Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C 84. tbl. 77. árg. FOSTUDAGUR 14. APRIL 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sýrland: Biðjast afsökunar á árás á sovésk skip Moskvu. Reuter. SJÖ sovéskir sjómenn særðust, þar af tveir alvarlega, er skotið var á tvö sovésk skip úr tveimur sýrlenskum þyrlum á þriðjudag og hafa Sýrlendingar beðið Sovétmenn afsökunar á atvikinu, að því er Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneyt- isins, sagði í gær. Gerasímov sagði að þyrlurnar hefðu skotið á dráttarbát og skip sovéskra kafara fyrir utan höfnina í Tartus á Sýrlandi. „Fyrstu rann- sóknir hafa leitt í ljós að einum af þyrluflugmönnunum urðu á mistök," sagði Gerasímov. Hann bætti við að Sýrlendingar hefðu beðist afsökunar á árásinni og að ríkin hefðu skipað sameiginlega nefnd til að rannsaka atvikið. Austurríki: Rannsókn á fjölda- morðuni Vín. Reuter. Borgarstjórn Vínarborg- ar hefur ákveðið að skipa alþjóðlega nefhd til að rannsaka morð á 48 gamal- mennum og sjúklingum á einu af helstu sjúkrahúsum borgarinnar. Stjómin samþykkti einróma að fela austurrískum og er- lendum sérfræðingum að rannsaka starfsemi sjúkra- húsa borgarinnar í sex vikur og leggja fram tillögur um úrbætur. Fjórar hjúkrunarkonur Lainz-sjúkrahússins í Vín hafa að sögn lögreglu játað að hafa fyrirkomið sjúklingum á aldr- inum 75 ára og eldri með því að gefa þeim of stóran skammt af lyfjum eða þröngva vatni ofan í lungun. Sjá „Ottast afleiðingarn- ar ...“ á bls. 20. Tveir af sovésku sjómönnunum særðust alvarlega og öðrum þeirra er ekki hugað líf, að sögn Ger- asímovs. Fyrsta fréttin af atvikinu birtist í dagblaði sovéska hersins, Krasnaja Zvezda, í gær og var aðeins stuttlega minnst á það á innsíðu. Að sögn blaðsins átti at- vikið sér stað um 39 sjómílum frá Tartus og urðu miklar skemmdir á skipi kafaranna. „Afleiðingarnar voru þær að sjö manns særðust. Freigátan Krasníj Kavkaz og beiti- skipið Leníngrad, sem voru á Mið- jarðarhafinu, komu þegar í stað til aðstoðar," sagði í Kraznaja Zvezda. Önnur sovésk dagblöð og frétta- stofan TASS skýrðu ekki frá at- vikinu og þykir það benda til þess að að sovésk stjórnvöld vilji allt gera til að stofna ekki samskiptun- um við Sýrlendinga í hættu. Sýr- lendingar hafa keypt flest vopn sín af Sovétmönnum og samskipti ríkjanna hafa verið góð. Sýrlensk stjómvöld vildu ekkert tjá sig um málið og sýrlenskir fjöl- miðlar greindu ekki frá atvikinu. Reuter Alltmeð kyrrum kjörum í Tíflis Ungir íbúar Tíflis, höfuðborgar Georgíu, leika sér hér á skriðdrek- um sem sendir voru til borgarinnar til að brjóta á bak aftur óeirðir þjóðernissinna um helgina. 19 manns biðu bana í átökun- um og voru þeir borair til grafar i gær. Allt var með kyrrum kjörum í borginni enda vora fjölmargir hermenn og skriðdrekar á helstu götum og torgum til að framfylgja banni við Qöldasam- komum. ísrael: Minnst Qór- ir Palestínu- menn skotnir ÍSRAELSKA landamæralögregl- an skaut að minnsta kosti fjóra Palestínumenn til bana og særði rúmlega 15 í einum mannskæð- ustu átökum sem brotist hafa út á hernumdu svæðunum síðan uppreisn Palestínumanna hófst fyrir sextán mánuðum. Javier Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, for- dæmdi hörku lögreglunnar harð- lega. Palestínumenn sögðu að fimm hefðu fallið í þorpinu Nahalin, skammt frá Betlehem. Israelski herinn hét því að hefja rannsókn á framferði hermannanna en Amram Mitzna undirhershöfðingi varði gerðir þeirra á fréttamannafundi. Hann sagði að 30 lögreglumenn hefðu hafið skothríð á um hundrað Palestínumenn, sem kastað hefðu steinum á lögregluna til að koma í veg fyrir handtökur. Talsmaður Frelsissamtaka Pal- estínu, PLO, í Kaíró, Abu Sharif, lýsti atburðinum sem „skipulögðum fjöldamorðum". Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðann^i, fordæmdi atburðinn harðlega og hvatti ísraela til þess að fara í einu og öllu eftir fjórða Genfarsáttmál- anum, sem íjallar meðal annars um verndun óbreyttra borgara á styij- aldartímum. Kohl kanslari stokkar upp í stj órn Vestur-Þýskalands Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, skýrði í gær frá mestu mannabreytingum í ríkis- stjórn sinni frá því að hann komst til valda 1982. Jafnframt boðaði kanslarinn heildarendurskoðun á stefnu stjórnarinnar sem kynnt verður innan tveggja vikna. Alls er um breytingar á átta embætt- um að ræða og þrír nýir menn setjast í stjórnina. Fylgi við sam- steypustjórn Kohls, sem frjálsir deinókratar Hans-Dietrichs Genschers utanríkisráðherra eiga aðild að, hefur minnkað mjög að. undanförnu en þing- Sovéskt vikurit: Bein keisarafj ölskyld- unnar fiindust 1979 Moskvu. Reuter. SOVÉSKUR rithöfundur, Gelí Rjabov, fann jarðneskar leifar Nikulásar annars, síðasta Rússa- keisarans, Qölskyldu hans og þjónustufólks fyrir tíu árum en þorði ekki að segja frá þvf, að sögn vikuritsins Moskvuírétta. Bolsévíkar myrtu fólkið árið 1918, tiu mánuðum eftir bylt- ingu sem hratt keisaranum af stóli. Talið var að líkunum hefði verið fleygt í gamla námu, skammt frá borginni Jekaterin- búrg, er nú heitir Sverdlovsk, og eytt með sýru. Að sögn Rjabovs óku bolsévíkar líkunum fyrst að námunni en fannst eftir á að hyggja að slíkur grafreitur væri ekki við hæfi. Á leiðinni aftur til borgarinnar festist vörubíllinn í aurbleytu og var þá ákveðið að grafa líkin í nálægri mýri þar sem sýran virðist ekki hafa unnið á beinunum. Moskvu- fréttir birti mynd af höfuðkúpu er ritið telur líkur á að sé kúpa Nikul- ásar. Talið er að gátan um An- astazíu, eina af keisaradætrunum, muni nú verða leyst en sá orðróm- ur hefur lengi verið við lýði að hún hafí lifað af. Breskir fjölmiðlar hafa vakið Höfuðkúpan sem talin er vera kúpa Nikulásar Rússakeisara. athygli á því að frásögn vikuritsins birtist aðeins nokkrum dögum eft- ir að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleið- togi bauð Elísabetu Bretadrottn- ingu í opinbera heimsókn til Sov- étríkjanna. Rússneska keisarafjöl- skyldan var náskyld bresku kon- ungsættinni og hefur breskur þjóð- höfðingi aldrei heimsótt Rússa eft- ir byitinguna 1917. kosningar verða á næsta ári. Rupert Scholz vamarmálaráð- herra hverfur úr stjóminni en hann hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ýmiss konar klaufaskap og hrana- lega framkomu. Fjölmiðlar hafa gert harða hríð að Scholz, m.a. fyr- ir að leyfa áfram lágflug orrustu- þotna þrátt fyrir slys er kostað hafa líf óbreyttra borgara. Gerhard Stoltenberg lætur af embætti fjár- málaráðherra og tekur við vamar- málunum. Hann er þaulreyndur samningamaður og var árum saman talinn líklegur eftirmaður Kohls en þeir hafa haft náið samstarf. Per- sónulegar vinsældir Stoltenbergs hafa hins vegar minnkað mjög að undanfömu. Theo Waigel er nýr maður í stjórninni og verður fjármálaráð- herra. Hann er nær fimmtugur og tók við formennsku í Kristilega sós- íalsambandinu í Bæjaralandi (CSU), systurflokki Kristilega demókrataflokksins (CDU), sem kanslarinn stýrir, er Franz Josef Strauss lést. Waigel og flokksmenn hans hafa lýst sig andvíga fyrir- huguðum skatti á útflutning arðs af fjárfestingum og er talið að Waigel hafi sett breytingar á skatt- inum sem skilyrði fyrir því að taka að sér embættið. Þýska markið hækkaði þegar í verði á alþjóða- Theo Waigel Reuter markaði er útnefning Waigels spurðist. Nýr innanríkisráðherra verður Wolfgang Schauble, sem er 46 ára gamall, en fyrirrennari hans f emb- ætti, Fríedrich Zimmermann, verð- ur samgöngumálaráðherra. Zimm- ermann hefur verið gagnrýndur fyrir að reyna að takmarka fjölda pólitískra flóttamanna og ólöglegan innflutning til landsins. Scháuble fær nú það erfíða verkefni að stjóma innflytjendamálunum. Auk- ið útlendingahatur vegna sívaxandi fjölda austur-evrópskra flótta- manna í landinu hefur gefið ýmsum hægri-öfgaflokkum byr undir báða vængi í sveitarstjómar- og sam- bandsríkjakosningum síðastliðna mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.