Morgunblaðið - 11.04.1989, Síða 45

Morgunblaðið - 11.04.1989, Síða 45
JUls- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 45 Þjóðbúningaspjall TU Velvakanda. Það er ekki nóg að tala um þjóð- búningana, það þarf að nota þá. Þessa fallegu, klæðilegu og dýr- mætu búninga. Ekki láta þá liggja ónotaða í skúffum og skápum, held- ur nota þá við öll möguleg tæki- færi, okkur sjálfum til ánægju. En hver skyldi annars vera ástæðan fyrir því hvað þeir eru lítið notaðir af konum sem eiga þá? Gaman væri að heyra frá þeim sjálfum hveijar ástæðurnar kunna að vera. Það eru að vísu breyttir tímar frá því er búningurinn var hannaður svo kannski er kominn tími til að endurskoða hann. Ég hef td. tvær hugmyndir um breytingar sem mér fyndist að mætti hafa í huga. Það er víravirk- isspöng í hárið við upphlut og peysuföt í stað skotthúfu, kjólfald með slöri og hetta á möttulinn ef vildi. Að öðru leyti finnst mér bún- ingurinn afar vel fallinn til brúks við ýmis tækifæri. Svo er það tíðarandinn. Það vant- ar orðið þessa þjóðemiskennd sem búningurinn styrkti svo mjög með konum á síðustu öld og langt fram á þessa. Það veit ég að virkilega væri gaman að sjá fleiri konur, böm og jafnvel karla á íslenskum búningum á tyllidögum, svo sem eins og 17. júní, afmælishátíð Reykjavíkur- borgar, á páskum, um jól og ára- mót í kirkjum, veislum og öðmm mannfagnaði. Og óneitanlega væri ánægjulegt að fá að sjá forsetann okkar oftar á íslenskum búningi. Vel hefði verið við hæfí að hún skartaði honum á afmælishátið Þjóðminjasafnsins á síðasta ári. Ég vil eindregið hvelja konur til að nota búningana sína og vona að undirtektir verði góðar og fólk láti verða af að senda línu og segja álit sitt. Virðingarfyllst, Sólveig Guðmundsdóttír. Um kartöflur, egg og kjúklinga: Æpandi þögmn á Alþingi Islendinga Neytandi skrifar: Að undanfömu hafa átt sér stað stórfróðlegar umræður í fjölmiðlun- um og manna á meðal, umræður um ? okurverðið, sem íslenskir neytendur verða að greiða fyrir svokallaðar landbúnaðarvörur. Er það ekki að- eins tvöfalt eða þrefalt hærra en það, sem forsvaranlegt þykir erlend- is, heldur allt að tífalt hærra. Er hér um að ræða hinar athyglisverðustu upplýsingar en þó er það dálítið ann- að, sem vakið hefur furðu mína og margra annarra. Það er dauðaþögnin um þessi mál á AJþingi íslendinga. Síðan Þorvaldur Gylfason reið á vaðið með grein sinni um yfírgengi- legt verð á íslenskum kartöflum og Jón Ásbergsson bætti um betur með nokkrum fróðleiksmolum um verðið á kjúklingum og eggjum hefur fátt annað verið meira rætt á heimilum og vinnustöðum. Er hér þó ekki um nein ný tíðindi að ræða og það er raunar orðið svo með venjulegt launafólk, að það gengur fremur að frystikistum verslananna til að furða sig og hneykslast á verðinu en til að kaupa. Læri og hryggur og lambakjöt yfírleitt eru að verða réttur, sem sumir meðal uppvaxandi kynslóðar þekkja í besta falli af afspum, og besta dæmið um þennan fáránleika er verðið á sviðunum. Ég man þá tíð er svið þóttu ódýr matur en nú er einn ræfílshaus jafnvel kominn yfír 400 kr. Svið veiða ekki framar étin á mínu heimili og bráðum má segja sömu söguna af kjúklingum. Um þetta er rætt manna á meðal — alls staðar nema meðal mann- anna, sem við höfum sérstaklega kosið til að vinna að hagsmunum lands og þjóðar. Frá Alþingi heyrist hvorki stuna né hósti, þar á bæ skipt- ir þetta engu máli. Alþýðuflokks- menn, sem hafa stundum verið að fínna að þessari íjárkúgun, þegja nú allir sem einn; Sjálfstæðismenn, sem segjast vera talsmenn hins fijálsa framtaks og heilbrigðrar samkeppni, hafa ekkert til málanna að leggja. Ekki einu sinni ungu mönnunum, þessum, sem kenndu sig við fijáls- hyggju um stundarsakir, finnst ástæða til að beijast gegn einokunar- versluninni hinni nýju. Um aðra flokka er óþarfí að fjöl- yrða. Flokkur „tímaskekkjunnar" á forsætisráðherrastóli er að sjálf- sögðu ánægður með ástandið og svo er einnig með „bijóstvöm verkalýðs- ins“, Alþýðubandalagið. Kvennalist- inn, flokkur hagsýnu húsmóðurinnar, hefur líka sýnt það á skammri ævi, að hann tekur ávallt lénsskipulagið fram yfir sjálfsákvörðunarrétt meiri- hluta landsmanna, almennra laun- þega. Af öllu þessu má sjá, að einskis er að vænta af Alþingi. Mér finnst að vísu nóg um flokkafjöldina en þó hefur það hvarflað að mér hvort virkilega sé þörf fyrir enn einn flokk- inn — flokk íslenskra neytenda. 22,5 prósenta hækkun hjá Stöð 2 Kæri Velvakandi. Mig langar til að leyfa lesendum að lesa nokkra punkta um Stöð 2 sem ég hripaði á blað um páskana. Tilvitnunin hér á eftir er höfð eft- ir Jóni Óttari Ragnarssyni: „Eftir því sem kostnaður varð ljósari gerðum við okkur æ betur grein fyrir því að áskriftir dygðu ekki til, einar sér. Það var því eins og vitrun að kynn- ast starfsemi Chanel Plus í Frakkl- andi, en það er eina stöðin í Evrópu (utan Stöðvar 2) sem sendir út „blandaða dagskrá“, þ.e. dagskrá sem er að hluta til í læstri dagskrá (til áskrifenda) og að hluta til ólæst (til allra)“. Eftir að hafa lesið þetta hélt ég að læsta dagskráin ætti að vera fjár- mögnuð eingöngu með áskriftar- gjöldum og opna dagskráin með aug- lýsingum. En eitthvað hef ég misski- lið skrif Jóns Óttars, því ekki hefur læsta dagskráin eingöngu verið fyllt af auglýsingum heldur er nú farið að ijúfa dagskrána til að koma aug- lýsingum að, og viti menn, meðan auglýsingum íjölgar hækkar áskrift- argjaldið um 22,5%. Við þetta gat ég ekki setið þegj- andi og ekki laust við að maður spyiji sig hvort ekki sé kominn tími til að fá sér móttökudisk. BJ Víkverji * Astæða er til að vekja athygli lesenda Morgunblaðsins á greinum eftir Jóhönnu Lárusdótt- ur, lækni, sem birtust í Lesbók sl. laugardag og fyrir rúmri viku, en síðasta grein hennar mun birtast í Lesbók n.k. laugardag. Jóhanna Lárusdóttir, hefur starfað sem læknir meðal frelsissveita í Afgan- istan á vegum franskra læknasam- taka. Þótt Víkveíji hafi lesið margt um Afganistan á undanförnum árum, bæði í íslenzkum og erlend- um blöðum, hefur hann ekki fýrr lesið jafn áhrifamikla og nákvæma lýsingu á daglegu lífi í landinu, eins og sjá má í þessum greinum Jóhönnu. Það hlýtur að vera mikil lífsreynsla fyrir íslenzkan lækni að starfa við þessar aðstæður í framandi landi. Jóhanna Lárus- dóttir kemúr þessari lífsreynslu mjög vel td skila í Lesbókargrein- jj unum. skrifar essa dagana stendur yfír ung- versk menningarvika. Nú eru miklar breytingar að verða í Ung- veijaland og ekki ólíklegt að tengsí Ungveija við Vestur-Evrópuríki eigi eftir að eflast að mun á næstu árum. Vonandi eiga viðskipti okkar við Ungveija eftir að aukast. En Víkveiji vill sérstaklega hvetja íslenzka ferðamenn, sem eru á ferð um Mið-Evrópu til þess að heim- sækja Ungveijaland og þá ekki sízt Budapest. Þar er líklega enn að finna þá Evrópu, sem var, áður en heimsstyijöldin síðari breytti öllu. xxx Hér í blaðinu var skýrt frá því sl. laugardag, að innan Evr- ópubandalagsins væri nú unnið að þvi að setjar ákveðnar reglur um 'sjohvárþséFnfT "Evfðþú." "M.áT'ér stefnt að reglum um, að sjónvaips- stöðvamir verði að senda út efni, sem er a.m.k. að helmingi evr- ópskt. Þetta er umhugsunarefni fyrir okkur íslendinga, sem eigum í vök að veijast vegna erlends sjónvarps- efnis. Eru menn tilbúnir til að setja slíkar reglur hér? Eða a.m.k. að setja reglur, sem koma í veg fyrir að amerískt efni verði óeðlilega stór hluti útsendrar dagskrár? Það er mikil hvíld í því fólgin að horfa á danska þáttinn Matador og þýzka þáttinn Derrick! xxx að er gaman að framtaki manna á borð við þá, sem keyptu Mariane Danielsen iyrir 7000 krónur og náðu skipinu á flot, þegar allir aðrir töldu það útilokað. Þetta er einkaframtakið éms" og 'þáð’ génst" bézf." Civic Shuttle 4 WD Fjórhjóladrif - GTI, vél 116 Din. Verð: 1.030.000 stgr. Tökum vel með fama notaða bíla upp i nýja U VotnogÖFÓum-24>-sími 689900.- SMITH&NORLAND NOATÚNI 4 • SlMI 28300 UPPLYSINGAOLDIN ER GENGIN í GARÐ - TELEFAXTÆKIN FRÁ SIEMENS ERU HÉR! Við bjóðum tvær gerðir telefaxtækja frá einum virtasta framleiðanda fjarskiptabúnaðar í heiminum. HF 2301 Fyrirferðarlítið skrifborðstæki Tækið býður m.a. upp á eftirfarandi möguleika: ■ 16 stiga gráskali. Fínstilling, andstæðustilling. ■ Sjálfvirk móttaka. ■ 5 blaðsíðna sjálfvirk mötun. ■ Tekur álíka rými á borði og símaskráin. HF 2303 öflugt og fjölhæft tæki Sömu aðgerðir og HF 2301 og auk þess m.a.: ■ Klukkustýrð sending. ■ Sjálfvirkt endurval númers fjórum sinnum á þriggja mín. fresti ef móttakandi er á taii. ■ Skammval og hraðval. ■ Sendir skjöl upp í A-3 stærð. ■ Sjálfvirkur skjalamatari fyrir 30 bls. ■ Stafaskjár. ■ Valskífa á tæki. ■ Pappírshnífur. Kynntu þér verð og kosti telefaxtækjanna frá SIEMENS. Civic Hatchback Vél: 16 ventla, 75/90/130 Din hestöfl. Veröfrákr. 715.000. Civic Sedan GL sjáifskiptnr Vél: 16 ventla, hestöfl 90/116 Din. Verðfrákr. 899.000.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.