Morgunblaðið - 03.05.1989, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 03.05.1989, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989 37 inguna í Vestmannaeyjahöfn. Þá var Helga á 6. ári. Átta ára gömul var hún send til Vestmannaeyja og ólst þar upp. Árið 1920, þann 20. maí, giftist hún Siguijóni Pálssyni frá Hjörtsbæ í Keflavík. Helga lifði mann sinn, en hann lést árið 1975. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hennar nokkrum orðum, því hún var ekki einungis góð tengdamóðir og amma barnanna minna heldur var hún mér sem besta móðir. Helga átti heimili hjá okkur hér í Mosfellsbæ í 8 ár og var það ánægjulegur tími, sem skilur eftir ljúfar minningar og við erum þakk- lát fyrir að hafa átt þessi ár með henni. Hún átti gott með að færa hugs- anir sínar í orð og talaði fallegt mál, hafði á takteinum mörg gömul orð og orðtök, sem eru að hverfa úr talmáli okkar. Minni hennar var ótrúlegt, því hún var hafsjór fróðleiks um menn og málefni liðinna tíma. Þennan fróðleik var hún óspör á að miðla öðrum, m.a. var hún áhugasöm um að taka þátt í upplýsingasöfnun Þjóðháttastofnunar, um líf og störf fyrri tíma. Það er athyglisvert og rétt að hugleiða, hvað hennar kynslóð, hin svokallaða aldamótakynslóð, upp- lifði róttækar breytingar, sem orðið hafa í lífi þessarar þjóðar. Lær- dómsríkt var að fylgjast með hversu eiginlegt það var Helgu að laga sig að breytingum án þess þó að missa rótfestu sína. Helga var mjög fróðleiksfús, las mikið og fylgdist með þvi sem var að gerast í þjóðlífinu og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Stjórnmálaáhugi hennar hafði þó dvínað frá fyrri tíð, þegar hún skipaði sér í raðir þeirra, sem börðust fyrir bættum hag verka- fólks og tók þátt í störfum Kvenfé- lags sósíalista. Snar þáttur í lífi Helgu var saumaskapur, en hún fór til Kaup- mannahafnar árið 1915 til náms í kjólasaum. Þegar hún kom aftur heim til íslands 1917, tók hún til við sauma. Fyrst gekk hún í hús og saumaði þar á annarra manna saumavélar, eins og hún orðaði það sjálf. Seinna kom hún sér upp saumastofu, tók lærlinga og hélt auk þess námskeið bæði hér í Reykjavík og í Vestmannaeyjum. Gat hún þannig á erfíðum tímum aflað heimilinu lifsviðurværis þegar annað var ekki að hafa. Eftir dvöl hennar í Danmörku hafði hún sterkar taugar til þess lands, þar átti hún marga góða vini og ferðaðist oft þangað á seinni árum. Auk þess fór hún oft til yngstu dóttur sinnar og hennar fjöl- skyldu í Bandaríkjunum. Þessar siglingar hennar eru kannski fyrst og fremst merkilegar fyrir þær sak- ir að hún var á 87. ári þegar hún fór síðast til útlanda. Hún lét því aldrei deigan síga meðan hún mátti. Einnig ferðaðist hún mikið innan- lands, bæði hringferðir á sjó og landi, að ég tali nú ekki um ferðir hennar til Eyja, það væri að bera í bakkafullan lækinn að telja þær. Til Vestmannaeyja bar hún sterkar taugar í bijósti og í hennar augum voru tveir fegurstu staðir landsins Eyjarnar og Eyjaíjöllin. Á seinni árum hafði Helga mikla ánægju af þvi að taka þátt í félags- starfi aldraðra, bæði í Reykjavík og eins í Mosfellsbæ eftir að hún flutti þangað. Hún eignaðist marga góða vini í gegnum það starf og ekki síst hér í Mosfellsbæ, hvar hún mætti vinsemd og alúð. Helga var fríð kona og reisn yfir henni alla tíð. Hún hélt andlegu atgervi sínu uns hún veiktist á síðastliðnu hausti. Nú er hún horfin yfir móðuna miklu, þessi elskulega kona. Hafi hún þökk fyrir allt, sem hún gerði og var okkur sem eftir stöndum. Þau Helga og Siguijón eignuðust 6 börn: Finn, bókavörð Bókasafns Seltjarnamess og tvíburabróður hans Siguijón Helga, en hann lést 17 ára að aldri. Hennýju Dagnýju, sem var gift Einari Þorsteinssyni rakarameistara, en hann lést árið 1978, Ólöfu Ingibjörgu, sem er gift Helga Eiríkssyni aðalbókara, Pálínu Þuríði hjúkrunarforstjóra, sem er gift undirrituðum og Jóhönnu Kristínu, sem er gift Froda Ellerup vélstjóra. Þakkir og kveðjur em færðar starfsfólki þjónustuíbúða aldraðra við Dalbraut, læknum og hjúkmn- arfólki Landsspítalans, deild II-A og Skjóls við Kleppsveg. Trú á eigin dug og dáð drengskap, vit og bjargarráð, trú á íslands tip og auð trú á meir en þrældómsbrauð. (M. Jochumsson) Með þessum ljóðlínum kveð ég elskulega tengdamóður mína. Sigmundur R. Helgason Helga Finnsdóttir, langamma barnanna minna, er látin. Helgu kynntist ég fýrir fimm ámm og skildi þá fljótt, að hér var á ferð- inni einstök kona fýrir margra hluta sakir. Hún var sérstaklega glæsileg og svipfalleg gömul kona, þá 88 ára að aldri. Við nánari kynni fann ég að hún var skarpgreind og ótrú- lega ern. Allt milli himins og jarðar mátti ræða við Helgu, viska hennar og þekking á mörgum sviðum var alveg sérstök og viðmót hennar allt einkenndist af einstakri hlýju. Það verður að segjast eins og er, að ég féll algerlega fyrir þessari öldmðu konu. Manni leið vel í návist Helgu Finnsdóttur. Helga var mjög skemmtileg í samræðum við fólk og þegar hún sagði frá. Þær vora ófáar sögurnar skemmtilegu sem byijuðu: „Það var einu sinni maður úr Vestmannaeyj- um ... “ og viðstaddir brostu góð- látlega, vegna þess að þessar sögur virtust óteljandi. Helga naut þess að segja frá, enda hafði hún frá mörgu að segja frá löngum ævi- ferli. Kom þar skýrt fram hversu gott vald hún hafði á móðurmálinu. Þegar minnst er einhvers nákom- ins, hrannast minningarnar upp, oft Litlu risarnir þvottavél og þurrkari, fýrir fjölbýlishús og vinnustaði Miele SUNDABORG 1 S. 688588-688589 í skýmm myndum. Af miklu er að taka, þegar Helgu er minnst, þrátt fyrir stutt kynni. Ein myndin er af Helgu við stofu- borðið á Amartanga. Heimilisfólkið er í spumingaleik. Auðvitað er Helga miðpunkturinn við borðið, hrókur alls fagnaðar, stóð sig oft langbest, sérstaklega þegar spurt var um þjóðlega fróðleik. Við skemmtum okkur konunglega — og sérstaklega Helga, því hún hafði hið mesta yndi af hvers kyns spila- mennsku og hugarleikfimi. Önnur mynd tengist því er upp komst um fákunnáttu undirritaðs í íslenskri ljóðlist og ýmsu því sem þjóðlegt var, bæði í sögu landsins og menningu. „Og þú, langskóla- genginn maðurinn og kennari að auki... !!“ sagði hún gjarnan með glettnisglampa í augum. Stríðni hennar var góðlátleg og notaleg og bar ekki vott um annað en hlýju og væntumþykju — og svo fannst henni þetta auðvitað skemmtilegt. Það em engin ný sannindi, að menntun mælist ekki einvörðungu í skólagöngu. Helga var okkur ljós- lifandi sönnun þessa. Með þessum fáu línum vil ég kveðja góða vinkonu, sem kenndi mér margt. Guð blessi minningu hennar. Valdemar Pálsson SIEMENS Ekki bara örbylgjuofn! •7. HF4302 • Hann er venjulegur ofn, grillofn og örbylgjuofn, allt í senn. • íslenskur leiðarvísir og tvær íslenskar matreiðslubækur fylgja. • Og verðið er frábært: Almennt verð kr. 42.000,- Staðgreiðsluverð kr. 39.900,- SMITH&NORLAND __________NÓATÚNI 4 - SÍMI 28300 Umboð í Reykjavík og nágrenni: AÐALUMBOÐ: Tjarnargötu 10, símar: 17757 og 24530. Verslunin Neskjör, Ægissíðu 123, símar: 19832 og 19292. Bókaverslunin Úlfarsfell, Hagamel 67, sími: 24960. Sjóbúðin Grandagarði 7, sími: 16814. Passamyndir hf., Hlemmtorgi, sími: 11315. Bókaverslunin Griffill, Síðumúla 35, sími: 36811. Hreyfill, bensínafgreiðsla. Fellsmúla 24, sími: 685521. Paul Heide Glæsibæ, Alfheimum 74, sími: 83665. Hrafnista, skrifstofan, sími: 689500. Bókabúðin Huaborg, Efstalandi 26, sími: 686145. Landsbankilslands, Rofabæ 7, sími: 671400. Bókabúð Breiðholts, Arnarbakka 2, sími: 71360. Straumnes, I/esturberg 76, símar: 72800 og 72813. Happahúsið, Kringlunni, sími: 689780, Birgir Steinþórsson KOPAVOGUR: Bóka- og ritfangaverslunin Veda, Hamraborg 5, sími: 40877. Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími: 40180. GARÐABÆR: Bókaverslunin Gríma, Garðatorg 3, sími: 656020. HAFNARFJÖRÐUR: Sjómannafélagið, Strandgötu 11-13, sími: 50248. Hrafnista Hafnarfirði, sími: 53811. MOSFELLSSVEIT: Bóka- og ritfangaverslunin Ásfell, Háholt 14, sími: 666620. Þökkum okkar traustu viðskiptavinum og bjóðum nýja velkomna. HAPPDRÆTTIDVALARHEIMILIS ALDRAÐRA SJÓMANNA Eflum stuðning við aldraða. Miði á mann fyrir hvern aldraðan. yrsojA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.