Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 33
i .nm fluoAtHTTaö'í tticiAjavrjofloií MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUÐAGUR 14. APRIL 1989 ’' - Jónmundur Olafs- son ív. kjötmatsfor- maður - Minning Fæddur 26. mars 1906 Dáinn 7. apríl 1989 Vinur minn og samstarfsmaður um 34 ára skeið hefur nú skyndi- lega kvatt þetta jarðlíf. Hann hafði gengið út í garðinn sinn, sjálfsagt til að huga að vorverkunum eins og hans var vandi. Þar hné hann niður og var þegar látinn. Þó dauðinn sé eitt af því fáa sem við vitum með vissu að yfir okkur mun ganga, kemur hann oftast á óvart. Daginn áður töluðum við saman eins og oft endranær. Var hann þá hinn hressasti, gerði að gamni sínu og spjallaði um lífið og tilveruna. En skjótt skipast veður í lofti og nú sakna ég vinar í stað. Langar míg að minnast hans með nokkrum kveðjuorðum. Jónmundur fæddist á Eyri í Borgarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Ólafsson bóndi þar og kona hans, Þuríður Gísladóttir. Börn þeirra hjóna voru níu talsins og eru nú fjögur þeirra látin. Jón- mundur ólst upp í föðurhúsum til ellefu ára aldurs en fluttist þá að Geitabergi þar sem hann átti heima fram yfir tvítugsaldur. Hann gekk í Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur árið 1926. Til Reykjavíkur fluttist hann 1929 og bjó þar alia tíð síðan. Árið 1935 kvæntist Jónmundur Eyrúnu Einarsdóttur en hún lést 1948. Eignuðust þau einn son, Ein- ar Hilmar, yfirlækni, sem kvæntur er Björk Sigurðardóttur og eiga þau tvö böm. Jónmundur kvæntist aftur árið 1949 Huldu Daníelsdóttur en hún lést 1983. Eignuðust þau einn son, Sigurð Rúnar, skrifstofustjóra. Á hann eina dóttur með fyrrverandi sambýliskonu sinni, Eygló Yngva- dóttur. Eftir að Jónmundur fluttist til Reykjavíkur vann hann þau störf sem til féllu. Á þeim tíma var, eins og allir vita, ekki auðvelt að fá fasta atvinnu. Atvinnuleysi var mikið og í raun barist um hvert handtak sem til boða stóð. Vélknúin tæki vom nánast ekki til og handverkfæri og mannsaflið látið duga. Reyndist það mörgum hin mesta þolraun og var margur maðurinn útslitinn fyrir ald- ur fram. Fljótt fór orð af dugnaði Jónmundar og samviskusemi í starfí, enda þrekmaður og ósér- hlífínn í vinnu. Árið 1930 réðst hann til Sláturfélags Suðurlands og starfaði þar samfellt í 17 ár eða til ársins 1947. Naut hann þar mikils álits, enda víkingur til allra verka og sérlega glöggur á allt er kjöti og kjötmati viðkom. Þar kom líka að landbúnaðarráðuneytið skipaði hann í stöðu yfírkjötmatsmanns og síðar kjötmatsformanns, sem hann gegndi samfellt um langt árabil, eða þar til hann náði sjötugsaldri. Lagði hann mikla alúð við það trúnaðar- starf og leiðbeindi kjötmatsmönn- um um land allt. Ferðaðist hann m.a. milli sláturleyfishafanna eins og tími hans frekast leyfði og not- aði þá oft stóran hluta sumarleyfis síns til að halda námskeið til að bæta kjötmatið og samræma það. Leiðir okkar Jónmundar lágu fyrst saman í desember 1947 þegar ég gerðist starfsmaður Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins. Jónmundur hóf þar störf í júní 1947 en fram- kvæmdastjóri var Sveinn Tryggva- son. Ég hafði í upphafí ekki hugsað mér að festa mig í þessu starfí til frambúðar. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Við nánari kynni þótti mér æ betra að starfa með þessum mönnum, en eins og allir vita þá er fátt mikilvægara á vinnustað en góður starfsandi og að fólki líði vel í starfinu. Það fór líka svo að ég starfaði þarna samfellt í fjörutíu ár. Þakka ég það þessum góðu sam- starfsmönnum mínum, Jónmundi og Sveini, sem ég vann svo lengi með. Ekki spilltu heldur þeir ágætu forystumenn bænda í stjórn Fram- leiðsluráðs og Stéttarsambandsins sem ég hefi ávallt metið mjög mik- ils. Mér hefur alltaf verið ljóst hvert lán það var fyrir Framleiðsluráð sem stofnun að ráða Jónmund í sína þjónustu. Trúnaður hans og sam- viskusemi í starfí var þann veg að allir sem samskipti þurftu að hafa við hann, og þeir voru mjög marg- ir, fundu hversu traustur og ábyggi- legur hann var. Hann var mjög nákvæmur í öllu reikningshaldi og skýrslugerð, sem m.a. snerti alla sláturleyfishafa landsins. Ég held að mér sé óhætt að segja að Framleiðsluráðið hafí sem stofn- un notið trausts út á við, hjá þeim fjölmörgu fyrirtækjum um land allt, sem samskipti þurftu að hafa við ráðið. Ég veit að með trúmennsku sinni í starfí skapaði Jónmundur að stórum hluta þetta traust sem í raun er ómetanlegt og verður seint fullþakkað. Á samstarf okkar bar aldrei neinn skugga öll þessi ár. Minning- in um hann verður mér ávallt kær. Nú þegar Jónmundur er allur og leiðir skilja í bili, þakka ég honum samfylgdina og samstarfíð og alla þá vinsemd sem hann ávallt sýndi mér og mínu fólki. Sonum hans og aðstandendum öllum votta ég og fjölskylda mín innilega samúð. Gunnlaugur Lárusson Jónmundur er látinn. Hann féll frá þegar voraði í lofti og honum fannst tími til kominn að hreinsa til eftir langan og erfiðan snjóavet- ur. Þetta varð honum um megn. Með skóflu í hendi leið hann burt á tröppunum heima í Melgerði. Jónmundur var 83 ára síðan á páskadag. Síðustu árin átti hann mjög bágt með að fara ferða sinna vegna fótaveiki og var því uppá aðra kominn en það var nú ekki við hans skap. Hann var hins vegar andlega hress og fór fátt framhjá honum á vettvangi landsmálanna. Honum var það alltaf meira og meira undrunarefni eftir því sem árunum fjölgaði, af hveiju við ís- lendingar værum svona óheppnir með stjórnmálamenn, og þótt ég reyndi að andæfa í mörgum okkar símtölum þá varð ég oftast að viður- kenna röksemdir Jónmundar, enda mundi hann eftir fullveldisbaráttu okkar og lýðveldisstofnuninni og svo hvemig til hefur tekist með það. Um þetta áttum við mörg sam- töl, en aldrei spurði ég Jonmund hvaða flokk hann kysi, það kom ekkert málinu við, og vonandi koma þeir til með að skipta minna máli í framtíðinni. Ég kynntist Jónmundi þegar hann kvæntist Huldu systur minni. Ég var þá unglingur á 17. ári og þótti mér það ekki lítil uppörvun að þessi nýi fjölskyldumeðlimur ræddi við mig um mín áhugamál og sín sem jafningja. Hann hafði enga tilburði til að tala niður til unglingsins eins og margra er sið- ur. Fyrir þetta hlaut hann alla mína virðingu á þessum árum og reyndar alla tíð. Jónmundur Ólafsson fæddist á Eyri í Svínadal 26. mars 1906 og voru foreldrar hans Ólafur Ólafsson frá Eyri og kona hans, Þuríður Gísladóttir frá Stálpastöðum í Skorradal. Hann var því Borgfirð- ingur í báðar ættir og fór ekki dult með. Hann ólst upp til 11 ára ald- urs í stórum systkinahópi, en þau voru 9 systkinin á Eyri, og eru nú 5 þeirra á lífí. Jónmundur fór til sumardvalar að Geitabergi í Svína- dal 11 ára gamall en sú sumardvöl entist í 12 ár. Jónmundur átti ljúfar minningar frá þeim stað alla tíð og minntist þess fólks, sem þar bjó rausnarbúi, með mikilli hlýju. Bamaskólamenntunina fékk hann þar í formi hinnar árlegu 2ja til 3ja mánaða farkennslu sem til boða stóð á aldrinum 10-14 ára. Það var allur undirbúningurinn undir lífíð fyrir margan fátækan sveitadreng- inn. Jónmundur naut þess hinsveg- ar að komast í 2ja vetra nám að Hvanneyri og lauk þaðan prófí sem búfræðingur vorið 1926. Jónmundur gerðist ekki bóndi þótt nám hans stæði til slíks, en það voru ekki margar námsbrautir í boði eins og nú eru og hann nýtti sér það sem gafst. Hann kom til Reykjavíkur þegar fóstri hans og velunnari, Bjami Bjamason á Geitabergi, andaðist og jörðin var seld. Hann réðst til Sláturfélags Suðurlands í haustslátrunina 1929 og var upp frá því tengdur kjötverk- un og kjötmati. Hann var skipaður kjötmatsmaður hjá Sláturfélaginu haustið 1936 en þar starfaði hann í 18 ár eða þar til hann hóf störf hjá Búnaðarráði og svo 1. júlí 1947 hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins þar sem hann vann til ársins 1981 og var þá orðinn 75 ára gamall. Hann var yfirkjötmatsmaður á Suð- ur- og Suðvesturlandinu og var umdæmi hans frá Skeiðarársandi og vestur um land til Gilsfjarðar, en kjötmatsformaður var hann einnig og hafði því með samræm- ingu á kjötmati að gera á öllu landinu. Hann var þannig mótandi um alla meðferð á kjöti og því umhverfi, þar sem slátmn fór fram. Barátta þeirra, sem vildu bæta að- stöðuna við slátmn og umhirðu kjöts, var bæði löng og ströng. Barist var við gamlar venjur sem erfítt var að uppræta, lélegan húsa- kost og sóðaskap. Þegar Jónmund- ur hóf störf hjá Framleiðsluráði 1947 vom 140 sláturstaðir á öllu landinu en aðeins 60 vom eftir þeg- ar hann lét af störfum, og fækkar enn. Það vom gerðar sífellt meiri kröfur um vandaðan frágang á matvömnni en ekki síður vom sífellt meiri kröfur gerðar til þeirra bygg- inga, þar sem slátmn fór fram. Jónmundur hefur látið hafa það eftir sér, að viðhorf sumra til hrein- lætiskrafnanna hefðu verið þau, að þar sem menn týndu ekki lífí við að neyta afurðanna væri allt í himnalagi og engra breytinga þörf. Jónmundur var í nefnd sem land- búnaðarráðherra skipaði 1947 til þess að endurskoða lög og reglu- gerðir um kjötmat, sem vom frá árinu 1933.1 þeirri nefnd vom auk hans Sæmundur Friðriksson, sem var formaður nefndarinnar, og Kristjón Kristjónsson. Lögin sem fram til þessa höfðu verið í gildi, fjölluðu nánast öll um afurðir til útflutnings en þær tillögur að lög- um og reglugerðum sem þessi nefnd samdi og urðu að lögum 1949, vom samfelldur lagabálkur um slátmn, mat og meðferð á sláturafurðum fyrir innanlandsmarkað. Jónmund- ur var því einn af höfundum laga og reglugerða, sem standa enn í dag að efni til lítið breyttar og hon- um var falið sem yfirkjötmatsmanni og kjötmatsformanni, að sjá um framkvæmd þessara laga. Honum þótti þetta ganga grátlega seint en hann gladdist þeim mun meir þegar árangur náðist. Nú má sjá fullkom- in tæknivædd sláturhús á nútíma vísu í öllum landshlutum og hefur því Jónmundur upplifað þessa þróun frá því slátrað var á blóðvelli þar sem engin sláturhús voru til og til nútímalegra vinnubragða sem frek- ar samræmast nútíma þjóðfélagi. Jónmundur var starfsmaður Framleiðsluráðsins í 34 ár og hafði ég um árabil starfs míns vegna samskipti við skrifstofuna. Þama voru oft teknar upp glaðlegar um- ræður um lambakjötið og hugsaðar tilraunir til að selja það í Afríku. Þetta gaf einum viðstaddra tilefni til að benda á, að væntanlegir kaup- endur gætu allt eins orðið hrifnari af sölumönnunum en dilkakjötinu og bæri því að leita allra annarra ráða fyrst áður en farið væri til Afríku með kjötið, til að spara starfsmenn. Þarna vom hressir kariar sem áttu margt sögukomið handa gestum, hvort sem þeir áttu lítið erindi eða stórt. Jónmundur var tvíkvæntur. Fyrri konu sinni, Eyrúnu Einarsdóttur, fæddri 14. janúar 1906, frá Hömr- um í Þverárhlíð, kvæntist hann 1935 en hún lést 10. maí 1948. Þau Eyrún eignuðust son, Einar Hilmar, sem fæddur var 27. febrúar 1939. Hann er nú yfírlæknir á röntgen- deild Landspítalans. Einar Hilmar er kvæntur Björgu Sigurðardóttur, hjúkmnarfræðingi, og em börn þeirra: Sigurður, rafeindavirki, og Eyrún sem stundar nám í Kvenna- skólanum. Seinni kona Jónmundar var Hulda Daníelsdóttir, fædd 27. apríl 1914. Hún var dóttir Daníels Magnússonar frá Tindstöðum á Kjalamesi og Finnbjargar Teits- dóttur. Þau gifust árið 1949. Sonur þeirra er Sigurður Rúnar, fæddur 6. júní 1950, sem er viðskiptafræð- ingur og er nú skrifstofustjóri hjá tryggingafélaginu Ábyrgð. Dóttir hans og Eyglóar Yngvadóttur er Harpa, sem nemur í Menntaskólan- um í Kópavogi. Þau Hulda og Jónmundur byggðu sér fallegt heimili í Mel- gerði 7 og var það eitt af fyrstu húsunum á nýju landsvæði í Soga- mýrinni, sem Reykjavíkurborg skipulagði í borgarstjóratíð Gunn- ars heitins Thoroddsen. Þá var óð- um að losna um hömlur og höft á innflutningi byggingarefnis, en á því hafði verið skortur frá stríðslok- um. Þau boðuðu ættingja og vini til sín á þetta nýja, glæsilega heimili, hvenær sem þeim þótti tilefni til, og á næstu árum og svo lengi sem heilsa Huldu leyfði var veislufagn- aður heima hjá þeim árlegur við- burður. Þama upplifði ég sam- kvæmi stórfjölskyldunnar, þar sem gestgjafar söfnuðu foreldram, systkinum og bömum þeirra til sín á jóladag og var boðið til síðdegis- kaffís með óteljandi kökutegund- um, þá kvöldmatar sem mestur gerðist, enda kjötið valið og af kunnáttu. Að lokum var síðdegis- kaffíð endurtekið. Þessi fagnaður stóð langt fram eftir nóttu með spilamennsku á tveimur til þremur borðum en auk þess haldið uppi stórskemmtilegum samræðum allan tímann. Þama var þröngt á þingi en þó var eins og nóg rými væri fyrir alla og fleiri ef vildi. Jónmundur var glaðlyndur að eðlisfari og naut þess að vera innan um glatt fólk. Hann smitaði aðra af gleði sinni og jákvæðri afstöðu til lífsins. Hann hélt þessari lífsnautn fram á síðasta dag. Hulda lést 16. febrúar 1983 á 69. aldurs- ári og hafði þá átt við vanheilsu að stríða í mörg ár. Jónmundur bjó áfram í húsinu þeirra í Melgerði 7. Synir hans reyndu að létta honum ævikvöldið og studdu hann í því, sem hann sjálfur þráði, að geta verið heima svo lengi, sem mögu- legt væri. Honum varð að ósk sinni. Hann hafði lokið störfum á óað- fínnanlegan hátt og honum var ekkert að vanbúnaði hvenær sem kallið kæmi, en hann ætlaði sjálfur að sjá um, að aðkoman að forstofu- dyranum væri sæmilega hrein og honum ekki til vansæmdar. Við þá iðju kvaddi hann þennan heim. Mín fjölskylda þakkar Jónmundi samverana bæði í gleði og á sorgar- stundum í lífi okkar. Við gátum alltaf treyst því að koma aftur auga á lífsljósið, ef við héldum okkur ( nálægð hans. Við sendum sonum hans og fjölskyldum þeirra inni- legustu samúðarkveðjur. Minning- una um hann er gott að geyma. Þórólfur t Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför MARGRÉTAR J. THORLACIUS frá Öxnafelli, Þórunnarstræti 115, Akureyri. Kristfn Þ. Bergsveinsdóttir, Hjörleifur Kristjánsson, Guðmundur J. Bergsveinsson, Ásgerður Ágústsdóttir, Friðrik Bergsveinsson, Sigrún Olgeirsdóttir, Gréta Berg Bergsveinsdóttir, Stefán Kristjánsson, Þórður Halldórsson og barnabörn. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTRÚN AR JÓNASDÓTTUR, Dalbraut 27, Reykjavík. Guðný Hallgrímsdóttir, Bogi G. Hallgrimsson, Jónas Hallgrfmsson, Sigurjón Hallgrímsson, Bjarni Pétursson, Helga Helgadóttir, Hulda Erlingsdóttir, Þórkatla Albertsdóttir, Garðar Arnkelsson, börn og barnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta til- vitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Mcginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.