Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR, 14. APRÍL 1989 A&næliskveðja: Dr. Gunnlaugnr Þórðarson Engum manni er dr.jur. Gunn- laugur Þórðarson líkur. Nú eru rétt tæp 30 ár síðan ég kynntist Gunn- laugi fyrst, þá umhyggjusömum föð- ur vinar míns og systkina hans, umhyggjusömum, en gjörsamlega óútreiknanlegum. Heimili þeirra Herdísar á Dunhaganum var um margt ólíkt þeim stöðluðu heimilis- myndum, sem maður rakst inn á með skólafélögum sínum annars staðar í bænum, afar smekklegt og ljstrænt, en þó heimilislegt um leið. A þeim árum var okkur félögum einkar lagið að koma okkur í marg- vísleg vandræði og mörg þeirra uxu okkur yfir höfuð, en fyrr ,en nokkum varði var bjargvætturinn Gunnlaug- ur Þórðarson kominn á ofsahraða í vandamálið og það hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ég er hræddur um að vissan um Gunnlaug sem ein- hvers konar bjargvætt í bakhöndinni hafi því miður stundum orðið til þess að við höfiim seilst lengra í strákapörum okkar en stætt var á, og sjálfsagt hefur hann oft bakað sjálfúm sér óþægindi, er hann leysti úr okkar óþægindum. Ég hef mörgum mönnum kynnst um dagana, ólíkrar gerðar, en eng- inn þeirra minnir á Gunnlaug. Hann er algert einsdæmi. Sumir segja kannski sem betur fer. Jafn ómiss- andi og Gunnlaugur Þórðarson er fyrir eitt mannlíf og eitt land, er ekki víst að það væri gott að hafa mörg eintök af honum. Hugmynda- flugið, krafturinn, yfirferðin og af- köstin eru einkenni Gunnlaugs. Slíkir eiginleikar geta verið óþol- andi, nema þeim fylgi þeir eiginleik- ar, sem Gunnlaugur hefur ekki síst til að bera. Þar nefni ég fyrst ríka réttlætiskennd og samúð með þeim, sem höllum fæti standa, og að auki áræði, drenglyndi og hugdirfsku. Gunnlaugi Þórðarsyni kemur ekkert við hvaðan vindurinn blæs. Hafi hann trú á einhveijum málstað, ein- hveiju sjónarmiði, er honum algert aukaatriði, hvort einhver annar sé sömu skoðunar og hann, ellegar hvort hann kynni að koma sér út úr húsi hjá voldugum aðilum fyrir að viðra skoðanir sínar og fylgja þeim fram. Og auðvitað hefur hann þess vegna stundum komið sér út úr húsi og auðvitað hefur stundum steinn og steinn verið Iagður í hans götu fyrir vikið. En það hefur engu breytt. í þeim skilningi hefur Gunn- laugur ekkert lært. Hann lagar sig ekki að röngum málstað til þess eins að koma sér í mjúkinn hjá þeim, sem þeim málstað fylgir. Ég tel það mér mjög til tekna að hafa ungur kynnst Gunnlaugi Þórð- arsyni, fengið að fylgjast með honum og þó ekki síst að eignast vináttu hans, og við Ástríður ámum honum og Qölskyldu hans allra heilla á þess- um góðu tímamótum. Davíð Oddsson í dag slær klukkan dr. Gunnlaugi Þórðarsyni sjötíu árin og er í senn bæði of fljót og of sein. Eldhuginn virðist fremur maður um fimmtugt en sjötugur, þótt hann sé fyrir löngu kominn yfir þriggja stafa tölu á lífsbrautinni. Gunnlaugur Þórðarson fæddist á Kleppi við Reykjavík hinn 14. apríl 1919. Foreldrar hans voru þau Þórð- ur Sveinsson prófessor og yfirlæknir á Kleppi, fæddur 20. desember 1874, og kona hans, EUen Johanne, fædd 9. september 1988, dóttir Jens Lud- vig Joachim Kaaber stórkaupmanns í Kaupmannahöfn. Gunnlaugur varð stúdent úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1939 og cand. juris. frá Háskóla íslands vorið 1945. Hann lauk piófi í þjóðarétti við Sorbonne- háskólann í París 1951 og varði dokt- orsritgerð sína, „Landhelgi íslands með tilliti til fiskveiða", við sama háskóla vorið 1952. Hann var for- setaritari frá 1. október 1945 til 31. desember 1950; jafnframt orðuritari og ríkisráðsritari 1947—48 og aftur frá október 1949 til 1950. Hann var skipaður fulltrúi i félagsmálaráðu- neytinu hinn 1. desember 1950, en lét af störfum árið 1975, að eigin ósk. Síðan hefur hann rekið lögfræði- stofu í Reykjavík og frá árinu 1977 í félagi við Áma Einarsson hdl. og undirritaðan. Dr. Gunnlaugur var ötull félags- málamaður og hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit og flutt mörg útvarpserindi. Verður síðar í þessum línum stuttlega að því vikið. Gunnlaugur kvæntist hinn 7. júlí 1945 Herdísi Þorvaldsdóttur leik- konu, mikilhæfri lista- og mann- kostakonu. Böm þeirra em Hrafn, fæddur 17. júní 1948, kvikmynda- leikstjóri; Þorvaldur, faeddur 16. júlí 1950, stærðfræðingur; Snædís, fædd 14. maí 1952, lögfræðingur, og Tinna, fædd 18. júní 1954, leikkona. Bamabömin em orðin 13. Þau Herdís og Gunnlaugur komu bömum sínum vel til manns. Þau slitu samvistir, en með þeim er vin- átta og virðing. ★ ★ ★ Þegar sagnfræðingar rannsaka landhelgisbaráttu íslendinga verður hlutur dr. Gunnlaugs Þórðarsonar metinn að verðleikum. Dr. Gunnlaug- ur kom heim frá námi í Frakklandi þjóðréttarfræðingur með doktors- gráðu, sérfræðingur í landhelgismál- um íslendinga. Hann þekkti þróun og meginstrauma þjóðaréttarins þá gerr en flestir íslendingar og átti metnað fyrir sína þjóð. Við útfærsl- una í 4 sjómflur vildi hann ganga lengra og enn þegar fiskveiðiland- helgin var færð í 12 sjómflur og studdi skoðanir sínar sterkum rökum í ræðu og riti. Hann hafði þá ekki meðbyr valdamanna. Þegar eftia- hagslögsagan var færð út í 200 sjómflur vildi hann standa að út- færslunni að réttum reglum þjóða- réttar og leggja ágreinginn fyrir al- þjóðadómstólinn í Haag, eh að ráðum hans var ekki farið. Dr. Gunnlaugur ritaði Qölmargar greinar um land- helgismálið, m.a. í Sjómannablaðið Víking, þar sem hann átti vinum að mæta, enda voru bestu stuðnings- menn hans sjómenn. Greinar hans og ritgerðir um landhelgismálið eru það maigar, að þær verða ekki tald- ar í stuttri afmælisgrein, og bíða umljöllunar seinni tíma. Landhelgis- málið er stór þáttur í lífi dr. Gunn- laugs Þórðarsonar og sá, sem honum er hugleiknastur. Gunnlaugur sótti fleira í París en fyrirlestra í Sorbonne. Hann heillað- ist af listalífí stórborgarinnar og er þekktur listunnandi; var um árabil myndlistaigagnrýnandi Alþýðu- blaðsins, og sat í safnráði Listasafns íslands. Hann á sem kunnugt er mikið safn listaverka, en hann veit sennilega ekki hvar þau öll eru niður komin. Gunnlaugur var vinur Gunn- laugs Scheving listmálara og býr í húsi listamannsins á Bergstaðastræti 74A. í Gunnlaugi Þórðarsyni býr eðli listamannsins. Um sumarhús sitt og fjölskyldu sinnar við Helluvatn, hefur hann skapað sérkennilegan töfra- heim og er siskapandi með skrifum sínum. Hann hefiir auk landhelgis- málsins ritað um margvísleg málefni og er vinsæll fyrirlesarf. Ritverk hans, ef öll væru saman talin, eru meiri að vöxtum en margra þeirra, sem kallast rithöfundar. Dr. Gunnlaugur var lengi virkur í starfi Rauða krossins og frumkvöð- ull að komu ungverskra flóttamanna hingað til lands. Hann sat i Bama- vemdarráði íslands sem varaformað- ur og formaður og vann að löggjöf um bamavemdarmál. Þá má og nefna, að hann var lengi í miðstjóm Alþýðuflokksins og sat á Alþingi sem varamaður. Hann er nú óflokks- bundinn, en lætur málefni samtímans til sín taka sem fyrr. Seinni árin hefur hann ferðast mikið og sótt ráðstefnur lögfræðinga viða um heim. Hann er margreyndur ferða- maður og undirbýr ferðir sínar af gaumgæfni og hefur t.d. í mörg ár stundað nám í rússnesku og spænsku. Gunnlaugur Þórðarson er einn þeirra manna, sem hafa tíma til alls. Sem fyrr greinir lét dr. Gunnlaug- ur af embætti árið 1975 að eigin ósk og gerði þá málflutnings- og lög- fræðiþjónustu að aðalstarfi. Hann var skipaður embættismaður með heimild ráðherra til þess að stunda málflutning, svo að hann fór hér ekki vatnaskil. Þessum víðhuga manni þótti vistin í stjómarráðinu orðin nógu löng og vildi betur geta sinnt hugðarefnum sínum. Hann rekur erindi maigra, er fijót- ur að átta sig á eðli máls og skilur hismið frá kjamanum. Greiðslugeta eða von um þóknun ráða ekki vali hans á viðskiptamönnum. Hann vinn- ur að þeim málum, sem hann hefur áhuga á og trúir á og sparar þá ekkert til, en lætur ýmislegt kvabb lönd og leið. Það var ánægjulegt, að nú í mars vann hann í Hæstarétti tímamótasigur vegna ólögmæts framsals á íslenskri konu frá Banda- ríkjunum. Hann lagði mikla vinnu í málið, þótt ýmsir teldu það tapað og vildu ekki sinna því. Lögfræðingar segja stundum að lögfræðin sé lífið sjálft. Samkvæmt því em lög samkomulag um það, hvem ramma beri að setja samfélag- inu og hvemig leysa eigi ágreining manna. Leiðin frá lífinu til letursins getur verið löng og því er lögfræði fremur íhaldssöm fræðigrein. Dr. Gunnlaugur Þórðarson er Qölmennt- aður maður og hefur oft verið á undan sinni samtíð. Honum hafa iðu- lega þótt smámunasemi og form- kreddur skyggja á efni máls. Hann hefur séð skóginn fyrir tijánum. ★ ★ ★ Dr. Gunnlaugur Þórðarson er eld- hugi, lífskrafturinn holdi klæddur. Fyrir kemur að amsúgurinn ýfi flaðr- ir hænsna. Þeir, sem þekkja hann vel, vita, að hann er einlægur, hlýr og lítillátur. Hann er trúaður maður, dulspakur og svo berdreyminn, að hann veit daga sína að morgni. Mörg dæmi gæti ég nefnt um yfirskilvit- lega reynslu dr. Gunnlaugs, en flest er of persónulegt til þess að skrifa um það í afmælisgrein í dagblaði. Hann er agaður maður í lífemi og hófsamur. Hann kemur víða við og er hafsjór fróðleiks. í öllu sínu fari er hann hreinn og beinn, og ég hefí ekki vitað hann halda öðm fram en því, sem hann veit sannast og réttast. Að hætti viturra manna skiptir hann um skoðun, ef hann sér fyrir því góð og skynsamleg rök. Hann er sjálfum sér samkvæmur og líkast til er sú skýringin, ásamt reglusömu lífemi, hversu miklu hann kemur í verk. Við þessi tímamót getur hann litið sáttur um öxl, því að hann fómaði aldrei sínum hreina tón til þess að leika falskri pípu í framadansi hégómleikans. ★ ★ ★ Enn er sól í sumarstað og ómar klukkunnar líða yfir akurinn. Akur sáðmannsins er stór, og þar hefur hann ræktað margbrotinn gróður. Þau grös, sem bognuðu í hretum vors og fyrr á sumri, hefur hann numið burt, en hin standa, sem vel var sáð og eiga sér réttar rætur. Hann mun btjóta ný lönd til ræktun- ar, því að sól er hátt á lofti, og langt í haust, þótt margt standi nú full- þroska og Qölært. Sáðmaðurinn fer um akurinn léttur í spori sem ungur maður og tvíefldur til verka. Hann er of víðförull og stórhuga til að hnjóta um völu smá, en fátt dylst fránum sjónum og næmum huga. { grasrótinni kunna sem áður að leyn- ast ormar vaxnir af öfund, sem höggva vilja til ofsókna. Af orðsins dreyra vegnum orðsins brandi dafnar gróður nýr. ★ ★ ★ Eftir löng kynni og samstarf í góð tólf ár væri við hæfi að þakka af- mælisbaminu, Gunnlaugi Þórðar- syni, allt liðið. Orð ganga til skammt; hann veit hug minn. En mínum trygga vini óska ég þeirrar auðnu, að til sólarlagsins verði líf hans af önn dagsins. _ Ólaftir Thóroddsen N í bók sinni „De amicitia" lofar Marcus Tullius Cicero, sameiginlegur eftirlætishöfundur okkar, vináttuna. „Decus vitae amicitia". Gott er vín og góð er vinátta þegar eldist. Allt frá því ég kom til Islands árið 1977 hefur þú verið einn af minum bestu vinum íslenskum. Enn er ég hér. Þú hjálpaðir mér að meðtaka land Eddu og fomskálda, ísland Snorra Sturlu- sonar. Á sjötugsafmæli þínu getur þú litið um öxl yfir langt og athafna- samt líf. Hér vil ég aðeins benda á það sem þú hefur fengið áorkað sem fræðimaður og lögfræðingur, sem ræðuskörungur og húmanisti. Þú ’varðir doktorsritgerð þína við Parísarháskóla, la Sorbonne, 1952, „Landhelgi íslands með tilliti til fisk- veiða". Þar sýndir þú fram á rétt íslands til 16 sjómflna landhelgi og 50 qómflna landgmnns. Þar varst þú brautryðjandi. Aðrir héldu áfram baráttu íslands. En þú komst með hugmyndimar sem voru kveikjan. Sem hæstaréttarlögmaður hefur þú talað máli ótal skjólstæðinga. Þú hefur þar sýnt riddaraskap sem Hrói höttur og réttlætisástríðu sem Émile Zola. í blöðum og útvarpi hefur þú á umliðnum ámm hiklaust kastað þér út í rökræðumar og oft borið fram skoðanir þínar á deilumálum dags- ins. Lýðræðið þarf fijálslynda ræðu- skömnga með þinni reisn. Þú hefur af örlæti stutt myndlist- armenn svo sem Gunnlaug Scheving og Karl Kvaran. Snemma varðst þú næstum því þjóðsagnapersóna. í eld- gosinu á Heimaey 1973 hengdir þú upp málverk eftir Scheving í Landa- kirkju í Vestmannaeyjum. Á þennan hátt vildir þú bjarga kirkjunni frá hraunflóðinu. Kraftaverkið gerðist. Kirkjan stóð. Trúin er máttug. Þetta minnir á eldmessu séra Jóns Steingrímssonar í Skaftáreldum, þegar kirkjan á Kirkjubæjarklaustri bjargaðist undan eldinum. í Hávamálum er fjallað um vinátt- una sem er rækt með gjöfum og endurgjöfum. En einnig má til þess vitna í fomar bækur að þótt gjafir kunni að þykja góðar þá þykir vin- fengið sjálft stundum besta gjöfin og svo er um vinfengi mitt við Gunn- laug Þórðarson. Esbjörn Rosenblad dr.jur. Böm og tengdaböm Gunnlaugs hafa opið hús í tilefni afmælis fcður síns í Iðnaðarmannahúsinu við Hall- veigarstíg — með inngangi frá Hall- veigarstíg kl. 17-20 í dag. JL. -t WJ- Vi , , v SIDUSTU D\GAR ® 1« l \íj r * \/Jf j \iJf * ^i* \íj V .4 \@ f 4 \/j r t.r I t f I 11- i' a _ f i,t I j f F i f i BANDARISKU BOK/MKUNNAR Bókavikan er enn I f ullum gangi og nú fer hver að verða síðastur. IJrval bóka á frábæru verði. PÖNTUNARÞJÓNUSTAN SÍMI 13522 SENDUM í PÓSTKRÖFU MEDAN BlRGDiR ENDAST LAUGARDAGINN15. APRÍL OPID 916 Austurehœti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.