Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 GrænMðungar: Blaðamannafundur boðaður á Islandi Bonn. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNFRIÐUNGAR Qölmenntu á blaðamannafund Halldórs Ás- grímssonar sjávarútvegsráðherra og Wolfgangs von Gelderns, sjáv- arútvegsráðherra V-Þýskalands, í Bonn í gær. Síðan boðuðu þeir til sérstaks fiindar með blaðamamönnum á veitingahúsi í Bonn og gerðu grein íyrir andstöðu sinni við hvalveiðar íslendinga. Rosalind Re- eve, starfsamaður alþjóðasamtaka grænfriðunga í London og sér- stakur skipuleggjandi aðgerða gegn íslendingum, sagði að samtökin ætluðu að hafa blaðamannafúnd á íslandi í næstu viku til að skýra afstöðu sína til sjónvarpsmyndar Magnúsar Guðmundssonar „Lífsbjörg í norðurhöfum". ist ekki gegn lífsafkomu þeirra á nokkum hátt, hvalveiðar skiptu sáralitlu máli fyrir íslenskt efna- hagslíf. Hvalveiðum íslendinga væri í raun stjórnað af Japönum og markmið grænfriðunga væri að einangra Japani eins og frekast væri kostur. Rosalind Reeve sagði að sjón- varpsmynd Magnúsar Guðmunds- sonar væri grímulaus árás á samtök grænfriðunga og baráttumál þeirra. Röksemdafærsla Halldórs Ás- grímssonar og talsmanna grænfrið- unga kom íslenskum áheyranda ekki á óvart. Ráðherrann lagði áherslu á rétt íslendinga til að nýta auðlindir sínar og vísindalegt gildi hvalveiða undanfarin ár. Hann sagði að í ár væri síðasta ár vísindaáætlunarinnar og hvalveiðar væru ekki áformaðar á næsta ári. Grænfriðungar sögðu að baráttan gegn hvalveiðum Islendinga beind- Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ: „Oþolinmæðin er orðin mikil“ „Við ræddum stöðu samninga- málana á fiindi viðræðunefndar- innar og það kom skýrt fram að óþolinmæðin er orðin mikil. Ef enginn árangur verður i viðræð- um við atvinnurekendur í næstu viku hlýtur næsta skref að verða að kalla eftir verkfallsheimild- um,“ sagði Ásmundur Stefáns- son, forseti Alþýðusambands ís- lands, i samtali við Morgunblaðið eftir fúnd miðstíómar og samn- inganefndar ASI. Þjóðhagsstofnun mún í dag svara málaleitan vinnuveitenda um áhrif samninga BSRB fyrr almenna vinnumarkaðinn. Til samninga- fundar verður ekki boðað nema í framhaldi af þvf, en ákveðið hefur verið að Vinnuveitendasamband fs- lands verði með framkvæmda- stjómarfund á mánudag. „Það er rétt að minna á að á mánudaginn var, 10. apríl, losnuðu kjarasamningar Verkamannasam- bandsins og Landssambands iðn- verkafólks og þar með eru allir stærstu hópamir innan Alþýðusam- bandsins með lausa samninga. Það er því fyrst nú sem það er forsenda til þess að ræða af alvöru um að knýja á með almennnum aðgerð- um,“ sagði Ásmundur ennfremur. Hann sagði að á fundinum hefði auk samnings til september verið nefndur möguleiki á samningi fram í febrúar á næsta ári. Niðurstaðan hefði hins vegar orðið sú að ekki væri rétt að taka afstöðu til samn- ingstíma fyrr en um leið og afstaða væri tekin til innihalds samnings- ins. Brávallagötuhjónin að flytja úr íbúð sinni i gærkvöldi. Morgunblaðið/Bjami Brávallagötuhjónin flytja Brávallagötuhjónin Bibba og Halldór eru nú flutt af Bylgjunni og fóru þau leynt með það. Ástæðan var sú að þau fluttu á Araar- nesið og segir Bibba að leyndin hafl verið nauðsynleg. Þau vildi ekki gefa íbúum Arnarnessins tækifæri tíl að koma upp götuvfgj- um er það frétti af þessum flutningum. Þeir sem vilja kynnast nánar heimildum Morgunblaðsins mun heimilshaldi þeirra hjóna í þessum nýju kringumstæðum geta lagt leið sína í íslensku óperuna frá og með 6. maf er frumsýning verð- ur á nýjum sjónleik með þeim hjónum. Samkvæmt áreiðanlegum flölga nokkuð í fjölskyldunni við flutningana. Bróðir Bibbu, „Mala- ga-fanginn“ Deddi, sest að hjá þeim ásamt spænskri kærustu sinni, Carmen að nafni. Þá mun móðurbróðir hennar, öldruð refa- skytta, vera á sveimi í nágrenni við nýja húsið. Auk þeirra koma svo „moðhausar" af ýmsum gerð- um og stærðum við sögu. Handritið skrifa þau Gísli Rúnar Jónsson, Edda Björgvins- dóttir og Júlíus Bijánsson. Leik- stjóri verður Gísli Rúnar en hlut- verkin eru í höndum þeirra Eddu, Júlíusar, Bessa Bjamasonar, Rú- riks Haraldssonar, Jóhanns Sig- urðssonar Bríetar Héðinsdóttur, Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur og Kjartans Bjargmundssonar. Sjávarútvegsráðherrar íslands og V-Þýskalands: Hagsmunir neytenda og vinnslu í fyrirrúmi Samráð þjóðanna um stöðuna á EB-markaði Bonn. Frá Kristófer MA Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Sjávarúvegsráðherrar Vest- fúndi ráðherranna í Bonn í gær, ur-Þyskalands og íslands eru sammála um, að í framtíðinni eigi að hafa hagsmuni neytenda og fiskvinnslu í fyrirrúmi við ákvarðanir um fiskveiðar, stærð fiskveiðiflota skipti minna máli. Kom þetta fram á blaðamanna- þar sem Halldór Ásgrímsson er í boði Wolfgangs von Gelderns, vestur-þýska starsfbróður síns. Á fúndinum endurtók von Geldern það sem hann hefúr áður sagt í Morgunblaðssamtali, að þýsk stjórnvöld teldu íslendinga ekki bijóta alþjóðasamþykktir með hvalveiðum sínum. Fulltrúar græfiiriðunga sem beijast gegn hvalveiðum íslendinga Qöl- menntu á blaðamannafúndinn. Heimsókn Halldórs Ásgrímsson- ar til Vestur-Þýskalands hófst í gær en í dag fer hann til Cuxhaven og síðan til Bremerhaven, en til þess- ara borga flytja íslendingar fisk og Miklar deilur í Siglufirði um leiguna á þrotabúi Sigló hf. MIKLAR deilur cru nú á Siglufirði á leigu Sigluness hf. á húsnæði og vélum þrotabús Sigló hf. Hluthafar i hinu nýstofnaða félagi Siglu- nesi eru Qórir af fyrrverandi eigendum Sigló hf. Þeir tóku rekstur- inn á leigu hjá skiptaráðenda þrotabúsins tveimur dögum eftir að Sigló var lýst gjaldþrota. Deilurnar snúast ekki um þessa málsmeð- ferð sem slíka heldur að það skuli vera utanaðkomandi aðilar sem taka fyrirtækið á leigu þetta en ekki heimamenn. Hópur heima- manna vann að því að fá leiguna er samningar voru gerðir við Siglu- nes. ísak Ólafsson bæjarstjóri Siglu- Qarðar segir að töluverður hiti sé í heimamönnum vegna þessa máls. Komin hafí verið breið samstaða meðal bæjarbúa um að gera þetta sjálfir. Búið var að skrifa bréf til skiptaráðenda þar sem óskað var eftir viðræðum um hugsanlega leigu heimamanna á rekstrinum. „Uppistaðan af vélbúnaði Sigló var hinsvegar á kaupleigusamningi við danskt fjármögnunarfyrirtæki og Siglunesmenn höfðu í höndunum samning frá því fyrirtæki um leigu á tækjunum," segir ísak. ísak segir að mönnum sé heitt í hamsi vegna þess að margir aðilar komi til með að tapa verulegum fjárhæðum á gjaldþrotinu, samtals á bilinu 40-50 milljónir. Má þar nefna bæjarsjóð, veitustofnanir og aðra þjónustuaðila. Þetta sé stór upphæð fyrir ekki stærra bæjarfé- lag.- Heildarslmldir fHgfó ú'átnn við gjaldþrotið um 350 milljónum króna og var eiginfjárstaðan neikvæð um 150-160 milljónir. Bæjarstjómin hefur ekki komið saman eftir að Siglunes tók við rekstrinum en málið verður til umræðu á fundi hennar í næstu viku. Þegar er farið að undirbúa vinnslu hjá Siglunesi og segir stjómarformaður félagsins Guð- mundur Amaldsson að þeir reikni með að byija vinnslu um þar næstu helgi. Þegar reksturinn er kominn í fullan gang vinna 55-60 manns hjá fyrirtækinu og 12 bátar leggja upp rækju hjá því. Það sem getur sett strik I reikninginn að sögn Guðmundar er fyrirtækið Þormóður rammi á Siglufirði, sem leigði Sigló kæligeymslu og ísframleiðslutæki. Siglunel'héfur "fátíð fram á- kí)1 fá þetta tvennt leigt áfram en svör hafa látið standa á sér. Einar Sveinsson stjórnarformað- ur Þormóðs ramma segir að stjórn þess hafi enn ekki tekið ákvörðun um hvort geymslan og tækið verið leigt Siglunesi. Aðalfundur Þor- móðs ramma verður haldinn á laug- ardaginn og mun þetta mál verða rætt þar. Guðmundur Amaldsson segir að þeir séu undirbúnir fyrir ákveðna „stífni" I þessu máli og muni bjarga því sjálfír ef þeir fá ekki að leigja framangreint af Þormóði ramma. Hann nefnir sem dæmi að hægt sé að láta framleiðsluna beint í frysti- gáma, eða leigja kæligeymslur í nágrenni Siglufjarðar. Ekki náðist í. Erling Óskarsson '' bájjarfógéra1' bg Skfptá'ráðanda. sagði von Geldem, að Islendingar væru fjórðu mestu innflytjendur á fiski til Þýskalands og skipti inn- flutningurinn sköpum fyrir fisk- vinnslu í landinu. Þjóðimar ættu sameiginlega hagsmuni og mark- mið í menningar-, viðskipta- og öryggismálum. Þjóðverjar vildu stuðla að samningum milli íslands og Evrópubandalagsins (EB) um samskipti í sjávanítvegsmálum. Hlyti sú stefna EB að krefjast veiði- heimilda fyrir tollalvilnanir að verða undir í framtfðinni. Von Geldern sagðist hafa í hyggju að gera Manuel Marin, ný- skipuðum framkvæmdastjóra fiski- mála innan EB, nákvæma grein fyrir sameiginlegum hagsmunum íslendinga, Þjóðveija og evrópskra neytenda almennt. Hagsmunum heildarinnar yrði best þjónað með samningum við íslendinga um greiðan aðgang íslensks sjávar- fangs að markaði EB. Von Geldem sagði að á óformlegum fundi sjávar- útvegsráðherra EB, sem lauk á Spáni á þriðjudag, hefði að vísu verið ágreiningur um áherslur í samningum við ríki utan bandalags- ins en hann sagðist sannfærður um að viðhorf Þjóðveija myndu sigra. Halldór Ásgrímsson Iíkti sjónum við akur íslendinga sem væri for- senda tilveru þeirra. Hann fagnaði stuðningi þýskra stjómvalda við sjónarmið Islendinga og í framtí- ðinni yrði haft samráð við þau um íslenska hagsmuni á EB-markaði. íslendingar gætu látið íbúum Evr- ópu í té ferskan fisk og vildu gjam- an gera það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.