Morgunblaðið - 23.04.1989, Page 30

Morgunblaðið - 23.04.1989, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRt I J UIWlsUNNUJDAGUR 23. APRÍL 1989 ------------------------UV .. —a t <■1 l n.i---------- Her- mann Gunn- <• arsson, stjórnandi þáttarins „Á tali“, afhendir sigurveg- aranum, Áslaugu Fjólu Magnús- dóttur, blómvönd þá er úr- slit voru kunn. SÖN G V AR AKEPPNIN „ Allir munu einhvem tíma elska“ Isöngvarakeppni Sjónvarpsins í þætti Hemma Gunn, „Á tali“, sigr- aði átján ára stúlka, Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, með lag Whitney Ho- uston við íslenskan texta sem hún samdi sjálf ásamt móður sinni nokkr- um dögum fyrir keppni. Hún mun því syngja inn á safnplötu seinna meir, en segist ekki vera viss hvort það verði sigurlagið, „Allir munu ein- hvern tíma elska“. Áslaug var að koma fram í sjón- varpi í fyrsta skipti og að eigin sögn fannst henni það ekkert tiltökumál, „starfsfólkið var svo rólegt og yndis- legt að ég náði aldrei að verða stres- suð. „Ég var kannski aðeins stressuð fyrst. En ég átti ekki von á því að vinna. Það kom mér þægilega á óvart. Jú, ég hef einu sinni komið fram áður, það var á ísafirði fyrir svona tveimur mánuðum.“ — Er söngurinn aðaláhugamálið? „Það má segja það. Ég hef sungið síðan ég fæddist, held ég. Svo hef ég aðeins verið að dunda við að skrifa ljóð. Nei, ég hef engan sér- stakan tónlistarsmekk, ég hlusta á hvað sem er.“ — Gætir þú hugsað þér að leggja fyrir þig sönginn? „Já, kannski. Það væri ábyggilega gaman. Mér finnst æðislega gaman að syngja uppi á sviði, ég held ég gæti treyst mér í það í framtíðinni. Annars hef ég ekkert ákveðið." Áslaug Fjóla hefur búið á Súðavík ásamt foreldrum sínum síðastliðið hálft ár, en lengst af voru þau bú- sett á Akranesi. Nú starfar hún á barnaheimili á Súðavík og líkar ljóm- andi vel. Hún mun þó yfirgefa Súðavík innan skamms ásamt kær- astanum, en þau hafa hugsað sér að starfa á Akranesi í sumar. BRAUTARHOLTI 20 • SÍMAR 29099 OG 23335 Vor í lofti Nú fer í hönd tími skólaslita, stúdentafagnaða og vorfagnaöa af ýmsu tagi. Við bjóðum glæsilega veislusali okkar fyrir hverskonar veislur og vorfagnaði. Haflð samband við Kristján Daníelsson, veitingastjóra, sem veitir allar nánari upplýsingar. Þórunn Jónsdóttir og Margrét Benediktsdóttir. Morgunblaðið/Bjami FÖRÐUN Erfitt en skemmtilegt Aundanförnum árum hafa ein til tvær íslenskar stúikur stundað nám á hveijum vetri í förð- un við skóla í París sem heitir Christian Chauveau. Margrét Bene- diktsdóttir 22 ára og Þórunn Jóns- dóttir 23 ára hafa verið þar í vet- ur, en þær eru nú staddar á íslandi til að vinna ljósmyndir í möppu sem þær eiga að skila inn til prófs í júní. Myndirnar eiga að sýna það sem þær hafa verið að læra í vet- ur. En af hveiju gerið þið þetta hérna heima? „Það er miklu auðveldara að gera þetta hérna. Við getum auð- veldlega útvegað fatnað, skartgripi og annað sem til þarf. Það er erfið- ara úti og væri of dýrt að þurfa að kaupa allt,“ segja þær. Þórunn og Margrét hafa fengið þijá íslenska blaðaljósmyndara til að vinna þetta með sér. Hver tekur myndir af verkefnunum ykkar sem þið gerið í skólanum? „Það er einn ljósmyndari í skól- anum,“ segir Þórunn „en hann er ekkert sérstaklega áhugasamur." „Við höfum fengið íslenskan ljós- myndara, Bernharð Valsson, sem vinnur í París, til að taka myndir fyrir okkur," segir Margrét. Hvað er þetta langt nám og hvað lærið þið? „Skólinn tekur níu mánuði. Við byijuðum á að læra allt um kvöld- og dagmálun og förðun fyrir tísku- sýningar og -ljósmyndir. Síðan var farið í leikhús- og kvikmyndaförðun og hvernig á að gera ungt fólk gamalt. Við þetta bætist svo „body-painting“ eða líkamsmálun, sem tekin verður fyrir nú í vor,“ sögðu Margrét og Þórunn. Þær eru sammála um að skólinn sé erfiður en skemmtilegur. „Við erum oftast í sýnikennslu fyrir há- degi og æfum okkur síðan á mód- eli eftir hádegi. Það er farið hratt yfir og alltaf verið að taka fyrir nýja hluti." Hvað með frönskuna? Hún hefur ekki verið vandamál? „Ég kunni smávegis í frönsku þegar ég kom út,“ segir Margrét „en ekki nóg.“ Og Þórunn segir að þó frönskukunnátta sé ekki skilyrði þá sé betra að geta skilið hana. „Annars missir maður af ýmsu úr fyrirlestrunum." Og hvað er svo skemmtilegast? „Förðun fyrir tískuljósmyndir og kvikmyndir,“ segja þær stöllur ein- róma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.