Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPn/JflVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 Hlutabréfamarkaður HlutabréfEimskips hækkuðu eftír aðaMmd SÖLUGENGI hlutabréfa í Eim- skip lyá Hlutabréfamarkaðnum hf. var fyrst eftir aðalfund félags- ins skráð 3,35. Fyrir fundinn var gengið skráð 4,00 en þar sam- þykktu hluthafar 25% útgáfu jöfii- unarhlutabréfa og 10% arð- greiðslu. Verðmæti hlutabréfanna hefur samkvæmt því aukist um rúm 7% ef reiknað er með áhrifum af arðgreiðslunni. Hækkun á hlutabréfum Eimskips er ekki síst athyglisverð þegar litið er til afkomu Eimskips á síðastliðnu ári. Hagnaður af rekstrinum varð aðeins 9,3 m.kr. og óviðunandi sam- kvæmt ummælum forráðamanna fé- lagsins. Að öllu óbreyttu hefði mátt reikna með að gengið lækkaði í 3,12 þegar tekið er tillit til útgáfu jöfnun- arbréfanna og arðgreiðslunnar. Hækkun á genginu virðist hins vegar endurspegla trú manna á miklum og góðum eignum Eimskips og að góð framtíðarafkoma sé í vændum þótt hagnaður hafi ekki verið mikill 1988. Miðað við innra virði eru Eimskips- bréfin jafnframt skráð hærra en nokkur önnur samkvæmt auglýsingu Hlutabréfamarkaðarins. Til að reikna gengi hlutabréfanna eftir útgáfu jöfnunarhlutabréfa og arðgreiðslu er fyrst dregin frá arð- greiðslan sem er 10% af nafnverði, 4,00-0,10 = 3,90. Við 25% jöfnun- bréfaútgáfu verður gengið síðan 3,90/1,25 = 3,12. ICEF©©D89 Sýningar Islenska matvæla- sýningin 5,-12. maí MATVÆLASÝNINGIN Icefood I drykkjavöruframleiðenda verða ’89 verður haldin í Laugardals- meðal sýnenda, þar á meðal sölu- höllinni dagana 5.-12. maí nk. samtökin stóru, svo sem Samband- Tugir íslenskra matvæla- og | ið, Sölumiðstöðin og SÍF — Sölu- Innifalinn í verðinu er m.a. eftirtalinn búnaður: Vökvastýri/veltistýri — Rafdrifnar rúöuvindur — Rafstýrðir útispeglar — Dagljósabúnaður — Samlæsing á hurðum I IC.f3?•> f •W rthkkt 4 RSIC r ) Bíllinn, sem sæmdur var GULLNA STÝRINU í ár VERÐ FRÁ KR. 798.000 samband ísl. fiskframleiðenda. Endanleg þátttaka liggur þó enn ekki fyrir og því ekki Jjóst hver fjöldi sýnenda verður. Aðstandendur sýningarinnar eru Alþjóðlegar vörusýningar sf. og breska sýningarfyrirtækið Industrial and Trade Fairs International Ltd. sem er stærsta fyrirtæki sinnar teg- undar í Evrópu og hefur m.a. staðið fyrir íslensku Sjávarútvegssýning- unni ’84 og ’87 auk World Fishing sýningarinnar í Kaupmannahöfn og Intemational Fisheries and Seafood í Boulonge. Alþjóðlegar vörusýningar eru umboðsaðili ITFI á íslandi. Aðstandendur sýningarinnar segja að á henni gefist innlendum framleið- endum matvæla og drykkjarvara ein- stakt tækifæri til að koma vörum sýnum á framfæri jafnt við erlenda kaupendur sem innlenda. Fyrirkomu- lag sýningarinnar verður með þeim hætti að að hún er lokuð almenningi frá kl. 10 til 13 og er þá ætlunin að viðskipti milli fyrirtækja eigi sér stað. Síðan er húsið opnað til kynn- ingar og sölu til almennings allt til kl. 18. Samhliða sýningunni verður efnt til sérstakrar kynningar á sjáv- arréttum á hótelum og veitingastöð- um í Reykjavík. Saudi-Arabía Kannaði möguleika á viðskiptum við Islendinga FORSTJÓRI Saudi Fisheries, sem er stærsta fyrirtæki í út- gerð, fiskvinnslu og fisksölu í Mið-Austurlöndum, dr. Nasser O. Alsaleh, dvaldist nýlega hér á landi í boði sjávarútvegsráðu- neytisins. Tilgangurinn með heimsókn hans var fyrst og fremst að kanna möguleika á viðskiptum við Islendinga með þekkingu, tækjakost og verk- efhastjórnun í útgerð og físk- vinnslu, auk beinna kaupa á freð- fiski. Auk viðræðna við sjávarútvegs- ríðherra og forstöðumenn opin- berra stofnanna sjávarútvegsins átti dr. Nasser viðræður við for- svarsmenn helstu samtaka útgerðar og fiskvinnslu og stoðfyrirtæki í þjónustu sjávarútvegsins. í fréttati- kynningu frá sjávarútvegsráðu- neytinu segir að viðræður dr. Nass- ers og framangreindra aðila hafi verið mjög jákvæðar, og verði þeim fylgt eftir með heimsókn nokkurra aðila úr viðskiptalífinu til Saudi- Arabíu í maí næstkomandi, en all- góðar líkur virðist á að þessi kynni leiði til nokkurra viðskipta milli þjóðanna. IMámstefna Námstefiia um fjármagns- markaðinn G.STEVEN Burrill, annar höf- unda bókarinnar The Arthur Yo- ung Guide to Raising Venture Capital, mun halda námstefnu um markmiðsáætlanir fyrir §ár- magnseigendur og þróun þeirra mála í Bandaríkjunum. Efiii bók- arinnar verður kynnt og skýrt og fyrirspumum svarað. Námstefhan verður haldin 17. apríl kl. 14—18 að Ánanaustum 15. í kynningu frá Bókaklúbbi Stjórn- unarfélagsins segir, að bókin fjalli um gerð sannfærandi markmiðsáætl- ana. Hvernig gera eigi einfalda, sannfærandi og aðgengilega áætlun. Og vegna áhættunnar geri fjár- magnseigendur miklar kröfur um arðsemi. G. Steven Burill er meðeigandi í endurskoðunarfyrirtækinu Arthur Young International og stjórnar- formaður fyrirtækisins High Tec- hnology Group. Það var fyrir milli- göngu Ernu Bryndísar Halldórsdótt- ur hjá Endurskoðun og reikningsskil hf., sem er aðili að Athur Young Intemational, að höfundurinn kemur hingað til lands. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunar- félagsins í síma 621066.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.