Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 17 Heimasigrir á opna mótinu í New York ___________Skák_______________ Margeir Pétursson ÞAÐ VAR ósvikinn heimasigxir á opna skákmótinu í New York sem lauk í síðustu viku. Sigurvegari varð John Federowicz, sem fædd- ur er og uppalinn í New York- borg, nánar tiltekið i Bronx-hverfinu, sem reyndar má muna sinn fifil fegurri. Þykir ekki heilsusamlegt nú á dögum að vera þar á ferli eftir að skyggja tekur. Sigur Federowicz kom töluvert á óvart og var þetta bezti árangur á skákferli hans. I síðustu umferð sigraði hann hinn kunna og stigaháa sovézka stór- meistara Mikhail Gurevich með svörtu, eftir að Rússinn hafði lagt of mikið á stöðuna. Það voru dýr mistök hjá Gurevich, því fyrir efsta sætið fékk Federowicz jafnvirði tæprar einnar milljónar ísl. króna. Ef skákin hefði endað með jafntefli hefðu sjö skákmenn orðið efstir og jafnir, þar á meðal Helgi Ólafsson, og skipt sigurverðlaunun- um með sér. Misheppnuð vinningstil- raun Gurevich var því dýr fleiri en honum. Eins og á flestum stærstu opnu skákmótum heims um þessar mund- ir mættu margir Sovétmenn til leiks, en að þessu sinni urðu þeir ekki sérlega sigursælir. Það var aðeins okkar gamli kunningi, Lev Pol- ugajévsky, sem náði góðum verð- launum. Það er nokkuð athyglisvert að fara yfir þjóðemi þeirra sem hrepptu fímm og hálfan vinning eða meira. Af þeim 23 sem það gerðu voru 11 Sovétmenn, fjórir brottflutt- ir Sovétmenn (Guljko, Kudrin, Dzindzindhashvili og Ivanov), þrír heimaaldir Bandaríkjamenn, tveir íslendingar, einn V-Þjóðverji, Júgó- slavi og ungversk stúlka. Úrslit á mótinu 1. Federowicz (Bandaríkjunum) 7 v. 2. -5. Helgi Ólafsson, Guljko (Banda- ríkjunum), Polugajevsky (Sovétríkj- unum) og Lobron (V-Þýzkalandi) 614 v. 6.-15. Margeir Pétursson, Christ- iansen og deFirmian (báðir Banda- ríkjunum), M. Gurevich, Dolmatov, Gufeld, Dreev, Smyslov, Epishin og Romanishin (allir Sovétríkjunum) 6 v. 16.-23. Judit Polgar (Ungveijal- andi), Kudrin og Dzindzindhashvili (Bandaríkjunum), Ivanov (Kanadá), Kovacevic (Júgóslavíu), Gelfand, Chernin og Ehlvest (Sovétríkjunum) 514 v. Þeir Jón L. Árnason og Karl Þor- steins hlutu báðir fjóra vinninga og Hannes Hlífar Stefánsson endaði með þrjá og hálfan vinning. I B-flokki á mótinu tefldu þeir Jón Garðar Viðarsson, sem hlaut sex vinninga af átta mögulegum og vann til verðlauna, en þeim Sævari Bjarnasyni og Halldóri G. Einarssyni vegnaði ekki eins vel, þeir hlutu fjóra og hálfan vinning. Það munaði mjög litlu að Helgi næði að deila efsta sætinu, það hefði tekist ef Gurevich hefði ekki brugð- ist trausti hans og fleiri, eins og áður er lýst. Árangur Helga er auð- vitað frábær, hann tapaði illa fyrir ungum Sovétmanni, Boris Gelfand, í annarri umferð og hljóp kapp í kinn við það, tefldi t.d. af mun meiri grimmd en á Fjarkamótinu í febrúar þegar hann slapp taplaus. Eg byijaði mjög vel og var efstur ásamt fleirum eftir fjórar umferðir. Þá missti ég vinningsstöðu niður í jafntefli gegn Lobron og í þremur af fjórum síðustu skákum mínum þurfti ég að tefla með svörtu gegn sovézkum stórmeisturum. Eg varð því á endanum að sætta mig við jafntefli í fímm síðustu umferðunum. Jón L. var alveg heillum horfinn og þrátt fyrir góða spretti inn á milli eyðilagði hann færi sín hvað eftir annað með klaufaskap. Þeir Karl og Hannes tefldu báðir við öfluga and- stæðinga og mega því sæmilega vel við una, eru a.m.k. reynslunni ríkari. Skák var mjög mikið í fréttum í New York vegna mótsins, bæði í sjónvarpi og blöðum. Lengst voru Polgar-systurnar þijár þar í aðal- hlutverkum, en í lokin tóku þeir Kamsky-feðgar við, en hinn 14 ára gamli sovézki skákmaður Gata Kam- sky baðst hælis í Bandaríkjunum eftir mótið ásamt föður sínum. Við skulum líta á skák frá New York þar sem Vassily Smyslov leyfir Helga að beita á sig miklu tízkuaf- brigði. Smyslov fylgist ekki sér- staklega mikið með í fræðunum en sópar inn vinningum gegn lítt reynd- ari andstæðingum með sínu gríðar- lega innsæi og stöðuskilningi. Hann sá þó aldrei til sólar í þessari skák eftir nákvæma taflmennsku Helga í byijuninni. Þetta mun vera fyrsta tap heimsmeistarans fyrrverandi í kappskák gegn íslendingi. Var kom- inn tími til, þvi daginn fýrir skákina átti hann 68 ára afmæli. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Vassily Smyslov Nimzo-indversk vörn I. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. Dc2 Þetta rólega afbrigði er nú orðið eitt vinsælasta svarið við Nimzo- indversku vörninni. Karpov hefur ávallt haldið nokkuð upp á það og nú hefur Kasparov einnig tekið það upp í vopnabúr sitt. 4. — 0-0 5. a3 — Bxc3+ 6. Dxc3 - b6 7. Bg5! Þessi leikur hefur reynst vel í fjöl- mörgum skákum síðustu mánuði. Það má segja að Gary Kasparov, heimsmeistari, hafi gefið tóninn í skákum sínum við Jóhann Hjartar- son og Sax á heimsbikarmótinu í Reykjavík. 7. - Bb7 8. f3 - c5?! Reynslan af þessum leik upp á síðkastið er ekki góð. Opnun taflsins virðist hvíti í hag, því hann hefur biskupaparið. Betra er e.t.v. 8. — h6 9. Bh4 - d5 10. e3 - Rbd7 11. Bd3 - Hc8 12. cxd5 - Rxd5 13. Bxd8 - Rxc3 14. Be7 - Hfe8 15. Bh4 Rd5 16. Bf2 og samið var jafn- tefli sjö leikjum síðar í skák Helga og Polugajevsky í New York. 9. dxc5 — bxc5 10. e3 — d6 Þetta kemur sízt betur út en fyrri tilraunir svarts í stöðunni. Svo virð- ist sem Smyslov hafi ekki mætt undirbúinn til leiks í skákina, þó svo Helgi hafí beitt sama afbrigði tveim- ur umferðum áður gegn Polugajev- sky. Áður hefur verið teflt þannig: a) 10. - Rc6 11. Rh3 - h6 12. Bh4 - d6 13. 0-0-0 - Hb8 14. Rf2 og hvítur stendur eitthvað betur, Kaid- anov-Vainerman, Lvov 1987, 10. — De7 11. Rh3 - h6 12. Bh4 - d6 13. 0-0-0 - Rbd7 14. Rf2 - a5 15. Rg4 — e5 16. e4 — De6 17. Re3 og hvítur hefur mjög þægilega stöðu, Margeir Pétursson-Brenninkmeijer, opna mótinu í Lugano í marz. II. 0-0-0 - De7 Svartur ætlar næst að treysta stöðu sína með 12. — Rbd7, en Helgi gefur honum ekki tækifæri á því. 12. Bxffi! - gxffi 13. Re2 - Rd7 14. Rf4 - Hfd8 15. Rh5 - d5? Þessi tilraun svarts til að ná mót- spili misheppnast gersamlega. Staða hans var þó ekki sérlega góð, en hann gat valið á milli þess að bíða átekta með 15. — a5, eða láta sig hafa það að leika þeim ljóta leik 15. — e5, sem lokar a.m.k. skálínunni c3-f6. 16. g4! Mögulegt vegna síðasta leiks svarts, sem sleppti valdi á peðinu á f3. Nú hótar hvítur mjög óþyrmilega að leika 17. g5, svo svartur grípur til örþrifaráða: 16. — d4 17. exd4 — cxd4 18. Hxd4 - e5 19. De3! - Kh8 20. Be2 Peðsfórn svarts í 16. leik hefur litlum árangri skilað. Nú hótar hvítur einfaldlega að auka sóknar- þungann með 21. Hhdl, svo svartur sér sig nauðbeygðan til að létta á stöðunni með drottningakaupum. 20. - Dc5 21. Dh6 - Df8 22. Dxf8+ - Rxf8 23. Hxd8 - Hxd8 24. Hdl! Bindur enda á allar vonir svarts um mótspil, því hann verður að skipta upp á hrókum. Með peði meira og betri stöðu er endataflið með léttu mönnunum auðunnið fyrir hvít. 24. Rxf6? — Re6 var miklu lakara. 24. - Hxdl+ 25. Bxdl - Rd7 26. Kd2 - Kg8 27. b4 - Kf8 28. Ke3 - Ke7 29. Rg3 - Rf8 30. Rf5+ - Kd7 31. Ba4+ - Kc7 32. Be8 - Re6 33. Bxf7 - Rf4 34. Bg8 - h5 35. gxh5 - Rxh5 36. Bf7 - Rf4 37. h4 - Bc8 38. Ke4 - Bb7+ 39. Bd5 - Bc8 40. Rg3 - Kd6 41. c5+ og svartur gafst upp. Lambalæri .kr. 649,- kg Lambahryggur .kr. 639,- kg Lambaframpartur.. .kr. 465,- kg Lambaslög .kr. 125,- kg Lambaframhryggur ..kr. 765,- kg Lambakótelettur.... .kr. 655,- kg Lambasneiðar .kr. 798,- kg Lamba-sirlonsteik.. .kr. 650,- kg Lambasaltkjöt .kr. 467,- kg Lambalæri úrb .kr. 970,- kg Lambahryggur úrb... ..kr. 1.150,- ■kg Úrb. kryddað læri... .kr. 970,- kg Úrb. frampartur..... .kr. 744,- ■ kg Lambagullasch .kr. 745,- kg Lambahakk ..kr. 378,- ■ kg E ilifi EURO YISA aaövifead allfe sem papf Kjöfcsfcöðirc Glæstbæ 68 5168. I aaiaisiaaiiaiBiiiibaiiiiiiiitiiBiHeaiiiiBiiiKcitiiBCiaiSE: ........ 11 i i iii ■ . ■ ■ ,i ■ ■ ,1 Folaldagullasch.......kr. 795,- kg Folaldafillet.........kr. 980,- kg Folaldahakk...........kr. 250,- kg Folaldabógsteik.......kr. 355,- kg Folaldagrillsteik.....kr. 355,- kg Folaldasnitchel.......kr. 895,- kg Folaldasaltkjöt.......kr. 337,- kg Reyktfolaldakjöt......kr. 362,- kg Kiöfe ep okkap SÉRGREIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.