Morgunblaðið - 03.05.1989, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 1989
21
Leysið hnút-
inn — strax!
efitir Sigvrlaugu
Bjarnadóttur
Nafnlaus „Menntaskólakennari
með full réttindi" staðhæfir í dálk-
um Velvakanda fyrir helgina (28.
apríl, þegar þetta er skrifað): „Hjá
okkur framhaldsskólakennurum
er algert samúðarleysi með nem-
endum.“
Ætla má, að greinarhöfundur,
sem leyfir sér í skjóli nafnleysis
að slá fram slíkri staðhæfingu,
finni hið „algera samúðarleysi"
svella í eigin bijósti. Það er hans
mál, sva dapurlegt sem það er,
af því líka, að hægt er að taka
mark á ýmsu öðru í greinini. Það
er hins vegar meiri óskammfeilni
af „kennarans" hálfu en við verði
unað þegjandi að hafa í frammi
svo auvirðilegar aðdróttanir í garð
starfsfélaga sinna, án raka — út
í bláinn, í rauninni ekki svaraverð-
ar.
Hitt mun sönnu nær, að nú,
eftir hart nær mánaðarverkfall,
er þolinmæði okkar kennara lang-
flestra (og það fyrir löngu) á þrot-
um eftir árangurslaust pex og
pjakk samningsaðila, þar sem
hvorugur aðilinn virðist gera sér
grein fyrir, hve mikið er í húfí, —
að nú er hver dagur síðastur til
að afstýra því, að skólastarf heill-
ar annar eða árs fari í vaskinn.
Engum fremur en kennurum er
ljóst, hve hörmulegt ástand hefir
skapast og á hveijum það bitnar
harðast — nemendum okkar, þol-
endum verkfallsins. Því heimtum
við, að hnúturinn verði leystur
strax, áður en allur skaðinn er
skeður. Við væntum þess, að tals-
menn okkar í þessari baráttu komi
Sigurlaug Bjarnadóttir
„Engum fremur en
kennurum er ljóst, hve
hörmulegt ástand hefir
skapast og á hverjum
það bitnar harðast —
nemendum okkar, þol-
endum verkfallsins.“
niður úr skýjunum og taki mið af
raunveruleikanum í kringum þá.
Við krefjumst þess, að samnings-
aðilar komi til móts hvor við ann-
an. Að tekið verði tillit til sérstöðu
kennara innan BHMR og samið
strax með tryggum fyrirvörum
um raunverulegar kjarabætur til
kennara svo að afstýrt verði enn
frekari fjöldaflótta úr kennarastétt
og hruni skólastarfs í landinu.
Höfundur er menntaskólakennari.
Sveinn Frímannsson
Nýr iormaður
Aðalfundur Tæknifræðinga-
félags íslands fyrir árið 1988
var haldinn 29. mars sl. Fráfar-
andi formaður, Daði Agústsson,
flutti skýrslu um störf félagsins
á árinu.
Núverandi stjórn skipa Sveinn
Frímannsson formaður, Eiríkur
Þorbjömsson, Júlíus Þórarinsson,
Hreinn Jónasson, Haraldur Sigur-
steinsson, Gunnar Sæmundsson
og Bergsteinn Gunnarsson. Skrif-
stofa félagsins er í Lágmúla 7 í
Reykjavík.
(Fréttatilkynning)
Sumartíminti
hjá SJÓVÁ-ALMENNUM
er frá átta til fjögur
Vorið er komið og sumarið nálgast óðum.
Hjá SJÓVÁ-ALMENNUM skiptum við yfir í
sumarafgreiðslutíma, sem er frá
klukkan átta til fjögur. Sumartíminn gildir
frá 1. maí til 15. september.
SJOVAOirrALMENNAR
—