Morgunblaðið - 23.04.1989, Síða 6

Morgunblaðið - 23.04.1989, Síða 6
6 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1989 Wincie Jóhannsdóttir, formaður HÍK: Kröfuhörð, ein- læg, réttlát „Hún er mjðg ákveðin sem hagsmunavörður sinna samtaka og kemur íyrir sem mjög einlægur talsmaður þeirra. Hún trúir á sitt hlutverk og sína sannfæringu, en ég hef ekki á tilSnning- unni að hún sé hörð eða ósveigjanleg í eðli sínu,“ sagði Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins, þegar hann var spurður um kynni sín af Wincie Jóhannsdóttur, formanni Hins íslenska kennarafélags. Wincie hefur verið formaður HÍK síðan í nóvember 1987. Hún fæddist í Berkley í Kaliforníu þann 20. október árið 1942 þar sem foreldrar hennar voru við háskólanám. Hún er dóttir fyrrum skólameistara Menntaskólans á Laugarvatni, Jóhanns S. Hannes- sonar, og konu hans Winston Hannesson, sem var af banda- rísku bergi brotin. Wincie á einn yngri bróður, Sigurð, sem er skáld. Wincie býr í íbúð við Þing- holtsstræti ásamt nítján ára syni sínum Kristófer Péturssyni, sem stefnir að því að ljúka stúdents- prófi frá MH um næstu áramót. Heimiliskettirnir eru tveir, Lára og Albertína sem skírð var í höf- uðið á Alberti Guðmundssyni i forsetakosningunum forðum. „Mamma átti að kenna mér málfræði þegar ég var busi, en við komum okkur saman um að það borgaði sig ekki. Ég á nefni-, lega bágt með að taka gagnrýni frá henni. Ég hef heyrt nemendur tala um hana sem kröfuharða, en réttláta og held ég að þar sé henni nokkuð rétt lýst,“ segir Kristófer. Hann segir að jafnrétti ríki á heimilinu. Hann eldi áð sjálfsögðu fyrir móður sína þegar hún er önnum kafin og ekki telji hann uppvaskið eftir. „Mér finnst mjög óþægilegt þegar samnemendur mínir einblína á mig sem ein- hverskonar svaramann fyrir for- mann HÍK. Þeir gera ráð fyrir að ég sé alveg inn í hennar mál- um, en við ræðum helst ekki um fundaþófið sjálft, aðeins um skemmtilegu hliðamar sem kunna að koma upp við og við.“ „Ég mæli með henni,“ sagði Kristófer þegar hann var spurður SVIPMYND eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur út í móðurina Wincie Jóhanns- dóttur. „Ég hef fengið mikla at- hygli frá henni og afleiðingamar era vissulega þær að ég er frekur og eigingjam. Við skulum bara vona að það komi sér veþ í framtíðinni," sagði Kristófer. „Ég ætla ekki að vera kennari, pabbi, mamma, afi og amma voru öll kennarar og það eitt er ákveðið að kennari verð ég ekki.“ Wincie sleit bamsskónum að mestu í Bandaríkjunum. Heim til íslands kom hún árið 1958, þá sextán ára gömul og settist á skólabekk í MR, algjörlega mál- laus á íslensku. Hún flutti sig yfir í Menntaskólann á Laugarvatni þegar faðir hennar tók við skóla- stjórn þar. Eftir að hafa unnið í eitt ár að loknu stúdentsprófi, fór hún í Edinborgarháskóla og lauk þaðan BA-prófi í enskum bók- menntum og heimspeki. Wincie bjó ýmist í Edinborg eða Cardiff í ellefu ár, fyrst við nám, síðan sem gift kona og síðast sem kenn- ari í fátækrahverfi. Hún er félagslynd, hefur gam- an af því að eyða frístundunum með vinafólki og tónlist af öllu tagi er hennar líf og yndi enda virkur meðlimur í tónleikakór Dómkórsins. Hún les reyfara á annatímum og góðar bókmenntir þess á milli. Ferðalög heilla, ekki endilega þekktir ferðamannastað- ir heldur litlu vegirnir á vegakort- unum. Wincie Jóhannsdóttir, formað- ur HÍK. Wincie passaði gjaman frænku sína Kristínu Björgu Þorsteins- dóttur, núverandi starfsmann á Sjónvarpinu, þegar á þurfti að halda hér á áram áður. I dag era þær miklir mátar þó aldursmunur- inn sé fimmtán ár og fóra þær m.a. saman í ferðalag um Ítalíu sl. sumar. „Hún er afskaplega skemmtileg og víðlesin. Við eram miklar trúnaðarvinkonur. Það er mjög gott að leita til hennar og gefur hún oft holl ráð án þess að vera með eitthvert ráðríki yfir manni,“ segir Kristín Björg. Wincie skiptir vinnudeginum á milli HÍK og Menntaskólans við Hamrahlíð þar sem hún stundar hálfa kennslu. Heimir Pálsson hefur verið samkennari hennar um árabil. „Wincie var góður sam- starfsmaður, fijó og dugleg við að finna leiðir til að skilgreina skólastarfið. Hún hefur lagt hart að sér við að veita nemendum eins dygga þjónustu eins og kost- ur er. Allir góðir kennarar era skapmiklir. Hinsvegargekk ágæt- lega að stilla því í hóf þegar á þurfti að halda. Ég öfunda hana ekki af þeirri aðstöðu, sem mér sýnist hún vera í. Staðan er erfið og ég sé ekki frekar en aðrir hvemig þessari baráttu kemur til með að ljúka. Ég held samt að ég treysti henni ekki lakar en öðrum til að standa vindana af sér,“ sagði Heimir Pálsson. Tímaritið Efiiahagsumræðan: Húsbréfín geta magn- að upp verðbólguna HÚSBRÉFIN hafa flesta eigin- leika peninga og hafa því alla burði til að verða peningar í hagkerfinu. Útgáfa þeirra getur því magnað verðbólguna ef ekki er rétt á málum haldið. Þetta er helsta niðurstaða umQöllunar Kaupfélag Skagfírð- inga 100 ára Sauðárkróki 100 ár eru liðin í dag, sunnudag- inn 23. apríl, frá því að nokkrir bændur úr Skagafirði og Austur- Húnavatnssýslu komu saman og stofnuðu Kaupfélag Skagfirðinga. A Itilefni af 100 ára afmælinu býður félagið öllum Skagfirðingum og öðrum velunnurum þess til afmælis- hátíðar á Sauðárkróki í dag, sunnu- dag. Hátíðin verður haldin í íþrótta- húsinu. —BB um húsbréfakerfið í nýju hefti hagfræðiritsins Efnahagsum- ræðunnar, tímarits sem fjallar um efhahagsmál líðandi stundar. * Iritinu er reynt að meta efnahags- leg áhrif húsbréfanna. Auk fram- angreindra niðurstaðna er eftirfar- andi sagt um húsbréfín: „Sparnað- arhneigðin í þjóðfélaginu setur hús- bréfakerfinu óhjákvæmilega skorð- ur, því ekki er hægt að gefa út fleiri húsbréf en spamaðareftir- spurn bréfanna gefur tilefni til, nema það hafi áhrif á raunvirði þeirra til lækkunar. Áhrifin era að færri lán verða afgreidd en áður, ef gert er ráð fyrir hærra lánsfjár- hlutfalli til fasteignakaupenda en í núverandi kerfi.“ Höfundur segir fátt benda til þess að hið nýja húsnæðiskerfi, eins og það er útfært, muni leysa hið gamla, með vissum lagfæringum, af hólmi sem betra kerfi. Útgefandi og höfundur efnis Efnahagsumræðunnar er Jóhann Rúnar Björgvinsson þjóðhagfræð- ingur. Ritið fæst í bókaverslunum. Olaíkr A. Krístjánsson, fv. bæjarstjórí, látinn Ólafur A. Kristjánsson, fyrr- verandi bæjarsljóri í Vest- mannaeyjum, lést á Landspíta- lanum á fimmtudag á áttugasta aldursári. * Olafur var borinn og barnfædd- ur Vestmannaeyingur og starfaði þar lengst af. Hann var m.a. bæjarstjóri þar á áranum 1946 - 1954. Ólafur var húsasmið- ur og teiknaði tugi húsa í Vest- mannaeyjum í uppbyggingunni eftir stríð. Ólafur var alla tíð mik- ill baráttumaður fyrir hagsmunum og velferð Vestmannaeyja. Síðustu starfsárin vann hann á teiknistofu landbúnaðarins. Ólafur lætur eftir sig eina dótt- ur, Fríðu Björk bankastarfsmann. Eftirlifandi kona hans er María Björnsdóttir. Ólaftir A. Kristjánsson. Þverskurður eftir Norðurhólum sem sýnir vel nýju byggðina fyrir eldri borgara á óbyggða svæðinu milli Krummahóla og Norðurhóla. Krummahólablokkirnar eru í baksýn. Samtök aldraðra og Ármannsfell; 30 íbúðir við Krummahóla Afhentar fullbúnar að ári SAMTÖK aldraðra og Byggingar- félagið Ármannsfell hafa hafið framkvæmdir við byggingu 30 íbúða á svæðinu milli Krumma- hóla og Norðurhóla í efra Breið- holti, en þar var áður ráðgert að yrði iðnaðar- og atvinnustarfsemi. Á teikniborðinu kallast þetta litla íbúðahverfi Hrafhaklettar. Bygg- ingarnar verða einnar hæðar, ætl- I aðar fyrir 60 ára og eldri. Stærð j íbúðanna verður 85 fermetrar i nettó, en öjlum íbúðunum fylgir j útigarður. í framhaldi af bygg- | ingu íbúðanna mun Reykjavíkur- j borg byggja sérstakt hverfishús fyrir ýmiskonar þjónustu. Yilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arfulltrúi og formaður skipu- i lagsnefndar Reykjavíkurborgar j sagði í samtali við Morgunblaðið að j skipulagsnefnd hefði lagt það til að þessi breyting yrði gerð á skipulagi Hólahverfisins og borgarráð hefði samþykkt það. Allt auða svæðið milli Krummahóla og Norðurhóla verður því lagt undir íbúðir fyrir aldraða, en vestast verða einnig nokkur sér- stök bílastæði fyrir stóra bíla. Vilhjálmur sagði að í þjónustuhús- inu yrði aðstaða fyrir ýmsa félags- starfsemi, fyrst og fremst fyrir íbúa Hrafnaklettanna, en einnig fyrir aðra íbúa hverfsins. I húsinu gæti verið matarmóttaka, spilakvöld, fundir og fleira, en ráðgert er að húsið verði uin 150 m2 að stærð. íbúðimar verða afhentar í maí á næsta ári, fullbúnar og lóðir einnig fullfrágengnar, en Reykjavíkurbrg mun sjá um ræktun limgerðis og annars gróðurs í kring um svæðið þannig að það verði fal- legt. Arkitekt deiliskipulagsins var Málfríður K. Kristiansen hjá Borgar- skipulagi og arkitekt húsa er Páll Gunnlaugsson. Aðkoma að íbúðunum verður frá Krammahólum, en þjón- ustuhúsið verður miðsvæðis við Norðurhóla. Grunnmynd af íbúðabyggðinni milli Norðurhóla, Krummahóla, Orra- hóla og Vesturhóla, teiknuð af Arkitektum sf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.