Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 ■ RINUS Michels, þjálfari hol- lenska landsliðsins er það varð Evrópumeistari í fyrra, hætti í gær sem þjálfari Bayer Leverkusen. Hann tók við liðinu FráJóni sl. sumar. Því hefur Halldórí ekki gengið vel og Garðarssyni brottför hans kom því ekki á óvart. JUrgen Geldsdorf, fyrrum leik- i'*maður Leverkusen, sem hefur þjálfað unglingalið þess undanfarið, tekur við liðinu. ■ ÁSGEIR Sigurvinsson er enn meiddur eftir að hafa fengið spark framan á legginn í leiknum gegn Ntlrnberg um síðustu helgi og mjög líklegt er að hann verði ekki með gegn Bochum um helgina. JUrgen Klinsmann verður hins vegar sennilega með að nýju. ■ FRANSKA liðið Bordeaux vill kaupa Svíann Johnny Ekström frá Bayern MUnchen. Hann hefur verið með í 19 leikjum af 26 í vetur — oft komið inn á sem varamaður — og skorað 6 mörk. Ekström kom til Bayem frá Ítalíu fyrir þetta tímabil. ■ FRETTIR blaða herma að ítalska stórliðið Napolí sé á eftir Andy Möller hjá Dortmund. Hann er 21 árs og stórefnilegur miðvallar- leikmaður. Greint hefur verið frá því að Napóli sé búið að bjóða sjö milljónir marka í hann — andvirði tæplega 200 milljón ísl. króna! ■ MICHAEL Spies, einn besti leikmaður Karlsruher, hefur verið seldur til Gladbach fyrir eina millj- ón marka. Hann er miðvallarleik- "Tnaður og fer til Gladbach fyrir næsta tímabil. ■ FRITZ Fuchs þjálfari Frei- burg í 2. deild var rekinn frá félag- inu í gær. Fuchs er 15. þjálfarinn sem rekinn er í 2. deild í vetur — en 20 lið eru í deildinni! GOLF Heimsfrægurgolfkennari til landsins: „Himnasending" EINN þekktasti golfkennari í heimi, Englendingurinn John Jacobs, kemur hingað til lands í sumar og verður með nám- skeið fyrir kyifinga í tvo daga. eðal atvinnumanna hefur John Jacobs, sem á og rekur golfskóla bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, fengið viðumefnið „doktor golf" — menn hér heima líta á komu þessa manns sem himnasendingu," sagði Ólafur Skúlason, fram- kvæmdastjóri Laxalóns, en Jacobs kemur til landsins á vegum fyrir- tækisins. „Takmark okkar er að svo vel takist til með þessa heimsókn hans í sumar, að þetta verði árviss við- burður í framtíðinni," sagði Ólafur. Aðdragandi heimsóknarinnar er sá, sagði Ólafur, að „Peter Salmon, Englendingur búsettur hér á landi og þekktur kylfingur, fór á nám- skeið hjá Jacobs á síðastliðnu ári. Þeirra kynni þróuðust í það að Jacobs heimsækir okkur nú. Aðal ástæða komu hans er laxveiði, en hann hefur fallist á að kenna hjá okkur í tvo daga. Peter á mikið þakklæti skilið fyrir að Jacobs kem- ur til landsins." Jacobs dvelur hér á landi 9,- 16. júlí við laxveiðar, en tvo þessara daga býður hann upp á gcrif- kennslu. Annan daginn verður um að ræða hópkennslu, þar sem allir sem vilja geta komið og hlustað á fyrirlestur hans og fylgst með sýni- kennslu. Hinn daginn verður Jacobs með einkakennslu, þar sem 15 íslenskir kylfingar fá leiðsögn „um allt frá teig í holu“ eins og Ólafur orðaði það. Þeir 15 kylfingar, sem njóta leiðsagnar hans í einkatímun- um, verða valdir með sérstæðum hætti. Á golfvelli Laxalóns í Hvammsvík í Hvalfirði verður hald- ið úrtökumót, þijár helgar í röð í júní, þar sem fimm efstu kylfingar í hverju móti vinna sér rétt til að mæta í einkatíma Jacobs. Þetta verður Stableford keppni, þannig að allir íslenskir kylfingar eiga jafna möguleika. John Jacobs. KNATTSPYRNA / VESTUR-ÞYSKALAND Giske til Kölnar Anders Qisko. Köln hefur keypt Norðmanninn Andreas Giske frá Niimberg. Það kom mjög á óvart að Numberg láti hann fara. Giske er fyrirliði liðs- ins, og hefur verið yfirburðamaður í vöm félagsins undanfarin keppn- istímabil. Hann er einnig fyrirliði norska landsliðsins. Giske er greini- lega ætlað að fylla það skarð sem Jiirgen Kohler skilur eftir sig þegar hann fer til Bayem Miinchen fyrir næsta keppnistímabil. Þess má geta að Giske var áður í unglingalandsliði Norðmanna í skíðastökki og göngu — en það þykir Vestur-Þjóðverjum mjög fyndið! Áður hafði Köln nælt í vam- armennina Jörg Drehsen frá Glad- bach og Alfons Higle frá Freiburg. í sóknina fær félagið svo Frank Ordenewitz frá Bremen fyrir næsta tímabil. ISLANDSMOT FATLAÐRA Nær200 keppend- ur í Qórum greinum Ikvöld hefst íslandsmót fatl- aðra í sundi og boccia, en um helgina verður einnig keppt í borð- tennis og lyftingum. 165 keppend- um frá 15 íþróttafélögum eru skráðir til keppni, en mótið verður sett í íþróttahúsi Seljaskóla og Sundhöll Reykjavíkur kl. 19.15. Mótinu lýkur með hófi í átthaga- sal Hótel Sögu á sunnudagskvöld og þar verða afreksverðlaun móts- ins afhent. í kvöld byijar keppni í sundi í Sundhöllinni klukkan 20.15, en klukkan 19.30 hefst einstaklings- keppni í 3. og 4. deild í boccia í Seljaskóla. A morgun verður keppni haldið áfram í boccia klukkan 9.30, klukkan 18 hefst keppni í borðtennis og kl. 19.30 í sundi. Á sunnudag byijar keppni klukkan 9 í borðtennis, klukkan 13 í boccia og klukkan 16 í lyft- ingum. Glímustjóm á glapstigum -eftir Kristján Yngvason Tilefni þessa pistils er lítil frétt frá Landsflokkaglímunni í Morgunblaðinu, þriðjudaginn 4. apríl sl. Þar kemur fram, i annars alltof lítilli umsögn af glímunni eins og reyndar af öðrum glímumótum í vetur, að Eyþór Pétursson hafí , ekki mætt til glímunnar vegna j ófærðar. Hið rétta er, að Eyþór, eins og aðrir Þingeyingar í eldri flokki glímumanna, mætti ekki af sömu ástæðu og þeir hafa ekki mætt á glímumót í vetur, — og munu ekki gera, nema e.t.v. í Sveitaglímu íslands þann 15. apríl nk. og þá vegna yngri glímumanna HSÞ. Ástæðan er furðuleg vinnubrögð stjómar glímusambandsins, en í haust ákvað stjómin að öll glímu- mót á þessum vetri skyldu fara fram í Reykjavík. Með þessu brýtur stjómin þá hefð, sem ríkt hefur, að íslands- glíman fari fram í heimahéraði glímukóngsins, en hann er nú Pétur Yngvason Þingeyingur. Var þvi eðlilegt að glíman færi fram að Laugum og gengum við út frá því sem alveg vísum hlut, enda auk hefðarinnar, var fjallað um þetta fyrirkomulag á glímuþingi fyrir nokkrum árum, og það stað- fest þar. Glímuþing eru, eins og menn vita, æðsta stjómstig glímunnar, og ber stjóm^límusam- bandsins að vinna samkvæmt sam- þykktum þess. Þegar fyrstu drög að mótaskrá bárust okkur í haust fundum við að þessu, og tilkynnti stjóm glímu- sambandsins okkur þá, að okkur hefði verið sent bréf þess efnis, að sækja ætti um að halda mót, og hefðum við ekki svarað. Málið er, að okkur barst ekkert slíkt bréf, — án þess að ég sé að væna þá um að hafa ekki sent það. Hitt er alveg ljóst, — og það vissu stjómarmenn glimusambandsins að við hefðum þá umsvifalaust komið því á framfæri, að Íslandsglímuna ætti að halda hér, en við myndum varla fara fram á að halda önnur mót í vetur. Það er leitt til þess að vita, að stjóm glímusambandsins skuli halda svona á málum á sama tíma og fjárveitingavaldið kemur til móts við glímuíþróttina með sérstökum fjárveitingum til að gera kleift að kenna hana í skólum, svo sem lög gera ráð fyrir. Eitt er þar mikilvæg- ast; til að kenna glimuna, og vekja áhuga fyrir henni, er að dreifa glímumótum um landið, á þá staði þar sem hún er stunduð, og því hefði það átt að vera markmið glímusambandsins að halda mótin sem víðast og leita stíft eftir því við þau héraðssambönd, sem vinna vel að glímumálum, að þau tækju að sér minnst eitt mót hvert í vetur. Þá er að benda á þann kostnað, sem því fylgir að sækja öll mót til Reykjavíkur. í okkar tilviki er það þannig, að hefðum við í HSÞ sótt í vetur öll þau mót, sem æskilegt hefði verið, hefði það kostað okkur 4—500 þúsund krónur. Slíkt er sambandi sem HSÞ alveg ofviða. Hér hefur verið stiklað á örfáum helstu atriðum þessa máls, en full ástæða hefði verið til að rekja það mun nákvæmar. En það verður ekki gert hér og nú. En svona í lokin: Það er alveg ljóst, að ef ekki verður farið að hefðum og að réttmætum kröfum okkar, og Íslandsglíman, þar sem keppt er um hið fræga Grettisbelti, haldin að Laugum laugardaginn 6. maí nk., munu engir Þingeyingar mæta í þá glímu. Það mun verða verulegur álits- hnekkir fyrir glímusambandið, en á síðustu Íslandsglímu áttu Þingey- ingar þijá efstu mennina. Sú glíma fór fram á Laugum, og voru þar fleiri áhorfendur en sést höfðu á glímumótum um áraraðir. Hef ég og orð yfirdómara þess móts fyrir því, að það hafi verið öllum til mik- ils sóma hvemig að mótinu var stað- ið. Lokaorð til stjórnar glímusam- bandsins: Menn verða menn að meiri að viðurkenna mistök sín. Það er ekki of seint í þessu máli. Skútustöðum v/Mývatn. Kristján Yngvason er einn af forráða- mönnum glímumála í Þingeyjarsýslu. KÖRFUBOLTI NBA-leikmenn á Ólympíuleikum? Helmingur leikmanna myndi takaþáft -samkvæmt skoð- anakönnun AP í SÍÐUSTU viku samþykkti Al- þjóða Körfuknattleikssam- bandið að leyfa atvinnumönn- um þátttöku í alþjóðamótum. Þessi samþykkt opnar í fyrsta sinn möguleikann á að leik- menn úr bandarísku NBA- deildinni geti leikið með lands- liðum og á Ólympíuleikum. Um helgina gerði AP fréttastofan könnun meðal 295 leikmanna í NBA-deildinni um viðhorf þeirra til þessara nýju reglna. Könnunin leiddi í ljós að 2/3 leikmanna var hlynntur því að leyfa atvinnumönnum að spila í landsliðum, en ekki voru allir þeirra ■■■■■■I tilbúnir að fórna Gunnar sumarfrítíma sínum Vaigeirsson [ að spila. Aðeins skrilar tæplega helmingur aðspurðra leik- manna (47.1%) var bæði samþykk- ur þessum nýju reglum og tilbúinn að spila á Ólympíuleikum. Möguleiki á sterku byrjunar- llðll Samkvæmt könnuninni gæti bandarískt lið stillt þeim Karl Mal- one, Charles Barkley, Pat Ewing, „Magic" Johnson, og Clyde Drexler upp í byijunarliði, en þeir sögðust allir tilbúnir að spila fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikum. Ekki voru allir leikmenn tilbúnir að fómu stuttu sumarfríi sínu í æfing- ar og keppni. Þannig sögðust bæði Isiah Thomas og Kevin McHale vilja frekar eyða fríi sínu með fjölskyld- unni, enda væru þeir útkeyrðir eft- ir langt og strangt keppnistímabil í deildinni. Þá vildu margir atvinnu- mennimir að leikmenn úr háskóla- liðunum ættu að ganga fyrir svo þeir hefðu einhver markmið að stefna að. „Ég myndi ekki vilja taka sæti frá bestu háskólaleikmönnun- um,“ sagði Isiah Thomas. Michael Jordan sagðist heldur ekki myndi spila fyrir bandarískt landslið. „Ég hef þegar spilað á Ólympíuleikum [1984], en mér finnst rétt að gefa þeim leikmönnum í deildinni sem ekki hafa fengið þetta tækifæri að spila með bandaríska landsliðinu," sagði Jordan. Þjátfarar háskólaliöanna á mótl Flestir þjálfarar háskólaliðanna em mótfallnir því að leikmenn úr NBA-deildinni keppi fyrir hönd Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Þeim fínnst mörgum, eins og Thom- as, að réttara sé að gefa bestu leik- mönnum háskólaliðanna þetta markmið að stefna að. Forráðamenn NBA-deildarinnar hafa lítið látið eftir sér hafa um þessar nýju reglur, enda hefur FIBA aðeins tengsl við Bandaríska Körfuknattleissambandið (ABA- USA) og öll samskipti við NBA- deildina verða að fara þar í gegn. IMBA-deildin: Úrslit þriðjudag: Philadelphia - Cleveland.....90:92 Indiana - Houston...........99:108 New Jersey - Milwaukee......93:125 Miami Heat - Golden State...98:114 LA. Clippers - Portland....102:126 Miðvikudagur: Cleveland - Detroit.........95:107 Charlotte - New York........104:99 Milwaukee - Washington.....107:111 Phoenix - Dallas............109:94 L.A. Lakers - San Antonio..107:100 Denver - Utah Jazz.........102:107

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.