Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 32
32 MOJIGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 rrr—1 rrt—i—rr*—rí—f---j—1>. > ■ • • ---- Guðrún Kristjáns- dóttir - Minning Fædd 11. september 1900 Dáin 6. apríl 1989 Þar byggði hún sitt hom í kyrrð og ró og hafði skjól af vandafólki sínu. Og hvar sem ævin ellimörkin dró var innri fegurð rist í hverja línu. Og er ég settist stokknum hennar hjá, ég hafði naumast efni í mildar sögur. En sjálfsagt fann ég aldrei eins og þá, hve auðmýkt lifsins getur verið fögur. (GK) í dag verður til moldar borin frá Dómkirkjunni í Reykjavík frú Guð- rún Kristjánsdóttir, Hörgshlíð 6, en hún andaðist í Landakotsspítala 6. apríl sl. eftir stutta legu 88 ára að aldri. Guðrún fæddist á Akranesi, en foreldrar hennar voru hjónin Krist- ján Guðmundsson, sjómaður, og Ragnheiður Finnsdóttir, sem bjuggu lengst af á Breið á Akranesi. A þeim árum sem Guðrún ólst upp gat lífsbaráttan verið hörð á alþýðuheimilum hér á landi og svo var einnig með hana. Guðrún ólst upp í stórum systkinahópi en í þá tíð var skólaganga lítil sem engin, bæði ungir og aldnir urðu að verða sér úti um vinnu til framfæris sér og sínum. Guðrún var engin undan- tekning í þessu tilliti, því fluttist hún ung til Reykjavíkur og vann fyrir sér við fiskverkun og önnur störf sem til féllu. Arið 1918 áttu margir um sárt að binda vegna spönsku veikinnar sem herjaði hér á landi, en þá varð Guðrún fyrir því áfalli að missa móður sína og tvær systur og fjór- um árum síðar missir hún föður sinn úr veikindum. Við þessi áföll leystist fjölskyldan á Breiðinni upp og það kom í hlut Guðrúnar sem bjó í Reykjavík að ala upp næst- yngstu systur sína, Petrúnellu Aðal- heiði. Það var á þessum árum sem hún kynntist verðandi eiginmanni sínum, Þorkeli Vilhjálmi Þórðar- syni, umsjónarmanni, kenndur við Grjóta. Foreldrar hans voru Petrína Björnsdóttir og Þórður Þorkelsson, ökumaður. Þau Guðrún og Þorkell hófu bú- skap á Hverfisgötu 59 hér í borg. Þar bjuggu þau í nokkur ár eða þar til þau fluttust í eigið húsnæði í Hlíðunum, en þá voru Hlíðamar að mestu óbyggðar. Síðan byggðu þau Hörgshlíð 6 ásamt bömum sínum og þar bjuggu þau þar til yfir lauk. Guðrún bjó eiginmanni sínum og bömum vistlegt og vinalegt heimili. Þau voru bæði sérstaklega gestrisin og nutu þess þegar ættingjar og vinir gistu heimili þeirra. Nú að leiðarlokum munu margir minnast þessara ánægjulegu gleðistunda með þakklæti og trega. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að tengjast þessari samstilltu fjöl- skyldu árið 1946. Tengdamóðir mín var trúuð og trygglynd kona, hún var vinur vina sinna og mátti ekk- ert aumt sjá. Hún var afar ósér- hlífin og var alltaf fljót að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Hún átti oft við veikindi að stríða, samt kvartaði hún ekki og henni féll þess á milli ekki verk úr hendi. Þrátt fyrir litla sem enga skóla- göngu í æsku var hún víðlesin, fylgdist vel með þjóðmálum og var ákveðin í skoðunum. Hún var mikið fyrir hannyrðir og margir fallegir hlutir frá henni prýða heimili bama og bamabama. Guðrún var í eðli sínu félagslynd, það var notalegt að vera í návist tengdamömmu, ávallt þægilegt viðmót, kaffí og heimabakaðar kökur á borðum. Guðrún var trúuð kona þótt hún flíkaði því ekki, en trúin var henni styrkur í lífsbaráttunni. Eiginmaður Guðrúnar, Þorkell andaðist í febrúar 1983 eftir far- sæla sambúð. Guðrún og Þorkell, eignuðust 6 böm saman en 4 þeirra dóu í frumbemsku, eftirlifandi böm þeirra em Ragnheiður gift undirrit- uðum og Þórður giftur Svanhildi Guðnadóttir. Þau ólu einnig upp Óskar son Þorkels sem giftur er Sigurbjörgu Sighvatsdóttur. Guð- t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN SCHEVING MAGNÚSSON, fyrrverandi lögregluþjónn frá Reyðarfirði, lóst á heimili sínu, Öldutúni 12, Hafnarfirði, að morgni 11. apríl. Stefán Scheving, Grétar Scheving, Ragnar Scheving, Anna Scheving, Sigurjóna Scheving, Pálfna Stefánsdóttir, Margrethe Scheving, Ingunn Emilsdóttir, Svala Ólafsdóttir, Baldvin Baldvinsson, Halldór Björnsson, Finnborg Scheving, Aðalbjörn Scheving, Anna Björnsdóttir, Sigurjón Scheving Stefánsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, GISLI GUÐMUNDSSON bifreiðastjóri, Stffluseli 14 (áður Tunguseli 3), verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 18. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið eða aðrar líknar- stofnanir. Guðrún Árnadóttir, Guðmundur Matthíasson, börn, tengdadætur og barnabörn. t Bróðir okkar, SIGURPÁLL SIGURJÓNSSON, Boðaslóð 1, Vestmannaeyjum, verður jarðsettur frá Landakirkju laugardaginn 15. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Eymundur Sigurjónsson, Gaukur Sigurjónsson, _ Gústaf Sigurjónsson. rún eignaðist 5 bamaböm og 10 bamabamaböm og vom þau henni einkar kær. Nú þegar líður að leikslokum þakka ég allar ánægjulegu sam- vemstundimar í tæp 50 ár. Minn- ingin um gagnkvæmt traust og vin- áttu gleymist ei, þótt sundur skilji leiðir að sinni. Helgi Sigfusson Það kemur að kveðjustund hjá okkur öllum á þessari jörð. Hvað tekur við er oft óráðið en oft er kveðjustundin sársaukafull og eftir verður mikið tóm þegar stórbrotnir persónuleikar kveðja. Nú þegar amma Guðrún er fallin frá verður mun tómlegra en áður var að Hörgshlíð 6, hjá tengdafor- eldrum mínum. Frá því ég var þar heimagangur aðeins 17 ára unglingur fyrir nær 20 ámm hef ég lært mikið af því að verða þess heiðurs aðnjótandi að umgangast og kynnast þessari sómakonu sem hafði að bera þetta sérstaka fas sem einkennir alltof fáa nú til dags. Skapgóð, ákveðin, glöð, veraldarvön og hugljúfi hvers manns, já, hún Guðrún amma eins og hún gjaman var kölluð gat svo sannarlega Qallað um öll heimsins mál. Hvort heldur rætt var um pólitík, íþróttir, eða aðra heimsat- burði þá kunni hún á því b<_tri skil en nokkur annar. Oft leitaði maður ráða til hennar þegar mikið lá við, hlýleiki og jafn- aðargeð sem alltaf var til staðar, og ákveðin við að rétta þurfandi hjálparhönd brást ekki. Og ekki lá hún á góðgjörðunum, helst var út- búið nesti með þegar að kveðju- stund kom svo að hún sjálf gæti tryggt velferð 'manns eins og hægt væri. Þegar brottfararkallið kom var kveðjustund sár en samt getur slík stund verið vel þegin þegar allt annað er óumflýjanlegt og langt æviskeið er rannið. Hún vissi að kveðjustund var skammt undan og því tók hún með jafnaðageði eins og öllu öðm og bjó sig undir ferðina löngu. Víst er að nú er hún í góðra vina hóp. Endurfundir Þorkels og hennar í nýjum sælureit. Það em fátækleg orð sem eftir standa, eftir allt það sem hún hefur fært okkur af lífsgleði og visku mér og fjölskyldu minni, og víst er söknuður langömmubamanna mikill og í hug- um þeirra geymist mynd af stór- brotinni konu, sem kunni svör við öllum þeim spumingum sem verða til í ungum hjörtum og margar em stundimar sem eftir lifa úr kjallar- anum í Hörgshlíð 6 hjá ömmu Guð- rúnu. En víst er að þeirri skyldu verðum við að gegna saman sem hún svo léttilega gerði ein að tengja fjöl- skylduböndin, sem svo gjaman er gleymt í stressi og hraða nútímans, Eg veit að amma Guðrún er áfram hjá okkur og fylgist með eins og henni er einni lagið. Um leið og ég kveð hana votta ég tengdaforeldr- um mínum, Ragnheiði og Helga, og nánustu ættingjum innilegustu samúðarkveðjur, upp í huga mér kemur hversu lánsöm þau hafa ver- ið að hafa haft slíka mannkosta- konu sér við hlið allan þennan tíma. Misskipt er mannanna gæðum Guðrún Olgeirs- son - Minning Fædd8. nóvemberl909 Dáin 6. aprfl 1989 í dag er kvödd Nanna Olgeirsson fædd Zoega, sem hét fullu nafni Guðrún Kristjana. Nanna Olgeirs- son fæddist í Reykjavík, dóttir hjón- anna Hönnu Sveinsdóttur og Jóns Zoéga kaupmanns í Reykjavík. Jón var sonur Jóhannesar Zoéga tré- smiðs og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur í Reykjavík. Foreldrar Hönnu vom Sveinn Sveinsson tré- smiður í Reykjavík NÍelssonar prests á Staðarstað og Kristjana Hansdóttir kona hans. Ónnur böm Hönnu og Jóns em Svava, gift Erik Greenfield, sem nú er látinn, og Sveinn, kvæntur Sigríði Jónsdóttur Brynjólfsdóttur leðurkaupmanns í Reykjavík. Nanna ólst upp á heim- ili foreldra sinna í Bankastræti 14. Þegar Nanna var 16 ára lést faðir hennar og með miklum dugnaði tókst móður hennar að halda heimil- inu og koma bömunum upp, en eins og nærri má geta hefur afkoman oft verið erfíð fyrir hina ungu ekkju á þeim tíma. Nanna stundaði nám við Kvennaskóla Reylgavíkur. Árið 1935 giftist Nanna Þórami Olgeirssyni skipstjóra og útgerðar- manni, síðar ræðismanni íslands í Grimsby. Þórarínn fæddist 1. októ- + Þökkum af alhug alla þá samúð og hlýju, sem okkur hefur verið sýnd við fráfall og jarðarför móður okkar, MARGRÉTAR FANNEYJAR BJARNADÓTTUR, Kirkjuferju, Ölfusi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, INGÓLFS FR. HALLGRÍMSSONAR, Eskifirði. Sérstakar þakkir til Sigurðar Árnasonar, læknis, og starfsfólks deildar 11É, Landspítalanum. Ingibjörg Jónsdóttir, Greta Ingólfsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Friöný Ingólfsdóttir, Helgi Hannesson, Auður Ingólfsdóttir, Bragi Michaelsson, Ingólfur Friögeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. hversu margs sumir fara á mis en aðrir njóta enda veit ég að á þess- ari stundu er þakklæti og söknuður í hugum okkar allra. Lárus Sigmundsson Mig langar að þakka Guðrúnu langömmu fyrir allar samvem- stundimar sem við áttum saman. Ég fór oft niður í lqallara til hennar í Hörgshlíðinni og þar ræddum við saman um ýmislegt. Ég vil kveðja langömmu með sálminum sem hún kenndi mén Guð, allur heimur, eins í lágu og háu, er opin bók, um þig er fræðir mig, já, hvert eitt blað á blómi jarðar smáu er blað, sem margt er skrifað á um þig. (Vald. Briem.) Svanhildur Þorvaldsdóttir Hún amma er dáin. Hún lést í Landakotsspítala 6. apríl síðastlið- inn. Amma niðri eins og við gjaman kölluðum hana var okkur mjög kær enda samgangur mikill þar sem við bjuggum öll í sama húsi, í Hörgshlíð 6. Þau vom ófá sporin sem við hlup- um niður til ömmu og afa (en hann lést veturinn 1983) og vom móttök- umar ávallt hlýjar og góðar. Aldrei fómm við frá ömmu án þess að einhveiju væri stungið að okkur og gætti hún þess vel að eitt fengi ekki meira en annað, og sama hef- ur gilt um langömmubömin. Amma var vel gefin kona, trúuð og margt hægt af henni að læra. Hún var vel að sér um flesta hluti og fylgd- ist vel með öllu fram á síðasta dag, ekki síst íþróttum, en lýsingar á handbolta og fótboltaleikjum vom henni hin mesta skemmtun og gat hún oftast frætt okkur um úrslit leikja. Margs er að minnast, einkum hin rólega en ákveðna framkoma, sama á hveiju gekk. Við söknum ömmu Guðrúnar sárlega en vitum að henni er hvíldin kærkomin. Við þökkum henni sam- fylgdina og biðjum góðan Guð að varðveita hana. Barnabörn ber 1883 og lést í ágúst 1969. Hann var sonur Olgeirs Þorsteins- sonar, síðast bóndi og hreppstjóri í Vogsósum í Selvogi, og Steinunnar Einarsdóttur konu hans. Heimili Nönnu og Þórarins var alla tíð í Grimsby og þar var oft margt um manninn því mikill erill fylgdi starfi Þórarins. Nanna var glæsileg kona sem sópaði af. Hún hafði ákveðnar skoðanir og var fylgin sér, vinum sínum var hún trygg. Hún hafði yndi af tónlist og spilaði á píanó sjálfri sér og öðmm til ánægju. Einnig var hún mikil hannyrða- kona. Nanna og Þórarinn áttu einn son, Jón Olgeirsson. Hann fæddist 8. janúar 1945 og er útgerðarmað- ur í Grimsby og ræðismaður íslands þar. Kona hans er ensk, Rosemary fædd Bacon. Þau eiga tvær dætur. Eftir lát Þórarins flytur Nanna al- farin heim til íslands, í Banka- stræti 14, þar til fyrir u.þ.b. 6 ámm er hún flyst á Hrafnistu í Hafnar- firði þar sem heilsu hennar var far- ið að hraka mjög. Samúðarkveðjur til sonar, fjöl- skyldu hans og annarra aðstand- enda. Hvíli hún í guðsfriði. ASGB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.