Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 1989 Rokkveisla íTónabæ LOKAKVÖLD Músíktilrauna Tónabæjar og Bylgjunnar var fimmtu- dagskvöldið 21. apríl sl. og úrslitakvöldið síðan föstudaginn 22. Alls voru það átta hljómsveitir sem komust í úrslit, ein úr Hafnarfirði, ein úr Hornafirði, ein úr Eiðaskóla, tvær úr Reykjavík og þrjár af Akranesi. Síðasta tilraunakvöldið Síðasta tilraunakvöld Músíktil- raunanna að þessu sinni tóku sex hljómsveitir þátt. Stertimenni úr Vestmannaeyj- um voru fyrstir á svið og komu ákveðnir og vel æfðir tii leiks. Þeir eiga þó sitthvað eftir ólært í tónsmíðum og útsetningar voru ekki vel markvissar þó lögin sem slík hafi verið þokkaleg. Einkum hætti þeim til að hafa texta stirða til söngs. Önnur sveit var Túrbó úr Borg- arnesi, sem tók einnig þátt í síðustu tilraunum. Þátttaka sveit- arinnar að þessu sinni kom til tveimur dögum fyrir tilraunakvöld- ið og fyrstu þrjú lögin sem sveitin lék urðu til að mestu á þeim tíma. Það mátti og heyra og til að mynda var fyrsta lagið frekar hug- mynd en fullmótað lag. Síðasta lagið sem sveitin lék var hinsveg- ar frá því í síðustu tilraunum og framúrskarandi. Með fjögur slík lög hefði sveitin átt greiða leið í úrslit. Þungarokksveitin Trassarnir úr Eiðaskóla var næst á svið. Sveitin leikur þungt rokk af einföldustu gerð og er ágætlega þétt. Það breytir því þó ekki að flest lög sveitarinnar eru gítarfrasastæður sem sneyddar eru allri dýnamík og millikaflarnir voru flestir úr samhengi. Þriðja lag sveitarinnar var einna skárst og réð þar mestu góð frammistaða söngvara sveit- arinnar. Fjórða sveitin á svið, íslensk knattspyrna, var einnig úr Eiða- skóla, en lék gjörólíka tónlist. Helsta vandamál sveitarinnar er að hún stendur á mörkum tilgerð- arlegrar popptónlistar og hrein- ræktaðs rokks, því á meðan sveit- armenn geta ekki gert upp við sig hvað þeir vilja gera verður útkom- an óáhugaverð eins og hún var þetta kvöld. Hornafjarðarsveitin Vitringarnir var næst. Sveitin leikur melódíska popptónlist sem markast af eink- ar einhæfum og frumstæðum tölvutrommuleik. Vitringarnir voru sama marki brenndar og svo margar aðrar sveitir að drekkja einföldum hugmyndum í yfirdrifn- um útsetningum. Fyrsta lag sveit- arinnar var líkt og fyrsta lag Túrbó, hugmynd en ekki lag, en þau sem á eftir komu voru öllu betri. Síðasta sveitin þetta kvöld, Bróðir Darwins, var sem ferskur andblær eftir það sem á undan var komið. Tónlistin var einföld og markviss og spngkonan ein efnilegasta söngkona sem undir- ritaður man eftir að hafa heyrt í í mörg ár. Taugaóstyrkur átti hlut í að sveitinni fataðist flugið nokkr- um sinnum, en það kom ekki veru- lega að sök. Úrslitin þetta kvöld voru að Bróðir Darwins sigraði nokkuð örugglega en Vitringarnir urðu í öðru sæti. Dómnefnd ákvað svo að veita Trössunum brautargengi í úrslit. Úrslitakvöldið Það mátti sjá fyrir að úrslita- kvöldið yrði mikil rokkveisla, því þrjár úrslitasveitanna léku rokk í þyngri kantinum og þrjár til við- bótar voru með rokkkyns tónlist. Trassarnir voru fyrstir á svið, en sveitin var ekki nema svipur hjá sjón miðað við kvöldið áður, því söngvari sveitarinnar var nú radd- laus og bassaleikarinn og aðal gítarleikari hennar hlupu í skarðið. Það dugði ekki til, enda undirbún- ingur í minna lagi, en það kom þó í Ijós að gítarleikarinn er ágætis söngvari og mætti gera meira af slíku. Vitringarnir voru næstir og bar nú meira á vélrænum trommu- heilatakti en áður, auk þess sem þungarokkhljómurinn í gítarnum átti ekki vel við. Laglausir byrjuðu með mikilli hressandi keyrslu og greinilegt að sveitin er vel tilbúin undir at- vinnumennsku. Fyrsta lagið var einna skemmtilegast, en þriðja lag sveitarinna var og ágætt. Síðasta hljómsveit fyrir hlé var Bootlegs. Sveitin var með forfalla- bassaleikara, sem lék reyndar á gítar með Túrbó kvöldið áður, en hann kom víst inn í sveitina með dags fyrirvara og náði ekki nema einni æfingu áður en hann kom fram. Hann stóð sig þó mjög vel og greinilegt að hann kann sitt- hvað fyrir sér í bassaleik ekki síður en gítarleik. Annar gítarleikarinn átti í hinum mestu erfiðleikum með tækjabúnað sinn, en sveitar- menn létu það lítið á sig fá og sýndu á sér flestar sínar bestu hliðar. Eftri hlé kom Lalli og sentimetr- arnir á svið. Lalli og félagar leika rokktónlist sem er undir sterkum og á stundum of miklum áhrifum frá nýrri breskum rokksveitum eins og Simple Minds og U2. Sveitin er vel þétt og söngvarinn er efnilegur í meira lagi. Það kom Lalla í úrslit, þó ekki hafi það dug- að til verðlauna. Neyðin kom næst á svið og var ekki vel staðsett á dagskránni því sveitarmeðlimir urðu fyrir aðkasti af óþroskuðum aðdáendum þyngri rokktónlistar á staðnum. Sýndu þeir óánægju sína og óþol- inmæði með því að kasta pappaglösum og fleiru lauslegu að sveitinni og baula á hana, en sveitin öll og þá helst söngkona hennar tók öllu jóssinu af þolin- mæði og yfirvegun. Það hlaut þó að koma niður á tónlistinni, því Neyðin var ekki upp á sitt besta þetta kvöld. Batteri var næst á svið og hóf leikinn með látum. Ekki voru fyrstu tvö lögin sem sveitin flutti áhugaverð, en í þriðja laginu var skipt um gír með feikn þungri keyrslu. Fyrirtaks lag og vel sung- ið af bassaleikara sveitarinnar sem hefur sérlega hentuga rödd fyrir þessa gerð tónlistar. Hann söng einnig síðasta lag sveitarinn- ar sem var það besta sem frá henni heyröist í þessum músíktil- raunum; klass ískir rokkfrasar fluttir af innlifun og þrótti. Lokasveit kvöldsins var Bróðir Darwins, sem var reyndar þriðja Akranessveitin sem komst í úr- slit. Sveitarmeðlimir voru ekki eins taugaóstyrkir og kvöldið áður og því mun betri og dagskráin nær hnökralaus. Tvímælalaust efnileg- asta hljómsveitin sem fram kom í þessum tilraunum og gaman verður að fylgjast með henni í framtíðinni. Úrslitin urðu svo þau að Lag- lausir sigruðu og hlutu að launum 50 hljóðverstíma í Hljóðakletti og Casio hljómborð, Bootlegs urðu í öðru sæti og hlutu að launum 30 hljóðverstíma í Bjartsýni og trommuheila frá Casio og Bróðir Darwins varð í öðru sæti og hlaut 20 hljóðverstíma í Hljóöakletti og hljóðnema. Árni Matthíasson Laglausir, sem sigruðu nokkuð örugglega, en með þeim á myndinni eru tveir meðlimir Bootlegs. mm Bróðir Darwins, þriðja sæti, Bootlegs, annað sæti. ... —---- Túrbó Stertimenni íslensk knatt- spyrna Trassarnir Vitringarnir Ljósmynd/BS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.