Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 TTT | \ , ffclk í fréttum ms Karólína ásamt eigimanni sínum Steph- ano í Bolsjoj- leikhúsinu frægaágesta- ballett Monte Carlo-flokks- SAPÍYO Myndband /videótæki VHR 4100 með fjarstýringu HQ! AÐEINS 34.850,- STGR.VERÐ Gunnar Ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16 - Sími 680780 Prinsessan leyfði jafinvel ferða- langi einum að mynda sig á Rauða torginu. UZA MINELLI Hundurinn í stofufangelsi Bandaríska söngkonan Liza Minelli kom til Svíþjóðar á dögunum og gerði þá það, sem hún mátti ekki gera. Hún smyglaði hundinum sínum inn í landið. Þegar upp um hana komst og lögreglan ætlaði að fjarlægja hundinn brást Liza hin versta við og hótaði að hætta við söngskemmtunina. Liza, sem er í heimsreisu ásamt Frank Sinatra og Sammy Davis Jr., faldi kjöltu- rakkann sinn, hana Lilly, í bílnum og urðu tollverðimir einskis varir. Á hótelinu sást aftur á móti til seppa og voru þá tveir tollverðir óðara sendir á vettvang. Liza hótaði öllu illu yrði hundurinn frá henni tekinn en að lokum samdist um, að hún fengi að hafa hann ef hon- um yrði haldið innan dyra með- an á dvölinni stæði. Héldu tveir menn vörð um hótelsvítuna á meðan og fylgdu síðan Lizu og hundinum upp í flugvél til Parísar. ní Svíþjóð er það alvarlegur glæpur að smygla hundi til landsins vegna hættunnar á hundaæði,“ sagði Stig Thel- berg, talsmaður tollgæslunnar. „Sektir vegna slíks afbrots em miðaðar við tekjur og geta ver- ið ansi miklar.“ Hún er víst ekkert lamb að leika sér við hún Liza þegar henni rennur í skap en smygl er smygl, jafnvel þótt frægt fólk eigi i hlut. Karólína ásamt nokkrum Rússum. MOSKVA Karólína í heimsókn Nýlega var Karólína Mónakóprinsessa, 32ja ára, stödd í Moskvuborg ásamt eiginmanni sínum, Stephano. Án öryggi- svarða spásseraði hún um á Rauða torginu. „Rússland er stórkostlegt," sagði Karólína. „Við höfum verið eins og almennilegir ferða- langar og séð margt mjög heillandi." Þegar Karólína ferðast í einkaerindum er hún ætíð í tólf daga, hvorki degi lengur né skemur og segir hún ástæðuna fyrir þeirri reglu vera sína eigin hjátrú. Þau hjónin heimsóttu grafhýsi Leníns í Kreml og fóru bæði á bal- let og ópemr. Heimsókn Karólínu prinsessu var komin til af því að ballettflokkur Monte Carlo var í heimsókn í Moskvu. BURGER Félagasamtök Veitingahús Fyrírtæki Eigum ávallt á lager: Glös, postulín og hnífapör Piparhópurinn að lokinni vel heppnaðri sýningu. FJOLBRAUTARSKÓLI SUÐURLANDS Ævi Bítlanna í tali og tónum MERKING IOG LÍN —^eitífhf- Bíldshöföa 18-sími 688838 Nemendur Fjölbrautaskóla Suð- urlands sýndu söngleikinn Pipar á árshátíð sinni og nú fyrir skömmu gáfu þeir fólki utan skól- ans kost á að sjá sýninguna. Söngleikurinn eða tónlistarsýn- ingin fjallar um Bítlana, sögu þeirra og tónlist. Uppfærslan byggist á upplestri, hreyfilist þar sem skuggamyndir leikaranna koma fram og loks á kröftugri bítlatón- list. Sex söngvarar syngja bítlalögin við undirleik hljómsveitar en á milli laganna er æviferill Bítlanna rakinn með upplestri og skuggamyndum. Um fjörutíu nemendur taka þátt í sýningunni sem var vel tekið af áhorfendum. Flutningur laganna var með þeim ágætum að margur lygndi aftur augunum og lét hug- ann reika til gömlu góðu bítla- áranna til að ná gömlum hughrifum fram. — Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.