Morgunblaðið - 03.05.1989, Side 48
fri>» i" •
48
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 1989
Minning:
Jón Gunnar Arna-
son myndhöggvari
?
**
i
I
«
í'
f
I
I
<
>
Jón Gunnar lagði í ferðina löngu
í nótt. Það var eins og hlý Andalús-
íugolan yrði ísköld þegar mér barst
þessi frétt.
Minningamar hrannast upp og í
kjölfarið hlýnar aftur. Ég kynntist
Jóni Gunnari sumrið 1972, þegar
ég vann við gestamóttöku á Hótel
Holti í Reykjavík, þar sem hann
kom oft til að fá sér örlitla bijóst-
birtu ásamt þeim félögum sínum
Ólafi Jónssyni og Kjartani heitnum
Kjartanssyni. Eftir að við Ólafur
hófum sambúð varð Jón Gunnar
vinur minn og heimiiisvinur til
dauðadags, þrátt fyrir breyttar að-
stæður. Á árunum 1973 til 1980
dvöldumst við oft stóran hluta sum-
ars í Vertshúsi í Flatey á Breiða-
firði, þessari paradís íslenskrar
náttúru, við leik og störf, ásamt
flölskyldum okkar og vinum. Það
væri efni í heila bók að segja frá
þeim stórkostlega tíma. Ferðalög,
gönguferðir að ógleymdum öllum
ferðunum í kræklingafjörur þar sem
Jón Gunnar hjó til sprek og spýtur
með stóra hnífnum og kynti bál sem
kræklingurinn var síðan eldaður
yfir.
Allur matur sem Jón Gunnar kom
nálægt var góður, nei frábær, hvort
sem það var þykkt, illa skorið brauð
með stórum ostbitum heima hjá
honum, eða glænýr hrár rauðmagi
skorinn í örþunnar sneiðar, ný-
keyptur af litlum strákum í fjöru-
borðinu suður á Álftanesi, svo mað-
úr tali nú ekki um hvítlaukslamba-
lærið vel kryddaða.
Þegar ég setti niður rifsplöntur
í garðinn minn um árið, bjuggu
fímm ijörug börn í næsta húsi, sem
stukku alltaf yfír vegginn milli hús-
anna og auðvitað lentu þau alltaf
niður á plöntunum. Ég tuðaði enda-
laust yfír þessu. Jón Gunnar sagði:
„Leyfðu þeim að leika sér,“ og þar
sem ég neitaði heyrði ég að hann
tautaði: „Þetta kvenfólk," um leið
og hann fór. Tveimur dögum seinna
varð mér litið út um gluggann og
sá þá Jón Gunnar vera að beygja
járn sem hann þræddi í þar til gerða
stálvinkla sem hann hafði smíðað
og fest á vegginn. Eftir þetta brotn-
uðu engar plöntur og bömin stukku
að vild.
„Hvar á maður að hengja af sér,
ljúfan mín?“ spurði hann þegar við
vorum nýflutt. Það varð eitthvað
fátt um svör. En skömmu seinna
voru komnir snagar af öllum gerð-
um og stærðum, gerðir af meistara-
höndum út um allt húsið.
í dag eru hlutir, litlir og stórir,
sem hann hefur glatt mig og fjöl-
skylduna með allt í kringum okkur.
Jon Gunnar var örlátur maður í
öllum skilningi. Vinir voru vinir,
gott fólk — gott fólk og bjánar —
bjánar, burt séð frá aldri, greind
eða þjóðfélagsstöðu. Ein ógleyman-
legasta stund ævi minnar er sú
stund þegar ég sá verkið Cosmos
gravity í Nýlistasafninu um árið.
Ég veit að Jón Gunnar vann af ofur-
kappi síðustu vikur ævi sinnar við
að koma frá sér verki sem á eftir
að gleðja sjúklinga Borgarspítalans
um ókomin ár, þegar sólin endur-
kastast af speglum inn um glugga
spítalans og geislamir dansa á
veggjunum. Enn á minningin um
vin minn alltaf eftir að gera sólina
bjartari.
Sevilla,
Bergljót Gunnarsdóttir
Gamall vinur er látinn.
Jón Gunnar Árnason er látinn,
og þar með horfínn félagi sem gekk
lífsbrautina sjálfstætt og skapandi
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi,
GUÐLAUGUR VIGFÚSSON
frá Holti, Vestmannaeyjum,
Kjarrvegi 15,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 5. maí kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Landakotsspítala.
Jóhanna K. Kristjánsdóttir,
Vigfús Guðlaugsson, Rósa Sigurjónsdóttir,
Guðleif Guðlaugsdóttir, Páll H. Guðmundsson,
Sigríður Guðlaugsdóttir, Gústav Einarsson,
Kristján Guðlaugsson, Ásgerður Halldórsdóttir,
Guðrún Guðlaugsdóttir, Helgi Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Eiginkona mín, mó,ðir, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÍÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR,
Akurgerði 33,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. maí kl.
13.30.
Haukur Pálsson,
Guðrún Helga Hauksdóttir,
Gunnar Haraldur Hauksson,
Sigurjón Páll Hauksson,
Kristín Hulda Hauksdóttir,
HaukurHauksson,
Unnur Erna Hauksdóttir,
Jónas Guðgeir Hauksson,
Júlíana Hauksdóttir,
Guðfinna Hauksdóttir,
barnabörn og
Jóhann Örn Guðmundsson,
Kristin Jóna Guðjónsdóttir,
Gylfi Jónasson,
Ulla Harbo,
Ólafur Örn Valdimarsson,
Hildur Pétursdóttir,
Loftur Ólafur Leifsson,
Hafliði Halldórsson,
barnabarnabörn.
t
Hjartanlegar þakkir til hinna fjölmörgu sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við fráfall okkar elskulega eiginmanns, föður, tengdaföð-
ur og afa,
GUÐMUNDAR JÓNS MAGNÚSSONAR
Nesvegi 57.
Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem aðstoðuðu okkur og
studdu á þessari erfiðu stundu.
Guðfinna Jónsdóttir,
Anna Guðmundsdóttir, Matthias Daði Sigurðsson,
Guðmundur Jón Friðriksson,
Jóhann Magnús Friðriksson,
Finnur Daði Matthiasson.
og í samræmi við sannfæringu sína.
Þegar ég kynntist Jóni Gunnari
Árnasyni fýrst, var það í hópi fé-
laga í Myndlista- og handíðaskólan-
um. Á hugmyndafræðilega þróun
þessa hóps hefur Jón haft meiri
áhrif og þar með meiri áhrif á yngri
kynslóð listamanna á íslandi en
flestir aðrir listamenn íslenzkir.
Hann nálgaðist kennsluna ekki
kreddubundinn, heldur með fijáls-
legu, mannlegu innsæi. Hann var
raunverulega starfandi listamaður,
kenndi sem slíkur án kennslufræði-
legra krúsidúlna og hikaði ekki við
að hleypa nemendum inn í hug-
myndaheim sinn og starf. Við sem
vorum í fijálsri myndlist eigum
margar ánægjulegar minningar frá
því tímabili í Ásmundarsalnum þar
sem við undir hans handleiðslu unn-
um að umhverfisverkefni, við minn-
umst langra vinnudaga þar sem
rætt var um listina, lífíð og hand-
verklega hluti. Samband Jóns við
þennan hóp hélst síðan óslitið og
innan þessa hóps kynntist hann
Rúrí lífsförunaut sínum hin síðari
ár. Hin eindregna afstaða hans
gagnvart listinni hefur örugglega
átt stóran þátt í lífsviðhorfi og
starfí þessa hóps og annarra sem
nutu kennslu hans síðar.
Jón var rausnarlegur og óeigin-
gjarn í samskiptum, það sem hann
átti skipti hann með samferða-
mönnunum. Hann var ræðinn og
opinn út á við, skemmtilegur í frá-
sögn, hnittinn en jafnframt mark-
viss í umræðu. Hann hafði alltaf lag
á að vita um hvað hlutimir sner-
ust. Hann var félagslyndur og naut
þess að vera í góðum hóp.
Jón var á fyrsta hluta starfsævi
sinnar sem listamaður „infant
terrible“ myndlistar á íslandi, mað-
ur sem virtist hafa að tómstunda-
iðju að slípa hnífa og eggvopn til
friðþægingar sjálfseyðingarhvöt
þjóðfélags sem hafði beðið skip-
brot. Sjálfsagt vilja fleiri okkar
minnast járnhjartans sem listsögu-
skapandi og imynd listsköpunar
Jóns, þeim mun frekar þar sem það
þrátt fyrir harðan efnivið ber í sér
mýkt og innileik og felur í sér ein-
kenni persónunnar sem það skóp,
því Jón var hlýr persónuleiki og
hollur vinum sínum. Jákvæðni hans
gagnvart myndlistinni og myndlist-
armönnum en sérstaklega gagnvart
ungu listafólki gerði hann að einum
forystumanna nýlistar á íslandi. í
lífí sínu þræddi hann ekki meðal-
vegi, heldur órudda óvegi listarinn-
ar óháð duttlungum Ijármagnsins
og án tillits til þess hvort öðrum
líkaði eður ei. Jon var opinn fyrir
skoðunum annarra og tók aðra
listamenn alvarlega óháð liststefnu
þeirra. Hann gat átt til að gera
góðlátlegt grín að hegðan sam-
ferðamanna sinna en ekki skoðun-
um.
Jón var í upphafi starfsferilsins
umtalaður sem einn af svokölluðum
„yngri listamönnum þjóðarinnar".
Enn 15 árum síðar var hann einn
af „yngri listamönnunum", hann
staðnaði nefnilega ekki í skoðunum
eða lífsviðhorfí. Eins og ég upplifði
hann, stjómaði lífsviðhorf hans list
hans, hann nálgaðist viðfangsefni
sitt hveiju sinni fyrst og fremst út
frá hugmyndum tengdum umhverf-
inu og frumkröftunum.
Síðustu árin þjáðist Jón af alvar-
legum veikindum. Við sem þekktum
hann fylgdumst með löngu dauða-
stríði, þar sem Jón sótti baráttu-
kraft sinn til listsköpunar sinnar. ■
Við fylgdumst líka með því hversu
nánustu aðstandendur tóku þátt í
þessari viðureign hans við tímann,
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
INGVARJÓNSSON
vörubflstjóri,
Bræðraborgarstíg 49,
lést í Landakotsspítala 30. apríl.
Jónina Björnsdóttir
og börnin.
t
Útför föður okkar og tengdaföður,
ÓLAFS ÞORGRÍMSSONAR
hæstaréttarlögmanns,
fer fram frá Dómkirkjunni í dag, miðvikudaginn 3. maí, kl. 15.00.
Erna Ólafsdóttir,
Kjartan Reynir Ólafsson,
Kristín Sigurðardóttir.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR,
Hæðargarði 17.
Gunnar Guðbjörnsson,
Gunnar Gunnarsson,
Guðlaug Gunnarsdóttir, Indriði Rósenbergsson,
Jóhann Kristinn Indriðason
og barnabörn.
t
Hugheilar þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð
•og vinarhug við andlát og útför
KRISTÍNAR INGUNNAR HARALDSDÓTTUR,
Fellsmúla 12.
Björn Einarsson,
Inga Þórðardóttir,
Áslaug Þórðardóttir,
Sigríður Sverrisdóttir,
Stefanía Björnsdóttir
Haraldur Sigurðsson,
Þorlákur Pétursson,
Bragi Svavarsson,
Úlfar Aðalsteinsson,
og barnabörn.
og hversu bönd hans við þá treyst-
ust á þessu erfiða tímabili þeirra
allra.
Síðustu orrustuna berst maður-
inn einn, við sjálfan sig, enginn
getur tekið öðrum manni réttinn til
þessarar baráttu, uppgjörsins við
tímann. Jón vissi um þetta uppgjör
og hafði sætt sig við endalok þess,
einbeittur í að veita dauðanum
harða baráttu, sáttur með reist
höfuð.
Þegar andlát hans bar að var ég
hér í Kaupmannahöfn, og get vott-
að að hann á marga vini hér sem
allir minnast hans sem góðs félaga.
í Akademíunni þar sem hann
kenndi eitt tímabil ævi sinnar minn-
ast hans margir og hafa fylgst með
honum í dauðastríði hans, hjá þeim
hefur hann aðeins eftirlátið jákvæð-
ar minningar. Þeir félgar sem hann
þekkti á Café West, Cap Horn og
Café St. Strandstr. minnast hans
sem góðs samferðamanns.
Fjölskyldu Jóns og vinum hans
vil ég og fjölskylda mín votta dýpstu
hluttekningu, frá okkur hefur horf-
ið góður listamaður og góður, ein-
lægur, traustur vinur.
Kaupmannahö£n,
Björgvin Gylfi Snorrason.
Með sorg í hjarta meðtókum við
frétt um að vinur okkar og fyrrum
samstarfsmaður, myndhöggvarinn
og konseptlistamaðurinn Jón Gunn-
ar Ámason væri látinn.
Við, kennarar við myndlistar-
deildir og við sameiginleg verkstæði
Konunglegu dönsku listaakadem-
íunnar, og stjóm akademíunnar,
vottum fjölskyldu og vinum Jóns
Gunnars Árnasonar okkar dýpstu
samúð.
Innilegar kveðjur.
Kaupmannahöfn,
Jörgen Bruun Hansen,
Murallaboratoriet.
Else Marie Bukdahl,
Rektor.
Björgvin Gylfi Snorrason,
Plastværkstedet.
Else Berenth,
Sekretær.
Ole Anderson,
Fællesværkstedet.
Myndhöggvarinn og koncept-
listamaðurinn Jón Gunnar Ámason
er látinn eftir löng veikindi.
Ég hitti Jón Gunnar Ámason
fyrst árið 1973 í Kaupmannahöfn.
EFtir það varð ég gestakennari
annað hvert ár við Myndlista- og
handíðaskóla íslands og styrktist
vinskapur okkar sífellt á þessum
tíma.
Árið 1979 réð þáverandi prófess-
or við skúlptúrdeildina „Skolen for
Mur- & Rumkunst“ við Konunglegu
Akademíuna í Kaupmannahöfn Jón
Gunnar til deildar sinnar. Þar
kenndi hann í tvö ár og naut bæði
virðingar og vinsælda, jafnt meðal
nemenda og samkennara.
Þrátt fyrir sjúkdóm sinn vann Jón
Gunnar Ámason að skipulagningu
á norrænu skúlptúrsamstarfi (Ex-
perimental Environment) fram á
síðustu stund. Hin síðari ár vann
hann verk út frá grundvallar-
hugmyndum sínum varðandi vík-
ingaskip og er eitt slíkt verk á
Hellissandi (5 metra hátt), annað
er í smíðum á Akureyri. Jón Gunn-
ar Árnason var fulltrúi íslands á
Biennalnum í Feneyjum árið 1982.
Hinn alþjóðlega sinnaði listamaður
Jón Gunnar Árnason sýndi meðal
annars litla kringlótta spegla í
Kaupmannahöfn, sem hann múraði
fasta niður í götur víða um mið-
borgina.
Verk Jóns Gunnars em til víða,
meðal annars í Listasafni íslands,
þar sem varðveitt em meðal annars
áhrifamikið og hreyfanlegt „hjarta“
og einnig „sólvagn“, bæði verkin
úr málmi.
Ég heimsótti Jón Gunnar til ís-
lands sl. febrúar, þar kvaddi ég
hann. Nú er hann látinn, tæplega
58 ára gamall. Ég veit að fyrir
hönd margra íslendinga sem hér
búa og fyrir hönd fjölda Dana em
þessi orð kveðjuorð.
Jörgen Murer,
lektor við Skolen for Mur-
& Rumkunst, Konunglegu
dönsku listaakademíunni.