Morgunblaðið - 03.05.1989, Page 15

Morgunblaðið - 03.05.1989, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989 15 Hversu langt siðgæðisstyrkurinn nær __________Leikiist______________ Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélag Dalvíkur sýndi í Fé- lagsheimili Kópavogs „Dysin“ — úr aldaannál eftir Böðvar Guðmundsson Lýsing: Ingvar Bjömsson Tónlist: Láms Halldór Grímsson Leikmynd, búningar og leik- stjóra: Þráinn Karlsson Þetta verk var upphaflega samið fyrir Litla leikklúbbinn á ísafirði og frumsýnt þar 1982. Leikfélag Dalvíkur minnist um þessar mundir 45 ára- starfs og hélt tvær sýningar á verkinu í Félagsheimili Kópavogs. Leikritið er byggt á sannsöguleg- um atburðum sem urðu austur á Fjörðum seint á 18. öld. Þar segir frá eymd og hrakningum margra sem flosnuðu upp eftir Skaftárelda, fóru á vergang og voru víðast hvar óvelkomnir, enda höfðu búendur ekki úr miídu að spila sjálfir. Hér segir frá þremur ungum mönnum sem neyddust til að leggj- ast út. Skortur og harðræði verður þess fljótlega valdandi að í brýnu slær og sá þeirra sem telur sig sterkastan, drepur þann sem fyrst gefst upp. Þeir gera atlögu að kon- um í seli sýslumanns til að ná sér í mat, en nást og eru síðan geymdir í byrgi heilan vetur og loks þegar átti að leiða þá til aftöku hafði annar ekki lifað vistina af. Sýslumaðurinn er grimmlynt fól, ekki nóg með að hann beiti fangana hrottaskap, hann er stöðugt að bama vinnukonurnar og er ekki á honum að sjá iðrun, því að hann er hinn versti í samskiptum við eig- inkonu sína. Við sögu kemur einnig presturinn, drykkfelldur en góð- gjam svo og kraftakellingin Jómnn Leikarar í „Dysin“. sem líklega ber ástarhug til sýslu- manns og framfylgir öllum hans boðum, þar til í lokin er þess er krafist af henni að hún hálshöggvi ódæðismanninn sem einn hjarir. í verkinu er þó fyrst og fremst verið að ijalla um eðli mannsins. Hversu lengi getur maðurinn haldið reisn sinni þegar að honum er svo sorfið, að hann á hvorki í sig né á. Hvenær kemur að því að maður- inn færist niður á stig dýrsins. Vangaveltur af þessum toga em forvitnilegar en komast ekki með öllu til skila, því kann að ráða að nokkm flutningur verksins hér. Þráinn Karlsson er leikstjóri og hefur ekki gengið nægilega vel með staðsetningar, þær em beinlínis vandræðalegar á stundum og nokk- ur atriði falla þar með flöt. Leik- stjóri leggur ívið mikla áherslu á groddalegan leikmáta sem dregur úr áhrifum texta og leiðir hugann ansi mikið frá því sem virðist helst hafa fyrir höfundi vakað. Ýmsir leikaranna stóðu sig bæri- lega, Kristján E. Hjartarson var ógeðfelldur og hörkulegur í hlut- verki ólánsmannsins Eiríks, en leik- urinn var afar einhæfur. Steinþór Steingrímsson sýndi viðleitni til að draga fram fleiri hliðar á Gunn- steini, en framsögn var nokkuð við- vaningsleg. Unnur María Hjálmars- dóttir sem Jómnn var ljómandi sannfærandi kraftakona, og loka- atriðið þegar hún hættir við að höggva Eirík var ágætlega unnið. Albert Ágústsson var myndarleg- ur ásýndum og býsna hvimleiður sýslumaður og Ómar Ambjömsson átti ekki í vandræðum með séra Jón. Heiða Hilmarsdóttir sýndi góð- ar hreyfingar og svipbrigði, en hjá henni var framsögn ekki hnökralaus fremur en flestum hinna. Leikfélag Dalvíkur hefur á ferli sínum unnið hið merkasta starf, upptalning í leikskrá á verkum þess ber því glöggt vitni. Tveir lög- reglubflar í árekstrum TVEIR lögreglubílar skemmd- ust nokkuð þegar þeir vom að veita ölvuðum ökumanni eftir- för á sunnudagskvöld. Maðurinn ók eftir Skúlatúni, Borgartúni og víðar og tókst ekki að stöðva för hans fyrr en lög- reglubíl var ekið utan í bíl hails. Annar lögreglubíll, sem var á ferð eftir Reykjavegi til að taka þátt í eftirförinni, skall á fólksbil og kast- aði honum upp á gangstétt. Tvær konur, sem vom í fólksbílnum, slösuðust, en ekki alvarlega. Allir bílamir fjórir era skemmdir, en bíll kvennanna sýnu mest. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Tveir lögreglubílar og tveir fólksbílar skemmdust í árekstr- um á sunnudagskvöld. Nýlistasafnið Samsýning í Nýlistasafiáinu í tilefni þess, að senn flytur Ný- listasafnið úr húsakynnum sínum á Vatnsstíg 3, hafa nokkrir meðlimir þess efnt til samsýningar í öllu húsinu. Að sjálfsögðu verður sjón- arsviptir að þeim ágætu húsakynn- um sem Nýlistasafnið hefur ráðið yfir um alllangt skeið, en það er von mín að úr rætist og að það geti haldið áfram starfsemi sinni. Sýningarnar í húsakynnunum era orðnar fjölmargar og stundum hafa þau sjálf og inniviðir þeirra verið þátttakandi í þeim, vegna þess hve listræn og skemmtileg þau era. Ég hafði eiginlega búist við sterkari lokasýningu en um ræðir, því að það er afar fátt, sem kemur manni á óvart og maður hefur ekki séð áður á þessum stað og annars staðar. Einkum kemur mér það á óvart, að sjálfar umbúðir þessarar síðustu sýningar skuli ekki vera veglegri. Hér var ekki nóg að mínu mati að bjóða upp á veglegar, en ákaflega forgengilegar, veitingar, heldur hefði skráin þurft að vera prýdd ljósmyndum og góð heimild um þessa síðustu sýningu. En í stað þess fær maður einungis ljósritaðan einblöðung upp í hendurnar! Kraftmikið telst það naumast, þótt inn á milli megi sjá athyglis- verð verk eins og t.d. mótunarlista- verk þeirra Kees Viser, Ólafs Sveins Gíslasonar og Jóns Sig- urpálssonar. Það er nú meira sem ýmsir mótunarlistamenn nú til dags leggja á sig í hreinni nákvæmis- smíði og óneitanlega er það áhuga- vert í meira lagi. Svo vekja athygli hugmynda- fræðileg, en ekki ýkja frumleg, verk Hannesar Lámssonar, og klassísk málverk Ásu Ólafsdóttur, — a.m.k. eru þau sígild innan um hin verkin, og sama má reyndar segja um strangflatamyndir Péturs Magn- ússonar. Það er sem sagt hver að verða síðastur að sækja heim núverandi húsakynni Nýlistasafnsins og skal sérstaklega minnt á það hér. Kolaportið gengur vel - Ymsar nýjungar á döfinni I Kolaportinu hafa nú verið haldnir fiórir markaðsdagar á laugardögum og greinilegt að borgarbúum líkar uppátækið vel. Miðbærinn hefúr iðað af lífi og mætti helst ætla að nú sé haldið upp á 17. júní á hverjum laugardegi. Mikil aðsókn er í að leigja sölubása og hafa þeir verið uppbókaðir hingað til. Að sögn Helgu Mogensen era aðstandendur Kolaportsins ánægðir með hvernig til hefur tekist. „Auðvitað hafa komið upp einhver framkvæmdavandamál, en þau hafa verið leyst með góðri samvinnu allra aðila. í upphafi höfðum við litla hugmynd um hvernig best yrði að málum stað- ið, en þetta hefur þróast og ég vona að nú séu byrjunarerfiðleik- arnir að baki“, sagði Helga. „Viðbrögð almennings hafa verið alveg stórkostleg og ekki er hægt að kvarta undan seljend- unum. Fólk hefur komið hér með nánast allt milli himins og jarðar til að selja, en það er einmitt síbreytileg ijölbreytni söluvarn- ings sem gerir Kolaportið svo skemmtilegt. Ég vildi þó gjarnan sjá meira af fólki með búslóðir eða gamla dótið úr kompunum, en það á áreiðanleg eftir að verða meira um slíkt. „Nú hefur fengist leyfi borgar- yfirvalda til að endurskipuleggja Kolaportið þannig að við munum næsta laugardag bæta við 34 smærri sölubásum og geta sölu- aðilar því orðið 117 talsins. Slíkt eykur auðvitað fjölbreytnina og gerir Kolaportið skemmtilegra að heimsækja á markaðsdögum." Ýmsar aðrar nýjungar era einn- ig fyrirhugaðar og má nefna að næsta laugardag mun bamatívolí heíja starfsemi í Kolaportinu með klessubílum og fleiram vinsælum atriðum. Nú era sölubásar næstum full- bókaðir fyrir næsta laugardag og talsvert farið að panta sölupláss næstu vikur. Ekki er tekið við pöntunum í síma, en væntanlegir seljendur geta tryggt sér pláss með því að koma á skrifstofu Kolaportsins, að Laugavegi 66, alla virka daga milli kl. 16-18, en einnig er tekið við pöntunum í Kolaportinu á laugardögum milli kl. 15-17. Upplýsingar era einnig veittar á skrifstofutíma í síma 621170.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.