Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖStUDAGUR 14. APRÍL1989 2á meðal- iverju um árlega eríurnar fengju minna súrefni. Þannig var oft hægt að stöðva sjúk- dóminn. Vægasta aðgerðin var að „blása". Þá var blásið lofti milli lungans og brjóstveggjarins og við þrýstinginn féll lungað saman. Þessa aðgerð þurfti að endurtaka oft, þar sem loftið minnkaði alltaf aftur í brjóstholinu og var talað um að menn gengju í blásningu. Stund- um þurfti að „brenna", það er brenna burt streng milli lunga og brjósthimnu, sem hindraði að lung- að félli saman. Stærsta aðgerðin var þegar menn voru „höggnir". Þá voru rifbein fjarlægð og brjóstholið fellt öðru megin, til að sýkta lungað legðist saman. Aðeins þeir veikustu geng- ust undir þessa aðgerð og bjargaði Þorsteinn Blöndal, berklayfirlæknir. hún mörgum. Hins vegar var sam- fallið brjóstholið mikið lýti. Þorsteinn sagði að berklar hefðu ekki dregið alla til dauða sem þá fengu. „Sumir fengu væga berkla og gátu lifað eðlilegu lífi. Þeir sem hins vegar urðu mikið veikir og voru með svokallaða „holu" eða sár í lunga, voru sendir á hæli, enda voru þeir smitandi. Þá skipti litlu Morgunblaðið/Emilía máli hvort viðkomandi var í námi eða hverjar aðstasður hans voru að öðru leyti; honum var kippt inn á hæli og þar var hann ef til vill næstu tvö til þrjú ár, ef berklarnir voru á háu stigi. Það er fróðlegt að hugsa til þessa nú, þegar rætt er um meðhöndlun alnæmis-sjúkl- inga og hvort einangra eigi þá frá umheiminum. Áður fyrr datt engum í hug að tala um frelsi einstaklings- ins í þessu sambandi." Reglulegt berklaeftirlit byrjaði hér á landi upp úr_1940, ur.dir stjórn Sigurðar Sigurðssonar, berklayfir- læknis. Næstu ár voru 10-20% þjóð- arinnar skoðuð árlega og árið 1946 voru allir íbúar Reykjavíkur kallað- ir í skoðun. Þá fannst fjöldi berkla- tilfella. Þessar skoðanir urðu til þess að auðveldara varð að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Berklar tilheyra ekki liðinni tíð Þorsteinn sagði að almenningur gerði sér ekki alltaf grein fyrir að berklar tilheyrðu ekki liðinni tíð, heldur gætu ávallt skotið upp kollin- um. „Yngra fólki bregður illilega í brún, þegar því er sagt að það sé með berkla, en eldra fólk þekkir einkennin og veit hvað er á ferð- inni. Enn má hitta marga, sem segja frá því að þeir hafi verið „blásnir, brenndir eða höggnir". Hér á landi hefur baráttan við berklana gengið vel, en í þróunarlöndunum, sérstak- lega Afríku, er ástandið annað. Þar greinast 7-8 milljónir nýrra tilfella árlega og 2-3 milljónir manna deyja á ári hverju úr berklum. Vandamál- in þar eru svipuð og hér á landi árin 1920-1930." Islenskir karlar fá oftar lungna- berkla en konur og svo hefur ávallt verið. „Þetta var skiljanlegt áður fyrr, þegar konur héldu sig að mestu heima við," sagði Þorsteinn. „Karlarnir voru hins vegar til dæm- is í verbúðum og sváfu þar margir saman, sem og á skipum. Þeir gátu því fremur smitast. Enn í dag veikj- ast karlar fremur af berklum, sem er eðlilegt, þegar litið er til þess að eldra fólk er í meirihluta þeirra sem hafa fengið bakteríuna. Sjúk- dómurinn kemur oftar upp hjá þeim sem eru jákvæðir fyrir og því eiga í raun sömu skýringar við um þenn- an mismun í tíðni og í gamla daga." Af þeim 321 berklatilfellum, sem greindust hér á landi árin 1975- 1986, voru lungnaberklar sem áður sagði algengastir. Af þeim greind- ust 149 tilfelli. Næst komu eitla- berklar og berklar í þvag- og/eða kynfærum, en af hvorum flokki greindust 46 tilfelli. Brjósthimnu- bólga greindist í 22 tilfellum og jafn oft greindust beinaberklar. Bólgnir kirtlar á bak við lungun fundust í 20 tilfellum, sáningar- berklar í 7 tilfellum, heilahimnu- bólga í tveimur og aðrir berklar greindust sjö sinnum. Sáningar- berklar og heilahimnubólga eru hættulegastir. Sáningarberklar dreifa sér mjög hratt um allan líkamann og yngsti íslendingurinn, sem lést úr berklum á þessu tólf ára tímabili, 30 ára, var haldinn þessum sjúkdómi. Af þeim 321 tilfelli, þar sem berklar greindust, voru sjúklingar eldri en 65 ára í 113 tilvikum. Til- fellum hefur fækkað jafnt og þétt þessi ár. Árið 1975 voru þau 40, 58 ári síðar, en frá 1977 til 1985 voru tilfelli á bilinu 23-27. Síðustu tvö árin, sem könnunin náði til, greindust 13 tilfelli hvort ár. Meðal- tal þessara tólf ára eru 27 tilfelli. Áður^fyrr voru ýmsar aðferðir notaðar til að vinna bug á berkla- veiki, en nú er unnt að lækiia sjúkdóminn að fullu með lyfja- gjöf. Þessar skopteikningar sýna gamlar lækningaaðferðir og skýra sig best sjálfar. Þær sýna læknana Ólaf Geirsson, sem brennir, Guðmund Karl, sem heggur og Dr. Óla Hjaltested, ' sem blæs. (Myndirnar eru teikn- aðar af Ragnheiði Óla&dóttur og birtar með góðfúslegu leyfi frú Erlu Egilson.) 300 milljónir þarf til að fullbúa Þjóðskjalasafii „VIÐ þurfum um 300 miUjónir til að fullbúa húsið og þar af færu um 150 miUjónir í innrétt- ingar og ýmsan búnað. Á þessu ári hefur Þjóðskjalasafnið 10 milljóuir til ráðstöfunar, en við höfuui farið fram á að fá 100 milljónir á næsta ári," sagði Ólaf- ur Asgeirsson, þjóðskjaiavörður, er hánn var spurður um fram- kvæmdir í húsnæði safnsins að Laugavegi 162. Húsnæði mjólkurstöðvarinnar að Laugavegi 162 var keypt undir Þjóðskjalasafnið og hefur þegar verið gengið frá hluta af skrifstofu- húsnæði. „Skrifstofurnar voru í raun fyrir hendi, svo breytingar á þeim voru ekki kostnaðarsamar," sagði Ólafur. „Hingað höfum við því flutt þá starfsemi sem tengist skrifstofurekstrinum og þetta hús var himnasending fyrir okkur. í gamla Safnahúsinu er enn af- greiðsla fyrir almenning. Þar eru líka skjalageymslur og einnig í hús- næði í Árbæ. Skjalageymslur í nýja húsinu á hins vegar eftir að inn- rétta: Þess vegna erum við enn með skjöl í kössum og þannig eru þau mun óaðgengilegri en ætti að "era. Stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að koma málum hér í viðunandi horf og vonandi verður orðið við óskum okkar um 100 milljóna króna fram- lag á næsta ári. Við verðum að geta gert mikið í einu, til dæmis er lítið vit í því að útbúa lestrarsal hér, ef skjölin eru enn dreifð um allan bæ." - Hluti hins nýja húsnæðis Þjóð- skjalasafnsins er leigður ýmsum ríkisstofnunum. „Okkur fannst skárra að nýta húsið með þeim hætti, í stað þessað láta hluta þess ónýttan," sagði Ólafur. Málþing Sagnfræðingafélags ís- lands, sem haldið var fyrir skömmu, samþykkti að hvetja ríkisstjórnina til að útvega Þjóðskjalasafni viðun- andi rekstrarfé og ganga endanlega frá húsnæði þess við Laugaveg 162. „Á þann hátt auðveldar hún stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og leggur þýðingarmikið lóð á vog- arskálar íslenskrar menningar," segir í ályktuninni. Dr. Sigurður B. Stefánsson: Verðbólgan var 38% í mars BÆÐI framfærslu- og byggingavísitala hækkuðu um 2,7% í mars og gamla lánskjaravísitalan hefði þvi einnig hækkað um 2,7% sem jafngildir 38% verðbólgu á heilu ári. Verðbólga siðustu þrjá mán- uði, janúar, febrúar og mars, var 31% miðað við heilt ár. Svo skrif- ar dr.Sigurður B. Stefánsson ritstjóri og ábyrgðamaður fréttabréfs Verðbréfamarkaðar Iðnaðarbankans i aprilhefti þess. Sigurður skrifar einnig, að þann 20. mars síðast liðinn hafi verið birt láhskjaravísitala fyrir apríl 1989. Hún hefði hækkað um 2,05% frá fyrra mánuði og jafngilti sú hækkun 2í,6% verðbólgu. Og síðar segir Sigurður: „Sú hrina verð- hækkana sem riðið hefur yfir síðustu vikurnar er ekki óvænt. Verðbólga hefur verið 20 til 30% síðustu misserin og nákvæmlega ekkert hefur gerst sem hefur varan- leg áhrif til lækkunar. Sú verðstöðv- un sem sett var á fyrir liðlega hálfu ári breytir engu um gang verð- bólgunnar sjálfrar eða um orsakir hennar. Verðstöðvunin olli því að- eins að verðbólgan „varð ósýnileg" um stundarsakir. Næstu misseri mun verðbólga halda áfram að vera mun hærri hér en í nágrannalóndum okkar og hún verður áfram síbreyti- leg frá mánuði til mánaðar eða frá ársfjórðungi til ársfjórðungs." Anna Sigurðardóttir með bók sína. Saga nunnuklaustra á Islandi á miðöldum Kvennasögusafn íslands hefur gefið út bókina „Allt Hafði Ann- an Róm Aður I Páfadóm". Er það samantekt Önnu Sigurðardóttur um nunnuklaustrin tvö á íslandi á miðöidum og brot úr kristni- sögu. Þetta er þriðja ritið úr flokkinum „Úr veröld kvenna". „ Ég byrjaði fyrir löngu síðan að viða að mér efni, en hætti svo í kring um árið 1976. Það lá svo niðri hjá mér, en svo tók ég mig til og byrjaði aftur og hætti að þessu sinni ekki fyrr en verkinu var lokið," sagði Anna Sigurðardóttir í samtali við Morgunblaðið í tilefni af útgáfunni. Bókin skiptist í fjóra meginkaflá?, sá fyrsti fjallar um Kirkjubæjar- klaustur, annar kafli um Reyni- staðaklaustur, sá þriðji ber heiti bókarinnar, „allt hafði annan róm áður ( páfadóm", og fjórði kaflinn heitir María Guðsmóðir og helgar meyjar á íslenskum slóðum. Þar á eftir kemur heimildaskrá, þ£ myndaskrá, þá nafnaskrá sem er tvískipt, mannanöfn og staðanöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.