Morgunblaðið - 23.04.1989, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.04.1989, Qupperneq 21
ATVINNU RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Skólastjóri í útflutn- ings og markaðsskóla Útflutnings- og markaðsskóli Islands óskar að ráða í starf skólastjóra. Starfið felst í skipulagningu og rekstri skólans, kennslu og ráðgjöf við fyrirtæki. Krafist er háskólamenntun- ar í viðskipta- og markaðsfræðum ásamt þekkingu og reynslu í útflutningi. Grunnskólar Auglýstar eru lausar stöður við grunnskóla. Þeirra á meðal eru skólastjórastöður við Grunnskólann í Grímsey og Hvammshlíðarskóla, Akureyri, staða skólastjóra við Grunn- skólann í Svalbarðshreppi, Grunnskólann á Flateyri og Grunnskólann á Hellissandi. Jafnframt eru auglýstar ýmsar kennarastöður við þessa skóla t. d. í stærðfræði, íslenzku, líffræði, eðlisfræði og tónmennt. Þá er auglýst eftir skóla- stjórastöðum við grunnskólana á Bakkafirði og Djúpavogi og kennurum við grunnskólana á Eskifirði, Bakkafirði, Borg- arfirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Breiðdalshreppi, Djúpa- vogi og Höfn. Þá eru enn auglýstar skólastjórastöður við Grunnskólann Sandgerði, Dalvík, Kópaskeri og Vesturhóps- skóla Matvælaiðnaður Morgunblaðið/Sverrir Sigurlaug Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Atvinnumiðlunar námsmanna, á skrifstofu miðlunarinnar í Stúdentaheimilinu. Stórt fyrirtæki í matvælaiðnaði í Reykjavík óskar eftir sölu- manni. Starfsviðið er sala og kynning á frainleiðsuvörum fýrirtækisins til veitingahúsa, mötuneyta, verzlana og sölut- urna. Atvinnumiðlun námsmanna: Sölumenn fyrir ný og eldri ritverk Öm og Örlygur óska eftir kappsömum og ábyggilegum sölu- mönnum til þess að bjóða ný og eldri ritverk í Reykjavík og úti á landi. Tekið er fram, að um mjög seljanlega vöru sé að ræða, að söluprósentan sé há og því miklir tekjumöguleik- ar í boði. A Utflutningur Fyrirtæki í borginni, sem m. a. selur sjávarafurðir til út- landa, vill ráða starfsmann sem fyrst til að annast sam- skipti við kaupendur erlendis og framleiðendur hér á landi. Menntun og reynsla, er tengist fiskiðnaði og útflutningsstörf- um er nauðsynleg. Kvennaathvarf Námskeið verður haldið á vegum Samtaka um kvennaat- hvarf á Hallveigarstöðum dagana 27.-29. apríl nk. Á nám- skeiðinu fjallar Hrafnhildur Baldursdóttir um sögu samtak- anna og hugmyndafræði, Ragnheiður M. Guðmundsdóttir og Guðrún H. Tulinius um nauðgunarmál og Guðrún Jóns- dóttir um siíjaspell. Dóra Hlín Ingólfsdóttir ræðir um þátt Rannsóknarlögreglu í kærumálum og Aðalbjörg Helgadóttir um börn og ofbeldi. Starfefólk í veitinga- húsum heldur aðalfúnd Félag starfsfólks í veitingahúsum heldur aðalfund sinn nk. þriðjudag. Fundarstaður er Baðstofan Ingólfsbæ, Ingólfs- stræti 5. Auk venjulegra aðalfundarstarfa eru kjaramál á dagskrá og öflun verkfallsheimildar. Búizt við mikilli fjölgun umsóliiut Skráning hefet á morgun í fyrramálið, á mánudagsmorgun, hefst skráning umsækjenda hjá Atvinnumiðlun námsmanna. Það er Stúdentaráð Háskóla Islands, sem rekur miðlunina í samstarfi við Bandalag íslenzkra sérskólanema, Samtök íslenzkra námsmanna erlendis og Félag framhaldsskólanema. Þetta er tólfta vorið, sem SHÍ rekur atvinnumiðlun fyrir náms- menn, en síðastliðinn vetur var sett á lag- girnar miðlun með hlutastörf með námi. Við fengum 800 umsóknir í fyrra og eigum von á miklu fleiri núna, enda hefur komið fram að það er erfitt að fá vinnu á eigin spýtur,“ sagði Sigurlaug Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri atvinnumiðlunar- innar. „í fyrra fengum við alls um 700 atvinnutilboð og gátum útvegað 350 manns atvinnu." Sigurlaug sagði að þegar hefðu borizt allmörg atvinnutilboð, einkum frá atvinnurekendum sem hefðu nýtt sér þjónustu miðlunarinnar áð- ur. „Það eru margir vinnuveitendur, sem leita til okkar að fyrra bragði á hvetju vori, vegna þess að þeir hafa verið ánægðir með starfskraft- ana, sem þeir fengu í gegn um okk- ur. Hins vegar sendum við líka út fjölda bréfa til fyrirtækja, þar sem við kynnum starfsemi okkar, og minnum einnig á okkur símleiðis og með blaðaauglýsingum.“ Að sögn Sigurlaugar hefur síauk- ið umfang og fjölgun umsókna hjá atvinnumiðluninni kailað á nútíma- legri vinnubrögð. „Við höfum tölvu- vætt starfsemina og sláum nú allar upplýsingar um hvern umsækjanda inn í tölvu. Þar á meðal eru aldur, starfsreynsla, menntun, störf sem menn óska helzt eftir, hvað menn geta unnið lengi og fleira. Með leitar- forriti, sem hefur verið hannað fyrir okkur, má síðan leita á fljótlegan hátt að „óskaumsækjanda“ hvers vinnuveitanda. Þeir, sem sækja um vinnu hjá okkur, eru afar íjölbreyti- legur hópur, sem hefur margvíslega menntun og starfsreynslu að baki, þótt þeir séu enn í námi. Þetta fólk er vel inni í nýjustu hugmyndum og aðferðum, og getur þess vegna kom- ið fyrirtækjum að góðu gagni. Það spillir svo ekki fyrir, að námsmenn eru yfirleitt vinnuþjarkar og eru til í mikla vinnu til þess að vinna fyrir sem mestum tekjum fyrir veturinn." Sigurlaug sagði að mest framboð yrði af heilsdagsstörfum, en einnig möguleiki á hlutastörfum; kvöld- og helgarvinnu. Störf væru i boði í flest- um starfsgreinum: skrifstofustörf, verzlunarstörf, bókhald, þjónusta, útkeyrsla, mannvirkjagerð, iðnaðar- störf, hótelstörf og margt fleira. Atvinnumiðlun námsmanna er til húsa hjá Stúdentaráði í Stúdenta- heimilinu við Hringbraut. Skrifstofa miðlunarinnar er opin frá kl. 9-18 alla virka daga. Áhrif bj órbniggnnar: Sanitas hefúr bætt við 10 manns í vinnu í KJÖLFAR þess að byrjað var að brugga bjór á Islandi hefur verksmiðjan Sanitas bætt við 10 manns i vinnu. Starfsmanna- fjöldiim í verksmiðju og dreif- ingu var um 30 manns en er kominn upp í um 40. Ragnar Birgisson forstjóri Sanit- as ségir að um sé að ræða 8 störf hjá- Sanitas fyrir norðan, þar sem bruggað er allan sólarhringinn og unnið er á vöktum. Aukningin hefur verið í ýmsum störfum, s.s. kútadreifingu til bjórstaða, ýmis störf í verksmiðju o.fl. Fyrir sunnan hefur verið bætt við tveimur mönn- um í dreifingu og aukið við einum bíl. Ragnar sagði að hugsanlega yrði bætt við örfáum starfsmönnum ^ í viðbót. Mikið væri að gera nú, en hvort það væri nýjabrumið eða hvort aukningin yrði varanleg væri ekki ljóst ennþá. Jóhannes Tómasson forstjóri Öl- gerðarinnar Egils Skallagrímssonar segir að þeir hafi ekki bætt við starfsfólki og muni ekki þurfa á því að halda, þar sem tæknivæðing sé mikil. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blönduós: 51 skráður at- vinnulaus í byrjun apríl Blönduósi. UM SÍÐUSTU mánaðamót var fimmtíu og einn aðili skráður atvinnulaus á bæjar- skrifstofunni á Blönduósi og hafði atvinnulausum fjölgað um þrjá frá fyrra mánuði. Af þessum fímmtiu og eina aðila, sem atvinnulaus er skráður, eru þijátíu og íjórir frá Blönduósi hinir 17 eru úr nágrannasveitum. Hilmar Kristjánsson forseti bæjarstjórnar Blönduóss, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri oft. lítið um verk- efni á þessum árstíma en vissu- lega væri ástandið ekki gott. Gagnvart atvinnuhorfum í sum- ar var Hilmar tiltölulega bjart- sýnn en þó væri ljóst að rekstr- arskilyrði fyrirtækjanna mættu ekkert versna svo þau færu ekki yfir um. — Jón Sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.