Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989 Bústaðakirkja: Tónleikar til heiðurs verðandi biskupshj ónum ORGANISTI Bústaðakirkju, Guðni Þ. Guðmundsson, efnir til sérstakra tónleika í kirkjunni á morgun, uppstigningardag, ásamt hátíðarkór kirkjunnar, hljóðfæraleikurum og einsöngv- urum. Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs verðandi biskups- hjónum, firú Ebbu Sigurðardóttur og séra Ólafi Skúlasyni. Ellefii málmblásturshljóðfæraleikarar koma fram á tónleikunum, en þeir hafa spilað við ýmsar athafiiir í kirkjunni á liðnum árum. „Tónleikamir eru einskonar húrrahróp fyrir glæsilegum sigri séra Ólafs í biskupskjöri og vill söfnuðurinn í leiðinni votta þeim hjónum þakklæti sitt fyrir aldar- ijórðungs þjónustu," sagði Guðni í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur séð um skipulagn- ingu viðvíkjandi tónleikunum. Tónleikamir hefjast með hátiðarverki J.E.F. Hartmann, sem hann samdi í tilefni af §ög- ur hundruð ára afmæli Kaup- mannahafnarháskóla. Verkið verður flutt af ellefu málmblást- urshljóðfæraleikurum, páku og orgeli, sem Guðni kallar „stór- skotalið blásara". Það tilheyrir svona hátíðlegum stundum að hafa lúðrablástur í upphafi og í ofanálag hefur þetta einvalalið blásara ákveðið að gefa alla sína vinnu í sambandi við tónleika- haldið. Þá verður á tónleikunum flutt kantanta númer 199 eftir J.S. Bach, „Mein Herze schwimmt im Blut“ sem er ein af þeim köntönt- um sem Bach samdi fyrir hvem sunnudag. Einsöngvari verður Ingibjörg Marteinsdóttir. Að lok- um verður flutt Missa brevis í G-dúr eftir'Mozart, messa fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara og í því verki syngja einsöng þau Ingibjörg Marteinsdóttir sópran, Stefanía Valgeirsdóttir alt, Einar Öm Einarsson tenór og Eiríkur Hreinn Helgason bassi. Alls tek- ur tuttugu og einn hljóðfæraleik- ari þátt í flutningi dagskrárinnar auk fjögurra einsöngvara. Stjómandi verður Guðni Þ. Guð- mundsson. Guðni segist hafa starfað með séra Ólafi við Bústaðarkirkju í um tólf ára skeið. Eftir tónlist- amám í Kaupmannahöfn, leysti hann Jón Stefánsson, organista Langholtskirkju, af í eitt ár og var síðan ráðinn sem organisti Bústaðakirkju. „Ég hef lært mik- ið af honum. Séra Ólafur er góð- ur skipuleggjandi, ætlast til mik- ils og vill hafa hlutina í lagi. Ég held að óhætt sé að segja að fáir prestar útfæri athafnir sínar jafn fallega og séra Ólafur gerir. Þá hefur hann alltaf verið já- kvæður gagnvart öllum þeim uppákomum, sem ég hef staðið fyrir við tónlistarflutninginn og ég vona að nýi presturinn okkar, séra Pálmi Matthíasson, verði jafn opinn fyrir fjölbreyttu tón- listarvali í kirkjunni," sagði Guðni. Hann segir að tónleikamir séu alls ekki kveðjutónleikar því formlega kveðji Ólafur ekki sóknina fyrr en 11. júní nk. og þá hefur organistinn í Bústaða- kirkju í hyggju að breyta út af venju við messuna. Hann gerir þá ráð fyrir hálftíma tónleikum á undan messu og einsöng og hljóðfæraleik í lokin. Guðni vildi koma á framfæri þakklæti til hljómlistarmanna og söngfólks fyrir það erfiði, sem það hefði lagt á sig á þeim tiltölu- lega skamma tíma, sem var til stefnu. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 í Bústaðakirkju og eru öllum opnir. Aðgangseyr- ir er engin. Hátíðakór Bústaðakirkju ásamt hljóðfæraleikurum og stjórnanda, Guðna Þ. Guðmundssyni. FREMSTIR í 100 ÁR Jónas Hallgríms- son og ljósvakinn eftir Pál Bergþórsson „íllt er til hins að vita, ad marg- ur... var of bundinn við ímindanir þær og eptirvæntingar, er hann var búinn að skapa sjer sjálfur firir- fram...“ Þessi orð standa í þýðingu Jónas- ar Hallgrímssonar á stjömufræði Ursins, en Jónas dáðist mikið að þeirri bók. Mér kemur þessi setning oft í hug, þegar fólk er hugsunar- laust að tala um öldur ljósvakans og ljósvakafjölmiðla. Ljósvaki var lengi talinn hugsan- leg skýring á því hvemig ljós og aðrar rafsegulbylgjur berast. Skýr- ingin reyndist ekki aðeins óþörf, heldur beinlínis röng. En jafnvel sumir sem vita þetta, halda því fram, að þetta nýyrði Jónasar Hallgríms- sonar, ljósvaki, sé svo fallegt, að því þurfi að halda á lofti honum til heið- urs, þó að með því sé sannleikanum „En við skulum láta snilldarorð Jónasar, ljósvaka, standa sem heiti á hugmynd, sem reyndist ekki rétt. Það var ekki hans sök.“ hallað. Þetta er undarlegur hugsana- gangur og mjög fjarlægur þeirri stefnu, sem Jónas orðaði í setning- unni í upphafí þessa greinarstúfs. Hann var mjög snjall náttúrufræð- ingur og kröfuharður um að hafa það sem sannast reynist. Um leið og hann nefndi ljósvakann í þessari þýðingu gat hann þess að deilt væri um tilvist þess fyrirbæris, að það yrði að „fela náttúruspekíngunum á vald ad skjera úr því vafamáli." Rúmum 70 árum eftir lát Jónasar lllllllll lllllllll Möppuhillur fyrir skrifstofur, bókahillur fyrir heimili, spónlagt með - eik - beyki, teak - fura og hvrtar með beykikanti. Páll Bergþórsson var svo þessi úrskurður kveðinn upp. Það gerði „náttúruspekíngur- inn“ Einstein. Hugmyndin um ljós- vakann hefur síðan ekki verið annað en haldlaus ímyndun, sem heyrir sögunni til. Þess vegna er í rauninni verið að villa heimildir á Jónasi Hallgrímssyni með því að tengja þessa falskenningu við hann, svo skýran fyrirvara sem hann gerði um hana. Annað mál er svo það, að það er ekki í anda þess skýrleika, sem Jón- as tamdi sér, að búa til svo langt og klasturslegt orð sem ljósvakamið- ill eða ljósvakafjölmiðill, sérstaklega af því, að oft er þörf á að mynda samsett orð af þessum samsetningi, til dæmis „ljósvakafjölmiðlalaga- nefnd“. í huga flestra er „útvarp" nú orðið sámheiti um hljóðvarp og sjónvarp. Þannig ná úrvarpslög yfir bæði þessi fyrirbæri. Meira að segja mætti stytta orðið enn meira og tala um „blöð og vörp“ í staðinn fyrir prentmiðla og ljósvakafjölmiðla, svo að getið sé skemmtilegrar tillögu Gísla Jónssonar. En við skulum láta snilldarorð Jónasar, Ijósvaka, standa sem heiti á hugmynd, sem reyndist ekki rétt. Það var ekki hans sök. Það þarf ekki að heiðra Jónas á fölskum forsendum. Það hefði verið honum síst að skapi. Höfundiir er veðurfræðinfrur. Laugarneskirkja: Uppstign- ingardag- ur — dagur aldraðra Á uppstigningardag, 4. maí, verð- ur haldin hátíð í Laugameskirkju með tvennu móti. Kl. 14.00 vecður guðsþjónusta. Þá prédikar Þorsteinn Olafsson fyrrum yfirkennari í Lau- garnesskólanum og kirkjukórinn syngur. Eftir guðsþjónustuna verður kaffi í safnaðarheimilinu í boði sókn- amefndarinnar. Um kvöldið kl. 20.30 verður kirkjukvöld með fjölbreyttri tón- list. Kirlqukórinn flytur negra- sálma o.fl. Þröst- ur Eiríksson org- anisti leikur org- . . elverk. Sr. Bem- Laugarneskirlya harður Guð mundsson fréttastjóri þjóðkirkjunnar ræðir ýmsa þætti mannlífsins milli tónlistaratriða. Hann mun m.a. ræða málefni negra, um negrasálma og tilbeiðsluna í þeim. Þetta verður með síðustu samkom- unum í Laugameskirkju á þessu vori, því þriðjudaginn eftir hvítasunnu, 16. maí, verður kirkjunni lokað vegna viðgerða. í fyrrasumar var kirkjan lagfærð að utan en í sumar verður hún máluð að innan, kirkjubekkir lakkaðir, settar steinflísar á gólf og margt fleira gert til að fegra hana. Allt þetta á að vera búið 1. septem- ber þegar vetrarstarfið hefst að nýju, en í haust verður 40 ára afmæli Laugameskirkju og verður þess minnst með ýmsu móti. Jón D. Hróbjartsson, i sóknarprestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.