ekur á brott af óhappastað án þess að tilkynna um atvik- ið og þegar sérstakar ástæður mæla með skýrslugerð. Lögregluþjónar munu ekki rita skýrslur í „venjulegum" óhapp- atilvikum heldur verður tjónstilkynningaeyðublaðið látið nægja. Hafí lögregluþjónar verið kallaðir á vettvang til að aðstoða við útfyllingu tjónstilkynningarinnar taka þeir ljósmyndir af aðstæð- um, ef ástæða þykir til, og varðveita. Tryggingafélögin geta síðar fengið þær myndir, óski þau þess. Það era vinsamleg tilmæli lögreglunnar að fólk kynni sér tjónstilkynningareyðublöðin, varðveiti þau í ökutækjum sínum og noti þau ef á þarf að halda. Vonandi kemur þó ekki til slíks en tölur síðustu ára sýna að ekki virðist hjá því komist að ákveð- ið hlutfall ökumanna muni þurfa að nota eyðublöðin. •t .híi íjan ,iu iiii.iítj -irgiofi iíjt(TÍ_(jt)n t ,i (5tíi amuiial g

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.