Morgunblaðið - 23.04.1989, Síða 20

Morgunblaðið - 23.04.1989, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 23. APRlL 1989 Listin að hafa líf í tuskunum Frá Loufeyju Helgodóttur í Þeir ferðalangar sem koma til Parísar og heimsækja Pompidou-safnið bregða sér iðu- lega á Igor Stravinsky-torgið sem er staðsett þama örskammt frá. Þó vita fæstir að torgið er í raun og vem þakið á IRCAM (Institut de recherche et de coordination acoustique — musique) sem er rannsóknarmiðstöð á sviði tónlist- ar og stjómað af tónskáldinu Pi- erre Boulez. En það sem dregur fólkið að torginu er hinn fyndni, sérkenni- legi, vélknúni og litskrúðugi gos- brunnur sem svissneski listamað- urinn Jean Tinguely og kona hans Niki de Saint Phalle gerðu og var opnuð almenningi 16. mars 1982. Núna geta aðdáendur Tinguely sem leið eiga um París líka skropp- ið upp á fimmtu hæð safnsins og séð þar frábæra yfirlitssýningu á verkum hins stórsnjalla Svisslend- ings. Eg haf t.d. aldrei séð eins mörg böm á nokkurri sýningu, enda leika þau hér við hvem sinn fingur og eru í essinu sínu innan um all- ar þessar rafknúnu furðuvélar sem Tinguely setur saman úr alls kon- ar fundnum hlutum, hjólum, dekkjum, spítudrasli, leikföngum, dýrakjömmum, druslum o.s.frv. sem endurvarpa síðan dökkleitum skuggum sínum á hvítmálaða veggi skilrúmanna. „Helvíti" heitir verkið sem opnar sýninguna og staðnæmast flest börnin þar dá- góða stund. Það er samansett úr allskonar misstórum hjólum, einu sem snýst með marglituðum per- um, rugguhesti, Mikka mús, mör- gæsum sem spýta vatni í plastfat og fleiru. Einnig snýst þar græn planta hring eftir hring. Þarna eru einnig leikfangavélar sem bömin setja sjálf í gang með því stíga á takka á gólfinu og meira að segja boltavél sem fer í boltaleik við þau ef einhver leikur við hana og teiknivél sem teiknar ef sett er í hana tússpenni og blað. Teiknivél- in sannar þarna fyrir okkur að listaverkinu er aldrei lokið og það getur sjálft líka verið skapandi. En þó flest verkin séu háðsk og glettin eru líka mörg sem hafa drungalega, dapurlega undirtóna, enda Tinguely sjálfur nær dauða en lífi þegar hann fékk hjartaáfall árið 1986. Það er allt á hreyfingu hjá Tinguely, vélarnar ýlfra og ískra þegar tanrihjólin snúast og hver skúlptúr myndar sín sérstöku hljóð. Börnin hreyfast með og lifa sinn inn í hvert verk full athygli og með aðdáunarglampa í augum. Foreldramir virðast oft annars hugar og hálf vandræðalegir þeg- ar svara þarf öllum spurningunum sem yfir þá dynja, og af hveiju gerir hann þetta og af hveiju ger- ir hann hitt? Á meðan ég skoðaði sýninguna fór rafmagnið af í nokkrar mínút- ur, ekkert skrítið, þar eð álagið á rafmagnskerfi menningarmið- stöðvarinnar hefur aldrei verið slíkt. Áhorfendur stóðu furðu slegnir fyrir framan þessar vélar, 1 sem sí og æ hreyfðust en voru nú snögglega þagnaðar, og vissu varla hvernig þeir áttu að bregð- ast við. Börnin vissu hvað best var að gera og stilltu sér í raðir upp við vélina sem teiknaði og vélina sem fór í boltaleik og öll vom þau viss um að allt færi í gang aftur og leikurinn myndi halda áfram. Það var eins og lífið hyrfi í nokkr- ar mínútur, en svo kom hreyfingin aftur, fólkið spígsporaði áfram, verðirnir brostu á ný og sýningin hélt áfram og heldur áfram til 27. mars næstkomandi. Tinguely, 1959, Ijósmynd tekin af Robert Doisneau. Gosbrunnurinn á Igor Stravinsky-torginu. Árgjaldið er 320 þúsund mannslíf Fró Atla Steinorssyni í ST.CLOUD Það er ótrúlegt en satt að 5,4 milljónir manna, eða tíundi hver reykingamaður í Banda- ríkjunum, sleppti því að reykja á „reyklausa deginum“ í Banda- ríkjunum fyrir skömmu. Það er líka ótrúlegt en satt, að í Banda- ríkjunum sjást þess augljós merki að yfírgnæfandi meirihluti fólks hefur lagst gegn reykingum. Það er kannski ekki mikið að marka það, þó menn Ieggi niður reykingar í einn sólarhring — og þó. Það sýnir að fólk vill reyna að hætta. Að þessu sinni tókst 3,7 milljónum reykingamanna að halda sig frá tóbaki í tvo eða þijá daga og fimmti hver maður í hópnum hefur ekki reykt síðan. Það er aldrei of seint að hætta, sagði í grein í „New England Jo- umal of Medicine", og þeir sem tekst það, eru næstum eins vel settir og þeir, sem aldrei hafa reykt, gagnvart þeirri sjúkdóms- hættu sem reykingamenn eru í. I Bandaríkjunum deyja um eitt þús- und manns á dag ef völdum sjúk- dóma sem rekja má til reykinga. Það jafngildir einum íslendingi á dag „miðað við fólksijölda". Það er viðurkennd staðreynd að það er ekki lengur í tísku í Bandaríkjunum að reykja — þvert á móti. Fjölmiðlamir leggja spilin öfgalaust á borð fyrir almenning — skýru rökin sem mæla gegn reykingum og einnig álit hinna, sem hafa hagnað af sölu tóbaks — eða hafa enn ekki skilið hætt: una sem felst í reykingum. í Bandaríkjunum er oft að fínna upphaf góðra siða sem vondra, sem síðan ganga yfír heimsbyggð- ina. Margir vona að sú tíska, sem þar ríkir nú — að reykja ekki — eigi eftir að breiðast út. í sumar lagði landlæknir Bandaríkjanna fram mjög ítarlega skýrslu um afleiðingar reykinga, sem byggð var á 170 aðskildum rannsóknum. Niðurstöðumar sýndu, að níkótínið nær valdi á þeim sem neyta þess, orsakar sálrænar og geðrænar breytingar á heilastarfseminni og sviptir fólk mætti til að hætta neyslu þess. Bandaríski landlæknirinn var ekk- ert að skafa utan af hlutunum. Hann kvað vindlinga og aðra tó- baksnotkun jafn vanabindandi og neyslu heróíns og kókaíns. Heró- ínið dræpi þó ekki nema 2.000 Bandaríkjamenn á ári, en tóbaksr- eykingarnar um 320 þúsund. Nu er áætlað að 50-52 milljón- ir Bandaríkjamanna, eða um 27% þjóðarinnar, séu háðar níkótín- neyslu. 41 milljón manna hefur tekist að hætta að reykja á síðustu 20-30 árum. Þeir sem vinna gegn reykingum í Bandaríkjunum hafa unnið glæsilega sigra á undanfönum mánuðum og árum. Nu er t.d. bannað að reykja í opinberum byggingum í rúmlega 400 borgum í 41 ríki Bandaríkjanna. New York bættist í hóp þessara borga á þessu ári. í vor gekk í gildi mjög strangt bann við reykingum á flugleiðum innan Bandaríkjanna, þar sem flugtími er 2 klst. eða skemmri. Fjögurra tíma flugferð, þar sem millilent er á miðri leið, telst tvær flugleiðir og því bannað að reykja alla leiðina. Viðurlög gegn brotum eru 1.000 dollarar ef reykt er í sæti farþega en 2.000 dollararar ef stolist er til að reykja á sal- erni. Einu mennirnir sem mega reykja í bandarískum flugvélum eru flugliðamir í stjómklefa. Á fjölda veitingahúsa er bannað að reykja, á öllum veitingahúsum er sérrými fyrir þá sem reykja. Æ fleiri hótel spyrja næturgesti sína, hvort þeir vilji reykingarými eða ekki, því það þykir ekki lengur viðeigandi, að fólki sem ekki reykir sé boðið upp á herbergi þar sem næsti gestur á undan hefur reykt. Svona mætti lengi telja. Boðið er upp á alls konar nám- skeið til að hjálpa fólki að hætta að reykja. Margir sækja þau og 80-90% þeirra hætta að reykja — að minnsta kosti í bili. Vandinn er að hætta fýrir fullt og allt, og þrátt fyrir að margir námskeiðs- haldarar gorti af góðum áragri, telja raunsæir það góðan árang- ur, ef fimmti hver maður sem reynir að hætta að reykja nær fullkomnum árangri. Tóbaksframleiðendur hafa orð- ið fyrir miklum tekjumissi vegna vaxandi óvinsælda reykinga og tóbaksnotkunar. Þeir hafa látið þetta bitna á bandarískum bænd- um, sem framleiða hráefni fyrir þá. Eigi að síður er það stað- reynd, að þó vindlingasala í Bandaríkjunum hafi dregist sam- an, hefur salan til annarra landa aukist mun meira, einkum til Suð- ur-Ameríkuríkja og Japans og í Kfna' hefur opnast alveg nýr markaður fyrir bandaríska vindl- inga. Og það munar um það, þeg- ar neysluvamingur verður tísku- vara í Kína. Það væsir því varla um framleiðenduma enn sem komið er. Áramótin eru tími nýrra heita og áforma. Því er við hæfí að láta áðurnefndar staðreyndir úr bandarískum fjölmiðlum komast fyrir augu íslendinga. Það er kannski meiri ástæða til þess nú en nokkm sinni, að áramótaheitið hafi verið að hætta að reykja. Alveg ósjálfrátt... Margt leynist í bókaskápum. Þegar ég var að færa til í hillunum mínum um daginn (á mínu heimili er það kallað að færa til sem víðast annars staðar heitir að taka til), rakst ég á svolítinn bækling sem ég var satt að segja búinn að gleyma að ég ætti til. Hann var gefinn út á Akureyri árið MCMXXIX, það er 1929, trúlega á kostnað höfúndar, þótt það sé ekki tekið fram. Höfúndur er Guðmundur Davíðsson á Hraunum í Fljótum, og viðfangsefnið er í anda síns tíma, um yflmátt- úruleg efni. Bæklingurinn heitir nefnilega íslendingabyggð á öðmm hnetti. Iþessum gagnmerka pistli segir Guðmundur frá því að hann hafi haldið fyrirlestur á Sauðárkróki um lífið á öðrum hnöttum og verið hvattur til að birta hann opinber- lega. Og Guðmundur segir: „Það er þá byrjun þessa máls, að eg hef til fleiri ára iðkað skrift þá, sem venjulegast er nefnd ósjálfráð : skrift...“ Síðan segir hann að þeir íbúar annars hnattar, sem einkum hafí notað höfuð hans og hönd til skriftanna, hafí verið séra Davíð faðir hans Guðmundsson, Ólafur bróðir hans og fræðimaður Davíðs- son, Einar B. Guðmundsson á Hraunum, tengdafaðir hans og fjöldamargir aðrir menn sem hann ýmist hafi þekkt í lifanda lífi eða i ekki. Ekki segist Guðmundur vita hvernig öðrum hafí gengið að byija ósjálfráða skrift, en sér hafi gengið það mjög erfiðlega, enda lítið trúað á þvílíkt þar til hann kynntist veikri konu í Fljótum, en hún hafi getað fært hluti úr stað með yfirnáttúru- legum hætti og auk þess skrifað ósjálfrátt. Þá (1908) hafí hann far- ið að reyna þetta, en án tiltakandi árangurs framan af. Hlutirnir högguðust ekki, en þá prófaði hann skriftina. „Eg settist aleinn við borð, í stofu, fjarri öðrum herbergj- um, lét óskrifað blað fyrir framan mig, tók mér ritblý í hönd, og svo beið eg... Þegar eg hafði setið langa stund — líklega um hálfan klukkutíma, — fór hönd mín að hristast. Byijaði hristingur þessi fremur hóglátlega, en brátt jókst hann, og loks var höndinni sveiflað til og frá, eins og dulu, og eg hafði ekkert vald á henni. Eg reyndi til að bera ritblýið að pappírnum; en þar kom ekkert orð — eintómir deplar og strik og pírumpár. Þegar á þessu hafði gengið hérumbil fjórð- ung stundar, fleygðist ritblýið úr hendi mér og handleggurinn og höndin stöðvaðist um leið.“ Ekki leist Guðmundi á þennan titring allan en hélt þó áfram til- raunum uns hann náði því marki að skrifa „ósjálfrátt“ eða „óvart“ á blað mannanöfn og síðan orð í sam- hengi og loks heilar setningar. Þetta er allt hið merkilegasta, en merkilegast af öllu hefur mér þó alltaf þótt að setjast niður til þess aðskrifa ósjálfrátt. Einhver hugsar með sér: Nú ætla ég að gera eitt- hvað ákveðið alveg óvart! Þetta er þó býsna algengt á ís- landi þótt algengara hafí verið framan af öldinni en í seinni tíð. Allir kannast við, sem séð hafa þáttinn um Guðmund Kamban í sjónvarpinu, að hann hóf ritferil sinn (1906) á þvi að skrifa ósjálf- rátt sögur, sem þeir sömdu meira og minna í sameiningu handan marka þessa heims, kumpánamir Snorri Sturluson, Jónas Hallgríms- son og H.C. Andersen! Bókin heitir Úr dularheimum. Þá var Kamban 17 ára, hét Guðmundur Jónsson og var frá Bakka í Arnarfirði. Löngu síðar skrifaði hann Skálholt, og ætli hann hafi ekki gert það óvart líkt og Guðrún í Óskabúðinni sem enn síðar skrifaði sögu Ragnheiðar biskupsdóttur, í miðilsástandi. Fréttir á undanförnum dögum um nýjustu dæmi þess að skrifa óvart eða ósjálfrátt taka af allan vafa um að þetta séu útdauðir hæfileikar, en vekja spurnir um það hversu mikið menn í ábyrgðarstöð- um geri af þessu. HÚSGflHGAR okkar á tnilli ... ■ Tveir vopnaðir innbrots- þjófar í Austurríki lögðu á flótta undan 79 ára gamalli konu þegar hún mundaði steikarpönnuna. Þeir miðuðu á hana skammbyssu og ætluðu að ræna hana en hún var ekki hræddari en svo að hún sló til þeirra með pönnunni. Þeir hypjuðu sig en maturinn lenti á gólfínu og fór til spillis. - ab.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.