Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 nrn MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR l'l. APRÍL 1989 Stlí ! ' 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Húsnæði fyrir aldraða Islendingar og Japanir státa af lengstri meðalævi jarð- arbúa. Sú staðreynd talar sínu máli um almenna aðbúð fólks, viðurværi, lífsmáta og heilsu- gæzlu, þótt enn .standi margt til bóta í þessum efnum. Aldursskipting íslendinga hefur og breytzt mikið sfðustu áratugi. Hundraðshluti hinna fullorðnu, sem skilað hafa ævi- starfi til samfélagsins, í íbúatölu landsins hefur vaxið ört — og vex fyrirsjáanlega mikið næstu ár og áratugi. Samfélagið verður að bregð- ast við þeirri miklu breytingu í aldursskiptingu þjóðarinnar, sem nú á sér stað. Hún kallar á margs konar viðbrögð að því er varðar hvers konar öldrunar- þjónustu, meðal annars að því er varðar húsnæði, vinnurétt, tómstundir, heimilishjálp, heimahjúkrun, dagvistir og hjúkrunarstofnanir. Sitthvað hefur að vísu verið gert til að mæta þessari fram- vindu. Máske liggur frumkvæð- ið, þegar horft er til stærri fram- kvæmda, hjá aðstandendum Grundar og Ass. Reykjavíkur- borg stendur og fyrir fjölþættari öldrunarþjónustu en nokkurt annað sveitarfélag. Fleiri byggðarlög hafa fylgt myndar- lega í kjölfarið, en önnur halda að sér höndum, m.a. vegna smæðar. Fáein stéttarfélög hafa staðið vel að verki, eins og Dval- arheimili aldraðra sjómanna og íbúðir fyrir fullorðið fólk, sem Verzlunarmannafélag Reykja- víkur hefur byggt, vitna bezt um. Félög aldraðra hafa einnig lyft Grettistökum í húsbygging- um, ekki sízt hér í Reykjavík. Fjölmörg önnur dæmi mætti nefna. Hér skal sérstaklega get- ið Sunnuhlíðarsamtakanna í Kópavogi, sem um þessar mund- ir eiga tíu ára starfsafmæli. Þau vóru stofnuð að frumkvæði tíu klúbba og félaga í kaupstaðnum í aprílmánuði 1978. Samtökin létu vissulega hendur standa fram úr ermum. Fjórum árum síðar — 1982 — var vígt hjúkr- unarheimili aldraðra í Kópavogi. Arið 1987 hefst síðan bygging fjörutíu vemdaðra þjónustu- íbúða fyrir aldraða, sem nú eru allar komnar í gagnið. Ásgeir Jóhannesson, formaður stjÖmar hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi, segir m.a. í tíu ára afmælisriti Sunnuhlíðan „Og ef okkur tekst að loka þessum hugmyndafræðilega hring, það er: hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir, dagvist og heilsurækt, getum við þá ekki endurtekið þetta aftur og aftur, þannig að slíkar einingar gætu risið sem víðast á landinu ...?“ Sunnuhlíðarsamtökin eru eig- endur að íbúðum á þeirra veg- um. íbúar fá hinsvegar í hendur óuppsegjanlegan íbúðarréttar- samning sem gildir til æviloka viðkomandi, ef hann óskar þess, enda hafi íbúðarréttarhafi greitt umsamda fjármögnun íbúðar- innar á 18 mánuðum eða skemmri tíma. í stað afsals fær hann í hendur bankatryggingu, sem felur í sér skuldbindingu um endurgreiðslu, samkvæmt sérstökum samningum þar um. Ef íbúðarréttarhafi segir upp samningi sínum fer endur- greiðsla á fjárframlögum, sem rétthafi hefur reitt af höndum til að tryggja íbúðarrétt á bygg- ingartímanum, fram á 18 mán- aða tímabili. Endurgreiðslur eru verðtryggðar en án vaxta. Tvímælalaust er hagkvæmast fyrir þjóðfélagið að gera öldruð- um kleift að búa sem lengst í eigin húsnæði, ef vilji viðkom- andi stendur til, meðal annars með heimilishjálp og heima- hjúkrun, ef með þarf. Eigna- skattar af eigin húsnæði, sem aldraðir nýta sjálfír, eiga að vera í algjöru lágmarki, ef nokkrir. Þess vegna er „ekkna- skattur“ núverandi ríkisstjómar til skammar. Gera þarf öldruðum, sem það vilja, kleift að selja eldri íbúðir og eignast eigið, sérbyggt hús- næði fyrir aldrað fólk. Jafnhliða þurfa leiguíbúðir fyrir aldraða að vera fyrir hendi, m.a. í eigu sveitarfélaga, stéttarfélaga, samtaka eða einstaklinga. Sú leið sem Sunnuhlíðarsamtökin hafa farið, leið ævilangs íbúðar- réttar, er og æskilegur valkost- ur. Nauðsynlegt er að valkostir séu af fleiri en einum toga. Menning þjóðar og þroski þjóðfélags mælist máske bezt á þann mælikvarða, hvern veg búið er að hinum öldruðu, ekki sízt að því er varðar húsnæði, heilsugæzlu, vinnu við hæfí, ef vilji fólks stendur til nokkurra starfa, tómstundir og félagsleg- ar þarfír. Sitthvað hefur vel ver- ið gert að þessu leyti. Enn fleira er þó ógert. Framhaldið er í höndum samfélagsins, félaga- samtaka og einstaklinganna sjálfra. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ávarpar ráðstefiiu Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs. Á myndinni eru auk ræðu- manns frá vinstri: Magnús Þórðarson, Davíð Björnsson, Gylfi Sigurjónsson, Kjartan Gunnarsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Þorsteinn Pálsson. 40 ára aftnæli Atlantshafsbandalagsins: Lágmarksviðbúnaður Islands er loft-, land- og tundurduflavarnir ÞESS var minnst á ráðstefiiu Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs á laugardaginn, að 40 ár eru liðin frá stofiiun Atlantshafs- bandalagsins. Formenn þriggja stjórnmálaflokka Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ítrekuðu stuðning sinn við aðild íslands að bandalaginu og töldu hana gegna mikilvægu hlut- verki til að tryggja öryggi og varnir þjóðarinnar og frið í okkar heimshluta. Á ráðstefrmnni var auk þess rætt sérstaklega um varn- ir íslands og hvort ekki væri eðlilegt, að islensk sljórnvöld yrðu virkir þátttakendur í sljómkerfisæfingum Atlantshafsbandalagsins. Arnór Siguijónsson, varnarmála- fulltrúi sem hefur undanfarið starf- að í alþjóðlegu starfsliði NATO í höfuðstöðvum þess í Brussel, flutti erindi um varnir Islands á ráðstefn- unni. I lok máls síns dró hann niður- stöður þess saman á þennan veg: Viðunandi loftvarnir, landvamir og tundurduflavarnir má telja lág- marksviðbúnað hér á landi miðað við hina hernaðarlegu þróun á Norður-Atlantshafi. Þá eru æfingar bandarísks liðsauka sem koma á til íslands á ófriðar- og hættutímum forsenda þess, að þessi liðsauki geti sinnt hlutverki sínu. íslensk stjómvöld verða að vera undir það búin að óska eftir komu liðsaukans snemma á ófriðar og hættutímum. Hófleg birðgasöfnun varnarliðsins á vamasvæðum myndi minnka þörfina fyrir birgðaflutninga til og frá landinu og létta á flutninga- kerfi landsins ef til ófriðar kæmi. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef tundurduflavarnir við innsiglingar helstu hafna hér á landi eru óvirkar. Tundurduflavarnir Um tundurduflavarnir sagði Ar- nór Sigurjónsson meðal annars: „Ef veija á fiskimið, siglingaleiðir og hafnir umhverfis landið gegn tund- urduflum sem leggja má með flug- vélum eða kafbátum verður að huga að tundurduflavörnum. Fram- kvæmd tundurduflavarna innan NATO er fyrst og fremst á ábyrgð einstakra bandalagsríkja. Frum- kvæðið í þessum mikilvæga mála- flokki ætti að vera í höndum Land- helgisgæslu ríkisins sem samkvæmt íslenskum lögum ber að fjarlægja tundurdufl. Það er brýnt að Land- helgisgæslan ráði yfir þekkingu og tækjum og hafi á hendi þá stjórnun sem nauðsynlega má telja til að sinna þessu þýðingarmikla verk- efni.“ Stjórnvöld æfð í upphafi pallborðsumræðna komst Álbert Jónsson, starfsmaður Öryggismálanefndar, þannig að orði, að það væri mikils virði að til staðar væri í íslenska stjórnkerfínu „þekking á áætlunum er varða ís- land og einnig og ekki síst þeim kringumstæðum sem kallað gætu á ákvarðanir til að hrinda þeim í framkvæmd. Einnig þarf að vera sérstakt skipulag innan stjórnkerf- isins vegna hættutíma. Hjá varnar- málaskrifstofu hefur á undanförn- um árum verið hafin vinna að þess- um málum. Þá er nauðsynlegt að íslendingar hefji þátttöku í stjórn- kerfisæfingum Átlantshafsbanda- lagsins.“ Stjórnmálamennirnirnir sem tóku þátt í pallborðsumræðunum þeir Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra, Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra og Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, voru þeirrar skoðunar, að íslendingar ættu ekki að skorast undan þátttöku í slíkum æfingum. Á hinn bóginn sagði forsætisráð- herra, að hann myndi ekki leggja það til innan núverandi ríkisstjórn- ar. Þá minnti utanríkisráðherra á að forræði í þessu máli væri á vald- sviði sínu. Ráðstefnuna sóttu nærri 200 manns. Kjartan Gunnarsson, for- maður Samtaka um vestræna sam- vinnu, var ráðstefnustjóri en Davíð Björnsson, formaður Varðbergs, afhenti þeim Liv Bergþórsdóttur, Pétri Halldórssyni BÍöndal og Magnúsi Heimissyni verðlaun í rit- gerðasamkeppni vegna 40 ára af- mælis Atlantshafsbandalagsins. Lögfræðinemi á sjötta ári fær ekki að halda áfram námi Háskólaráð tekur ekki gilt sjúkravottorð frá landlækni Háskólaráð hefúr fellt með níu atkvæðum gegn sex að endurskoða áframhaldandi skólavist írisar Erlingsdóttur. Hún féll eftir fimm ára nám í lögfræði við HÍ og lagði fram sjúkravottorð, sem landlæ.knir tók gilt, en ráðið ekki. Þar sem hún hafði fallið einu sinni áður fáer hún ekki að halda áfram og hefur því tapað fímm árum í námi. Einn háskólaráðsmaður sat hjá við atkvæðagreiðslu. Hlynur Níels Grímsson, vara- formaður Stúdentaráðs HI, hefur sent háskólarektor-bréf fyrir hönd Réttindaskrifstofu stúdenta þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum með ákvörðun Háskólaráðs. I bréfinu segir meðal annars: „Fyrir fundi ráðsins lá umsögn landlæknisemb- ættisins um læknisvottorð írisar, en samkvæmt henni var læknisvott- orðið gott og gilt og taldi landlækn- ir engan vafa á að íris var veik er hún þreytti annars hluta próf í lög- fræði vorið 1988. Réttindaskrifstofa stúdenta harmar mjög úrslit þessa máls og telur þau furðuleg á grundvelli fyr- irliggjandi gagna í málinu. Að auki lágu ákveðin sanngirnisrök að baki, en svo virðist sem Háskólaráð hafi lítið velt þeim fyrir sér. Umræddur stúdent sér nú á eftir fimm ára vinnu við laganám, töluverðum fíár- munum og framtíðarvonum. Hags- munir stúdentsins af því að fá tæki- færi til endurtektar á hlutaprófum hljóta að vera meiri en hagsmunir deildar af að taka ákvarðanir í eig- in málum. Síðargreindu hagsmun- irnir virðast hafa orðið ofan á í ákvörðun Háskólaráðs. Engin önn- ur skýring er næitæk ef litið er á gögn málsins, þar eð ákvörðun ráðsins var ekki rökstudd. Er það von Réttindaskrifstofunn- ar að ákvarðanir á borð við þessa verði ekki teknar í framtíðinni, enda eru mál af þessu tagi ekki til þess fallin að auka hróður Háskóla Is- lands.“ Reyklausi dagurinn haldinn á morgun: Reykingar eru eitt mesta heil- brigðisvandamál þjóðarinnar - segir Ólafur Ólafsson landlæknir Reyklausi dagurinn verður haldinn „hátíðlegur" á morgun, miðviku- dag, og er þetta þriðja árið í röð sem slíkur dagur er haldinn hérlend- is. Reyklaus dagur hefur verið haldinn hér fimm sinnum, fyrst árið 1979. Þá hafa ljósvakamiðlarnir sameinast um að gera reyklausa daginn að sérstökum heilbrigðisdegi hjá sér og munu dagskrár þeirra bera þess merki allan liðlangann daginn. Reyklausi dagurinn var kynntur blaðamönnum í gær og kom þá fram í máli Ólafs Ólafsson- ar, landlæknis, að reykingar væru eitt mesta heilbrigðisvandamál, sem þjóðin stæði nú frammi fyrir. Reyklaus dagur er fyrst og fremst haldinn til þess að gefa reykingamönnum sameiginlegt til- efni til að hvíla sig og aðra á tóbaks- reyk eða að minnsta kosti draga úr reykingum sínum. Könnun Tó- baksvarnarnefndar eftir reyklausa daginn í fyrra gaf til kynna að nálega tveir af hveijum fimm reykingamönnum hefðu breytt frá reykingavenjum sínum þennan dag. Önnur ástæða fyrir reyklausa deg- inum er að efla samstöðu á vinnu- stöðum, en kannanir hafa sýnt að stór hluti reykingamanna vill hætta reykingum og þykir mörgum heppi- legt að miða á einhvern sérstakan dag í því efni, að sögn Guðmundar Bjarnasonar, heilbrigðisráðherra. Tóbaksvarnarnefnd hefur lagt sérstaka áherslu á að kynna reyk- lausa daginn & vinnustöðum og hefur í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins sent forráðamönnum 7.500 fyrirtækja og stofnana um land allt bréf og ýmis göng þar að lútandi. Eitt af hlutverkum Tóbaksvarnar- nefndar er að fylgjast með breyting- um á reykingum og annarri tóbaks- neyslu í landinu. Kannanir, sem nefndin hefur látið gera reglulega síðustu fjögur árin benda til þess að hlutfall reykingamanna í þjóð- félaginu fari jafnt og þétt minnk- andi. Þessi þróun er hvað örust hjá ungu kynslóðinni. Ráðgjafaþjónusta verður á reyk- lausa daginn frá kl. 12.00 til 18.00 í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð. Aðallega er um að ræða símaþjónustu, en fólk getur jafn- framt komið í heimsókn og þegið holl ráð hjá starfsfólki þar. Þá býð- ur nær helmingur heilsugæslu- stöðva landsins upp á námskeið gegn reykingum sem heita „Hætt- um að reykja". Námskeiðshaldið hefur þróast undanfarin fjögur ár í tengslum við námskeiðshald á Lungna- og berklavarnadeild Heilsuvemdarstöðvar Reylqvaíkur. TJnnið hefur verið að námskeiðsefn- inu í samvinnu við landlækni. Nám- skeiðin em nú til á 22 heilsugæslu- stöðvum og geta reykingamenn snúið sér þangað á reyklausa dag- inn með fyrirspurnir eða óskir um stuðning wið að hætta að reykja. Heilsugæslustöðvar þessar em á Akranesi, Borgarnesi, Stykkis- Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Heilbrigðisyfirvöld kynntu blaðamönnum dagskrá reyklausa dagsins á fundi í gær. Frá vinstri eru Egill Heiðar Gíslason form- aður Tóbaksvarnarnefiidar, Guðmundur Bjarnason heil- brigðsráðherra, Elfa Björk Gunnarsdóttir í undirbúnings- nefiid heilbrigðisdags hósvaka- miðlanna, og Ólafur Olafsson landlæknir. hólmi, Búðardal, Olafsvík, Bolung- arvík, ísafirði, Hólmavík, Hvamm- stanga, Sauðárkróki, Blönduósi, Ólafsfirði„Akureyri, Húsavík, Seyð- isfirði, Fáskrúðsfirði, Breiðdalsvík, Höfn í Hornafirði, Selfossi, Vest- mannaeyjum, Keflavík og Seltjam- amesi. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar sér um sérstaka dagskrá í tilefni af reyklausum dégi. Klukkan 8.00 mætir forsætisráð- herra ásamt ríkisstjórn í Laugar- Sigmundur Guðbjamason, rektor HÍ, sagði að málið hefði fengið mjög langa og ítarlega umfjöllun bæði í lagadeildinni og eins í Há- skólaráði. „Mér finnst engin ástæða til að ég geri grein fyrir mínu at: kvæði frekar en aðrir ráðsmenn. I svona erfiðum málum, gengur Há- skólaráð yfirleitt til skriflegrar at- kvæðagreiðslu og var sá háttur hafður á í þessu tiltekna máli.“ Hann sagði að málsmeðferðin hefði verið ofur eðlileg í alla staði. Hins- vegar gætu menn greint á um nið- urstöðuna. íris Erlingsdóttir sagði að það væri greinilega mikið metnaðarmál hjá forráðamönnum lagadeildar að hún fengi ekki undanþágu. „Ef vottorð frá landlækni, sem er yfir- maður allra lækna í landinu, er ekki nógu fínn pappír fyrir Háskóla íslands þá skil ég málið engan veg- inn. Gögn frá landlækni votta það að ég var veik á þessum tiltekna próftíma og þó forseti lagadeildar kunni að hafa á því einhveija allt aðra skoðun, þá kemur það málinu hreint ekkert við. Þessi ákvörðun Háskólaráðs nú hlýtur að þýða það að hér eftir geta nemendur ekki sótt um undanþágur frá prófum á grundvelli veikinda," sagði íris. Gunnar Jóhann Birgisson, lög- maður írisar, sagði að þegar íris hefði fyrst lagt fram læknisvottorð og sótt um undanþágu vegna veik- inda sumarið 1988, þá hefði hún fengið neitun frá lagadeild. Á sama tíma hefði öðrum nemenda, sem var í nákvæmlega sömu stöðu, verið leyft að halda áfram. Sá nemandi hefði fallið tvisvar á prófum í laga- deild og fékk að halda áfram á grundvelli veikinda. „Vottorð Irisar var ekki talið nógu gott svo að leit- að var eftir umsögn landlæknis. Þegar hún lá fyrir, áleit lagadeildin að veikindin hafi átt sér stað eftir prófin, en ekki á meðan á þeim stóð, svo að aftur var leitað liðsinn- is landlæknis og hann fenginn til að segja hvað hann hafi meint með sínum orðum. Þá sendi hann álit frá sér og öðrum lækni þar sem skýrt kemur fram að íris hafi verið veik í prófunum. Morgunblaðið hafði samband við Sigurð Líndal, forseta lagadeildar, og vildi hann ekki tjá sig um málið. Ungversk menningar- o g viðskiptavika í Atthagasal UNGVERSK menningar- og við- skiptavika var formlega sett í Átthagasal Hótel Sögu í gær. Þar kynna 13 ungversk fyrirtæki vörur sínar og þjónustu en nokk- ur þeirra eru fúlltrúar fyrir enn stærri hóp framleiðenda. Á með- an á viðskiptasýningunni stendur verður einnig sérstök matar- kynning á Hótel Sögu og í þeim tilgangi eru komnir hingað mat- reiðslumeistarar frá Ungveija- landi. Auk þess mun ungversk sigaunahljómsveit leika bæði fyr- ir matargesti og aðra þá er heim- sækja vörusýninguna. Meðal þeirra fyrirtækja sem þátt taka í sýningunni er ungverska flugfélagið Malév og ferðaskrifstof- an Ibusz sem kynna ferðaþjónustu. Þá verða kynnt ýmis matvæli, snyrtivörur, vín, fatnaður, álna- og vefnaðarvörur, bækur, hreinlætis- vörur, borðbúnaður, garn o.fl. Það er ungverska sendiráðið í Stokk- hólmi sem annast samskipti Ung- veijalands og íslands, og Skála Marketing Agency í Búdapest sem hafa skipulagt ungversku vikuna á íslandi. Á myndinni eru helstu forsvarsmenn sýningarinnar f.v. János Muller frá ungverska sendiráðinu í Svíþjóð, dr. Mrs. Ildikó Takács, fram- kvæmdastjóri Skála markaðsskrifstofiinnar í Ungverjalandi og Sza? bolcs Fazakai ritari í viðskiptaráðuneytinu í Búdapest. Á undanförnum árum hafa Ung- veijar unnið skipulega að því að koma á fót mun nánari efnahags- og viðskiptasamböndum við Vest- urlönd. Viðskipti Ungverja og ís- lendinga hafa verið lítil til þessa en þó hafa Ungveijar m.a. keypt fiskimjöl frá íslandi. í frétt frá að- standendum sýningarinnar segir að enda þótt ungverska vikan sé eink- um sniðin fyrir íslensk fyrirtæki, sé hún einnig ætluð almenningi sem hafi áhuga á að kynnast nánar þessu fallega landi. dalslaugina auk gesta úr hinum ýmsu „pottavinafélögum". Þá koma keppendur úr fegurðarsamkeppni íslands og Herra Island 1989 sýnir sig í lauginni. Á Lækjartorgi hefst dagskrá kl. 17.00 undir stjórn Ómars Ragnarssonar. Heilbrigðis- ráðherra flytur ávarp, Valgeir Guð- jónsson, handknattleikslandsliðið og „Skíðabrot“ úr Kerlingafjöllum sjá um söngatriði. Tóbaksvamar- nefnd stendur fyrir „vindlinga- brennu“ og í lokin verður íþrótta- sýning og danssýning. Sjálfsagt að ganga til við- ræðna við Samvinnubanka — sagði Asmundur Stefánsson formaður banka- ráðs Alþýðubankans á aðalfiindi bankans ÁSMUNDUR Stefánsson, for- maður bankaráðs Alþýðubank- ans, greindi frá því á aðalfundi bankans sem haldinn var á laug- ardag að ráðið teldi sjálfsagt að gengið yrði til viðræðna við Sam- vinnubanka. Vísaði hann þar til ályktunar sem samþykkt var á aðalfúndi Samvinnubankans um að þegar verði haftiar viðræður við Alþýðubanka um samstarf eða sameiningu. Ásmundur sagði hins vegar að bankaráðið teldi jafhframt eðlilegt að haldið yrði áfram að kanna aðrar leiðir. Hagnaður Alþýðubankans var á síðastliðnu ári 26 m.kr. Innlán í árslok voru 2.690,3 m.kr., heild- areignir 4.133,6 m.kr. og eigið fé 304,8 m.kr. í ræðu sinni á aðalfundinum stillti Ásmundur upp nokkrum möguleikum um uppstokkun í bankakerfinu. Benti hann á að ef svo færi að Landsbankinn keypti Samvinnubankann yrði hann með 47% innlána. Ef Iðnaðar- og Versl- unarbanki sameinuðust um kaup á Útvegsbanka yrðu heildarinnlán þess banka 25% af innlánum bank- anna. Búnaðarbankinn væri með 24% af innlánum og eftir stæði Alþýðubanki með tæplega 4%. „Auðvitað hljótum við að velta því fyrir okkur hver staða Alþýðubank- ans yrði við slíkar aðstæður. Litli bankinn innan um alla risana hefði ákveðna möguleika. Dagar hans þyrftu ekki að vera taldir,“ sagði hann. Ásmundur sagði að í bankaráð- inu hefði m.a. einnig verið litið til eiginfjárstöðu bankanna. Eigið fé Alþýðubankans væri 305 milljónir króna. Eigið fé Verslunarbankans væri rúmlega tvöfalt meira eða 660 milljónir. Við það bættust 100 millj- ónir sem áformað væri að selja í hlutafé. Þá væri eigið fé Samvinnu- bankans tæplega tvöfalt meira en Alþýðubankans þ.e.a.s. 580 milljón- ir. Ásmundur kvað bankaráð Al- þýðubankans vera þeirrar skoðunar að ef til sameiningar kynni að koma ætti það að að gerast á jafnstöðu- forsendum þ.e.a.s. að báðir ættu jafnan hlut. Til þess að ná jafnri stöðu við Verslunarbankann þyrfti eigið fé Alþýðubankans að vaxa um 450 milljónir króna. „Fyrsta spum- ingin sem við veltum fyrir okkur í þessu samhengi er hvort við værum þess megnug að ráðast í slíka hluta- fíáraukningu. Það hefur stundum verið sagt að það ætti ekki verið mikið vandamál að sækja eitthvað annað og oft vísað til erlendra syst- urstofnana." Ásmundur sagði að jafnvel þó bæði norski og danSki bankinn væru mjög fjárhagslega sterkir hefðu þeir verið reknir með verulegum halla gíðustu tvö órin. Það væri því ljóst að það gæti ekkl verið ^jájfsagt mál á þeim bæjum að hætta fé í bönkum í öðrum lÖnd- um. Ekki væri rökrétt að ganga að því sem vísu að þar mætti fá fé þó ekki væri unnt að aftaka það á þessu stigi. £ %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.