Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA - Síðari grein Betur má ef duga skal eftír Guðmund Magnússon í fyrri grein minni hér í blaðinu ræddi ég um skýrslu menntamála- ráðuneytisins um efni og undirbún- ing aðalnámskrár grunnskóla, að- draganda skýrslunnar og deilur um skólamál undanfarin ár. Þá gerði ég grein fyrir þeirri stefnu sem fyrrver- andi menntamálaráðherra markaði með drögum að aðalnámskrá grunn- skóla í júlí 1988. Nú hyggst ég ræða um þau nýju drög að aðalnámskrá sem samin hafa verið að undirlagi Svavars Gestssonar menntamálaráðherra og bera þau saman, líð fyrir lið, við þær áherslur í fyrri drögum, sem ég gat um í fyrri grein minni. Segja má að nú séum við komin að lcjama málsins. Hvemig eru þau drög sem nú hafa verið lögð fram? Hvaða breytingar hafa verið gerðar á fyrri drögum? Er aðalnámskráin ásættanleg eins og hún lítur nú út? Eins og nefnt var í fyrri pistli mínum eru gerðar mun minni breyt- ingar á fyrri drögum en vænta hefði mátt í ljósi stóryrtra yfirlýsinga ráð- herra. Mjög róttækar áherslubreyt- ingar er tæpast að fínna, en þó eru í hinum nýju drögum ýmis atriði sem ekki eru til bóta og boða afurför. Nokkrar aðrar breytingar, s.s. aukin útlistun ákveðinna þátta, breytt efn- isröð og ákveðið viðbótarefni er jafn- vel til bóta. Mestu skiptir, sem fyrr segir, að þau drög sem lögð hafa verið fram eru mikil og ánægjuleg framför miðað við gildandi nám- skrár og drogin frá 1983 og miðað við það að nú situr í stól mennta- málaráðherra maður sem ætla mætti að „vinstri uppeldisfræð- ingar" hafi mikil áhrif á. í huga mínum er niðurstaðan því til marks um þá -miklu afstöðubreytingu á vettvangi skólamála sem leitt hefur afumræðunum 1983—1984 og 1986. Dregið úr sjálfstæði skóla Skal nú vikið að hinum nýju drög- um og þeim breytingum sem þar er að finna. Fyrst er rétt að bera nýju drögin saman við þau sjö stefiiuat- riði fyrrverandi ráðherra sem rakin voru I fyrri grein minni: 1) Drögin tryggja talsvert faglegt sjálfstæði skóla, en til að fá fullvissu um það verður að lesa þau vandlega. Yfirlýsing um það efni er ekki gefin með jafn afdráttarlausum hætti og í fyrri drögum, þar sem hana var að finna í formála, heldur er vikið að efninu á víð og dreif í einstökum köflum. Enginn formáli fylgir núvec- andi drögum. í nokkrum atriðum er þó gert ráð fyrir minna faglegu sjálfstæði en í fyrri drögum. Eitt slíkt varðar röðun nemenda 1 bekkjardeildir. í fyrri drögum var það t.d. talið leiða röklega af ákvörðuninni um fullt sjálfstæði skólanna til að skipuleggja skólastarfið, að ákvörðun um röðun í bekki eða námshópa væri alfarið eftir mati skólanna sjálfra. í gildandi námskrá er röðun í bekki eftir náms- getu beinlínis bönnuð, en i fram- kvæmd hafa skólar ekki alltaf talið sig geta virt það ákvæði og um tals- verða röðun eftir námsgetu er að ræða í efri bekkjum grunnskóla. Hugsunm í fyrri drögum var ekki sú að hvetja til röðunar í bekki eftir námsgetu einni (og sannarlega ekki eftir gamla fyrirkomulaginu, þar sem nemendum var raðað í bekki eftir lestrarfæmi í upphafi skólagöngu), heldur gera skólunum kleift að hafa sveigjanleika og breytilega skipan í blöndun nemenda (eftir aldri, náms- hæfileikum, námsgreinum, viðfangs- efnum hveiju sinni o.s.frv.). í skýrslunni til Alþingis segir skólaþróunardeild að það hafi orðið niðurstaða í nýju drögunum að „setja fram skýr tilmæli um að skipa nem- endum með mismikla námsgetu sam- an í bekki". Hér gætir ónákvæmni því í drögunurp segir aðeins um þetta atnði: „Æskílegt;f|,að ólíkir nemend- ur séu saman í bekkjardeildum. Því ber að forðast einhæfa röðun í bekki eða hópa til lengri tíma, t.d. út frá getu, hæfileikum eða kynferði." Um þetta ætti ekki að þurfa að vera ágreiningur og ber í því sambandi að veita orðalaginu „til lengri tíma“ eftirtekt, en það gefur skólunum verulegt svigrúm. Þó eru tilmæli af þessu tagi ekki í samræmi við fyrirheit um faglegt sjálfstæði skóla og lýsa vantrausti ráðherra og ráðgjafa hans á dómgreind og faglegri hæfiii kennara og skóla- sljóraenda. Grillur um vitsmunaþroska Annað atriði, sem er afturför, er vert að nefna. í gildandi námskrám og drögunum frá 1983 er miklu rúmi varið í umfjöllun um sálfræðikenn- ingar um þroska bama og unglinga. Þetta sætti gagnrýni, ekki síst vegna þess að þær kenningar sem ráðuneyt- ismenn (eða öllu heldur „vinstri upp- eldisfræðingamir" sem ráðið hafa ferðinni í skólamálum okkar) aðhyllt- ust eru umdeildar og hafa raunar sætt harðri fræðilegri gagnrýni. í nýju drögunum er nokkru rúmi varið í umijöllun um vitsmunaþroska bama og unglinga („Upphaf skóla- göngu og framvinda náms“). Segja má að umfjölluninni sé þó í hóf stillt miðað við það sem áður var og orða- lag almennra og sveigjanlegra, en samt sem áður verður að telja eðli- legra að efni af þessu sé ekki í aðaln- ámskrá. Kjaminn í kenningu höfunda að- alnámskrár er sá að hugsun þróist frá hinu hlutstæða til hins óhlut- stæða, að böm eigi fyrstu æviárin erfitt með að skilja hugtök, þar sem þau eru óhlutstæð en ekki áþreifan- leg eða úr „reynsluheimi" þeirra. Smám saman þroskist þessi fæmi til að skilja hugtök og nái hámarki á unglingsárum. Ýmsir uppeldis- og kennslufræðingar beita þessari kenn- ingu í skólastarfi til að réttlæta að hafa ekki fyrir bömum „of þungt" námsefni, Ld. hugtök málfiæðinnar og jafnvel hugtök úr íslandssögu. Gagnrýnendur, m.a. úr röðum sál- fræðinga og uppeldisfræðinga, telja að kenningin sé óhófleg einföldun og alhæfing og benda á rannsóknir sem sýna fram á það. Orðin sem við notum (og böm líka) em t.d. óhlut- stæð og ekki veldur það bömum erf- iðleikum. Og skilningur bama á hug- tökum virðist mismikill eftir greind. Einstrengingsleg beiting kenningar- innar getur að mati gagnrýnenda haft slysalegar afleiðingar fyrir skólastarf — og sumir telja að hún hafi þegar haft það, enda var þess- ari kenningu beitt skipulega í „sam- félagsfræðiverkefninu". Miðlun þekkingar í öndvegi 2) Miðlun þekkingar skipar veg: legan sess í hinum nýju drögum. í Ijósi hnjóðsyrða „vinstri uppeldis- fræðinga" og „róttækra skóla- manna" um miðlun þekkingar og staðreyndanám sem „ítroðslu" og „innrætingu" er þetta mikill sigur fyrir þá sem haldið hafa fram mikil- vægi þekkingarmiðlunar á undan- fömum ámm. Talað er um það í al- menna hlutanum að nemendur þurfi „að öðlast margvíslega þekkingu, m.a. um manninn sjálfan, sögu og samtíma, listir, menntir og náttúru". Annars staðar í sama kafla segir: „Með fræðslu er átt við miðlun og öflun þekkingar og að gefa nemend- um kost á margháttaðri reynslu sem þeir geta lært af.“ Á enn öðmm stað segir: „Kennsla beinist að því að hjálpa nemendum að tileinka sér þekkingu og skilning, að móta sér skoðanir og viðhorf og ná leikni og fæmi á tilteknum sviðum. Forðast ber einhliða áherslu á ákveðna þætti á kostnað annarra." Með þessu er komið í veg fyrir að grillur „vinstri uppeldisfræðing- anna“ um að lærdómur sé aukaatriði í skólum nái að festast í sessi og ber að fagna því. Stuðningsmenn leikja- stefnunnar eru þó ekki hprfnir af vettvangi eins og vikið verð,- - ' „Miðlun þekking’ar skipar veglegan sess í hinum nýju drögum. I Ijósi hnjóðsyrða „vinstri uppeldisfræðinga“ og „róttækra skólamanna“ um miðlun þekkingar og staðreyndanám sem „ítroðslu“ og „innræt- ingu“ er þetta mikill sigur fyrir þá sem hald- ið hafa fram mikilvægi þekkingarmiðlunar á undanförnum árum.“ Námsmat og jöfii- unarþráhyggja 6) Um námsmat er umíjöllunin í nýju drögunum þokukennd og ekki Ijóst hvað fyrirmælin þar þýða í fram- kvæmd. Meginbreytingin er sú að réttur foreldra til að fá upplýsingar um stöðu bama sinna í samanburði við aðra nemendur er ekki lengur fyrir hendi. Þetta virðist þýða að foreldrar geta ekki fengið að vita hver geta bama þeirra er í saman- burði við önnur böm, t.d. í sömu bekkjardeild. Námsmat á nú að grundvallast á einstaklingnum sjálf- um en ekki samanburði við aðra. Orðrétt segir í nýju drögunum (bls. 24): „Þegar lagt er mat á framfarir eða frammistöðu nemenda með hlið- sjón af markmiðum gmnnskóla skal fyrst og fremst miðað við þann nem- umfjöllun um náttúrufræðikafla að- alnámskrár hér á eftir. 3) Uppeldisréttur og uppeldis- ábyigð foreldra nýtur viðurkenning- ar í nýju drögunum: „Ábyrgð og rétt- ur foreldra til uppeldis bama sinna er grundvallaratriði í mannréttinda- samþykktum sem íslendingar eru aðilar að. í samvinnu skóla við heim- ili verður að virða þennan rétt for- eldra,“ segir í almenna hlutanum. Samfclagsfræði gerbreytt 4) Telja verður að íslensk tunga, menning og þjóðarsaga skipi áfram veglegan sess í aðalnámskránni. Þó geta verið skiptar skoðanir um hlut málfræði í drögunum, en ekki er gert ráð fyrir henni sem sjálfstæðum námsþætti fyrr en nemendur eru komnir í 7. bekk (13 ára). Beygingar- fræði á að vísu að flétta inn í íslenskukennsluna í 3.-6. bekk, en breytingin frá fyrri drögum felst í því að henni er ekki lengur ætlað að vera markviss hluti af ritþjálfun og ritleikni. Hlýtur það að merkja minni áherslu á málfræði og er þá í andstöðu við ummæli menntamála- ráðherra í nýlegum sjónvarpsþætti um nauðsyn aukinnar málfræði- kennslu í skólum. Aftur á móti er ánægjulegt að sjá að fallist hefur verið á þær breyting- ar á viðfangsefnum í samfélags- fræðum og skipulagi námsgreinar- innar sem fyrri drög gerðu ráð fyrir. Er það sérstaklega fróðlegt í ljósi þess að það voru Alþýðubandalags- menn sem voru helstu málsvarar „samfélagsfræðiverkefnisins" 1983—84 og allar götur síðan. Þegar ég hvatti til þess i grein hér i blaðinu (snemma árs 1984) að nemendur í grunnskólum öðluðust yfirlitsþekk- ingu á sögu íslendinga sagði einn helsti páfi „róttækra skólamanna" í skammarpistli í Þjóðviljanum að slík krafa bryti gegn „leikni- og skiln- ingsmarkmiðum" grunnskólalag- anna! 5) Samstarf foreldra og skóla skip- ar mikilvægan sess í nýju nám- skránni og um það efni er víða notað sama orðalag og í fyrri drögum. Talað er um „ábyrga aðild" foreldra að skólastarfi og eigi skólinn að hafa frumkvæði í því efni. Þá er fjallað um rétt foreldra til að fylgjast með skólastarfi oggengi bama sinna eins m. anda sem í hlut á. Þá er lagt mat á framfarir hans, dugnað og árangur miðað við eigin hæfileika og getu." Þetta hlýtur í framkvæmd að þýða að einkunnir nemenda er ekki aðeins óheimilt að bera saman — heldur er ekki unnt að bera þær saman þar sem þær hafa ólíka merkingu eftir því hvaða nemandi á í hlut. Einkunn- in 7 (svo dæmi sé tekið) á hreinu þekkingarprófi (t.d. í sögu eða reikn- ingi) merkir þá ekki það sama hjá nemendum. Jón gæti þannig fengið 7 með þvi að svara tveimur spum- ingum af tíu rétt og Gunna sömu einkunn fyrir að svara sjö spurning- um af tíu rétt. Námsmat er í slíku tilviki miðað við þroska og ástand og framför nemenda. Nú veit ég að flestum lesendum finnst þetta ótrúlegt og þess vegna er nauðsynlegt að menntamálaráð- herra skýri frá því hvað átt er við nákvæmlega í námsmatskafla aðal- námskrár. Er dæmið sem ég tók út í hött? Hvemig breytist námsmat frá því sem nú er? Ég hygg að flestum foreldrum þyki þau vinnubrögð, sem ég nefndi, ekki aðeins fráleit heldur ranglát úr hófi fram. Hugsum okkur að slík jöfnunarþráhyggja (þvi þetta er ekkert annað) væri höfð að leiðar- Ijósi utan skólans, t.d. í knattspymu. Þá nægði Þrótti kannski að skora 1 mark á móti 5 mörkum Fram, því tekið væri mið af ástundun, fram- förum og aðstæðum í endanlegu uppgjöri leiksins! Ég er ekki að jafna saman knattspymu og skólafræðslu, en liggur það ekki i augum uppi að jöfnunarstefnan er ekki sá undirbún- ingur undir „líf og starf í lýðræðis- þjóðfélagi" sem grunnskólalög kveða á um? Eig'a börn að verða bitbein? 7) Ákvæðið um óhlutdrægni er fellt út úr nýju drögunum. Astæða er til að spyija ráðherra hvers vegna það er gert Eiga foreldrar ekki að geta treyst óhlutdrægri umfjöllun um ólíkar ltfs- og stjómmálaskoðanir í skólum? Og er ekki ástæða til að leiða dægurmálaflugur í þjóðfélaginu hjá sér, ef þær tengjast ekki beint ákveðnum námsverkefnum? Og er ekki sjálfsagt réttlætismál að deilur um starf og starfslið skóla bitni ekki á bömum? Síðast nefnda ákvæðið er í mínum ,.uga mikilvægt tjl að tryggja að starfslið skóla beiti ekki börnum fyr- ir sig í kjarabaráttu. Slíkt hefur því miður gerst nokkrum sinnum: Böm t.d. verið send heim með áróðurspésa í tengslum við fyrirhuguð verkföll kennara. Vissulega er hér um undan- tekningar að ræða, sem allur þorri kennara hefur áreiðanlega skömm á, en engu að síður er hér um nauð- synlegt ákvæði að ræða. Úrfellingar — fordómar um samkeppni Fyrr í þessari grein var vikið að úrfellingum úr námskránni. Þegar hafa verið nefnd dæmi um slíkt, en til viðbótar má nefna eftirfarandi: a) í fyrri drögum stóð í kafla um menningu og þjóðerni (bls. 13): „Um leið og skólinn glæðir með nemendum þjóðrækni og heil- brigðan þjóðemismetnað verður hann að forðast þröngsýn þjóð- emisviðhorf." Hvers vegna var þetta fellt út? Eru „þjóðrækni" og „heilbrigður þjóðemismetnaður" bannorð hjá menntamálaráðherra Alþýðubandalagsins? b) í fyrri drögum stóð í kafla um einstaklingsvitund og félags- þroska: „Skólunum ber að fræða nemendur um að samkeppni ann- ars vegar og samvinna hins vegar getur verið jafn holl og þrosk- andi, hvort sem er í námi, leik eða starfi. Keppni og samvinna útiloka ekki hvort annað, heldur geta far- ið saman." Hvers vegna var þetta fellt út? Mér er kunnugt um að Bandalag kennarafélaga krafðist þess, en rökstuðningur þess ágæta fólks var allur í skötulíki. Endur- speglast ekki hér fordómar sósía- lista gagnvart keppni af öllu tagi? Hvenær kemur að því að þessir grillufangarar skera upp herör gegn íþróttum í skólum? Eða spumingakeppni? c) I fyrri drögum stóð í kafla um skóla og þjóðfélag (bls. 17) að grunnskólinn ætti m.a. að temja nemendum að virða „hefðir og siði þjóðarinnar." Þetta er fellt út og í staðinn sagt: „Hefðir og siðir breytast stöðugt og nýir vinna sér sess.“ Sýnir þetta ekki skilnings- leysi á skólanum sem kjölfestu á umrótstímum? Fellst umburðar- lyndi skólans í siðferðilegri af- stæðishyggju? í sömu efnisgrein var minnst á þýðingu mannréttinda, einstakl- ings- og atvinnufrelsis, fyrir heill einstaklinga og samfélags. Orðin „einstaklings- og atvinnufrelsi" hafa verið strokuð út! d) í fyrri drögum stóð m.a. um markmið og viðfangsefni í nátt- úrufræðikafla að nemendur ættu að „öðlast þekkingu og læra að afla sér þekkingar, bæði með beinni reynslu og hjálp gagna". Það er engin ástæða til að leyna því að við undirbúning fyrri nám- skrárdraga kom fram andstaða við að talað væri um að nemendur „öðluðust þekkingu" (væntanlega partur af gömlu meinlokunni um að „miðlun þekkingar" væri („ítroðsla"), en síðar var fallist á orðalagið. Nú hefur málsgreininni aftur verið breytt og þekkingar- kröfunni rutt úr vegi. í náttúru- fræðikaflanum er að öðru leyti aðeins gert ráð fyrir þekkingu í tvennu samhengi: að nemendur tileinki sér þekkingu á því sviði sem líklegt er að komi að notum í daglegu lífi (bls. 146) og öðlist þekkingu á nokkrum náttúru- fræðihugtökum (bls. 153). Þetta er auðvitað alls ónóg fræðsla. Þurfa nemendur ekki að öðlast einhveija þekkingu á náttúru landsins, plöntum og dýrum svo dæmi sé tekið, jafnvel þótt hún komi ekki daglegri hagnýtingu við? Mannréttindafræðsla Eitt nýmælið í nýju drögunum er mannréttindafræðsla. Orðrétt segir (bls. 237): „Mannréttindafræðsla með einum eða öðrum hætti hefur verið og verður áfram hluti einstakra námsgreina, svo sem samfélags- fræði, sögu, landafræði, félagsfræði, íslensku og erlendra mála. Til að tryggja enn betur fræðslu um mann- réttindi og að þau einkenni skóla- starfið er nauðsynlegt að þau verði sjálfstæður þáttur í náminu. Ætla verðurþessari fræðslu tímaogtengja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.