Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 41 Þessir hringdu ..« Áhugavert erindi Viggó Natanaelsson hringdi: Aðalfundur Heilsuhringsins var haldinn í Norræna húsinu 11. apríl. Þar var fullt hús félags- manna. Athyglisvert erindi flutti Hallgrímur Magnússon læknir er hann nefnir „Nefstart, næring, æfing, vatn, sól, hófsemi, loft, hvfld, trú.“ Þetta erindi var af- burðavel flutt og ætti að koma fyrir almenningssjónir. Væri æskilegt ef Lesbók Morgunblaðs- ins eða Morgunblaðið gæti fengið það birt. Ræðumanni var þakkað með miklu lófaklappi. Lukkaertýnd Kisan Lukka týndist frá heimili sínu við Seilugranda á þriðjudags- morgun. Hún er svört með hvítar hosur og bringu. Neðri hluti höf- uðsins er einnig hvítur. Þeir sem gætu gefið einhveijar upplýsingar um ferðir Lukku vinsamlegast hringi í síma 22231 e. kl. 18 eða í síma 12274 á skrifstofutíma. Strangari inntökuskilyrði Meðmælandi „furðulostins nemanda" hringdi: Ég vil taka hressilega undir með framhaldsskólanema sem skrifar í Velvakanda á miðviku- dag. Það ætti frekar að setja strangari inntökuskilyrði í fram- haldsskóla frekar en hitt. Fáránleg lög Annar furðulostinn nemandi hringdi: Ég er fullkomlega sammála „Furðulostnum nemanda" sem skrifar í Velvakanda á miðviku- dag. Mér fínnast þessi nýju lög alveg fáránleg. Krókfaldur í bréfí Sólveigar Guðmunds- dóttur „Þjóðbúningaspjall" misrit- aðist eitt orð, en þar á að standa: Það er víravirkisspöng í hárið við upphlut, peysuföt og kyrtil í stað skotthúfu og krókfalds með slöri...“ Gullarmband tapaðist Lifía Mitchell hringdi: Eg tapaði gullarmbandi á Hótel Sögu aðfaranótt 1. aprí sl. Ann- bandið er með tvöföldum hlekkj- um og gullið eins og upphleypt. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 42965. Kartöflur, egg og kjúklingar: Stórkostuleg hagfræðikenning- Mig langar til að vekja athygli á stórkostulegri hagfræðikenningu er Þorvaidur Gylfason prófessor í hag- fræði heldur fram í Morgunblaðinu 15. mars síðastliðinn. En hún er í stuttu máii sú að þar sem svo til öll innlend framleiðsla sé langtum dýrari en innflutt framleiðsla sé það langtum hagkvæmara fyrir þjóðina að flytja sem mest af þessari fram- leiðslu inn og nota í staðinn þann mismun sem sparast á rándýrri inn- lendri framleiðslu og hræódýrri er- lendri til að greiða þeim laun er við þetta starfa án þess að þeir fram- leiði neitt. Tekur hann ljóst dæmi um kartöflur þar sem auðvelt væri að greiða þessum 100 kartöflufram- leiðendum 2 milljónir á ári í laun en þó spöruðust 600 milljónir sem nota mætti í aðra nytsama hluti. Guðmundur J. Guðmundsson hélt svipuðu fram í Borgamesræðu sinni um daginn svo það er víst að hann fagnar þessari tillögu. Það myndi auðvelda mjög verkalýðsbaráttuna ef verkamenn fengju launin bara send heim af því að menn græddu svo mikið á því að láta þá ekki vera að slíta sér út við framleiðslu sem er alltof dýr en gætu í þess stað leitað að ódýrum sólarlanda- ferðum hjá erlendum flugfélögum. Einhvetjir ómenntaðir sveita- menn hafa verið að mótmæla þess- ari brilljant kenningu Þorvalds. Því bætti hann við annarri grein í Morg- unblaðinu 22. mars og eykur þar við pottþéttum dæmum af kjúkling- um og eggjum. Það mun vera hægt að fá mjög ódýr egg til dæmis í Bretlandi. Þeim gengur eitthvað illa að afsetja þau þar þótt ódýr séu. Svampkjúklingar og hormónakjöt er mjög ódýrt í Bandaríkjunum og grænmeti þeirrar náttúru að það geymist endalaust sem nýtt inni á eldhúsborði. Jón Ásbergsson í Hagkaupi kem- ur svo Þorvaldi til hjálpar í Morgun- blaðinu 30. mars og segir það mestu óhæfu hvað kaupmenn verði að leggja mikið á innlendar kartöflur en það sé af því hvað þær séu ódýr- ar í innkaupi því það má jú ekki hrófla við álagningarprósentunni. Telur hann kaupmenn fúsa að af- sala sér u.þ.b. 300-400 milljóna króna tekjum af kartöfluálagningu fái þeir að flytja inn ódýrar erlend- ar kartöflur og fóma sér þannig fyrir neytendur að venju. Muna ekki allir eftir sodastre- am-tækinu? Það var þeirrar náttúru að eftir því sem menn drukku meira af sykurvatni því er það framleiddi græddu þeir meira ef miðað var við rándýrt gos út úr búð enda rann tækið út og allir stórgræddu. Það verður ekki amalegt að lifa hér á okkar kalda landi ef kenning Þor- valds Gylfasonar nær fram að ganga og núna undirbúa Neytenda- samtökin herferð til að hvetja land- ann til að kaupa ekki íslenska kjúkl- inga þessari stórkostulegu kenn- ingu til framdráttar. Og Jón As- bergsson vitnar í sjónvarpinu um ágæti innlendrar framleiðslu. Hér er svo í lokin vísukorn sem ég lærði ungur: Margur fengi mettan kvið má það nærri geta yrði fóikið vanið við vind og snjó að eta. Svo er sagt að bókvitið verði ekki í askana látið! Hjalti Jakobsson Stykkishólmur: Hugleiðingar á vordögum AÐ MÖRGU leyti hefír þetta verið erfiður vetur. Það hefir verið sannkallaður snjóavetur hér um slóðir. Háir skafiar hafa mydnast og í göturuðningum hafa þeir orð- ið hærri og hærri. Leiðir hafa lok- ast og mokast og áætlunarbifreið- ir hafa þurft að sætta sig við að vera lengur á leiðinni eða stoppa, en sem betur fer er það ekki oft. Ruðningstæki hafa rutt leiðir og við það hefir skapast atvinna. En það er gaman að vita til þess hversu við hér á okkar áætlun til Reykjavíkur eigum ötula bifreiða- stjóra og góða þjónustu þar sem hópferðir HP eru og merkilegt hvað vöruflutningar hafa gengið eðlilega. p Þar eru líka dugnaðarmenn í farar- broddi. Hér eru tveir aðilar sem annast alla vöruflutninga, Þórður Njálsson og Guðniundur Benja- mínsson. Þetta eru okkur góðar þjónustur og nú er alveg hætt að flytja með skipum og því er allt flutt með bifreiðum. Skip koma svo til að sækja hingað aftirðir, og koma með salt og svoleiðis vöru. Baldur hefír annast áburðarflutninga fyrir sveitimar á vorin. En vorið er f nánd, götumar eru að koma undan snjó, en ósköp eru þær holóttar eftir þennan snjóavetur. Þær kenna mönnum að aka með varúð og æfa menn í að beygja framhjá holunum. Það er engin uppgjöf hér f Hólm- inum, þótt ýmislegt breytist á ann- an veg en æskilegt er. Það var mikið áfall þegar Rækjunes hf. sagði upp starfsfólki og afköstin þar urðu lítil sem engin. Jafnvel bátarnir til sölu og nú eru allir möguleikar athugaðir til að báta- flotinn minnki ekki. En það eru hér eins og annars staðar miklir erfið- leikar í útgerð og vinnslu, enda álögur á sjávarútveginn vaxandi til að halda uppi þjóðfélaginu, en með tapi verður útgerð aldrei lengi rekin og það er best fyrír ráðamenn þjóð- arinnar að gera það strax upp við sig, að ef þeir ætla að koma því svo fyrir að aðalatvinnuvegir þjóð- arinnar verði baggi á ríkinu verður ekki langt í flótta frá þeim vett- vangi. — Árni Helgason „Houjso^/eiðoycur rvervdu. föáur míruam. þegcu eg vcxrGáyov, Og köiru’v hefwöddre.i. íást siðan -" Er sanktibernharðs-hund- urinn enn á ný týndur? HÖGNI HREKKVÍSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.