Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 11
1MQ,RGW[BLAHIÐ-FQSTUpAGUR, ,1(1, APRÍL,1989 n Tímaskekkja eftir Halldór Blöndal Engum blandast hugur um, að trúnaðartraustið er brostið milli þeirra forystumanna vinstri flokk- anna, sem þóttust hafa öll ráð í hendi sér sl. haust. Þá töluðu Steingrímur og Jón Baldvin um það í léttum tón, að trúnaðartraust milli ráðherra ylti á því hvort þeir gætu komið sér saman á góðri stund, fremur en að hafa áhyggjur af vandamálum líðandi stundar. Mörg- um varð það á að festa trúnað á það sem þeir sögðu eftir alræmdan sjónvarpsþátt. Nú fer eins fyrir þeim og 19. aldar skáldinu, sem stundi yfir vonbrigðum sínum og sagði: Ég hélt ég stæði á grænni grund en Guð veit hvar ég stend. Þjóðin veit ekki hvar hún stend- ur. Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert kjarasamning við opinbera starfsmenn. Enginn dregur í efa þá miklu kjaraskerðingu sem orðið hefur sl. ár, sem mest og best lýsir sér í því, að verðbólgan skuli nú vera nálægt 30% þótt kaupið hafi naumast hækkað um krónu sl. tíu mánuði. Formenn stjórnarflokk- anna hafa allir lýst því yfir, að eðli- legt sé, að í stórum dráttum verði samið um sömu launahækkanir á almenna vinnumarkaðnum og hjá BSRB, en á hinn bóginn verði ekk- ert gert til að bæta rekstarstöðu atvinnuveganna. Þó hefur iðnaðar- ráðherra lýst yfir, að fyrirtækin í samkeppnisiðnaðinum þoli nær enga launahækkun. Sjávarútvegs- ráðherra hefur tekið dýpra í árinni. Hann hefur lýst því yfir að sjávarút- vegurinn þoli alls enga launahækk- un og að samningamir við BSRB feli hvort tveggja í sér, nýjar verð- hækkanir og fallandi gengi. Karvel Pálmason hefur fordæmt fjármálaráðherra á fundi efri deild- ar, — ummæli hans og framkomu gagnvart verkalýðshreyfingunni og atvinnuvegunum. Ummæli þeirra Halldórs As- grímssonar og Karvels Pálmasonar verða ekki skilin öðru vísi en svo, að þeir telji að ríkisstjómin hafi Halldór Blöndal „Ummæli þeirra Hall- dórs Ásgrímssonar og Karvels Páimasonar verða ekki skilin öðru vísi en svo, að þeir telji að ríkisstjórnin hafi brugðist. Þeir hika hins vegar við að gefa henni náðarhöggið.“ brugðist. Þeir hika hins vegar við að gefa henni náðarhöggið. Stjóm- arslitin í haust og aðdragandi nýju stjómarinnar var með þeim hætti, að forystumenn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks eiga erfitt með að viðurkenna mistök sín. Það væri sama og að lýsa því yfír, að landinu verði ekki stjómað án Sjálfstæðis- flokksins, sem raunar er komið í ljós. Hvort sem þama stafur stendur stór eða lítíll Steingrimur mun ei strákinn blekkja. Stjómin hans er (t) Tímaskekkja. Höfundur er varaformaðurþing- flokks Sjálfstæðisflokksins. Hjónanámskeið á Selfossi Á NOKKRUM undanfornum miss- erum hafa sr. Þorvaldur Karl Helgason, sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson og sr. Birgir Ásgeirsson staðið fyrir hjónanámskeiðum. Hafa þau verið vel sótt og hafa nú um tvö hundruð manns tekið þátt í þeim. Námskeiðið er ætlað fólki, sem hyggst ganga í hjónaband, er í sam- búð eða hefur verið gift í skemmri eða lengri tíma. Með námskeiðinu er stefnt að því að auðga samskiptin milli þessara tveggja einstaklinga, styrkja sam- bandið milli þeirra og efla sjálfsvit jSAWO! I20"litasjónvarp meö fjarstýringu CPE6011 | AÐEINS ! 38.980,-1 SGTGR.VERÐ Gunnar Ásgeirsson h.f. Suöurlandsbraut 16i - Sími 680780 ■ J und og stöðu gagnvart makanum. Ákveðið hefur verið að halda næsta námskeið í Safnaðarheimili Selfosskirkju og verður það haldið laugardaginn 15. apríl. Það hefst klukkan 13 og því lýkur klukkan 19. Upplýsingar og skráningu annast sr. Sigurður Sigurðarson, sóknarprestur á Selfossi. (Fréttatilkynning) Félagasamtök Veifingahús Fyrirtæki Eigum ávallt á lager: j Glös, postulín og hnífapör HEILDSALA KBf MERKING ÁGLER OG POSTULlN -\feitiih- Bíldshöl'ða 18-sími 688838 4» Heimilístæki hf iglunni • : 69 1520 ',i$aMUK£UM, % SætúniB • Kringlunni SÍMI: 69 15 00 SlMI. 69 1520 Sérstök einangrun Minni orkuþörf Gott verð Viö völdum þessa fyrirsögn á auglýsinguna til þess aö vekja athygli á því ' sem er sérstakt við Tropical kæliskápana. Viö höfum ekki mörg orð um útlitið, myndirnar segja sitt. Og allir vita að frá Philips kemur vönduð vara. Það bjóðast þrjár gerðir. Þeir stærri með fjögurra stjörnu frysti, tveimur hurðum, og sjálfvirkri afþíðingu. Sá minnsti með tveggja stjörnu frysti og hálfsjálfvirkri afþíðingu. Allirafar hljóðlátir og með segullokun. Tropical gerðirnar fullnægja kröfum um stöðugt hitastig í kæli- skáp í hitabeltislofts- lagi. Þess vegna er einangrunin aukin og reksturinn einstaklega ódýr í okkar loftslagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.