Morgunblaðið - 11.04.1989, Page 41

Morgunblaðið - 11.04.1989, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 41 UNGFRU HEIMUR Gönguferðir með Qölskyldunni um páskana Eg hef verið mjðg upptek- ^ in undanfarnar vikur, en fo komst ég í páskafrí heim á Vopnafjörð. Þar tók ég því ró- Iega og vai- mest innan dyra í faðmi fjölskyldunnar, en við fór- um þó alltaf í gönguferðir dag- lega. Það var mikil hvíld í þessu fríi“ segir alheimsfegurðar- drottningin Linda Pétursdóttir, sem nýfarin er til Hollands á vegum Eimskipafélagsins Linda var fyrir skömmu á Spáni, þar sem hún vann að kynningu á íslenskum saltfíski. „Ég var í Barce- lona og þar var mikið um mynda- tökur og viðtöl í sjónvarpi og út- varpi. Eftir dvölina á Spáni fór ég til Flórens á Ítalíu, þar sem ég vann að sams konar kynningu. Þaðan fór ég svo í dagsferð til borgarinnar Siena. Það var farið með gamalli lest og allir voru klæddir í föt frá 1930, en ég var að vísu í drottninga- skrúðanum. Tilefni ferðarinnar var að nú var loks formlega gengið frá friðarsamningum Flórens og Siena, sem fyrir hundruðum ára áttu í deilum og stríði. Borgarstjórar beggja borganna rituðu undir frið- arsáttmála og ég var eins konar guðmóðir sáttmálans." Þegar borgimar tvær höfðu sæst hélt Linda heim á leið í páskafrí. Til stóð að hún sýndi demöntum prýddan brúðarkjól í París, en þar sem ákvörðun um þá sýningu dróst var Linda komin langleiðina ul Vopnafjarðar, svo ekki náðist í hana í tæka tíð. „Ég er mjög ánægð með þann tíma sem liðinn er-frá því að ég var krýnd ungfrú heimur, í nóv- ember á síðasta ári,“ segir Linda. „Hingað til hef ég aðallega unnið að ýmis konar kynningarstörfum fyrir íslensk fyrirtæki. Það stóð til að fara til E1 Salvador í Suður- UPPBOÐ Heimsins fiillkomn- astaúr Cl ullúr, sem er hið fullkomn- asta sem framleidd hefur verið, var selt á uppboði í Genf í Sviss fyrir 2,72 milljónir dollara, um 144 milljónir ísl. króna. Sviss- neska fyrirtækið Patek Philippe stóð fyrir smíði úrsins, sem nefnt hefur verið Gæði 89, til að minnast 150 ára afmælis fyrirtækisins. Kaupandinn, sem var af suður-amerískum uppr- una, vildi ekki láta nafns síns getið, en hann fór fram á við seljendur úrsins að því yrði gef- ið nafnið Kuma, eftir japanskri ftjósemisgyðju. Það tók níu ár að hanna úrið með aðstoð tölvu og er ólíklegt talið að sambæri- legt úr verði framleitt á þessari öld, Úrið vegur 1,1 kg, hefur tvær skífur, 24 vísa og alls er það gert úr 1.728 hlutum. Það býr yfir 33 eiginleikum, þar á meðal eilífu dagatali og stjörnukorti úr safírbláum kristali sem sýnir Vetrarbrautina og einar 2.800 stjömur. Borgarstjórar Siena og Flor- enz á Ítalíu með Lindu á milli sin, en Linda var „guðmóðir" friðarsáttmála milli borganna eftir 800 ára ósætti. Ameríku fyrir nokkru og heimsækja þar börn, en vegna óeirða í sam- bandi við forsetakosningar þar var ferðinni frestað af öryggisástæðum. Um leið og ástandið verður trygg- ara fer ég þangað." Linda sagði að hún væri vissu- lega mjög ánægð, ef störf hennar yrðu til þess að vekja athygli á vörum og þjónustu íslenskra fyrir- tækja, en ánægjulegasti hluti starfsins væri þó sá, sem sneri að Linda Pétursdóttir hefúr verið önnum kafín undanfarið við að kynna íslenskar útflutningsvör- ur. Hér kynnir hún íslenskan saltfísk í Barcelona á Spáni. bömum. „Ég heimsótti barnaspítala í Boston í Bandaríkjunum fyrir skömmu og mér fannst mjög gef- andi að sjá hversu innilega glöð bömin vom. Þama var til dæmis lítill drengur, sem hafði ekki brosað frá því að hann kom á spítalann. Hann fékk að skoða kórónuna mína og þá varð hann svo glaður að hann brosti og það veitti mér ómælda ánægju,“ sagði Linda Pétursdóttir að lokum. <ÆRKOMIN ÍcD z i LOI KSII co G E tAA ILI IRl 'El Kl 01 LÝSI Komið er á markaðinn sérstakt Gœðalýsl, sem er svo bragðlítið að enginn œtti að eiga f vandrœðum með að taka það inn. Þetta eru góð tíðindi fyrir alla þá, sem þarfnast hoilustu lýsisins, en hafa ekki sœtt sig við bragðið af venjulegu lýsi. Gœðalýsi er unnið úr völdu lýsi og sfðan kaldhreinsað. Á lokastigi vinnslunnar er beitt nýrri tœkni til að eima burt bragð- og lyktarefni, uns til verður fullkomið Gœðalýsi. GoBÖalýsl Hollt en gott! FISKAFURÐIR HF Skipholti 17, 105 Reykjavfk, pöntunarsfmar: 672280 og 26950

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.