Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Hrúturinn (frá 20. mars) Hinn dæmigerði Hrútur er til- fínningaríkur og opinskár. Hann er hreinskilinn, einlæg- ur og beinskeittur. Dagsdag- lega er hann rólegur og já- kvæður en verður ákafur og ör þegar áhugi hans er vak- inn. Hann verður þá drífandi og er oft búinn að framkvæma og ljúka af verkum meðan aðrir eru enn að hugsa málið. Á hinn bóginn á hann til að vera fljótfær og óþolinmóður ef verk sækjast seint eða hon- um er settur stóllinn fyrir dyrnar. Reglur og utanað- komandi höft eru honum litt að skapi enda vill hann vera sjálfstæður og fara eigin leið- ir. Hrúturinn er kappsfúllur og er maður baráttu og áskor- ana. Hann þarf líf í umhverfi sitt, hreyfingu og líkamlega útrás, ella verður hann áhuga- laus og slappur. Hann er einn- ig maður nýrra byrjana og líður þvi best þegar hann er að byija á nýju verki, en er síðri þegar um langvarandi vanabindingu er að ræða. Nýsköpun er því lykilorð fyrir Hrútinn. NautiÖ (frá 20. apríl) Nautið er jarðbundið og stað- fast. Það er frekar rólegt og hlédrægt í skapi, vill öryggi, varanleika og reglu. Hið dæmigerða Naut er raunsætt, er lítið fyrir að búa til loftkast- ala, en leggur meira upp úr því að fást við hagnýt mál og ná áþreifanlegum árangri. Það hefur framkvæmda- og skipulagshæfileika. Nautið er þolinmótt og hefur gott út- hald en á stundum til að vera of þungt og. óhagganlegt. Þtjóska er J)vi meðal eigin- leika þess. I eðli sínu er það friðsamt og góðlynt, en er samt sem áður fast fyrir og ráðríkt. Það lætur aðra í friði ef það er látið í friði. Nautið er töluvert nautnamerki, legg- ur áherslu á þægindi, ekki síst hvað varðar heimili, hús- búnað og mat. Trygglyndi er einkennandi sem og áhugi á öilu sem er traust, ekta og varanlegt. Tvíburinn (frá 21. maí) Hinn dæmigerði Tvíburi er félagslyndur, hugmyndaríkur og ijölhæfur. Hann verður eirðarlaus ef hann er bundinn of lengi niður á sama staðn- um, en líður vel ef mikið er að gerast og hann hefur mörg jám í eldinum. Hann er forvit- inn og fróðleiksfús. í skapi er Tviburinn léttur, hress, glaðlyndur og vingjamlegur. Hann er stríðinn, en samt sem áður á góðlátlegan hátt. Tvíburinn er merki hugsunar, tjáskipta og upplýsingamiðl- unar og hefur því ríka þörf fyrir að læra, tjá sig og segja sogur. Iifsstfll hans þarf að einkennast af fjölbreytni, hreyfingu og samstarfí við margt og ólíkt fólk. Vegna þarfar fyrir fjölbreytni finnst Öðrum hann oft óstöðugur og í einstaka tilvikum óáreiðan- legur. Það er hins vegar í eðli hans að fara víða og vera óháður og ftjáls til að kynna sér ólíkar hliðar lífsins. HiÖ dœmigeröa Þessi umfjöllun um eðli merkj- anna miðar við það sem er dæmigert fyrir þau. Önnur merki hvers og eins hafa síðan sitt að segja. Einn ágætur fréttamaður sem ég þekki og er í Tvíburamerkinu er t.d. rólegur og hægur að sjá á velii, er yfirvegaður og klæðir 8ig á frekar gamaldags máta. Hann er samt sem áður IViburi, er í fjölmiðlun og er hress og léttur á sinn settlega hátt. Hann hefur Risandi í Steingeit (fas og framkoma) og Mare (framkvæmdaorka) i Nauti sem þyngja hann og gefa honum alvarlegra yfir- bragð en við gætum kannski vænst af dæmigerðum Tvíbura. Tm—t h—r rrrr rrr jjjjjjjjjjWjjjjjjjjjgjjjjjjjjjjjjjjgMjjjjgjjjj ??!??!!?!!?!?:l?!?!!?!!!!?'???"'”!!?:!!::!'!?""'"?"?!"??"?!:!??!!!?!!!!! GARPUR GRETTIR JT LIFINU.? ■ 1 7 S*^\J LAHGAR piG AV'T^EKKl TlL Apkm W ,(sJ)1.4ST DPPATiN-D- A HKCfPA - 3 F/Vléfg TÓKSTt’AP'. fó/ /nVj f ÉG FÆ dc'opf) m (ufi&R/kv frtdssð c/M , llwSTv^A... \ÓtCTNAP/ SS W iC7T7<~Sa"\ 0 fc-8 JTM RáVTS :::::::::::: BRENDA STARR 1 "V / i t WIHIWyWWIMMIIMMMWMWIWHIIWWmtmwmWIIHIHIMIIMMIMIMIIMIIIIIIIMIHjlMjlMlinilMMHyilMMMMIMMMniMI UOSKA FERDINAND II l' | II ' ||-s? " SMÁFÓLK MERE'5 THE BOOK YOU'RE SUPP05EP TO READ THI5 5UMMER ..IT'S CALLEP 'lTE55 OFTHE O’URBERVILLES" Hér er bókin sem þú ættir að lesa Tess af hveq'u? I sumarfríinu ... hún heitir „Tess af d’Urberville-ættinni“. Þetta er ágætt bókarheiti, ég ’ að muna það. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Eftir sagnir er auðvelt að lesa í spil AV. En það má ekki sýna neitt kæruleysi í úrvinnslunni. Norður gefur; NS á hættu. Vestur ♦ KDG84 V 105 ♦ 8753 ♦ 103 Norðúr ♦ 1096532 V6 ♦ G106 ♦ G52 Austur ♦ 7 VÁ932 ♦ KD9 ♦ K8764 Suður ♦ Á V KDG874 ♦ Á42 ♦ ÁD9 Vestur Norður Austur Sudur — Pass 1 lauf Dobl 1 spaði Pass 2 lauf 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: spaðakóngur. Stökk suðurs í fjögur hjörtu byggðist í og með á þeirri von að fá út lauf. Sú von brást, en á móti kom að norður á mjög mikilvæga gosa í láglitunum. Sagnhafi fór strax í trompið og austur dúkkaði tvisvar. Drap svo í þriðja sinn og spilaði laufí, tilneyddur. Gosi blinds fékk þann slag, og nú verður sagn- hafi að vara sig. Hann má ekki endurtaka laufsvíninguna, eins og virðist blasa við. Þá nær hann ekki þvinguðu innkasti á austur í lokin. Rétta spilamennskan er að trompa spaða og spila enn hjarta. Austur neyðist til að spila laufi aftur, og nú eru skilyrðin rétt fyrir þvingunina. Sagnhafi tekur trompin í botn og heldur eftir Á42 í tígli og laufás. Fari austur niður á eitt lauf, er lauf- ás tekinn og tígli spilað á gosa. Haldi austur tveimur laufum, fellur tígulhámaður í ásinn. Lykillinn var að eiga laufásinn í holi í lokastöðunni. Ef laufinu er svínað strax, fær austur tæki- færi til að bijóta út ásinn og getur þá farið niður á tígul- hjónin blönk að skaðlausu. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson I einvígi í Marostico á Ítalíu, sem er nýlokið, kom þessi staða upp í skák sænska stórmeistarans Ulfe Anderssons, sem hafði hvítt og átti leik, og Anatolys Karpovs, fyrrum heimsmeistara. það er sjaldgæft að sjá Karpov leika jafn gróflega af sér peði og í þessari skák. Síðasti leikur hans var 19. - Kg8-f8? 10. Bxa6! - Rf5 (20. - Hxa6 gekk ekki vegna 21. Hd8+ — Be8 22. Rd6 og hvítur vinnur.) 21. Be2 - Ke7 22. h3 - h6. Hvítur er nú orðinn peði yfir í endatafli, án þess að svartur hafi nokkrar bætur, en þrátt fyrir það tókst Karpov að haida jafntefli um síðir. Það er munur að hafa efni á að leika af sér. Karpov sigraði ( ein- víginu með tveimur og hálfúm vinningi gegn einum og hálfum, hann vann Qórðu og síðustu skák- ina, en hinar urðu jafntefli. Dular- fullt félag sem nefnist Alheims- skáksambandið (World Chess Uni- on) hélt einvtgið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.