Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 Tveir þingrnenn yfírgefa Borgaraflokkinn: Stofiia flokk ftjáls- lyndra hægrimanna INGI Björn Albertsson og Hreggviður Jónsson, þingmenn Borgara- flokksins, tilkynntu i utandagskrárumræðu í sameinuðu þingi í gær að þeir hefðu ákveðið að segja sig úr þingflokki Borgara- flokksins og stofiia nýjan þingflokk; þingflokk Fijálslyndra hægri- manna Ingi Bjöm Albertsson tók til máls utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær og tilkynnti að hann og Hreggviður Jónsson hefðu ákveðið að segja sig úr þingflokki Borgaraflokksins. Um ástæður þess sagði Ingi Bjöm að skatta- stefna ríkisstjómarinnar sem náð hefði yfírhöndinni með aðstoð Borgaraflokksins væri þvert á stefnu flokksins og væri alfarið á ábyrgð þingflokksins. Vegna þess BHMR og ríkið: Arangurs- laus fundur í gærkveldi Forsvarsmenn Bandalags há- skólamenntaðra ríkisstarfs- manna og samninganefiidar rik- isins fúnduðu í gærkveldi í hús- næði ríkissáttasenýara við Borgartún. Fundurinn var ár- angurslaus og lauk um ellefú leytið án þess að til nýs fúndar væri boðað. Formaður samninganefndar ríkisins, Indriði H. Þorláksson, ósk- ^ði eftir fundinum til þess að fá nánari skýringar á ýmsum liðum í kröfugerð BHMR, sem lögð var fram í fyrradag. Samninganefnd ríkisins hafði áður lagt ffam hug- mynd um samning um launaliði til næstu áramóta og uppstokkun á launakerfi háskólamenntaðra rikis- starfsmanna á næstu þremur árum. hefðu þeir ekki um nokkurt skeið treyst sér til að sitja þingflokks- fundi og hefði forysta þingflokks- ins ekki haft neina forystu um að lagfæra það. í umræðunum sögðust Ingi Bjöm og Hreggviður hafa reynt allt til þess að ná sáttum við aðra þingmenn flokksins, en forsenda þess hefði verið að þeir sem veitt hefðu skattastefnu ríkisstjómar- innar brautargengi játuðu mistök sín og að þannig starfsreglur væm viðhafðar innan þingflokksins að slík mistök endurtækju sig ekki. Sögðu þeir ekki hafa verið sátta- vilja að fínna hjá forystu flokks- ins, því sæju þeir sig knúna til þess að stofna nýjan þingflokk. Fyrir hönd þingflokks Borgara- flokksins hörmuðu Júlíus Sólnes, formaður flokksins, og Óli Þ. Guð- bjartsson þessa ákvörðun, sem þeir kváðu ekki á rökum reista. Efst á blaði í stefnuskrá flokksins væri virðing fyrir einstaklingnum skoðunum hans og sjónarmiðum, en menn skyldu ekki vera beittir flokksaga og þvingunum líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefði beitt gagnvart Alberti Guðmundssyni. Sjá þingsíðu bls. 27. MorgunblaÆið/Ámi Sœberg Ár liðið frá skófíustungu í DAG er liðið eitt ár síðan fyrsta skóflustungan var tekin að nýju ráðhúsi Reykvíkinga við Tjömina. „Allt hefur gengið samkvæmt áætlun og engin vandamál komið upp,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í gær, eftir að hafa gengið um byggingarsvæðið. Búið er að steypa upp bifreiðageymslu hússins, gólfylötu skrifstofubyggingar og hluta af veggjum 1. hæðar hússins. Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að skrif- stofubyggingin verði að fullu risin um næstu áramót og framkvæmdir hafnar við hús borgarstjómar, sem verður næst Vonarstræti. Góð aflabrögð í marz: Samið við bæj- Aflinn jókst um fimmtung frá því á sania tíma í fyrra Reyknesingar með mestan þorskafla fi*á áramótum AFLABRÖGÐ í marzmánuði sfðastliðnum voru nyög góð. Alls öfluð- ust 295.500 tonn, sem er 55.000 tonnum meira en f fyrra. Mest munar þar um rnikinn loðnuafla, en þorskafli jókst lítillega. Athygiis- vert er við samanburð milli marzmánaða f ár og fyrra, að vika féfl úr veiðum bátanna nú vegna páskanna, en páskar voru í aprfl f fyrra. Netaveiðar f marz voru stundaðar af 2.800 sjómönnum á 350 bátum. HeUdarafli frá áramótum er hins vegar 50.000 tonnum minni nú en í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands. arstarfsmenn SelfossL S AMNINGAR tókust í gær á Hótel Örk f Hveragerði milli launa- nefhdar sveitarfélaga og 21 félags bæjarstarfemanna sem höfðu sam- flot í samningum. Samningurinn gildir til áramóta og f honum er tekið mið af samningi rikisins við BSRB. Samningurinn tekur einkum til launaliðar samnings við bæjarstarfs- menn en þeir sögðu launaliðnum lausum frá 1. febrúar. Hækkanir eru þær sömu eða mjög svipaðar og í samningi BSRB við ríkið. —Sig Jóns. Afli togara í marzmánuði nú varð 38.168 tonn, um 1.500 tonnum minni en í fyrra. Þorskafli nú varð 20.330 tonn, 300 tonnum meiri en í fyrra. Meira aflaðist af ýsu nú, en minna af ufsa og karfa. Bátam- ir öfluðu samtals 253.820 tonna, en 197.905 í fyrra. Munurinn liggur nánast allur í loðnu því nú öfluðu bátamir 212.000 tonna af henni á móti 154.000 í fyrra. Þorskafli varð í kringum 30.000 tonn bæði nú og í fyrra, en meira fékkst nú af ýsu og ufsa. Smábátamir öfluðu 3.500 tonna, 500 meira en í fyrra. Heildarafli fyrsta ársfjórðunginn var 743.564 tonn, en var í fyrra 793.069 tonn. Þorskafli var um 110.000 tonn bæði árin, en sveifla í afla annarra helztu botnfískteg- unda er lítilsháttar. Loðnuaflinn nú varð 574.149 tonn en 604.765 í fyrra. Mjög slæmar gæftir vom framan af vertíð. Frá áramótum hefur mestum þorski verið landað á Reykjanesi, 27.644 tonnum og er það aukning um nær þriðjung. Sunnlendingar og Vesturland auka hlut sinn einn- ig. Vestfírðingar em nánast með sama afla milli ára, en Norðlending- ar og Austfirðingar missa spón úr aski sínum. í fyrra öfluðu Norðlend- ingar 27.621 tonns, en 23.544 núna og víkja því úr efsta sætinu fyrir Reyknesingum. A 8 stöðum á landinu hefiir ver- ið tekið á móti meiru en 5.000 tonn- um af þoreki. (Afli fyrra áre innan sviga): Ólafsvík 6.394 (4.668) Hafnarfjörður 6.316 (4.711), Akur- eyri 6.284 (5.997), Grindavík 5.862 (4.527), Sandgerði 5.571 (4.623), Vestmannaeyjar 5.418 (5.598), Reykjavík 5.279 (3.113) og Homa- fjörður 5.123 (6.250). Erlendis hef- ur verið landað 5.373 tonnum af þoreki, en 3.996 í fyrra. Af heildaraflanum kom mest í hlut Austfjarða, 273.846 tonn, Reyknesingar öfluðu 121.556 tonna, Sunnlendingar em með 114.978 og Norðlendingar 106.162 tonn. Á öllum þessum stöðum vegur loðna langþyngst. Mestu var landað í Vestmannaeyjum, 105.188 tonn- um, 9L926 á Seyðisfirði, 59.818 á Eskifírði og 55.644 tonnum í Nes- kaupstað. I öllum tilfellum er um lítilsháttar samdrátt frá fyrra ári að ræða. Loðnuvertíð- inni er lokið „LOÐNUVERTÍÐINNI er form- lega lokið og loðnukvótinn náðist því sem næst,“ sagði Ástráður Ingvarsson, starfemaður loðnu- nefiidar, i samtali við Morgun- blaðið. Loðnukvóti íslendinga var 922.000 tonn á vertíðinni. Á miðvikudag lönduðu Gígja og Guðmundur samtals 160 tonnum í Vestmannaeyjum og Bergur land- aði 250 tonnum í Grindavík. Heimsbikarmótíð: Jóhanntapaði fyrir Hubner JÓHANN EQartarson tapaði fyrir vestur-þýska stórmeistaranum Hflbner í 12. umferð heimsbikar- mótinu í skák á Spáni. Jóhann er nú með 5 vinninga og f 13. sæti á mótinu. Ljubojevic frá Júgóslavíu er nú í 1. sæti með 8,5 vinninga en hann vann Seirawan í 12. umferð. í öðru sæti er Short með 8 vinninga og í þriðja sæti er Kasparov með 7,5 vinninga. Kasparov vann landa sinn Salov í 12. umferð og er greinilega í banastuði á mótinu. Hann hefur hlotið 4,5 vinning úr síðustu fímm skákum sínum. Kristján Jóhannsson í aðal- hlutverki í Scala-óperunni STAÐFEST hefúr verið að Kristján Jóhannsson, óperusöngv- ari, verði i aðalhlutverki í tveimur óperum í La Scala á Ítalíu á næsta ári. Þá hefiir einnig veríð gengið frá samningum um að hann syngi í MUnchen, Köln og Madríd á næsta árí. Kristján hefúr áður sungið á Qölum Scala-óperunnar. Kristján Jóhannsson sagði f samtali við Morgunblaðið, að í lok næsta leikáre 1989 til 1990, færi hann með hlutverk aðal- tenóreins i sex sýningum á óper- unni Manon Lescaut eftir Puccini í Scala og yrði Japaninn Osowa stjómandi. Þetta væri uppá- haldsóperan sín og því þætti sér gaman að því að hann færi með sama hlutverkið í Miinchen og Madrid síðar á næsta ári. Þá væri búið að ganga frá samning- um um að hann syngi í Toscu í Köln. Loks væri ákveðið að hann færi með aðalhlutverkið í Vespri Siciliani eftir Verdi í Scala í upp- hafi leikáreins 1990 til 1991, eða næsta haust. Kristján sagði að þessa samn- inga mætti þakka frammistöðu sinni f Manon Lescaut i Banda- ríkjunum í síðasta mánuði. Sér hefði gengið mjög vel þar og hann hefði fengið frábæra dóma þar vestra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.