Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 18
( MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 Sigríður Ásgeirsdóttir sýnir í Norræna húsinu SIGRÍÐUR Ásgeirsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í sýning- arsal Norræna hússins í Reykjavik á morgun, laugardag- inn 15. april, klukkan 15. Verkin á sýningunni eru nnnin í gier. Við opnun sýningarinnar leikur Pétur Jónasson á klassiskan gítar. , Sigríður stundaði nám við Edin- burgh College of Art 1979—1984 og í Þyskalandi 1984. Þetta er þriðja einkasýning hennar og hin fyrsta f Reykjavík, en hún hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Steint gler eftir Sigríði er að finna m.a. í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, kapellu kvennafangelsisins í Comton Vale í Stirling í Skotlandi, í Iðnaðar- banka íslands við Lækjpgötu og í kapellu sjúkrahússins á Ísafirði sem nýlega var tekið í notkun. Sýningin í Norræna húsinu Sigríður Ásgeirsdóttir stendur frá 15. apríl til 1. maí og er opin frá klukkan 12—19 virka daga og frá klukkan 14—19 um helgar. , Kaupmannahöfii: Tryofffvi Ólafsson sýnir Jónshúsi. ^ ^ Morgunblaðið/Nanna Buchert Tryggvi Ólafsson listmálari. Charlottenborg í Kaupmannahöfn, gestur og mun sýna fjölda mál- þar sem Tryggvi Ólafsson verður verka. _ g.L. Ásg. Jógvan Sachariassen og Bára Grímsdóttir. Hljómsveit Tónlistarskól- ans í Langholtskirkju TRYGGVI Ólafsson listmálari opnaði í dymbilviku málverka- sýningu í Gallerí Thain á Nörre- voldgade 54. Nú sem oftar er málverkasýning Tryggva vor- boði hér í borg og komu Qöl- margir gestir á opnunardaginn, enda listamaðurinn þekktur og vinmargur. Verk Tryggva njóta sívaxandi vinsælda bæði hér og heima og sýna málverkin 20 á Gallerí Thain, að ferskir og skýr- ir drættir sitja sem áður í fyrir- rúmi, þótt þau beri að nokkru nýtt yfirbragð. Nýlega var Tryggvi skipaður í dómnefnd til að velja sænska grafíklist fyrir stærsta þríæring í listgreininni á Norðurlöndum. Hann verður haldinn í Gautaborg á vegum Listasafns Gautaborgar og Grafíska félagsins í Stokkhólmi. Sú sýning hefur nú verið opnuð og einnig önnur minni, sem sýnir verk aðstandenda og dómnefndarmanna þríæringsins. Síðamefnda sýningin er í borgargalleríinu, sem nefnist Kunstepidemi og er í stóru, gömlu sjúkrahúsi, sem Gautaborg gaf myndlistarmönnum fyrir tveim árum til sýningarhalds og annarra afnota. Þama eru 12 grafíkmyndir eftir Tryggva Ólafsson og hafa 8 þeirra selzt. Listasafn Gautaborgar keypti 3 myndanna, en Listaráð ríkisins og Listasafn ríkisins í Stokkhólmi sitt hvora. Norræn samsýning 10 lista- manna verður formlega opnuð í listamiðstöðinni Mikkelborg í Hattstedt nálægt Husum í Slésvík 15. apríl nk. Þar á Tryggvi Ólafs- son 6 stór akrýlmálverk í glæsileg- um og björtum sal og verður nánar sagt frá sýningunni og Mikkelborg hér í blaðinu. Eigandi listamiðstöðv- arinnar, Henry Buhl, er mikill áhugamaður um norræna list. Sýn- ingin stóra í Mikkelborg verður opin til 5- júní. Margt fleira er á döfinni hjá hin- um afkastamikla listamanni. Tryggvi hefur nýlega gert skreyt- ingar fyrir vinnustað hjá danska TV2, sem staðsett er í Oðinsvéum, og verða húsakynni þar tekin í notk- un í þessum mánuði. Þá mun Lista- félagið í Faaborg halda sýningu á verkum hans í september og 6. október opnar haustsýningin á Lokaprófstónleikar verða haldnir á vegum Tónlistarskól- ans f Reykjavík í dag, föstudag- inn 14. apríl, klukkan 18 í Lang- holtskirkju. Á tónleikunum leikur Hljóm- sveit Tónlistarskólans í Reykjavík undir stjóm Mark Reedman. Á efnisskránni era: Concerto Grosso fyrir strengjasveit og píanó-fylgi- rödd eftir Emest Bloch,' Concert- ino fyrir fagott og strengjasveit eftir Lars-Erik Larsson, einleikari er Jógvan Zachariassen, fagott- leikari, og era tónleikamir fyrri hluti einleikaraprófs hans frá skólanum. Loks verður framflutt verk eftir Bára Grímsdóttur, Naktir litir, og er þetta verk loka- próf hennar úr tónfræðideild skól- ans. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Skurðlækna- þing hefst í dag DAGANA 14. og 15. apríl verð- ur Skurðlæknaþing íslands háð á Holiday Inn og hefst þar klukkan 14.30 í dag, föstudag. Þinghald sem þetta er orðinn árlegur viðburður. Þar kynna íslenskir læknar niðurstöður rannsókna sem þeir vinna að og eru eríndin að þessu sinni 35 talsins. í tengslum við þingið hafa Skurðlæknafélagið og Háskóli íslands boðið hingað þekktum bandarískum skurðlækni, próf. Martin Adson, sem m.a. er nú forseti alheimssambands lifrar- og brisskurðlækna (World assoc- iation of hepato-pancreato-bill- ary surgery). Mun hann halda hér tvo fyrirlestra. Hinn fyrri verður í Odda í dag, föstudaginn 14. apríl, klukkan 13 og Qallar um brottnám mein- varpa úr lifur. Allir læknar og læknanemar era velkomnir á þennan fyrirlestur. Hinn síðari verður laugardag- inn 15. apríl klukkan 13 á þing- stað og fjallar um þróun lifra- skurðlækninga. Elínborg, Sigrún, Margrét, Salome, Helga Ármanns og Erla sýna f Art-Hún. Myndlistar- sýningog sölugallerí Myndlistarmennimir Elín- borg Guðmundsdóttir, Erla B. Axelsdóttir, Helga Ármanns, Margrét Salome Gunnarsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir opna sýningu á verkum sinum f nýjum sýningarsal að Stangarhyl 7, Artúnsholti f Reykjavík, laugar- daginn 15. aprfl. Elínborg, Sigrún og Margrét Salome stunduðu nám við Mynd- listaskólann f Reykjavík í nokkur ár og útskrifuðust síðan úr leirlista- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands vorið 1988. Einnig sóttu þær nám í Skidmore háskóla, N.Y. Þetta er í fyrsta sinn sem þær sýna verk sín. _ Helga Armanns, stundaði einnig nám við Myndlistaskólann í Reylqavík og lauk síðan prófi úr grafíkdeild Myndlista- og handíða- skóla íslands vorið 1986, hún hefur tekið þátt í nokkram samsýningum og haldið eina einkasýningu í Gall- erí list 1988. Erla stundaði nám við Mynd- listaskólann í Reykjavík frá 1975—1982 og Skidmore háskóla N.Y. 1984. Erla hefur haldið sex einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum. Síðast sýndi Erla í FÍM salnum fyrr á þessu ári. Starfsemin að Stangarhyl 7, nefnist Art-Hún og samanstendur af vinnustofum ofangreindra myndlistarmanna og sýningarsal þeirra. Salur þessi verður starf- ræktur sem sölugallerí og jafn- framt leigður öðrum myndlistar- mönnum til sýningarhalds. Á sýningunni verða olíumálverk, pastelmyndir, kolateikningar, grafík, skúlptúrar og leirmunir. Sýningin að Stangarhyl 7 verður opin dag hvern frá klukkan 13-18 og um helgar frá klukkan 14-18. Sýningunni lýkur 1. maí. Á milli sýninga verður sýningarsalurinn starfræktur sem sölugallerí eig- enda Art-Hún og verður þá opið virka daga frá klukkan 13-18. Ráðstefiia um hermilíkön fyr ir hitaveitur DAGANA 13.—16. apríl er haldin í Reykjavik alþjóðleg ráðstefiia um hermilíkön fyrír hitaveitur. Þátttakendur eru rúmlega 100 og koma frá 12 löndum. Flutt verða samtals 25 erindi, þar af flytja íslendingar 6. Tveim fyrirlesurum er boðið sérstak- lega, þeim Hans-Peter Winkens, orkuveitustjóra í Mannheim í Vestur-Þýskalandi og Dr. Kaj Juslin frá Rannsóknamiðstöð fínnska ríkisins í Helsinki. Að ráðstefnunni standa fagráð um hitaveiturannsóknir, nefnd á vegum norrænu ráðherranefnd- arinnar og verkfræðideild Há- skóla íslands. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum. Valdimar K. Jónsson, prófess- or við verkfræðideild Háskóla íslands, hefur stjórnað undirbún- ingi að ráðstefnunni. (Fréttatilkynning) Ráðstefiia um vöruþróun og gæðastjórnun 1 sjávarútvegi SAMEIGINLEG ráðstefiia Gæðastjórnunarfélags íslands og Matvæla- og Næringarfræð- ingafélags íslands undir nafii- inu Þróun nýrrar vöru og stjórnun gæða í sjávarútvegi, verður haldin að Hótel Sögu 15. apríl. Um vöruþróun, þróun markaða og fiskvinnslu flytja erindi Hjalti Einarsson, framkævmdastjóri SH, Ingjaldur Hannibalsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs ís- lands, Sigurður Bogason, mat- vælafræðingur hjá SIF og Hjör- leifur Einarsson matvælafræðing- ur hjá Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins. Að hádegisverði loknum flytja erindi um gæðamál Gunnar H. Guðmundsson rekstrarverk- fræðingur Ráðgarði, Pétur ísleifs- son frystihússtjóri Tanga hf., Vopnafírði og Guðrún Hallgríms- dóttir forstöðumaður þróunar- sviðs Ríkismats sjávarafurða. Ráðstefnan hefst kl. 9:15 og henni lýkur um kl. 13:30. Hún er öllum opin, en aðlilar úr sjávar- útvegi era sérstaklega boðnir vel- komnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.