Morgunblaðið - 03.05.1989, Side 24

Morgunblaðið - 03.05.1989, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989 Áhrif verkfalls félaga í BHMR Morgunblaðið/Júlíus Frá fundi Qármálaráðherra með félögum í HÍK. Gerðu hróp að ráðherra FJÖLMENNUM tveggja löngum almennum fundi kennara í HIK Á þriðja þús- und skjala bíður þing- lestrar JÓN SKAFTASON yfirborgar- fógeti áætlar að embættinu hafi borist á þriðja þúsund skjala sem ekki hafi verið unnt að þinglýsa vegna verkfalls lögfræðinga hjá embættinu. Við þær aðstæður á hann von á að um þijár vikur muni taka að koma starfsemi embættisins á réttan kjöl að loknu verkfalli. Af sex lögfræðingum sem vinna við þinglýsingar er nú einn að störf- um o g annar hvergi nærri fyrirliggj- andi verkefnum. í skiptarétti og fógetarétti eru tveir fjögurra lög- fræðinga við störf og sagði yfir- borgarfógeti ljóst að afgreiðslur mála drægjust verulega af þeim sökum. Hins vegar hefði verkfallið lítil áhrif haft á starfsemi firma- skrár og uppboðsréttar. með Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra lauk með því að fundarmenn gerðu hróp að ráðherra og gengu á dyr þegar hann lýsti því yfir i svari við fyrirspum að óhjákvæmilegt væri að samningur rikisins og BHMR tæki mið af samningi BSRB. Ráðherra sagði að launastefna þess samnings hefði nú hlotið stað- festingu félaga 70-80 þúsunda launamanna og að á þessum kjama yrði að byggja í samningum BHMR þótt unnt yrði að ræða við einstök félög um einstaka þætti á öðrum nótum. Að lokinni framsögu svaraði Ólafur fyrirspumum fundarmanna. Þar lýsti hann sig meðal annars andvígan setningu bráðabirgðalaga til að binda endi á verkfallið, hafn- aði ítrekað kröfu háksólamanna um að laun þeirra miðuðust við mark- aðslaun og lýsti því yfir að ákvörð- un BHMR um samflot í stað sér- samninga hvers félags fyrir sig hefði tafíð fyrir og tefði enn fyrir lausn deilunnar. Ráðherra kvaðst telja að farsæl lausn deilunnar strandaði á því að félagar í BHMR vildu knýja fram meiri hækkanir en mögulegt væri Neyðarástand að skapast í fískeldi FRIÐRIK Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, segir að standi verkfall Félags íslenskra náttúrufræðinga enn í lok þessarar viku muni skapast neyðarástand í fiskeldisstöðvum og miklar líkur séu á að margar stöðvar muni þá endanlega leggja upp laupana. sambandsins þegar famir að vinna að þeim málum. að stjómvöld gætu samþykkt og neituðu að taka mið af samningum annarra hópa. Þá lýsti hann þeirri skoðun sinni að auðveldara hefði verið að leysa deiluna hefðu for- svarsmenn BHMR boðið upp á meira svigrúm til að ræða mál ein- stakra félaga og starfshópa. Þá lýsti ráðherra því yfir að næðist ekki samkomulag um að binda endi á verkfallið nú alveg á næstunni væri eðlilegt að ríkissáttasemjari gengi á milli með sáttatillögu enda hefði embætti hans í raun haft deil- una til meðferðar undanfarnar vik- ur. Hópur nemenda: Hungurvaka við flármála- ráðuneyti HÓPUR framhaldsskóla- nema efnir í dag til tveggja sólarhringa hungurvöku við fjármálaráðuneytið. Með þessu vilja nemamir leggja kjarabaráttu kennara sinna lið. í fréttatilkynningu frá hópn- um segir að hagsmunir nem- enda og kennara séu hinir sömu. Þess er krafist að deilu- aðilar setjist að samningaborði strax og hætti ekki viðræðum fyrr en samningar náist. Ekki megi ónýta skólaárið fyrir 14000 framhaldsskólanemum. Verkfall náttúrufræðinga: Bagalegt fyrir starf- semi Jarðhitaskólans Friðrik sagði að öllum beiðnum fiskeldisstöðva og fóðurframleið- enda um undanþágu fyrir starfs- mann fóðureftirlits RALA hefði verið hafnað og þar sem uppáskrift þess starfsmanns vantaði fengju stöðvamar ekki að leyst til sín fóð- ur og bætiefni. Friðrik sagði að þegar í þessari viku mundi kreppa alvarlega að 8-10 stöðvum vegna þessa og drægist verkfallið frekar gætu menn staðið frammi fyrir stórkostlegum seiðadauða og þar með væri allri framtíð fiskeldis í landinu teflt í tvísýnu. Friðrik sagði ennfremur að fiskeldismenn áskildu sér bótarétt á hendur FÍN, vegna þess tjóns sem verkfallið kynni að valda og væru lögfræðingar lands- - segirGuð- mundur Pálma- sonjarðeðlis- fræðingur Jarðhitaskólinn var settur í síðustu viku og eru hingað komn- ir átta nemendur frá ýmsum löndum til að stunda þar nám. Hefðbundin starfsemi skólans getur þó ekki hafist fyrr en verk- fall náttúrufræðinga Ieysist. Guðmundur Pálmason jarðeðlis- fræðingur, forstöðumaður Jarðhita- deildar Orkustofnunar, sem rekur skólann í tengslum við Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókýó, sagði í samtali við Morgunblaðið að verk- fallið væri afskaplega bagalegt fyr- ir starfsemi skólans. „Ég hef ekki hugsað þá hugsun til enda hvemig fer ef verkfallið stendur mjög lengi. Við höfum reynt að láta nemend- uma hafa eitthvað að gera á meðan verkfallið stendur, en ekki veit ég hve lengi það er hægt,“ sagði Gu- mundur. Jarðhitaskólinn stendur yfir í sex mánuði. Fyrri hlutann em fyrir- lestrar en seinni hlutann fá nemend- ur verkefni sem þeir vinna undir handleiðslu leiðbeinanda. Nemend- umir koma langt að, frá Kína, Indó- nesíu, Costa Rica, Mexíkó, Alsír, Júgóslavíu og Djibouti. Stúdentseftii vilja ljúka prófum í maí: Setjumst afitur á skóla- bekk ef próf dragast - segir Sigríður Ýr Jensdóttir hjá Félagi framhaldsskólanema VERÐI prófum stúdentsefna ekki lokið fyrir næstu mánaða- mót hyggjast nemendur skrá sig til náms að nýju næsta vetur. Ekki kemur til greina að sitja í prófum fram í júní eða júlí, að sögn Sigríðar Yr Jensdóttur, eins forsvarsmanna Félags fram- haldsskólanema. Sigríður sagði, að stúdentsefnin hefðu sjálf lagt fram nýja próftöflu, þar sem reiknað væri með að próf hæfust 5. maí og yrði lokið 26. maí. Útskrift yrði því 27. maí, svo sem ráð hefði verið fyrir gert. „Með þessu emm við í raun að taka tölu- vert af vandanum á okkur, því próf- in yrðu mjög þétt, væri farið eftir þessari töflu,“ sagði Sigríður. Hún bætti því við að stúdentsefnin ætl- uðu að halda fast við þennan tíma, því annars yrðu þau af sumarvinnu og seinkun prófa fram í júní gæti valdið þeim ómældum erfiðleikumn öðmm. Til dæmis yrði þá of seint að sækja um í háskólum víða er- lendis. „Ef við verðum ekki útskrif- uð í maílok sjáum við engin önnur ráð en að sækja aftur um skólavist næsta vetur. Mér skilst að við eigum forgang inn í skólann á ný, en hvernig okkur verður komið fyrir í öllum þrengslunum veit ég ekki.“ Sigríður sagði að ef verkfallið drægist fram yfir næstu helgi byij- uðu próf að falla út. „Mér skilst að menntamálaráðuneytið muni taka ákvarðanir um próf, ef verk- fallið stendur enn 15. maí. Ég vona bara að farið verði að kröfum okk- ar, svo við neyðumst ekki til að setjast á skólabekk eitt ár í viðbót til að fá stúdentsprófíð," sagði hún. Mikil vandkvæði dragist verkfall fram yfir helgi - segir Guðni Guðmundsson GUÐNI Guðmundsson rektor Menntaskólans í Reylyavík segir að dragist lausn verkfalls kenn- ara í HIK liram yfir næstu helgi verði illviðráðanlegt að ljúka skólastarfi vetrarins og dragist verkfall lengur en til þriðjudags verði miklum vandkvæðum bundið að prófa og útskrifa stúd- enta. Hann áætlar að unnt verði að efna til fyrsta prófs með um það bil sólarhrings fyrirvara. Rektor sagði að þegar hefðu áform um útskrift stúdenta síðasta fimmtudag í maí verið gefin upp á bátinn og stefnt væri á að útskrifa 1. júní. Eftir þann tima væri feng- just kennarar að líkindum til að prófa en meiri vafi væri á nemend- ur fengjust til að snúa baki við sumarvinnu og sumarleyfum. Hins vegar yrði ekki unnt að taka nem- endur úr grunnskólum inn í fram- haldsskóla nema elstu nemendurnir yrðu jafnframt útskrifaðir. Guðni Guðmundsson sagðist telja að vandi áfangakerfisskóla væri erfíðari en í hefðbundnum mennta- skólum. Þar hefðu þijár vikur verið eftir af kennslu þegar verkfall skall á en í menntaskólunum hefði aðeins ein kennsluvika fallið niður og sá tími væri venju samkvæmt að mestu nýttur til upprifjunar. Því þyrftu áfangaskólar að fara yfír námsefni þriggja vikna og efna að því loknu til prófa sem tækju varla skemmri tíma en tvær vikur. í menntaskólum væri kennslu lokið og í stað þess að dreifa stúdents- prófum yfir sex vikna tímabil yrði unnt að ljúka prófum á þremur vik- um. Hins vegar væri á nemendum að heyra að margir kviðu þeirri breytingu og þætti stuttur timi milli umfangsmikilla yfírlitsprófa. Tvö salmonellutilfelli á Suðurlandi: Undanþágunefiid synjaði beiðni um rannsókn Starfsemi rannsóknadeildar Holl- ustuverndar ríkisins liggur niðri TVO salmonellutilfelli komu upp á Suðurlandi fyrir skömmu og hefur undanþágunefiid Félags íslenskra náttúrufiræðinga synjað beiðni um undanþágu vegna rannsókna á sýnum, sem tekin hafa verið. Óvíst er því með öllu hvernig sýkingin er til komin. Saursýni sjúklinganna tveggja voru send til ræktunar á rannsóknastofu Lands- pítalans, þar sem í ljós kom í báðum tilvikum að um var að ræða salmonellu af svokallaðri músataugaveikistegund sem er ein hastar- legasta tegund salmonellu, að sögn Magnúsar Garðarssonar, heil- brigðisfulltrúa Suðurlands. Beiðninni var synjað á þeim for- sendum að ekki væri um faraldur að ræða. Hinsvegar telur heilbrigð- isfulltrúi Suðurlands sig vera að vinna fyrirbyggjandi störf þannig að ekki komi til faraldurs. Því hafi hann farið fram á undanþágu vegna þessarra tilfella. Kona á miðjum aldri, búsett á Selfossi, var flutt á sjúkrahúsið á Selfossi þann 9. apríl sl. og fimm dögum síðar var ellefu ára stúlka af bóndabæ í Landeyjum flutt á sama sjúkrahús. „Það sem ég vil gera,“ sagði Magnús, „er að finna hvaðan sýkingarnar eru komnar til að koma í veg fyrir að fleiri þurfi að leggjast inn. Þetta er það hættu- leg veiki. Ég hef lagt mikla vinnu í að safna saman sýnum og sent til Reykjavíkur, en því miður kemst ég ekki lengra þar sem undanþágu- nefnd sá ekki ástæðu til að veita undanþágu,“ sagði Magnús. Undanþágunefnd FÍN hefur jafn- framt synjað beiðni frá heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkurborgar um gerl- arannsókn á neysluvatni. Starfsemi rannsóknadeildar Holl- ustuverndar ríkisins liggur alfarið niðri. Þar eru fimm náttúrufræðing- ar í verkfalli. Forstöðumaðurinn, Guðlaugur Hannesson, er í starfi, en sinnir engum þeim störfum sem náttúrufræðingamir hafa með höndum. Hjá heilbrigðiseftirliti Hollustuverndarinnar em tveir af fjórum starfsmönnum í verkfalli. Á mengunarvarnardeild eru þrír af fimm starfsmönnum í verkfalli. Einn starfsmaður sinnir eiturefna- deild og sem forstöðumaður þar, er hann undanskilnn verkfalli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.