Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 14
14 ■ MORGUNBCAÐIÐ; FÖSTUDAGUR14. APRÍL 1989 Samskipti við EB — geta ráðið úrslitum um far- sæla þróun efhahagsmála eftirJón Sigurðsson Hér fer á eftir síðari hluti ræðu þeirrar, sem Jón Sig- urðsson, viðskipta- og iðnað- arráðherra, flutti á ársþingi iðnrekenda í marz-mánuði sl. Mig langar til að geta hér með örfáum orðum tveggja frumvarpa sem ég mælti nýlega fyrir á Al- þingi.. Hið fyrra íjallar um álagningu skilagjalds á einnota umbúðir og stofnun hlutafélags sem annist söfn- un og endurvinnslu þeirra. Hið síðara snýst um söfnun og endur- vinnslu brotamálma og þá sérstak- lega bílhræja. Ég held að öllum hljóti að vera ljós nauðsyn þess að koma fastri skipan á þessi mál hér á landi. Um landið flæða áldósir og plast- dollur sem landsmenn hafa teigað úr. Eftir þá flóðbylgju nýrra bifreiða sem dunið hefur á landinu á síðustu árum hafa bílflökin hrannast upp. Þau tvö frumvörp sem hér um ræð- ir eru auðvitað fyrst og fremst liður í umhverfisvernd en verði þau að lögum geta þau einnig átt sinn þátt í að stuðla að iðnþróun hér á landi. Eftir því sem gengur á auðlindir jarðar verður endurvinnsla á úr- gangsefnum sífellt mikilvægari. Það er löngu orðið tímabært að iðntækni sé beitt í þágu umhverfisverndar. Nýtt álver Eins og vel er kunnugt fer nú fram á vegum fjögurra erlendra fyr- irtækja athugun á hagkvæmni þess að byggja og reka nýtt álver í Straumsvík. Alverið yrði væntanlega byggt í tveimur jafnstórum áföngum en gert er ráð fyrir því að í endan- Iegi-i gerð verði framleiðslugeta þess 185.000 tonn á ári eða rúmlega tvöf- alt meiri en ÍSAL-álversins. Miðað hefur verið við það að fyrri áfangi álversins færi í gang árið 1992 en hinn síðari árið 1996. Frumkostnað- aráætlun sem gerð var fyrir Starfs- hóp um stækkun álvers benti til þess að stofnkostnaður við álverið yrði á bilinu 500—600 milljónir Bandaríkjadollara á verðlagi ársins 1987 eða jafngildi 25—30 milljarða króna á núverandi verðlagj. Fjárfest- ing í orkumannvirkjum var áætluð af svipaðri stærðargráðu en yrði til- tölulega lítil fyrir fyrri áfanga ál- versins þar sem hann myndi taka við raforku frá Blönduvirkjun. Fjár- festing upp á 50—60 milljarða króna svarar til um það bil allrar fjáiTnuna- myndunarinnar hér á landi á einu ári. Hún myndi hins vegar dreifast á 6—8 ár og stór hluti hennar fælist í kaupum á erlendum fjárfestingar- vörum. Að tiltölu fælist í þessari fjár- festingu minni viðbót við efnahags- starfsemina í landi en fólst í bygg- ingu álversins í Straumsvík og til- heyrandi orkumannvirkja á sjöunda áratugnum. Það er mikilvægt að í tengslum við nýtt álver verði hugað að úrvinnslu áls þannig að ekki sé eingöngu stefnt að aukinni frum- vinnslu málmsins hér á landi. Staða álmálsins nú er sú að bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Bechtel, sem fyrirtækin fjögur réðu til að gera hagkvæmniathugunina, hefur skilað drögum að stofnkostn- aðaráætlun. Við fyrstu sýn virðast niðurstöðumar nokkru hærri en í frumkostnaðaráætluninni. Munur- inn virðist fyrst og fremst felast í því að Beehtel geri ráð fyrir því að erlendar fjárfestingarvörur, það er að segja margvíslegur tækjabúnaður í álverið, verði dýrari en reiknað var með í frumkostnaðaráætluninni. Skýringin á þessu er án efa sá upp- gangur sem verið hefur í álfram- Jeiðslu hin allra síðustu ár. Fyrirtæk- in fjögur hafa beðið Beehtel að skoða nokkra kostnaðarliði nánar og ganga síðan frá endanlegri stofnkostnað- aráætlun. Hennar er að vænta í lok þessa mánaðar eða byijun þéss næsta. Á þessu stigi er ástæðulausf að draga víðtækar ályktanir af hækkun stofnkostnaðar við álverið í drögum Bechtel að kostnaðaráætlun. Mér virðist sérstaklega mikilvægt að menn átti sig á því að þessi athugun bendir alls ekki til þess að sam- keppnisstaða Islands með tilliti til álframleiðslu hafi breyst til hins verra. Það er heldur engin ástæða til að fyllast óþolinmæði. Þetta er umfangsmikið verk og undirbúning þess verður að vanda vel. Mér finnst ástæða til að nefna það hér að fríverslunarsamningar íslendinga við Evrópuríkin eru ein forsenda uppbyggingar á orkufrekum iðnaði hér á landi. Oslóar-yfirlýsingin og Evrópa 1992 Um fátt er nú meira rætt og ritað hér á landi og raunar í öðrum lönd- um líka en breytingar þær sem eru að verða á samskiptum þjóða í Evr- ópu. Þetta var auðvitað aðalum- ræðuefnið á fundi forsætisráðherra EFTA-ríkjanna í Osló sem lauk í gær með mikilvægri yfirlýsingu. Þar er því meðal annars lýst yfir að EFTA- ríkin muni efla samstarf sín í milli í samningum við Evrópubandalagið sem skuli eftir því sem kostur er miða að því að koma á sem mestu fijálsræði í viðskiptum með vörur, þjónustu, fjármagn og vinnuafl í allri Vestur-Evrópu. Og — það sem mestu máli skiptir fyrir okkur íslendinga — í Oslóar-yfirlýsingunni er kveðið á um að innan EFTA skuli ríkja full- komin fríverslun með fisk- og sjávar- afurðir. Þetta er mikilvægur afangi og í reynd forsenda þess að íslend- ingar geti tekið þátt í auknu sam- starfi Evrópuríkja. Oslóar-yfirlýs- ingin fylur i sér sögulegan sigur fyrir íslendinga í þessu lífshags- munamáli og þess vegna eru íslend- ingar aðilar að þessari yfirlýsingu án fyrirvara. Trappa til að standa á Sú staðreynd blasir við að fyrir árslok 1992 verður sameiginlegur heimamarkaður Evrópubandalags- ins orðinn að veruleika. Þótt íslend- ingar kjósi að standa utan við Evr- ópubandalagið verða þeir engu að síður að laga sig að mörgum þeim breytingum sem sameiginlegi heimamarkaðurinn hefur í för með sér. Enginn vafi leikur á því að af- nám síðustu viðskiptatálmana milli Evrópubandalagsríkjanna mun leiða til aukinna viðskipta þeirra í milli. Þær þjóðir sem ætla að standa Evr- ópubandalagsríkjunum á sporði í efnahagslegum framförum á næstu árum verða að gerast þátttakendur í þessum auknu alþjóðaviðskiptum sem auk hefðbundinnar milliríkja- verslunar með vörur og þjónustu munu einnig í ríkari mæli en áður ná til viðskipta með fjármagn og fjármálaþjónustu. Það getur ráðið úrslitum um farsæla þróun efna- hagsmála hér á landi á næstu árum hvernig tekst til með samskipti ís- lendinga við Evrópubandalagið. Nauðsynlegt er að í þeim samskipt- um fáist sérstaða íslendinga vegna mikilvægis sjávarútvegs í íslenskum þjóðarbúskap viðurkennd. Það er í þessu sambandi sem Oslóaryfirlýs- ingin um fríverslun með sjávarafurð- ir skiptir mestu máli. Oslóaryfirlýs- ingin er trappa til að standa í skipt- um við Evrópubandalagið. Það kem- ur auðvitað ekki til greina að íslend- ingar láti veiðiheimildir í íslenskri Jón Sigurðsson. efnahagslögsögu í skiptum fyrir toll- fijálsan aðgang að mörkuðum Evr- ópubandalagsins. Hins vegar er sjálfsagt að ræða ýmis mál sem tengjast sjávarútvegi við bandalagið og nefni ég þar sem dæmi nýtingu flökkufiskstofna eins og kolmunn- ans, sameiginlegar hafrannsóknir og varnir gegn mengun sjávar. Sjálfstæði þjóðar Við þær breytingar á samskiptum íslendinga við aðrar þjóðir sem fram- undan eru verðum við að sjálfsögðu að standa vörð um sérkenni íslenskr- ar menningar og sjálfstæði þjóðar- innar. En menn ættu að hyggja vandlega að því hvaða merking er lögð í þessi hugtök. í þrengsta skiln- ingi verður sjálfstæði þjóðar ekki tryggt nema með algjörri einangrun frá öðrum þjóðum og sjálfsþurftar- búskap. Ég á bágt með að ímynda mér að nokkurn fýsi í það sjálfstæði sem fylgja myndi slíkum búskap. Islendingar eru þegar mjög háðir verslun við aðrar þjóðir með vörur og þjónustu. Ekki leikur nokkur vafi á því að fríverslun með vörur hefur átt dijúgan þátt í batnandi lífskjörum hér á landi á undanförn- um árum. Ég er sannfærður um að aukið fijálsræði í viðskiptum með fjármagn og fjármálaþjónustu milli Islands og annarra landa getur einn- ig, ef rétt er á haldið, stuðlað að aukningu þjóðartekna hér í fram- tíðinni. Ég tel að sá greinarmunur sem mörgum er tamt að gera á við- skiptum með vörur og þjónustu ann- ars vegar og með fjármag-n hins vegar standist ekki þegar nánar er skyggnst í eðli máls. Og ég sé ekki að í aukinni fríverslun með fjármagn og fjármálaþjónustu felist verulegar hættur fyrir íslenskt efnahagslíf, hvað þá efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Tengsl íslenska fjármagnsmarkaðarins við útlönd Ég sé fyrir mér að á sama hátt og sjötti og sjöundi áratugurinn voru Til umhugsunar fyrir hag- fræðiprófessora og neytendur eftir Þóri N. Kjartansson Að undanfömu hefur varla liðið vika án þess að í einhveiju dagblað- anna hafi birst greinar, þar sem rækilega er útlistað fyrir lesendum hvað íslenskir neytendur geti sparað sér miklar fjárhæðir með því að kaupa innfluttar vörur, s.s. kartöfl- ur, egg, kjúklinga og hvers vegna þá ekki ýmsar aðrar vörur? Venjulega era höfundar þessara greina forstjórar stórverslana, sprenglærðir hagfræðiprófessorar, eða eins og margir munu segja, „sér- fræðingar í þessum málurn". Og málflutningurinn þar af leið- andi mjög trúverðugur. Ég las einu sinni skrýtlu sem var eitthvað á þessa leið: „Sérfræðingur er maður, sem veit allt sem mögulegt er að vita um hreint ekki nokkum skapaðan hlut.“ Öllu gamni fylgir nokkur alvara og mikið má vera ef sjóndeildar- hringur margra sérfræðinga er ekki nokkuð þröngur. En Iítum aftur á þennan hóp, sem kajlast íslenskir neytendur. Er þetta einhver fámenn- ur hópur fólks, sem kallar sig þessu nafni? Er ekki öll þjóðin neytendur? Því verður varla mótmælt. Og þá kemur önnur spuming. Er það hag- kvæmt fyrir íslensku þjóðina að kaupa erlendis nær allt sem hún þarf sér til lífsviðurværis? Án þess að ég hafi lagt mig í líma við að lesa þessar umræddu blaða- greinar, sýnist mér að þar séu þessi mál mjög einfölduð. Dæmin eru sett upp eitthvað á þessa leið: Heildsöluverð íslensku vörunnar er þetta hátt. Innkaupsverð útlendu vörannar er þetta lágt. Mismunurinn er gróði fyrir íslenska neytendur (þjóðina). Frá mér séð lítur dæmið öðravísi út, eða eitthvað á þessa leið: Innflutningsverð útlendu vörunnar er þetta hátt. Innflutt aðföng til inn- lendrar framleiðslu á sömu vöra þetta lágt. Mismunurinn er innlend verðmætasköpun og gróði eða spam- aður fyrir þjóðarbúið. Ef hins vegar innflutt aðföng til „Og þá kemur önnur spurning. Er það hag- kvæmt fyrir íslensku þjóðina að kaupa er- lendis nær allt sem hún þarf sér til lífsviður- væris?“ einhverrar tiltekinnar framleiðslu eru orðin eitthvað að ráði dýrari en sama innflutt vara fullunnin, þá mega menn fara að hugsa sitt ráð. Ekki samt með því að snúa sér eingöngu að innflutningi, heldur leita leiða til þess að gera frámleiðslu inn- lendu vörannar samkeppnishæfari. En eins og búið hefur verið að íslenskum atvinnurekstri undanfarin ár og er enn, virðast slíkar hugmynd- ir ekki eiga uppá pallborðið hjá bles- suðum stjórnmálamönnunum okkar. En að lokum til umhugsunar fyrir lesendur. Vafalítið er hægt að kaupa erlend- Þórir N. Kjartansson is frá nær allar vörur sem íslending- ar nota til síns daglega lífs á lægra verði en þær sem framleiddar era hér innanlands. (Geng ég þá út frá reikningsaðferðum hagfræðipróf- essoranna.) Meira að segja gætum við fundið ódýrari fisk til innflutnings en okkar eigin, að ég tali nú ekki um land- búnaðarvörur og iðnaðarvörar. En þá er það stóra spumingin: Hvar á að taka gjaldeyrinn? Höfundur er framkvæmdustjóri í Vík í Mýrdal. tímabili aukinnar fríverslunar með vörur og þjónustu verði níundi og tíundi áratugurinn tími aukinnar fríverslunar með fjármagn. Ríkisstjómin samþykkti nýverið að heimildir íslenskra fyrirtækja til þess að taka erlend lán á eigin ábyrgð yrðu rýmkaðar en lántökur með ríkisábyrgð takmarkaðar og jafnframt verði reglur um fjár- magnshreyfingar og viðskipti með fjármálaþjónustu milli ísiands og annarra landa mótaðar á næstu misserum á grundvelli efnahags- áætlunar ráðherranefndar Norður- landa fyrir árin 1989—1992. í þessu felst að stefnt skuli að því að rýmka tengsl íslenska íjármagnsmarkaðar- ins við útlönd, meðal annars með því að heimila Islendingum að kaupa verðbréf, þar á meðal hlutabréf, í öðrum löndum og útlendingum að kaupa íslensk verðbréf. I viðskiptaráðuneytinu er verið að undirbúa tímasetta áætlun um hvernig hrinda megi þessari sam- þykkt ríkisstjómarinnar í fram- kvæmd. Drög að reglugerð um fijálsari viðskipti með verðbréf milli Islands og annarra landa liggja þeg- ar fyrir. Ég tel hins vegar skynsam- legt að bíða með útgáfu reglugerðar- innar þar til verðbréfafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi er orðið að lögum og framkvæmd þeirra mótuð. í þessu frumvarpi og í ná- tengdu framvarpi um eignarleigu er að finna öraggar, sanngjarnar og frjálslegar leikreglur fyrir íslenska íjármagnsmarkaðinn. I verðbréfa- frumvarpinu eru einnig ákvæði sem ættu að auðvelda þróun hlutabréfa- markaðar á íslandi á næstu árum. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að öll þessi atriði lúta að því að tryggja íslensku atvinnulífi sam- bærilega aðstöðu á fjármagnsmark- aði og atvinnulíf í helstu viðskipta- löndum Islendinga nýtur eða kemur til með að njóta í náinni framtíð. Þetta er auðvitað nauðsynlegt til þess að íslensk fyrirtæki geti staðist erlendum keppinautum sínum snún- ing í harðnandi samkeppni. Annað mikilvægt atriði sem hér skiptir máli er aukin hagkvæmni í banka- kerfinu og bætt skipulag og jafn- framt ódýrari bankaþjónusta. Fækk- un og stækkun innlendra banka- stofnana er nauðsyn en áhrifaríkasta leiðin að því marki er áreiðanlega að opna íslenska bankakerfið fyrir erlendri samkeppni. Það þarf að gera með gát. Aðlögun iðnaðarins að Evrópu 1992 Ég nefndi áðan að fyrirhugaðar breytingar á skipan mála á innlend- um fjármagnsmarkaði og á tengsl- um hans við útlönd miðuðu að því að tryggja íslensku atvinnulíf sam- bærilegan aðgang að fjármagni og atvinnulíf í helstu viðskiptalöndum íslendinga kemur til með að búa við. En það þarf að hyggja að fleiru en aðstöðunni á fjármagnsmarkaði. Ég hef því nýlega skipað nefnd und- ir formennsku dr. Geirs A. Gunn- laugssonar, framkvæmdastjóra, til þess að kanna starfsskilyrði íslensks iðnaðar og benda á leiðir til þess að tryggja samkeppnisstöðu hans í ljósi þeirra breytinga sem munu fylgja sameiginlegum heimamarkaði Evr- ópubandalagsins. Nefndinni er með- al annars ætlað að kanna skattlagn- ingu iðnfyrirtækja hér á landi og gera tillögur um úrbætur sem ættu að auðvelda fyrirtækjum að laga sig að breyttum aðstæðum í Evrópu. Ég reikna fastlega með því að nefnd- in muni gera álagningu vörugjalda nokkur skil. Þá liggur einnig fyrir að margvísleg staðlamál sem snerta iðnaðinn munu koma mjög við sögu í starfi nefndarinnar. Hér er mikið verk að vinna. Ég fagna þeim áhuga sem Félag íslenskra iðnrekenda hefur sýnt þeirri þróun sem er að verða í EFTA og Evrópubandalaginu og ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka framkvæmdastjóra félagsins, Ólafí Davíðssyni, sérstaklega hans mikla starf á þessum vettvangi. Ég vona að á næstu misserum geti tekist árangursríkt samstarf milli iðnaðar- ráðuneytisins og reyndar einnig við- skiptaráðuneytisins og ykkar félags, sem skili iðnaðinum sterkari sam- keppnisstöðu í framtíðinni og verði þjóðinni allri til heilla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.