Morgunblaðið - 03.05.1989, Síða 41

Morgunblaðið - 03.05.1989, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MÁÍ 1989 41 in að sér. Guðmundur fór til Þuríð- ar Ólafsdóttur og Olafs Eggertsson- ar hreppstjóra í Króksfjarðarnesi. Hjá þessum heiðurshjónum leið Guðmundi vel og talaði hann ætíð um þau með virðingu og þakklæti. Guðmundur var gæddur góðum gáfum og á unglingsárum kviknaði í bijósti hans draumur um að afla sér menntunar í skóla. Sakir fá- tæktar og aðstöðuleysis gat þó ekki orðið af því fyrr en 1920. Þá um vorið sagði hann húsbónda sínum frá draumum sínum. Ólafi leizt vel á þessi áform enda hafði Guðmundi að mestu tekizt að safna sér fyrir skólanum. Um haustið fór Guð- mundur í Ungmennaskólann á Núpi í Dýrafirði. Sá skóli var þá undir stjórn stofnanda hans, séra Sig- tryggs Guðlaugssonar, síðar próf- asts í Dýrafjarðarþingum. Menntun sú sem Guðmundur hlaut að Núpi reyndist honum gott veganesti út í lífið. Ég minnist á þetta hér vegna þess að nú geta flestir fengið að læra það sem hugurinn stendur til. Það má þó ekki gleymast að það er ef til vill engri kynslóð eins mik- ið að þakka og kynslóð Guðmundar hve mikil umskipti hafa orðið á högum okkar sem yngri erum í þesum efnum sem öðrum. Á námsárum sínum að Núpi fékk Guðmundur löngun til þess að fara út í hinn stóra heim. Sá draumur rættist m.a. fyrir tilstilli dansks manns, sem Guðmundur kynntist er hann vann á Reykjum í Mos- fellssveit skömmu eftir að náminu að Núpi lauk. í Danmörku vann hann á búgarði allt til 1926 að hann fluttist til Bandaríkjanna. Þangað hélt hann með aleiguna í einni tösku en engu að sfður fullur bjartsýni. Leiðin lá til Elgin í Illin- ois-fylki, en þar fékk hann vinnu hjá byggingaverktaka. í Elgin bjó Guðmundur næstu tíu árin og hafði oftast vinnu þrátt fyrir að kreppan mikla væri skollin á. Haustið 1936 flutti hann til Chicago þar sem hann fékk starf við að gera við skrifstofuvélar. Eftir að stríðið skall á fékk hann þó betur launað starf sem sölumaður hjá stóru trygginga- félagi í Chicago. Árið 1946 opnaði tryggingarfélagið nýjar skrifstofur í Los Angeles í Kaliforníu og flutt- ist Guðmundur þá þangað. Þar bjó hann allt til ársins 1966 og undi vel sínum hag. Guðmundur kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Borghildi Péturs- dóttur, í Los Angeles árið 1954 og tveim árum síðar gengu þau í hjóna- band. Borghildur er ættuð frá Ey- dölum í Breiðdal. Hjónaband þeirra var einkar farsælt og voru þau sam- hent um að skapa gott og fallegt heimili. Við sem þekktum þessi góðu hjón nutum í ríkum mæli gest- risni þeirra eftir að þau flutti til íslands árið 1966. Þau voru höfð- ingar heim að sækja. Þrátt fyrir að Guðmundi og Borg- hildi liði vel í Kalifomíu og Guð- mundur væri mikils metinn hjá tryggingafélaginu varð það að ráði hjá þeim hjónum að flytja til ís- lands og eyða þar elliárum. Voru til þess ýmsar ástæður. Borghildur átti son hér heima frá fyrra hjónabandi, Svein Kjartans- son. Komst á gott samband milli hans og Guðmundar og reyndist Guðmundur honum og fjölskyldu hans einstaklega vel. Ég veit að afabömin munu sakna Guðmundar mikið því að hann var sérstaklega bamgóður maður. Árið 1967 bauðst Guðmundi sölumannsstarf í húsgagnaverzlun Guðmundar Guðmundssonar á Laugavegi 166, en þar starfaði þá sá sem þessar línur ritar. Tókst strax með okkur góð vinátta. Guð- mundur var frábær starfskraftur. Honum mátti ávallt treysta, hann var þægilegur í allri umgengni og hörkusölumaður enda hafði hann mikla reynslu .1 þeim efnum frá Ameríku. Guðmundur veiktist fyrst alvar- lega haustið 1977 og var þá vart hugað líf, en hann náði sér svo vel að hann var kominn aftur til starfa um vorið árið eftir. í húsgagna- verzluninni starfaði Guðmundur allt til ársins 1983. Guðmundur átti sín áhugamál, sem hann sinnti í tómstundum. Hann hafði brennandi áhuga á söng og tónlist og náði reyndar svo langt á því sviði að hann hafði af því lifí- brauð um tíma vestanhafs. I þessu sambandi má segja að lengi búi að fyrstu gerð. Guðmundur segir sjálf- ur frá því í æviágripum sínum í ritinu Breiðfirðingur að móðir hans hafi á vetrarkvöldum kallað saman bamahópinn sinn til þess að láta hann syngja. Lagði hún mikla áherzlu á skýran og góðan fram- burð, en sjálf hafði hún næmt tón- eyra. Fljótlega eftir að Guðmundur fluttist til Bandaríkjanna fór hann að syngja í tveim kórum. Annar þeirra var kirkjukór og var hann þar tenórsólóisti í sjö ár. Eftir að hann fluttist til Chicago átti hann þess kost að mennta sig í söng og naut þá tilsagnar margra þekktra söngkennara. Hann söng oft ein- söng við jarðarfarir og önnur tæki- færi og hafði af því dálitlar auka- tekjur. Guðmundur las mikið um söng og tónlist og eignaðist mikið og gott hljómplötusafn. Það veitti honum miklar ánægjustundir. Söngurinn átti svo sterk ítök í Guð- mundi að fyrir kom að við tókum saman lagið í vinnunni þegar lítið var að gera. Höfðum við báðir af hina beztu skemmtan. Guðmundur var mikill trúmaður, las mikið um þau málefni og var alveg sannfærður um líf eftir dauð- ann. Nú er vinur minn horfinn yfír móðuna miklu, en minningarnar lifa í hugum okkar sem þekktum hann. Ég kveð hann með söknuði og þakk- læti fyrir það einlæga vinarþel sem hann ætíð sýndi mér og fjölskyldu minni. Kæra Borghildur og fjölskylda. Við hjónin flytjum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi sá er öllu ræður milda og græða sorg ykkar um leið og þið minrtist góðs manns. Guðmundur L.Þ. Guðmundsson Þegar vinur minn Guðmundur Guðlaugsson er allur, lýkur löngum og farsælum æviferli mikils öðlings- manns. Árin nálguðust að verða 89, jafnmörg öldinni okkar, og lífsferill- inn æði viðburðaríkur og fjölbreytt- ari en algengt var á þessum tímum. Má með sanni segja að hann lifði tímana tvenna, því að æviskeið hans náði yfir það tímabil, er mest- ar þjóðfélagsbreytingar hafa orðið með þessari þjóð. Þegar hann, eftir 40 ára útivist, snýr heim til ættjarð- arinnar, er það þjóðfélag sem hon- um mætir æði frábrugðið því sem hann kvaddi á árunum eftir 1920. Ekki þar fyrir að miklar þjóðfélags- breytingar áttu sér einnig stað úti í hinum stóra heimi á þessum tímum, framfarir víða risavaxnar, en áföllin líka hrikaleg af völdum styijalda og annarra ógnarverka svo og heimskreppunnar miklu, sem allt drap í dróma og hindraði fram- farir og bætt lífslqör. Guðmundur Guðlaugsson fædd- ist á Efri-Brunná í Dalasýslu 24. október árið 1900, og voru foreldr- ar hans Guðlaugur Guðmundsson og Sigurlína Guðmundsdóttir. Þeg- ar Guðmundur er á öðru ári flyzt fjölskyldan að Kletti í Geiradals- hreppi, en dvölin þar verður ekki löng þar eð þau þurfa að rýma jörð- ina fyrr en ætlað var og flytja þá að Bakka í sömu sveit árið 1910. Bakki var ekki stór jörð, sem fram- fleytt gæti stóru búi og ræktað land jarðarinn hefur örugglega verið lítið. Gefur augaleið að þar hefur mátt gæta mikillar hagsýni og vinna hörðum höndum til að hafa fyrir brýnustu nauðþurftum. Engu að síður mun fjölskyldunni hafa lið- ið vel á Bakka, en árin þar verða því miður ekki mörg, einungis þijú. Móðirin veikist og deyr og faðirinn stendur uppi með 6 ung börn. Þetta var mikið og þungt áfall, sem breytti gjörsamlega högum fyöl- skyldunnar, en vinir og ættingjar komu til hjálpar og tóku börnin til fósturs. Guðmundur fluttist til hjón- anna Ólafs hreppstjóra Eggertsson- ar og Þuríðar Runólfsdóttur í Króksfjarðamesi, þá 12 ára að aldri, og þar átti hann heima fram yfir tvítugt að hann hleypti heim- draganum og hélt til Reykjavíkur eftir tveggja vetra skólavist að Núpi í Dýrafirði. Ekki ílentist Guðmundur lengi syðra. Hann var, eins og hann sjálf- ur sagði, haldinn ákveðinni útþrá. Hann fysti að sjá sig um í heiminum og víkka sjóndeildarhringinn. Hann var áræðinn og óragur að kanna ókunna stigu og því heldur hann til Danmerkur og ræður sig til vinnu á dönskum búgarði. Þar dvelur hann í 2 eða 3 ár þar til hann afræð- ur að flytjast til Ameríku og þang- að kemur hann á vordögum árið 1926. Þar með hefst langur og reynsluríkur kafli í lífi Guðmundar, því að í fjóra tugi ára dvelst hann vestra við ýmis störf, en lengstum þó á vegum tryggingafélags bæði í Chicago og Los Angeles. Gaman var að heyra Guðmund segja frá ýmsu er á daga hans hafði drifíð þar vestra. Góðu heilli lét hann verða af því að skrifa þætti endur- minninga sinna og hafa þeir birzt á prenti. Árið 1956 staðfestir Guðmundur ráð sitt, er hann gengur að eiga Borghildi Pétursdóttur, hina ágæt- ustu konu, er þar dvaldi um þessar mundir. Ekki er ofsögum sagt að samhentari og samrýndari persónur getur vart og var það óblandið ánægjuefni að heimsælqa þau eða fá í heimsókn. Það var gott með þeim að vera. Guðmundur og Borg- hildur flytja síðan til íslands árið 1966 og vann Guðmundur hér verzl- unarstörf um margra ára skeið. Það var okkur eilíft undrunarefni hve Guðmundur bar aldurinn vel þótt árin væru orðin mörg. Hann virtist hreint ekki eldast eins og flestir þurfa að sætta sig við. En það var ekki einungis að hið ytra gervi væri prýði þessa ágæta manns, heldur ekki síður þeir góðu kostir, sem hann var búinn. Hið ljúfa viðmót, jákvætt viðhorf, hóg- værð og meðfædd kurteisi, þetta voru eiginleikar, sem hann var bú- inn í ríkum mæli. Ekki verður Guðmundar Guð- laugssonar svo minnst að ekki sé getið þess þáttar, sem einkenndi líf hans allt og var honum meiri lífsfylling en flest annað, en það var söngur og sígild tónlist. Honum hlotnaðist í vöggugjöf fögur söng- rödd, sem hann lagði mikla rækt við meðan hann dvaldi í Ameríku. Þar stundaði hann söngnám, söng í kórum og sem einsöngvari við ein og önnur tækifæri. Nú, þegar Guðmundur Guðlaugs- son er allur og fleiri verða ekki samfundir að sinni, er ljúft að minn- ast liðinna samverustunda. Við Hrefna kveðjum góðan vin og ósk- um honum fararheilla á þeirri braut, sem hann var fullviss að við öll ættum eftir að ganga, og innilegar samúðarkveðjur sendum við Borg- hildi og öðrum aðstandendum. Guðmundur B. Ólafsson AFGASRÚLLUR fyrir bilaverkstæöi Olíufélagið hf 681100 Honda 89 Accord Sedan 2,0 EX Verð f rá 1232 þúsund, miðaö við staðgreiöslu á gengi 1. ap. 1989. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIRALLA. UHONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 Flexelio HÚSGAGNA- HJÓL FlexelBo mf: FlexelBo j. f'* Flexello Flexello Poufseti Suðurlandsbraut 10. S. 686499. - EINKASKÓLI VIÐ TJÖRNINA LÆKJARGÖTU 14B -101 REYKJAVÍK - SÍM116820 Skólastarfið við Tjörhina er öflugt. Sæktu strax um skólavist. Upplýsingar á skrifstofu frá kl. 8-1. Símar: 16820 og 624020 SKÓLASTJÓRAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.