Morgunblaðið - 03.05.1989, Side 18

Morgunblaðið - 03.05.1989, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989 „Þú ert Grettir, þjóðin mín“ _________Leiklist____________ Bolli Gústavsson í Laufási LMA (Leikfélag Menntaskól- ans á Akureyri). Grettir Höfundar: Egill Ólafsson (tón- list), Ólafiir Haukur Símonar- son (leikur og lög), Þórarinn Elc(járn (leikur og söngtextar). Leikstjórn: Pétur Eggerz. Tónlistarstjóm: Amhildur Valgarðsdóttir. Leikmynd: Pétur Eggerz. Lýsing: Ingvar Bjömsson. Hljóðstjórn: Gunnar Sigur- bjömsson. „Því hefir enginn, þjóð mín, fyr þetta efni reynt - ég spyr -, sungið þennan sektaróð, sögu vorrar dýpstu ljóð?“ Þannig spyr Matthías Joc- humsson í upphafi Grettisljóða sinna, en sem kunnugt er orti hann mikinn flokk um sögu og örlög Grettis Asmundarsonar, alls 36 ljóð undir ýmsum háttum. Það er ljóst að hinn glögg- skyggni skáldmæringur og leik- húsmaður, sem ef hugrekki glímdi við William Shakespeare og þýddi fjögur af leikritum hans á íslensku af hrifni og andríki og samdi þar að auki verk af ólíku tagi fyrir leiksvið í leik- hússlausu landi, hafði og komið auga á hvflík dramatísk upp- spretta Grettissaga er. En Matthías kaus ljóðformið, þegar hann jós af þeirri lind, þótt stundum jaðri við að ein- stakir kaflar gætu verið samtöl fyrir svið eins og 3. ljóðið, sem fjallar um bernskubrek Grettis. Matthíasi var mikið í hug: „Þú ert Grettir, þjóðin mín, þama sá ég fylgjur þín: þó að ljós þinn lýsi draum, losast muntu seint við Glaum..“ Mér virðist sem þrír höfundar söngleiksins Grettis, þar sem „spymugnýrinn er vögguvísa leðurengla", hafi jafnvel hugsað eitthvað líkt og Matthías, er þeir tóku mið af sögu Grettis Ás- mundarsonar í ósviknu nútíma- verki. Þetta er magnað verk og beinskeytt í ádeilu, sniðið fyrir gáfað, ungt og leikglatt fólk, sem þorir og ræður við það í litrík leiksýningu að sameina ýmsa þætti þess lífsstríðs, sem háð er í fjölbrautakerfi íslenska sam- félagsins. Það er óhætt að óska leikstjóranum, Pétri Eggerz, til hamingju með þessa minnilegu og þróttmiklu sýningu. Honum hefur tekist frábærlega að stýra þeim 23 ungu og lítt reyndu lei- kurum, sem fram koma á svið- inu, og nær ótrúlega fumlausum hraða frá upphafi til enda. Pétur hefur og gert leikmynd, sem er vel útfærð og sannfærandi í rauðu og svörtu og svarar vel snjallri ljósbeitingu Ingvars Björnssonar. Fjöldi hóphreyfinga eru öruggar og táknrænar. Alls eru atriði 18, en renna hiklaust fram eins og litbrigðarík mynd- röð. Og þá er vert að geta þess, að leikendumir stóðu sig yfirleitt mjög vel og sumir sýna ótvíræða hæfíleika. Sérstaklega er mér í huga Björg Bjömsdóttir, sem leikur Ásdísi móður Grettis, sem eldist og bilast í óvæntum svipt- ingum framvindunnar í Breið- holtinu og þá persónuþróun túlk- ar Björg af mikilli næmni og list- rænni nærfæmi. Svanur Val- geirsson er ömggur, hress og úthaldsgóður í hlutverki Atla, bróður Grettis, sem „rekur sjoppu í frístundum, nemur á viðskiptabrautum / þau fræði færa mannkyni hamingju / auka verðmætasköpun, skapa veltu og uppgrip.“ Svanur sýnir næsta vel hinn dæmigerða, íslenska „uppa“ á níunda áratugnum. Hann kann að bregðast við fjölmiðlum, já, það fer ekki á milli mála að túlk- un hans er traust og sannfær- andi. Vel tekst þeim félögum, Hjörvari Péturssyni og Jóni Gunnari Þorsteinssyni, að tengja Grettispersónuna fyrir og eftir þá miklu umbreytingu, sem verð- ur í fangelsinu. En ekki hefi ég í hyggju að reka hér frammi- stöðu hvers leikanda. Óhætt er að segja að allir leggja sig fram og enginn spillir heildarmynd- inni. Það, sem helst er hægt að Úr einu atriði Grettis. fínna að, er að styrkur hljóm- sveitar er helst til mikill svo söngtextar vilja dmkkna í háv- aða. Það er miður, því mikilvæg- ur og góður hlutur ljóða Þórarins Eldjárns er ótvíræður. Þetta mun að líkindum stafa af tæknilegum mistökum fremur en listrænum, því æfingar fóm fram í Möðm- vallakjallara, en ekki í leikhús- inu. Trúi ég að þetta misræmi verði bætt. Arnhildur Valgarðs- dóttir stjómar fimm manna hljómsveit af festu og taktvísi. Það fer ekki á milli mála, að þessi Grettir ofanverðrar 20. ald- ar birtir í hnotskurn þau sann- indi um áform og vonir íslensku þjóðarinnar, að „þó að ljós þann lýsi draum,/losast muntu seint við Glaum.“ Glaumur eða Glám- ur birtist hér m.a. sem fjölmiðla- draúgur og lævís spennuvaldur á öld hraðans, þegar mannleg samskipti em vanrækt á ýmsan veg og bjargvættir era gjaman „út á þekju" í ýmsum skilningi. Það er ærin ástæða til þess að vekja athygli á þessari mynd- arlegu, þróttmiklu og ekki síst skemmtilegu sýningu nemenda Menntaskólans á Akureyri. Hún vekur bjartsýni á hörðu vori. Sportjakkar Stærðir: 34-46. Verö kr. 6.800,- v/Laugalæk, sími 33755 Metsolublad á hverjum degi! FIOJT KMA 7 BEKKJfl KERFID KEMUR ÞÉR í GOTT FORM FYRIR SUMARIÐ (Komið og kynnið ykkur nýja æfingaprógrammið) Æfingakerfið Flott Form býður upp á þægilega leið til að styrkja og liðka líkam- ann, án þess að ofreyna vöðva og fá harðsperrur. Vegna einstaks samþlands af líkamshreyfingum og síendurteknum æfingum, þar sem vöðvarnir eru spenntir án þess að lengd þeirra þreytist, geta bekkirnir okkar sjo styrkt og liðkað mis- munandi hluta líkamans. Auknar birgðir súrefnis og bætt blóðstreymi hjálpa til við að brjóta niður erfiða appelsínuhúð og losa um vöðvabólgu, bakverk svo og aðra álagssjúkdóma. Ath. Nýir eigendur Hringdu og pantaðu frían kynningartíma Leiðbeinendur: Sigrún Jónatansdóttir Sigrún Inga Sigurbergsdóttir FLOTT FORM Nes Form Eiðistorgi 13-15 2. hæð undir glerþakinu sími 612422 FLOTT FORM Engjateigi 1, Rvík sími 680677 FLOTT FORM Kleifarseli 18 sími 670370

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.