Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIлFÖBTUDAGUB APRftf 1989 7 Neyðarmiðstöð dýralækna: Seinagangur á af- greiðslu 1 flarveru fiilltrúa ríkisins „Afgreiðsla undanþágubeiðna vegna sjúkra dýra hefur ekki gengið eins greiðlega fyrir sig og kostur er vegna þess að íjármálaráðuney- tið hefur ekki séð ástæðu til að hafa hjá okkur fuiltrúa sinn i undan- þágunefiid allan sólarhringinn,“ sagði Rögnvaldur Ingólfsson, í neyð- armiðstöð dýralækna, í samtali við Morgunblaðið í gær. Mor^funblaðið/Ámi Sœberg Undanþágunefnd skipa tveir menn, annars vegar fulltrúi frá Dýralæknafélagi Islands og hins vegar fulltrúi fj'ármálaráðuneytis- ins. Fulltrúi frá fjármálaráðuneyt- inu hefur ekki verið til taks allan sólarhringinn til að undirrita beiðn- ir um undanþágur svo að í sumum tilvikum hefur ekki verið hægt að sinna neyðartilvikum um leið og þau koma upp á. „Okkur dýralæknum skilst að ólöglegt sé að sinna neyð- artilvikum f verkfalli nema fýrir liggi undirskrift og samþykki beggja deiluaðila," sagði Rögn- valdur. Um það bil sjötíu undanþágu- beiðnir berast neyðarmiðstöðinni á degi hveijum. Ekki hefur verið hægt að veita undanþágur í öllum tilvikum. Aðeins eru veittar undan- þágur er taka til dýravemdunar- sjónarmiða. Beiðnum, sem ekki geta talist til neyðartilvika, er hafn- að, að sögn Rögnvalds. Bústaðakirkja: Páll A. Pálsson, fulltrúi ríkisins í undanþágunefnd, sagðist jekki sjá neina vankanta á skipulagi nefndar- innar. Ef fulltrúi ríkisins væri ekki í neyðarmiðstöðinni, þá væri hann í símasambandi við hana og fylgd- ist þannig með gangi mála. Fullkomnasti bíllinn íflota lögreglunnar Lögreglan í Reykjavík hefiir fengið nýjan bíl S flota sinn, af gerðinni SAAB 900 Turbo. Bíllinn er búinn fullkomnum Qarskipta-, öryggis- og björgunarbúnaði. Má þar nefna tvöfalt bílsíma- kerfi, talstöðvar og radar, auk þess sem væntan- legur er í bílinn skjár, sem tekur á móti skrifleg- um skilaboðum. Myndin var tekin þegar Skarp- héðinn Njálsson, varðsljóri, veitti bílnum viðtöku á miðvikudag. 7% hækkun flutningsgjalda: Hækkar matvörur um allt að 4% INNFLUTTAR matvörur munu hækka í verði um 2% til 4% vegna hækkunar farmgjalda um 7%. Verðlagsstofiiun samþykkti þá hækk- un fyrir viku, en skipafélögin höfðu farið fram á 13% hækkun. Verð á bilum mun hækka innan við 0,5% af sömu sökum. Astæða þess hve misjafnlega hækkun farmgjaldanna skilar sér S verði, er hve vægi flutningsgjalda er mismikið i verði vörunnar, að sögn Arna Reynissonar framkvæmdasfjóra Félags íslenskra stórkaupmanna. Ámi segir að flutningsgjöldin séu oftast á bilinu 2,5% til 25% af inn- kaupsverði vöru. Hann segir inn- flytjendur vera ákaflega ósátta við að þurfa að greiða misjafnt flutn- ingsgjald eftir því hvaða vöruteg- und er verið að flytja, þeir vilji greiða eitt gjald fyrir gáminn, án tillits til þess hvað í gáminum er, svo framarlega sem það eru ekki hættuleg efni. Flutningsgjald vegur þyngst í verði þeirra vörutegunda sem eru ódýrastar í innkaupi. Þar á meðal eru matvörur og segir Árni að 7% hækkun flutningsgjaldanna valdi 2% til 4% hækkun á verði þeirra. Hann kvaðst gera ráð fyrir að jafn- aðarhækkun verði um 0,5% strax og 0,2% að auki sem komi smám saman í vöruverðið þegar áhrifa hækkananna fer að gæta í öðru varðlagi og launum. Jónas Þór Steinarsson hjá Bílgreinasambandinu segir að gera megi ráð fyrir að hækkun flutnings- gjaldanna hækki verð bfla sem nem- ur tæplega 0,5%. Hann býst ekki við að þeirrar hækkunar gæti strax, þar sem flest bílaumboð eiga nokkr- ar birgðir af bflum í landinu. 0,5% hækkun þýðir að verð á algengustu bílum hækkar á bilinu 2.000 til 5.000 krónur. Dómkirkjan: Auglýst eftir presti BISKUP íslands hefiir auglýst annað prestsembætti Dómkirlq- unnar í Reykjavík laust til um- sóknar. Séra Þórir Stephensen staðarhaldari í Viðey hefiir feng- ið lausn frá embætti dómkirkju- prests frá 15. júní n.k. Umsókn- arfrestur um stöðuna er til 3. maí n.k. Nafti manns- ins sem fórst MAÐURINN sem fórst í mynni Hafharfjarðarhafnar í gærdag hét Guðmundur Magnússon til heimilis að Nesvegi 57 í Reykjavík. Hann var 64 ára gam- all, fæddur 4. október 1924. Guð- mundur lætur eftir sig eiginkonu og uppkomna dóttur. __ Góöarvoror. l fleguppa*0 11 ! ****** Lauga, ........ ..... sKerrv^ aVcy- :..... FS8m‘I«:3° A7Á5 Ákveðið að kalla til prest SÓKNARNEFND Bústaðakirlqu ákvað nýlega á fundi sínum að kalla til prest í stað séra Ólafs Skúlasonar og auglýsa stöðuna ekki lausa til umsóknar. Á fiindi í næstu viku verður siðan kannað hvaða prestar komi til greina. Samkvæmt nýju lögunum um prestkosningar þurfa þrír Qórðu sóknarnefiidarmanna að sam- þykkja þann prest sem kalla á til. Annars verður að auglýsa stöðuna. Á fundinum þar sem ákveðið var að kalla til prest samþykktu tólf nefndarmenn þá málsmeðferð en einn var á móti. Ásbjöm Bjömsson formaður sóknamefndar segir að hann voni að góð samstaða náist um hvem beri að kalla til á næsta fundi nefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.