Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 98. tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ungveijaland-Austurríki: Landamæragirð- ingar rifiiar niður Búdapest. Hegyeshalom. Reuter. Daily Telegraph. NÝ GLUFA opnaðist á Járntjaldið milli Austur- og Vestur-Evrópu í gær. Ungverskir hermenn hófu þá að rífa niður gaddavírsgirðing- ar, varðtuma og annan búnað á landamærum Ungveijalands og Austurríkis og sagði yfirmaður hermannanna að áætlað væri að ljúka verkinu í árslok 1990. Landamærin era um 170 km löng. Jarðsprengj- ur vora fjarlægðar af landamærunum fyrir 20 árum og á síðasta ári vora allar hömlur á ferðalögum Ungveija til annarra landa af- numdar. Aðgerðir ungverskra yfirvalda munu því litlu breyta fyrir þarlendá en aftur á móti er talið að Austur- Þjóðveijar, Tékkar og íbúar fieiri Austantjaldsríkja, þar sem ferða- frelsi eru ströng takmörk sett, hugsi sér nú gott til glóðarinnar. Yfirvöld í þessum ríkjum hafa um árabil haft eftirlit með ferðum þegna sinna til Júgóslavíu þar sem ferðafrelsi hefur ekki verið skert og landið þess vegna verið vinsæl flóttaleið. Er nú búist við því að ferðir til Ungveijalands verði framvegis und- ir smásjá stjórnvalda, einkum í Austur-Þýskalandi. Flóttamenn þaðan hafa fullan rétt á að setjast að í Vestur-Þýskalandi takist þeim að sleppa á brott. Þótt austurrísk yfirvöld hafi fagnað breytingunum segja heimildarmenn að þau óttist að flaumur flóttamanna frá ýmsum Austur-Evrópulöndum, m.a. Ung- veijar, sem flúið hafa ofsóknir í Rúmeníu, skelli nú yfir landið. Karoly Grosz, flokksleiðtogi í Ungveijalandi, sakaði fyrrum leið- toga landsins um slæm mistök sem valdið hefði vonleysi hjá almenningi í ræðu sem hann flutti við 1. maí- hátíðahald í Búdapest. Grosz nafn- greindi ekki Janos Kadar, fýrrum flokksleiðtoga, en ljóst var að hann var skotspónninn. Sjá fréttir af hátíðahaldi 1. maí víða um heim á bls. 26. Reutér Hermenn rífa niður gaddavírsgirðingu á landamæram Ungverja- lands og Austurríkis. Athygli liðsforingja á staðnum var vakin á því að austurrískir landamæraverðir hefðu til þessa getað sofið á verðin- um í trausti þess að ungverskir starfsbræður þeirra fylgdust vel með allri umferð. Hann var spurður hvort yfirvöldum í Vín hefði verið send aðvörun. „Það gerðum við ekki þegar við reistum girðing- arnar, að því er ég best veit,“ svaraði hann án þess að svara spurn- ingunni beint. Sprengju- tilræði í miðborg Oslóar Ósló. Frá Runé Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. REYNT hefur verið að sprengja í loft upp tvær verslanir innflytj- enda í miðborg Óslóar að undan- förau. Þykir mikil mildi að sprengjutilræðin skuli ekki hafa valdið tjóni, á mönnum eða bygg- ingum. í bæði skiptin hafði dínamíti ver- ið komið fyrir í verslununum. í fyrra skiptið sprungu hvellhettumar en á einhvern óskiljanlegan hátt varð engin sprenging. í seinna skiptið varð einn af íbúum byggingarinnar var við að sprengiþráður brann. Slökkvilið var kallað á vettvang og tókst því að skera á þráðinn á ell- eftu stundu. Verslanirnar voru í eigu Pakist- ana og Sómala. Innflytjendur hafa tekið við rekstri fjölda verslana í miðborg Óslóar á undanfömum árum. Leiðtogi PLO eftir fund með Frakklandsforseta: Yfirlýsingar um ólögmæti Israelsríkis úr gildi fallnar Segir stofiiskrá Frelsissamtakanna frá 1964 nú dauða og ómerka París, Washington. Reuter. Daily Telegraph. Reuter Francois Mitterrand Frakklandsforseti (t.h.) og Yasser Arafat ræð- ast við í Elyssé-höll í gær. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis- I samtaka Palestínumanna (PLO), I Ráðstefha um ózon-lagið: Alþjóðlegur sjóour styrki þróunarríki Helsinki. Reuter. YFIRMAÐUR áætlunar- nefiidar Sameinuðu þjóð- anna um umhverfisvernd, Mostafa Tolba, hvatti til þess í Helsinki við upphaf ráð- stefnu 80 ríkja um eyðingu ósonlagsins að auðugri þjóðir heims beittu sér fyrir stofii- un alþjóðlegs sjóðs sem styrkti þróunarríkin til að hætta notkun ósoneyðandi efiia. Talsmenn þróunarríkja segja að þessar þjóðir hafi ekki bol- magn til að hætta notkun þess- ara efna nema til komi fjár- hagslegur og tæknilegur stuðn- ingur auðugri þjóða. „Eg vænti þess að á ráð- stefnunni verði samþykkt að stofna sjóð til að sinna þessu verkefni," sagði Tolba. segir að stofnskrá samtakanna frá 1964 sé úr gildi fallin, en í skránni er m.a. sagt að ísraels- ríki eigi sér ekki tilverurétt. A fúndi samtakanna í nóvember á síðasta ári vár lýst yfir stofnun sérstaks ríkis Palestínumanna og lýst yfir andstöðu við hryðju- verk. Jafnframt var með óljósu orðalagi gefið til kynna að ísrael- ar ættu rétt á eigin ríki en oft hefur verið bent á að í uppruna- legri stofiiskrá PLO sé ísrael lýst ólögmætt. Francois Mitter- rand, Frakklandsforseti, hafði áður hvatt PLO-leiðtogann til að láta breyta orðalagi stoftiskrár- innar, en Arafat átti viðræður við forsetann í gær. Fundur þeirra Arafats og Mitter- rands er sá fyrsti sem sá fyrrnefndi á með leiðtoga eins af forysturíkjum Vesturveldanna og er hann talinn meiriháttar stjórnmálasigur fyrir Palestínumenn. Fulltrúar PLO segj- ast vona að fundurinn verði til þess að Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, og George Bush, Bandaríkjaforseti, eigi senn fundi með Arafat. Gífurlegur viðbúnaður var í París vegna fundarins og 2.000 lögreglu- menn voru kallaðir út til að gæta öryggis Arafats, til aðstoðar fasta- liði í borginni. Umferð var beint frá forsetasetrinu, Elyssé-höll, þar sem viðræðurnar fóru fram. Tekið var á móti PLO-leiðtoganum með rauð- um dregli og annarri viðhöfn og mótmæltu leiðtogar franskra hægri manna því harðlega. Arafat fundaði með ráðgjöfum sínum eftir hvatningarorð Mitter- rands. Síðan hélt hann blaðamanna- fund og sagði þar að ónauðsynlegt væri að breyta stofnskránni frá 1964; seinni yfirlýsingar samtak- anna hefðu haft í för með sér að skráin væri nú „dauð og ómerk“. Talsmaður Yitzhaks Shamirs, for- sætisráðherra ísraels, sagði í gær- kvöldi að yfirlýsing Arafats væri aðeins til þess ætluð að slá ryki í augu Vesturlandabúa. Arafat væri óforbetranlegur lygari og auk þess yrði Þjóðarráð Palestínumanna að fjalla um breytingar á stofnskránni svo að þær öðluðust gildi. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist á mánudag mundu mæla með því að Banda- ríkin hættu að styðja Alþjóðaheil- brigðismálastofnunina (WHO) ef ríki Palestínumanna fengi aðild að stofnuninni. Fulltrúi PLO hefur skýrt frá því að Palestínumenn hyggist einnig fara fram á leyfi til að undirrita Genfarsáttmálann um meðferð stríðsfanga og óbreyttra borgara á stríðstímum. Um 90 þjóð- ir hafa nú viðurkennt ríki Palestínu- manna. Lögreglan hefur ekki enn komist á spor tilræðismannanna. Hins veg- ar voru tveir menn handteknir fyrir skömmu eftir að sprengja sprakk fyrir utan móttökuhús fyrir innflytj- endur skammt fyrir norðan Ósló. 50 innflytjendur voru í húsinu, en enginn þeirra slasaðist. Tilræðis- mennimir sögðust aðeins hafa ætl- að að skjóta innflytjendunum skelk í bringu. Holland: Stjórnin fallin Haag-. Frá Eggerti H. Kjartanssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Ríkisstjórn Kristilegra demókrata (CDA) og Fijáls- lynda flokksins (VVD) í Hol- landi undir forsæti Ruud Lubbers er fallin. Ástæðan er fyrst og fremst vantraust Fijálslynda flokksins á eigin ráðherra og valdabarátta innan flokksins. Dr. J. Voorhoeve, formaður þingflokks frjálslyndra, er álit- inn hafa valið þetta tækifæri í samráði við Hans Wiegel, fyrr- um formann flokksins, sem enn nýtur mikils trausts flokks- manna, til þess að fella stjóm- ina. Deilt er m.a. um það hvort láta skuli bifreiðastyrk sem einkabílaeigendur fá, ef þeir aka til og frá vinnu, renna framvegis til umhverfismála. Ekki er gert ráð fyrir að reynt verði að sætta stjórnar- liða frekar og búist er við þing- kosningum í byijun september. Lubbers mun ganga á fund Beatrix drottningar í dag og biðjast lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.