Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 19 ANAGENESE Barátta við tímann Forskot húðarinnar á gangi tímans Kynntf dog frákl. 13-18. Strandgötu 31, Hafnarfirði ORLANE BLESSAÐUR vertu, þetta er alveg hreint stórkostlegt, við vorum búnir að sprengja allt utan af okkur,“ sagði Ingvar Helgason, en fyrirtæki hans flutti starfsemi sína nýlega í nýtt húsnæði við Sævarhöfða 2 í Reykjavík. Ingvar Helgason hf var áður við Rauðagerði, en það húsnæði hefúr nú verið selt Félagi íslenskra hljómlistar- manna. Ingvar segir að við byggingu hins nýja húsnæðis hafí verið lögð höfúðáhersla á að hagkvæmni og notagildi færu saman. „Við erum að skapa okkur vistlegt umhverfi á ódýran máta,“ sagði hann. Nýbyggingin við Sævarhöfða er nærri fimm þúsund fermetrar að flatartmáli og hluti hennar er á tveimur hæðum. Um 1.100 fer- metrar verða leigðir út til Borgar- bílasölunnar, sem sér um sölu not- aðra bíla frá Ingvari Helgasyni hf. I suðurenda hússins er sýning- arsalur fyrir nýja bíla og þar eru jafnframt skrifstofur sölumanna. A efri hæð eru skrifstofur og í miðju byggingarinnar er vara- hlutaverslun ásamt lager. Þá er einnig í húsinu aðstaða fyrir þrif nýrra bíla, ísetningu aukahluta og búnaðar og lítið kennsluverkstæði. Burðarbitar hússins eru úr límtré frá límtrésverksmiðjunni á Flúðum og innréttingar eru allar miðaðar við hámarks notagildi á sem ódýrastan máta segir Ingvar Helgason. „í öllu höfum við reynt að hafa sparnað. Það er engin flottræfils eyðsla á neinu. Við höf- um fengið ýmsar hugmyndir frá Japönum, en annars er byggingin öll hönnuð hér á landi eftir okkar forskrift." Ingvar var spurður hvort hann væri ekkert kvíðinn að vera nýbú- inn að byggja yfir starfsemina á sama tíma og bílasala hefur hru- nið. „Nei, ég er ekkert kvíðinn. Við höfum reynt að halda okkur innan þess ramma sem við settum okkur í upphafi og það hefur tek- ist. Það var til dæmis enginn hamagangur við opnun hér því að við höfðum engan ákveðinn flutn- ingsdag. Hér var ekki unnið nótt og dag síðasta mánuð fyrir opnun enda er það bölvuð vitleysa." 26 starfsmenn vinna hjá .Ing- vari Helgasyni hf. Fyrirtækið hef- ur umboð fyrir Nissan og Subaru bíla frá Japan og Trabant og Wartburg frá Austur Þýskalandi. Steintak byggði húsið sem var teiknað hjá Teiknistofunni Tún- götu 3 undir umsjón Egils Guð- mundssonar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Synir Ingvars Helgasonar taka virkan þátt í rekstri fyrirtækisins. Hér eru þeir með „gamla manninum" í nýja húsinu, frá vinstri Jú- líus Vífill, Guðmundur, Helgi og Ingvar Helgason. Ragna Ingimundardóttir. A innfelldu myndinni eru vasar sem hún hefúr mótað og skreytt. Ragna Ingimiindardóttir opnar leirkerasýning'u INNLENT Laugardaginn 15. apríl opnar Ragna Ingimundardóttir leirkera- sýningu í vestursal Kjarvalsstaða. Ragna útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1981. Fram- haldsnám stundaði hún við keramik- deiid Gerrit Rietveld Academi í Amst- erdam og lauk þaðan prófi 1984. Ljoð Tómas- ar í einu bindi Hún er með sitt eigið verkstæði á Seltjamamesi, í bílskúr við Nesveg- inn. Þetta er frekar lítið verkstæði, allavega miðað við hlutina sem þaðan renna út. Allt er þar í röð og reglu, borð, stólar og hillur, málað í bleikum lit. Hún vinnur nær eingöngu stórar skálar og gólfvasa sem hún fullmótar í massífan leir. Gipsmótin steypir hún síðan utan um þessi massífu form. í vinnsluna á hverjum gólfvasa, sem er u.þ.b 60 sm á hæð, fer um 25 kg af leir. Leirinn hnoðar hún og pressar í þunnar flögur og leggur í gipsmótið. Heildarsafn Ijóða Tómasar Guðmundssonar er komið út hjá Almenna bókafélaginu. Bókin er 669 bls. að stærð í DIN-broti (21 x 15 sm). Við þessa útgáfu er farið ná- kvæmlega eftir heildarútgáfu á verkum Tómasar, sem komu út 1981, en þar eru kvæðin prentuð eins og skáldið óskaði að ganga endanlega frá þeim. Afar glöggur og skarpsýnn for- máli eftir Kristján Karlsson er fyrir ljóðunum og fáum við þar meðal annars ómetanlega innsýn í hugar- heim skáldsins, skýringar á sér- stæðum aðferðum þess við ljóða- gerð og skilning á því hve geysi- kröfuharður Tómas var gagnvart eigin skáldskap. Enda var árangur- inn eftir því, sérhver ljóðabók var sem úrval. Ljóð Tómasar Guðmundssonar er afar glæsileg bók og var hönnun hennar í höndum Torfa Jónssonar. Setningu, préntun og bókband ann- aðist Prentsmiðjan Oddi. ___________________(Ftíítaíilkynniijg) Borgarráð: Tjarnar- gata 11 seld læknum BORGARRÁÐ hefúr samþykkt að selja Læknafélagi ísiands hús- eignina, sem áður var Tjarnar- gata 11 en er nú við Skerpugötu í Skerjafirði. Að sögn Gunnars Eydal skrif- stofustjóra borgarstjórnar, hyggj- ast læknar stofna þar dagheimili og reka í húsinu. Kaupverð hússins er 8,5 milljónir króna. Réttur staóur Að iokum er hann gleijaður og brenndur, eftir að hafa verið 10 daga að fullþoma. Hver hlutur er málaður fyrir sig og því enginn eins.. Blanda þarf alla litina sem er tölu- verð efnafræðikunnátta, allt er vel mælt svo ekki má skeika grammi. Hver skál, vasi eða hvað hún gerir er eitthvað ákveðið og er oft endur- speglun á umhverfí hennar. Þetta er þriðja einkasýning Rögnu, en hún hefur tekið þátt í samsýning- um í Hollandi, Noregi og I Reykjavík. Sýningin er opin alla daga frá klukkan 11 — 18 til 30. apríl og all- ir eru velkomnir. Askríftarshtúnn er83033 Ingvar Helgason hf>flytur í nýtt húsnæði: „Við vorum búnir að sprengja allt utan af okkur“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.