Morgunblaðið - 11.04.1989, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 11.04.1989, Qupperneq 37
r> ;•!-{-4 í j }-lJ/.< 1.U-i> <r'i*M/. i!C. 1) ií!í MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 Hulda K. Krisijáns- dóttír — Minning Fædd 6. desember 1924 Dáin 29. mars 1989 Þú grést þá heyrðir þú fótatak móður þinnar andartak vafði hún þig örmum og strauk hlýtt um kinn þína tárin þomuðu þú leist upp og sagðir mamma en hún svaraði ekki þú varst ein og sólin var komin upp (Þuríður Guðmundsdóttir, Það sagði mér haustið) Þessar ljóðlínur koma upp í hug- ann nú þegar við kveðjum móður okkar, Huldu Karlottu Kristjáns- dóttur, hinstu kveðju. í næstum fimm ár hefur hún barist við lævís- an sjúkdóm, sem smám saman náði undirtökunum, þrátt fyrir mikinn baráttuvilja hennar. Uppgjöf var orð sem ekki fannst í hennar orða- safni. Ekki er að efa að þar var á ferðinni arfur frá móður hennar, Guðríði Kristinsdóttur, sem ein ól upp fjögur börn sín og Kristjáns Ágústs Kristjánssonar. Kristján Ágúst, afi okkar, drukknaði við sjó- sókn árið 1930. Þá var Hulda móð- ir okkar aðeins 6 ára gömul. Systkini Huldu voru Haukur (lést 1984), Unnur Jóna (lést 1988), og Baldur. Þau ólust upp við erfiðar aðstæður á krepputímum en með fádæma dugnaði og hugrekki tókst Guðríði ömmu okkar að halda heim- ilinu saman. Hún var stolt kona og vann langan vinnudag í fiski til að sjá börnum sínum farborða. Slíkar aðstæður herða fólk til baráttu og sterk bönd bindast á milli einstakl- inga. Það var árið 1952 sem Hulda Karlotta giftist ástkærum eigin- manni sínum og föður okkar Karli Einarssyni, húsasmíðameistara. Þau áttu athvarf hjá ömmu í Hafn- arfirðinum og Jónu systur á meðan húsið var byggt við Hlíðarveginum í Kópavogi. Þær eru óteljandi hlýju minningarnar sem hrannast upp um uppvöxtinn undir vemdarvæng þeirrá. Seinna var svo ráðist í bygg- ingu einbýlishúss við Hrauntung- una og þar áttum við unglingsárin þangað til eigin heimili voru stofn- uð, Ömmuhlutverkið var Huldu móð- ur okkar afar kært. Það er stundum sagt að ömmur eigi það til að láta mun meira eftir barnabörnum sínum en góðu hófi gegnir og vist er um að það var ávallt mikil sæla að koma í heimsókn í Hrauntung- una og hitta ömmu og afa. Þá var oft glatt á hjalla í þessum mið- punkti okkar. Síðustu ár hafa verið mikill reynslutími fyrir foreldra okkar, sem saman hafa tekist á við öll þau óteljandi vandamál sem óhjákvæmi- lega fylgja veikindum sem þessum. Óteljandi ferðir inn og út af sjúkra- húsinu. Þar hefur Karl faðir okkar reynst henni eins vel og hugsast getur. Og hið sama má segja um Jóhann Ragnarsson, lækni, Guð- rúnu, yfirhjúkrunarkonu, og allt hjúkrunarfólk á deild A-6 á Borg- arspítalanum. Þar dvaidi hún lang- mest og eignaðist marga góða vini. Okkur langar til að þakka öllu því góða fólki sem þar gerði allt sem hægt var til að aðstoða móður okk- ar í tilraunum hennar til að sigrast á sjúkdómnum. Það er til marks um hina miklu löngun Huldu til að vera í nánd við sína nánustu að nú um páskana neytti hún síðustu krafta til að koma heim af sjúkrahúsinu. Með þessu undirstrikaði hún það sem ávallt hefur verið rauði þráðurinn; hún vildi lifa lífinu lifandi. Og hún fyllti okkar tilveru með sínu lífi. Tómið er mikið nú þegar hún er horfin en minningarnar munu ylja okkur um ókomna framtíð. Það er mikill sannleikur í orðum spámannsins í litlu bókinni eftir Kahlil Gibran um að þegar við erum sorgmædd, ættum við að skoða betur hugi okkar, því þá munum við sjá að við grátum vegna þess, sem var gleði okkar. Börnin Hún amma er dáin. Það er erfitt fyrir lítil börn að skilja og sætta sig við að fá ekki að sjá hana ömmu aftur. Það var alltaf svo gaman að hugsa til þess að fara í heimsókn til afa og ömmu. Þar mættum við alltaf hlýju og kærleik og það leyndi sér aldrei hvað þeim þótti vænt um okkur. Amma og afi voru alltaf svo góð og tilbúin að gera allt fyrir okkur. Þó svo að hún amma hafi verið orðin mikið veik var hún alltaf svo dugleg að hugsa um okkur. Minn- ingin um hana verður alltaf með okkur og það bætir okkur upp þenn- an mikla missir. Elsku afi, við vitum að góður Guð geymir hana ömmu og styrkir okkur öll á þessari sorgarstund. Einnig er styrkur í því að vita til þess að við eigum eftir að eiga góðar stundir saman um ókomin ár. Barnabörnin í dag verður til moldar borin elskuleg tengdamóðir okkar, sem lést á gjörgæsludeild Borgarspítal- ans 29. mars sl. Þó að við vissum að hveiju dró, kemur dauðinn ailtaf jafn mikið á óvart og söknuðurinn er sár. Hulda fæddist í Hafnarfirði 6. desember 1924. Foreldrar hennar voru Kristján Ágúst; Kristjánsson sjómaður, f. 16. nóvember 1899, d. 22. apríl 1930 og Guðríður Krist- insdóttir, f. 3. september 1897, d. 11. mars 1970. Börnin urðu fjögur; Haukur, Hulda, Unnur Jóna og Baldur. Á uppvaxtarárum Huldu var lifsbaráttan hörð. Hún var næst elst íjögurra systkina, sem ung misstu föður sinn í sjósiysi. Þetta hefur eflaust mótað hana sem ein- stakling og gefið henni þá festu og einurð sem ávallt einkenndi fram- komu hennar. Hjálpsemin og sam- vinnan, sem var henni svo eðlislæg, hefur henni verið innrætt i uppeld- inu, enda var það nauðsynlegt í öllu mótlætinu sem flölskyldan varð fyrir. Hulda steig eitt af sínum gæfu- sporum þegar hún gekk að eiga eftirlifandi eiginmann sinn Karl Einarsson húsasmíðameistara, þann 27. september 1952. Þau voru mjög samrýnd alla tíð og allt þeirra samlíf einkenndist af gagnkvæmri ást, virðingu og trausti. Fyrir hjúskap éignaðist Hulda einn son, Kristján Ágúst, sem Kalli tók að sér og reyndist honum besti faðir. Saman eignuðust þau svo fjögur börn; Einar, Sverrir, Birgir Þór og Hrafnhildi. Bamabörnin eru orðin sjö. Heimili þeirra hjóna hefur alla tíð verið aðal samkomustaður fjöl- skyldunnar. Við höfum átt því láni að fagna að búa í kjallaranum hjá Huldu og Kalla um tíma og leiddi það til enn nánari kynna, ásamt meiri tengsla milli þeirra og barna- barnanna. Hulda var traust kona og vel gerð af skaparans hendi. Hún hafði alla tíð gaman af lestri góðra bóka, tónlist og hvers konar handavinnu. Ávallt gátum við leitað til hennar þegar við þurftum á aðstoð að halda og lagði hún sig alla fram við að greiða úr vandamálum okkar eða aðstoða á annan hátt. Fyrir rúmum fimm árum veiktist Hulda og þurfti hún oft að leggjást inn á sjúkrahús. Sem betur fer voru þær fleiri stundirnar sem hún gat eytt með fjölskyldu og vinum. Hún háði hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm og stóð Kalli eins og klett- ur við hlið hennar þar til yfir lauk. Sérstakar þakkir viljum við senda hjúkrunarfólki og læknum á deild 6-A Borgarspítalans fyrir góða hjúkrun. Elsku Kalli, þú sem hefur misst svo mikið, ástkæra eiginkonu og góðan vin, við biðjum góðan Guð að styrkja þig og aðra aðstandend- ur í ykkar miklu sorg. Tengdabörn \ Mre/kn/ngur fifrir núPÍMafifrirtæki! rJ' 300 oOO 26> O < O'.Þ-I 1000501-» 2 ^Vv SvSKBSTSæs— —." _____--. -- 1009<»0‘' .- '.U tyT -t>T ... Tékkaeyðublöð nútímafyrirtækja m Fyrirtæki gera aðrar kröfur um tékkhefti og tékkaeyðublöð en ein- staklingar. Með Núreikningi Iðnaðarbankans geta fyrirtæki nú fengið tékkhefti á því formi sem hentar þeim best. Núreikningsheftin eru með áfastri svuntu og fest saman með gormum. Einnig er hægt að fá staka tékka í tvíriti eða þríriti í hentugum öskjum og tölvutékka geta þeir fengið sem þess óska. Á alla tékka er hægt að fá merki fyrirtækisins sérprentað, sem er skemmtileg nýjung og um leið auglýsing í hvert sinn sem greitt er með tékka. Núreikningur er fleiri góðum eiginleikum gæddur. Hafðu samband við Núreiknings- fulltrúa í næsta útibúi Iðnaðarbankans og fáðu allar nánari upplýsingar. Iðnaðarbankinn -mPim ImhKí

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.